Morgunblaðið - 05.01.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 3Hor0tatWatt$ ÚtBef.: H.Í. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjörar: J6n KJartanaaon. ValtÝr Stefknaaoo. Rltatjörn ok afgrelSala: Austurstrætl 8. — Slmi 1600. Auglýslngastjörl: ES. Hafberg. Auglýaingaakrlfstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700 Helmaalmar: Jón KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. B. Hafberg nr. 3770. Áakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuUi. Utanlanda kr. 2.60 á aaánuBl. t lauaasölu 10 aura elntaklB. 20 aura metS Leabök. Uinnuöeilur. ÖUum kemur saman um, að vinnudeilur geti haft hinar alvar- legustu afleiðingar fyrir þjóðfje- lagið. Þess vegna er það furðulegt hve löggjafarvaldið hefir verið sinnulaust um þessi mál. Það eru að vísu til lög um sáttasemjara í vinnudeilum, og hafa þau gert nokkuð gagn, en eru engan veginn fullnægjandi. 1 öllum stærri lcaupstöðum lijer á landi eru starfandi verklýðs- fjelög vig liinar ýmsu atvinnu- greinir. Pjelög þessi eiga fullkom- inn rjett á sjer, svo framarlega sem þeim er stjórnað með gætni og hagsýni. Stjettarfjelögin hafa hlotið við- urkenningu í þ.jóðfjelagi voru, með þeim starfsaðferðum, sem slíkum fjelagsskap jafnan fylgir. En einmitt vegna þess, að stjett arfjelögin verða oft að beita starfs aðferðum, sem geta haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir þjóð- f jelagið í lieild, er það óforsvaran- legt af löggjafarvaldinu, að láta mál þessi ekki til sín taka meir -en orðið er. Það þarf að setja almenn lög úm vinnudeilur. Þar eiga að vera skýr ákvæði um það, hvað leyfi- legt er og hvað óleyfilegt, þegar slíkar deilur standa yfir. Einnig þarf að vera til úrskurðarvald um það. hvenær verkfall eða verk- kann skuli teljast, lögmætt og hve- nær ólögmætt. Vonandi lætur Alþingi þessi mál til sin taka, því að það er öllum tyrir bestu, að þannig sje um þetta. bviið, að allir aðiljar get.i trevst. rjettlátri niðurstöðu. Skuldír os gialdbrst. Stjórnskipuð nefnd safnar nu skýrslum um skuldii' bænda. Söfn- nnin er komin nokkuð á leið. Skuldir reynast öllu meiri en við ^ar búist. Síðar mun mega gera s.ier hugmynd um, live mikill hluti hamda á fyrir skuldum. Hermann Jónasson dæmdi Magn hs Guðmundsson í fangelsi fyrir ;að hafa átt þátt í því, að Behrens greiddi skuld sína meðan hann átti fyrir skuldum þeim er hann Imi'fti að greiða. Hómarinn bygði á því, að hann taldi eignaframtalið vafasamt. Sa sem eignaframtalið samdi var sýknaður. En Magnús dæmdur, fyi'ir að fara eftir framtali, sem elómarinn taldi rjett. Svo strang- h'ga fara Jieir Hriflungar út í það, að hver fái sitt frá skuldugum ^önnuin, og enginn of mikið. Það mun ekki eins dæmi nú, að eignir hænda hrökkvi eliki nema til hálfs við skuldir. 'ffugs- um okkur t, d. bónda sem skuldar 8 þúsund krónur, og á sem svarar 4 þúsund. Hann skuldar nágranna ídnum 10 krónur. En hann má ekki fyrir nokkurn mun borga nágrannanum nema kr. 5.00. Ef xvt af er brugðið þeirri reglu er það tugthússök. (Sbr. Hermann). Segjuni að bóndinn skuldi kaup- fjelagi sínu kr. 4 þúsund. Hpnn má ekki borga kaupfjelaginu nema 2 þúsund. Fylgi hann eltki þeiri’i reglu blasir við honum fang elsið. Og verði kaupf j ela gsst j órinn svo óheppinn að fara fram á að bóndinn greiði rneira en lielnving, þá er liann ofurseldur refsivéndi laganna, og má búast við því, að veggir fangelsisins umlyki bratt lians háttvirtu persónu. Það var því engin fvvrða, þó Pjetur Magnússon mintist á það í hæstarjettarræðu sinni á dögun- nm, að ef allir þeir, sem í dag œttu ekki fyrir skuldum, en gæfu ekki eigvvr sínar fram til o-jaldþrotaskifta, yrðu tugthúslim- ir, þá mætti þjóðin láta liendur standa fram úr ermurn við tugt- húsagerðina. Tíminn endurtekur oft það sann mæli í seinni tíð, að allir skvdi vera jafnir fyrir lögnnum. Er nú eftir að vita, hve hart verðvir gengið að þeim kaupfje- lagsstjórnm t, d. sem kunria að misstíga sig í því, að heimta of mikið af hændunum, sem elvki eiga fyrir skuldum, og ,,van- rækja“ eins og það er nefnt a Tímamáli, að láta skifta upp eig- um símvm. Því varla geta menn efast um, að Tíminn vilji láta ganga jafnt yfir alla(!!!) Farþegaskipið Atlantie brennnr. Bérlín, miðvikudag. Kviknað hefir í franska far- þegaskipinu „Atlantie“ i Errnar- sundi rjett fyrir utan Le Havre. Öljósar fregnir eru komnar af brunanum, en þó vita menn, að engir farþe'gar voru á skipinu, lieldur aðeins skipsliöfnin, sem var 260 manns. Sagt er að skipshöfnin liafi yfirgefið skipið og má því telja víst að eigi muni vera hægt að bjarga því. „Atlantic er eitt af stærstu skipum Prakka, (FU) Nánar frá skipsbrunanum. London 4. januar. í breskum útvarpsfregnum er nánar sagt frá brunanum á „At- lantic“. Skipið er 42.000 smálestir að stærð, bygt í San Lazare 1930. og var eitt með stærstu og við- bafnarmestu hafskipum Frakka. Það var á leiðinni frá Cherbourg til Le Havre til viðgerðar, er slysið vildi til, og voru því engir farþégar með því. Annars befir skipið einkum verið í siglingum milli Bordeaux og Suður-Ame- ríku. Eldurinn kom upp um 4- leytið, og komu þegar tvö skip á. vettvang. Annað var þýska skip- ið Bulir, sem náði skipshöfninni heiln og höldnu um borð, og var skipið orðið mannlaust klukkan sex. Frá Cherbourg var sent gufn- skip og flugvjel, og gaf áhöfnin á flugvjelinni ]>á skýrslu, að eld- urinn geisaði stafna á milli í skip- inu, og hallaðist það um 20 gráð- ur, og væri hverju skipi ófært að því. (FÚ). Síðustu fregnir af skips- brunanum. Upptök eldsins ókunn. Berlín, miðvikudagskvöld. Flugvjelar, er flugu yfir franska farþegaskipið „Atlantic“ í eftir- miðdag, sögðu, að það, væri alt eitt eldhaf og engin tök að bjarga neinu; en áhöfnina höfðu þýska skipið Ruhr og hollenska skipið Akkilles tekið um borð til sín fyrir hádegi í dag. Ekkert er upp- víst um það hvernig eldurinn kom upp, en menn telja líklegt, sök- um þess að skipið gat engin loft- skeyti sent frá sjer, að eldurinn liafi komið upp í loftskeytaklef- anum. — Paul Boncour hefir sent áhöfnunum á skipnnum, sem að- stoðuðu við björgunina, þakkar- ávarp. (FÚ). Svar til Jóns Arnasonar frá Sigurði á Veðramóti. Þann veg er farið sumum mönn- um, ekki síst þeim sem hátt hefir verið hossað og mikið undirhlaðið, að þegar þeir ervv kornnir í bær aðstöður að þeim finst þeir ciga mikið undir sjer, sem kallað er, þá þola þeir ekki að sveigt sje að þeim einu orði (jafnvel þó það sje í allri velvild), án þess að rjúka npp eins og reiðir hanar eða láta alla vega dólgslega. Þetta sannast mjög á Jóni Árnasyni í grein sem hann ritar í 55. töluhlað „Tímans“, nýverið mn Skagafjai'ðar-brjef mitt, í- Morgunblaðinu 20. nóvember s.l. Sný jeg mjer þá fyrst með nokkurum orðum að því, sern Jón segir um mig sem samvinnumann, og þeim sökum, sem hann segir mig bera á S. I. S- Þá er þetta fyrst: „Þessi maður (þ. e. undirritaður) hefir að nafn- inu til verið fjelagi í samvinnu- fjelagi.“ Það á sennilega að skilj- ast svo, að jeg sje þaS ekki nú. Það sanna er, að jeg hefi verið í samvinnufjelagi öll mín búskap- ar ár, nú milli 20 og 30, og er enn í tveim. En jeg hefi aldrei skuldað þar neitt og aldrei verið Framsóknarflokksmaður. — Þetta tvent telur Jón nóg til þess að jeg verði að teljast aðeins „að nafninu til“ samvinnnmaður. Stefna mín í samvinnumálum hefir verið og er þessi í fánm orðum: 1. Að fjelögin sjeu ópólitísk. 2. Aðslvilin innlend og útlend verslnn. 3. Skuldlaus viðskifti. Vegna þessara stefnumála minna sem samvinnumanns, gekk jeg úr Kaupfjelagi Slcagfirðinga, ásamt nokkrum fleiri, og stofnuðum við annað kaupfjelag: Verslunarfje- lag Skagfirðinga, sem lesendnm þessa blaðs er að nokkru kunnugt af fyrri greinum mínum. Það blasir við eftir ummælum Jóns, að samvinnumenn verða þeir einir taldir, meira en að nafni til, sem vaða í skuldum yfir liaus, þegja við öllu sem fram fer, og eru í Framsóknarflokknum. Þá segir Jón, að jeg liafi stund- um mætt á sambandsfundi og ekki látið mikið á mjer bera. Það þykir nú Jóni dálítið undarlegt að láta ekki mikið á sjer bera, og á bágt með að skilja slíka háttsemi. Jeg verð þá, í þessu sambandi að nvinna bann á það, að nóg þótti honum og fleirum bera á mjer lijer um árið, þegar mikill bluti (af degi gekk í það á Sambands- fundi að anclmæla ræðum mín- vm um sparnað á kostnaði við Sambandið. Þar lijelt jeg því fram að fella niður styrk til pólitískra blaða og til Samvinnuskólans og enn fremur að lækka mætti laun st rfsmanna, minsta kosti niður í í'áðherralaun. Umræðunum lauk þannig, að einn fundarmanna gat þess, að nú væri bviið að halda hjer 30 ræðnr á móti þessum eina manni og það sýndist ekki hafa liaft taiikil áhrif þó allir snerust -rn þessum eina. Jón segir að mitt bjargráð sje að bændur leysi upp sín samtök (sennilega verslunarsamtök). Ekki veit. jeg lvvaðan honum kemur þessi viska. Það sem jeg legg til er að sendur sje snjall sölumaður til að aðstoða Sambandið við söl- una ef skeð gæti, að honnm tækist betur en Jóni. Þetta kallar hann svo tillögur um upplausn Sam- bandsins og er mjer sá skilningur torráðin gáta. Nema ef Jón lítur svo á, að sennilega seldi sá maður svo mikið betur, að eftir það vildi enginn láta hann selja, en sína starfsemi telur hann náttúr- lega líf Samhandsins. Hjer fer .Jóni líkt og fleirum hans pólitísku samherjnm, að hann hýr t.il sakir á sína andstæðinga og dæmir þá ,svo, eftir þeim sök- nm. Það, sem jeg segi urn Samband- ið er þetta: „Það virðist því sem reynslan sýni að út á við sje Sam- bandið vesælt. og vannváttngt til að bæta okkar verslun.“ Jeg verð að halda mjer við að þetta sje rjett, meðan reynsl- an sýnir að það selur ekki betur en aðrir. En því höfum við látið og látnm enri S. í. S. selja fyrir okkur, að við höfum altaf verið að vona, að því mætti betnr takast en öðrunv. Þetta er sví hugsnn, sem frá npp- hafi hefir vakað fyrir okknr sam- vinnumönnum í tilliti til Sam- bandsins. En svo er þetta spurningin: ;Ætlar þessi von að láta sjer til skammar verða ? Það vona jeg ekki verði, þó illa áhorfist. En það má fyr vera þjösna- skapur, af Jóni eða öðrum, sem við þessi mál eru riðnir, að geta ekki þolað að samvinnumenn láti nokk- urt orð falla sem umkvörtnn á hverju sem gengur með sölu, eða annað það sem máli skiftir í þess- vvm fjelagsskap, án þess að ansa þá brigslum og tilbúnum sökum. Það er rakalaus staðhæfing og illmæli að jeg hafi farið með v minni grein skammir um Sam- bandið, eða gert nokkrar tillögnr sem því mætti til tjóns verða. — Aðeins sagt, að þetta verð, sem okkur er nú gefin von nm, sje eins ■M———1 og ekkert verð, og reynandi væri að fleiri aðstoðuðu við söluna á- þessum sjerstöku erfiðleikatímum. Þá kem jeg að þessári lúalegn getsök, mjer liggur við að segja þessari illgirnislegu hugsun, sem liggur á bak við þessi ummæli Jóns: „En mjer vírðist á tóninum í Morgunblaðinu að þeir sem fjandskapast við samvinnufjelög.. bænda. bíði þess með mikilíi eftirvæntingu að markaður fyrir freðkjöt bregðist í framtíðinni.'l Það vona jeg að fáir sjeu þeir einstaklingar í þessu landi, aðrir en Jón, sem svona viðbjóðslega,r hugsanir ala með sjer um aðra menn, þó andstæðingar sjeu. Vonandi er Jón þarna undari- tekning. Þegar maður veltir fyrir sjer þessari liugsun fyllist maður við- bjóði og liryllingi að nokkur mað- nr skuli geta gert sjer það í hng ,að mikill hluti landsmanna ali þá hugsun sjer í brjósti, með mikilli eftirvænting, að eymd, basl og volæði megi verða hlutskifti sinn- «r eigin þjóðar. Nú hefir Jón talið mig aðeins að nafninu til samvinnumann og þar með skipað mjer í flokk þess-^ ara manna og veit jeg þá ekki hvernig á að hngsa þá hugsun til ,enda, að jeg híði þess með eft- irvæntnig að mín verðmætasta og aðalframleiðsluvara og allra minná stjettarbræðra verði einskis virði. Mjer skilst á þessu skrifi JónS að hann vilji eiginlega þakka sjer það live mikið bændur hafi nú bygt af frystihúsum, og að hægt er að flytja lijeðan freðkjöt 'á erlendan markað. Þetta er auð- vitað verk samvinnufjelaga, með aðstoð Sambandsins og Viðlaga- sjóðs, en þó reyndi Sambandið að spilla fyrir byggingu eins Sam- bándsfjelags eins og það gat. Ekki fer jeg úti í þá sögu hjer. Hún er áður kunn og illræmd að vonum. Jón segir að jeg sje sama. sinn- is og þeir sem vilja svíkja fje- lagsskapinn og fela kaupmönnum alla forsjá. Þetta segir liann, þó liann viti. að jeg liafi altaf skift við samvinnufjelag, sje stofnandi tveggja og 5 stjórn beggja. Hvað balda menn nú um svona rök og ritmenskú? Því svarar hver fyrir sig. Jeg liefi nú rekið til baka öll jiessi brigsl og sakir sem borm eru á mig í þessari umræddu greín og vona því að allir sjái og sjeu mjer sammála um að ásakanír Jóns hafa verið. ýmist ósaiinar, ómaklegar, eða illgirnislegar get- sakir. Læt svo úttalað um þetta, hvórt sem Jón japlar á því lengnr eða skemur. Veðramóti 10. des. 1932.; Sig. Á. Björnsson. . Nýtt Zeppelinloftfar. Berlín 4. jan. Þjóðverjar eru nú að byggja nýtt Zeppelin loftfar. sem mtm verða mun stærra en Graf Zeppe- lin og taka fleiri farþega. Loft- farið á að fylla með Helium-gasi, sem er ekki eldfimt. og héfir fjðra Mavbachvjelar, sem brenna hrá- olíu. Hraði þess verður 130—140 kílómetrar á klukkustund. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.