Morgunblaðið - 23.04.1933, Page 6

Morgunblaðið - 23.04.1933, Page 6
6 MORUUNBLAÐIÐ 3B Oufuskipaleiðir fyrrum og nú VII. Navigare necesse. „Það er nauðsynlegt að sigla“, segir rómverskt orðtæki. Þetta á við um allar þjóðir, sem eiga lönd að sjó, og fyrir sumar er það beinlínis lífsnauðsyn. Ein af þeim þjóðum, sem verða að sigla, eru íslendingar. Ef þeir eru þess ekki megnugir, svo að aðrir verða að gera það fyrir þá, er það stór- hættulegt landinu. Allir játa þetta líka með vörunum, en þegar að því kemur, að standa við orðin, vill ekki verða sem best samræmi milli þeirra og framkvæmdanna hjá sumum hinum háu herrum, sem fjárveitingarvaldið hafa- Til þess að geta haldið uppi siglingum sínum, þarf Eimskipafjelagið fjár- styrk, og væri nauðsynlegt, að hann væri miklu ríflegri, en verið hefir. En peningarnir — nervus rerum, afl þeirra hluta, sem gera skal, eru ekki lausir fyrir. Mun þó vandfundið fyrirtæki, sem sjálf sagðara væri að styrkja vel, en Eimskipafjelagið. Það hefir altaf verið meginregla þess, að starfa fvrst og fremst með hag lands- manna og þarfir fyrir augum. Það er stofnað sem þjóðþrifafyrirtæki, og fyrir því eru til þess gerðar miklar kröfur, sem það aldrei hef- ir viljað reyna að koma sjer und- an, heldur altaf uppfylt svo vel, að meira veríinr alls eigi með sanngirni af því heimtað. Það hefir jafnvel farið lengra á þess- ari braut, en hægt var að ætlast til, og beðið af tilfinnanlegt tjón.*) Þess vegna er það dálítið ■einkennilegur hugsunarháttur, sem virðist ríkja hjá sumum þeim, sem landið hefir gert að trúnaðar- mönnum sínum. Þegar þeir eru að reyna að sjá um, að styrkurinn, ■sem fjelagið fær ur landssjoði, verði sem lægstur, þá er ekki hægt að skýra það á annan hátt vingjarnlegar en þannig, að þeir vilji standa með hreina samvisku gagnvart „háttvirtum kjósendum" ■og svna þeim, að fulltruar þeirra *) Hjer er átt við strandsigling- ar fjelagsins. Rækilega er gerð grein fyrir tapi á siglingum á aukahafnir“ aftan við skýrslu fcá aðajfuivh fjeiagsins 25. júní 1932. Er sú greinar'gerð samin og undirrituð af þeim Jörundi Brynjólfssyni. fpvseta neðri deild- ar Alþingis, Brynjólfi Stefanssyni skrifstofustjóra og Vigfúsi Ein- arssyni skrifstofustjóra. Á eftir áljti þeirra eru prentaðar athuga- s.emdir við það eftir Jón Árnason fi amkvæmdast jóra- Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að fjelagið hafi grætt stórfje á siglingum á ,,aukahafnirnar“, og hlýtur hver góður íslendingur að gleðjast mjög, er hann sjer þar, hvernig fjelagið veltir sjer í peningum, sem það rótar upp á þessum prýði- hgu ..aukahöfnum“. Því miður dofnar dálitið yfir manni aftur, jiegar maður les svör þremenning- anna við þessum .athugasemdum', hví þeir eru svo hlálegir að um- turna öllum fagnaðarhoðskap fram kvæmdastjórans, og það svo ræki- lega, að hann sjálfur virðist hafa mist trúna á málstað sinn; hann svarar ekki einu orði ,og hefir þó vafalaust átt kost á því. „gæti hagsmuna landsins“. En ef hagsmunir landsins og hagsmunir Eimskipafjelagsins skyldu nú fara saman? Og ætli það sje nokkur vafi lá því? Ætli það sje nokkurt fyrirtæki í landinu, sem meiri nauðsyn er á, að beri sig vel og haldi starfsemi sinni áfram, þjóð- irni til lieilla? Jeg er ekki í nein- um vafa um, hvernig svarið við þessum spurningum hlýtur að verða. En ivr því að fjelagið verð- ur að bera lítt bærar byrðar í vora þágu, er það þá ekki blátt áfram ósæmileg meðferð á því, að skera fjárframlög til þess svo mjög við neglur sjer, að niðurstaðan verður sú, að hlífa verður fjelaginu að nokkru við opinberum gjöldum til þess að komast hjá vandræðum og forða því, að landið verði sjer opinberlega til minkunar? Þetta hljóta allir að sjá, því það er aug- ljóst mál. En þá hlýtur orsökin að þessu háttalagi að vera einhver önnur, en áður var til getið. Og hún er ekki vandfundin; það er flokkarígurinn, valdastreitan og illindin í landinu og einkum á þingi. Er það ekki sorglegt, að oss skuli háfa hent sú ógæfa, að vera ekki menn til að halda fjelagniu fyrir utan stjórnmálaflokka? Er það ekki hart, að fortíðin, sem enn leggur skuggana af yfir á vora tíma, skuli ekki vera búin að koma öllum í skilning um það, að hver sá tj’únaðarmaður þjóðarinnar, sem eigi ljær lið sitt til að efla og styrkja Eimskipafjel. á allan hátt og forða því við tjóni, hann er að svíkja föðurland sitt á lúalegasta hátt. Hann er að vinna að því, að vjer komumst aftur undir vald út- lendinga á því sviði, sem oss ríður iífíð á að vera sjálfstæðir á og upp á engan komnir. Verum á verði gegn svikurunum í voru eigin landi! Látum engan villa oss sýn með því að segja, að hann vilji fjelaginu alt hið hesta. Það er ekkert að marka, því að nú er svo komið, sem betur fer, að enginn íslendingur þorir annað. Tökum eftir framkomunni, eftir verkunum. Þau hafa þegar talað sínu greinilega m'áli nú um nokk- ur ár hjá sumum mönnum, og það, sem þau segja, er ekki í samræmi við játningu varanna. Brynjólfur Stefánsson skrifstofustjóri hefir þpgar í skörulegri og rökfastri grein sýnt fram á, svo öllum má skiljast, hve ósæmilegt og rang- látt það er, að ætla. sjer að fara að heimta forgangshlutabrjef í fjelaginu fyrir það fje, sem lands- sjóður leggur því framvegis til. VITI. Niðurlaffsorð. Þeir tímar eru nú liðnir, er land- ið varð að greiða erlendum gróða- fjelögum styrki. En þau hafa þó ekki enn hætt samkeppni við Eim- skipafjelagið. Þvert á móti. Það á í vök að verjast gegn -samkeppni erlendra skipafjelaga, einkum Bergenska fjelagsins. Jeg hefi aft- ur heyrt, að framkoma „Samein- aða“ gagnvart fjelagi voru sje sæmileg, og er rjett að taka það fram; en þess verður að geta um leið, að það er á engan hátt þakk- lætisvert, því eigi er kunnugt, að vjer höfum gert „Sameinaða“ neitt til miska, eða að vjer eigum yfirleitt neitt annað en gott skilið af því. Það á því eigi að fara að launa þessa framkomu með neinu, heldur gæta þess eins, að Eim- skipafjelagið, bjargvættur vor og hjálparhella fyr og síðar, ekki hvað síst í heimsstyrjöldinni, missi einskis í af því, sem vjer getum því í tje látið af flutningi og annari aðstoð. Um hin fjelögin varðar oss bókstaflega ekki neitt. Það er sagt, að þau hafi nú tap á skipum sínum hjer. En hvað kemur það oss við? Og hvað þýðir það, að þau hætta þá ekki sigling- um hjer? Enginn er sennilega svo einfaldur að halda, að fjelögin sigli hjer til þess, að aðra eins lieiðursmenn og fslendinga skorti ekki samgöngur, og þau láti hags- muni vora sitja í fyrirrúmi fyrir gróða sínum. En hvað vilja þau þá? Bíða betri tíma! Sjá til, hvort Eimskipafjelagið missir ekki þrótt inn, og hvort íslendingar eru ekki nógu grunnhyggnir eða nógu blind aðir af stjórnmálaillindum til þess að bregðast því, þegar því mest á liggur. Svo er altaf hægt að ná sjer niðri á eftir, láta oss gjalda vorrar eigin glópsku og „borga brúsann“. Gætum því að, hvað vjer erum að gera. Útlendu skipafjelogin eru ekki samningsbundin við oss og hugsa um ekkert annað en að ná sem bestum árangri af ferðum sínum og taka sem mest frá Eim- skipafjelaginu. En Eimskipafjelag ið hefir, eins og láður var sagt, frá upphafi talið og telur enn skyldu sína, að fullnægja fyrst og fremst þörfum landsmanna, og af þeim sökum stendur það ver að vígi í samkepninni en ella myndi. Það bindur sig af fúsum og ’frjálsum vilja vor vegna, til þess að geta unnið oss sem mest gagn. Það á því heimtingu á, að landsmenn geri aftur á móti alt, sem þeir geta, til þess að lijálpa því. Þeir eru þá að hjálpa sjálfum sjer um leið, festa fjelagið í sessi og búa í haginn fyrir afkomend- ur sína. Því að það verður ekki of oft tekið fram: Hagur Eimskipa- fjelagsins er vor eiginn hagur, tjón þess vort tjón, heiður þess vor heiður og niðurlæging þess þjóðarskömm og smánarblettur, sem aldrei myndi verða afmáður. En því er ekki að heilsa, að allir hlynni svo að Eimskipafje- laginu, sem kostur væri. Því er jafnvel ekki að heilsa, að forð- ast sje að gera alt það, sem get- ur gert fjelaginu beinlínis skaða. Auk þess, sem því er óbeinlínis unnið tjón með því að láta því ekki í tje alla flutninga og nægi- legan fjárstyrk úr landssjóði, er því beinlínis unnið tjón með ráð- stöfunum af hálfu hins opinbera, sem augljóst er, að svifta það tek.jum. Fyrir utan það, hvað inn- flutningshöftin hafa þótt hæpin ráðstöfun að öðru leyti, eru þau vafalaust stórskaðleg Eimskipa- fjelaginu, sem við þau hefir mist mikið af farmgjöldum. Það er bannað. að flvtja inn t. d. fisk, ket og mjólk. Þetta er að vísu vel skiljanlegt, og auðvitað rjett- mætt að reyna að vernda land- búnað vorn og sjávarútveg eftir bestu getu. Þessu virðast menn líka hafa haft skilning á, en eigi er jafnframt vaknaður skilningur á því, að vernda Eimskipafje- Fyrirliggjandi: Appelsínur, Jaffa 150 st. Appelsínur Valencia 240 stk. Appelsínur Murcia blóð appels. 300 stk. Epli, Winesaps. Laukur. — Eggert Kristjánsson & Go. Sími 1400 (3 línur). \ umlwf Stmitk íataíitetiisttji 04 liftttt i , 3+ «$úat> 1300 / ^He^újautk. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. Bækur til fermlngarplafa. Biblíur, Sálmabækur og fjöldi annara hentugra bóka til fermingargjafa í nimnlu Slgftsar Eymnœdssoniir og Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34. Duglegur maður óskast. þarf að geta rent og logsoðið. Tilboð óskast þar sem tekið sje fram hvar unnið hefir verið áður og kaupkrafa, merkt, „Duglegur“, skilist fyrir 25. þ. m. til A. S. í. lagið samtímis og bæta því skað- ann upp á einhvern hátt. Það mætti t. d. ívilna því eitthvað með gjöld- Fjelagið hefir greitt rúml. 144 þús. kr. í afgreiðslu-, vita- og lestagjöld og þess háttar árlega. Eitthvað væri hægt að draga úr jieim gjöldum. Fjelag- inu er enn gert að skyldu að flytja 120 manns árlega ókeypis milli landa, og er það eftir taxta fjelagsins 15 þús. króna tap. Það er yfirleitt ekki verið að hugsa um fjelagið eða aðstoða það fyr en í fulla hnefana, þótt liugsað sje um aðra og þeim hjálpað, jafnvel á þann hátt, að fjelagið bíður við það stórtjón. Gjaldþol þess hlýt- nr að skerðast ekki lítið sökum bess, hve miklum flutningi það tapar vegna haltanna, og það ein- mitt þesskonar flutningi (kassa- vöru), sem einna helst er fje upp úr að hafa. — Jeg hefi aflað mjer vitneskju um, hvað ætla megi, að Eimskipafjel. hafi mist af farm- gjöldum við það eitt, að bannað var að flytja inn mjólk frá út- löndum. Árið 1929 var mjólk flutt inn fyrir 346.827 kr. með skipum fjelagsins. Þetta voru rúml. 16 bús. kassar; flutningsgjald á kassa.var kr- 2,50, og n'ámu flutn- ingsgjöldin fyrir mjólk alls 40 þús. kr. Þessu má því gera ráð fyrir, að fjelagið hafi tapað á einni einustu vörutegund. Jeg skal svo ekki ræða meira um þetta að sinni. Eitt vildi jeg þó drepa á að lokum. Það var um tíma kvartað yfir því, að Eim- skipafjelagið hefði ekki eins góð- ar hraðferðir með ströndum fram og útlendu fjelögin, og gættu menn þess þá ekki, að fjelagið var búið að binda sig í þágu lands- rnanna og taka að sjer þær ferð- ir, sem önnur fjelög vildu ekki líta við. Fleyttu þau svo rjóm- ann ofan af með því að taka bestu ferðirnar, sem Eimskipafje- lagið liafði ekki nógan skipakost til þess að taka líka. Nú er fjelag- inu vaxinn svo fiskur um hrygg, að það hefir jafn góðar hraðferð- ir með fram ströndum og hin fje- lögin, en þá eru sumir að kvarta og kveina yfir því, að skip þess bregða sjer stundum inn á auka- höfn utan áætlunar, og gæta þeir þá ekki að því, að fjelagið gerir þetta ekki eingöngu í sína þágu, heldur líka til að fullnægja flutn- ingsþörf landsmanna. Þessi hugs- unarháttur eða þetta hugsunar- leysi er oss til minkunar, og vjer megum bera kinnroða fyrir. Það er til skammar. að sýna vini sín- um og aðstoðarmanni aulalega beimtufrekju og styrkja jafnvel óvin hans fyrir vesælan stundar- hagnað. Slíkt mun hefna sín, ef því heldur áfram. Vjer verðum að gæta þess vandlega, að fylgja hinni einu rjettu stefnu í þessu máli, og hún er sú, að róa að því öllum árum, að Eimskipafjelagið verði fært um að útrýma hjeðan með tímanum erlendum skipafje- lögum. Það er hið eina, sem hjer á að hugsa um, og verði það ekki gert, þá þekkir þjóðin ekki sinn vitjunartíma. Quidam.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.