Morgunblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.10.1933, Blaðsíða 4
 MOIðUNBI * * ? «• Sma-auglysingar „Freia“ fiskmeti og kjötmeti mælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það? Sími 4059. „Freia", Laugaveg 22 B- Sími 4059. „Freiu' heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spara húsmæðrum ómak. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu- <0tu 40, þriðju hæð. Sími 2475. Kelvin. Símar 4340 og 4940. Munið, að símanúmerið í Herðu- breið er 4565; þar fæst alt í matinn. Það er ábyggilegt, að sá, sem reynir úrviðger'ðirnar hjá Sigur- jóni Jónssyni, Laugaveg 43, sann- færist um ágæti þeirra- Hafið þjer ráð á að eyða miklu af launum yðar í mat? Ef ekki, þá borðið í Heitt og Kalt. Reiðhjól tekin'til geymslu- Reið- hjólaverkstæðið í Herkastalanum. Þvottakörfur og bárnastólar eru nú fyrirliggjandi. Körfugerðin, Bankastræti 10- Geymsla. Reiðhjól tekin til eeymslu. Örninn, Laugaveg 8 og 20, og Vesturgötu 5. Símar 4161 >g 4661. k Káputau, svört og mislit Kjólatau einl. og köflótt Sængurveraefni einl 5.70 Dúkadregill 2.35 Serviettur 0.60. Milliskyrtuefni margar gerðir. Lakaljereft. Gardínutau 0.80. vmmimm,- [Ed§nborg | Harmonikusnillingarnir Jóhanres & TeleSsen spila á Café Vífill í kvöld kl. 9í/2> eftir áskorun. Café Viiill. Sími 3275. Teikniskéli Fmcs J nssouar Laufásveg 2 A. Kenni að teikna og mála með pastell og vatnslitum. Firnur JAusson. Fermingarbörn í Dómkirkjunni í dag. D r e n g i r : Agnar Tryggvason Bjarnar Árni Steindór Magnússon Auðunn Gunnar Guðmundsson Baldur Pjetursson Bergsveinn Karl Jónsson Breiðf jörð. Bjarni Þorkelsson Vigfússon Einar Guðmundur Guðgeirsson Eyjólfur Sigurðsson Einarsson. Guðmundur Jensen Gunnar Gunnarsson Haukur Antonsen Helgi Filippusson Hilmar Fenger Holger Mancher. Tngi Hallbjörnsson Ingjaldur Kjartansson Jóhann Eyjólfsson Jón Jónsson ón Magnússon Karl Bergmann Magnús Árnason Magnús Gunnar Magnússon. Óli Ragnar Georgsson Stefán Páll BjörnSson Steingrímur Jónsson Styrmir Proppé Sveinbjörn Sigurðsson Sveinn Stefánsson Þórarinn Böðvar Guðmundsspn S t ú 1 k u r : Alda Valborg Jónsdóttir ÁlCheiður Guðjónsdóttir Betty Júiíana Hansen Dóra Jakobína Halldórsdóttir Elísabet Kristjánsdóttir Erla Haraldsdóttir Gnðfinna Jóna Torfadóttir Gróa Torfhildur Jónsdóttir Guðrún Árnadóttir Hulda Aðalbjörg Halldóra Daníelsdóttir JúJíana Hinriksdóttir Sigríður Björnsdóttir Sigrún Áslaug Þórðardóttir anlaug Þorsteinsdóttir Svava Arnórsdóttir Unnur Arnórsdóttir Valgerður Jóna Andrjesdóttir Þorbjörg Guðmundsdóttir Þórey Kristín Guðmundsdóttir Þorsteina Svanlaug Lindal. Dagbók. I.O.O.F. 3 = 11510308 =. □ Edda 593310317 — 1 atkv. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Loftvog er fallandi fyrir norðan ísland, en hins vegar er há loft- þrýsting á hafinu suðurundan. — Vindur er orðinn vestlægur hjer á landi víðast hvar og tekið að rigna á Vestfjörðum. Hiti er 2—4 st. á V- og N-landi, en austan lands er 2—3 st. frost. Á Bret- landseyjum er ennþá allhvasst á N og hryðjuveður. Veðurútlit í Rvík í dag: Vax- andi V-kaldi. Þíðviðri. Dálítil rigning. Esja er væntanleg hingað síð- degis í dag. Með henni koma þing- mennimir Bjöm Kristjánsson, Ingvar Pálmason, Haraldur Guð- mundsson, Páll Hermannsson og Þorleifur Jónsson. Dansskóli Ásu Hanson hefir skemtidansæfingu fyrir nemendur sína, börn og unglinga og gesti þeirra (böm, unglinga og foreldra) á morgun, mánudag, kl. 4%—7þ£ í K. R.-húsinu. Þar verður dans- sýning o. fl. Nemendur, sem láta innrita sig fyrir nóvembermánuð, hafa aðgang að skemtuninni. Farsóttr og manndauði í Reykja vík vikuna 15,—21. okt. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 16 (45). Kvefsótt 52 (120). Kveflungnabólga 2 (6). Iðrakvef 10 (31). Taksótt 3 (0). Munnang- ur 0 (1). Mannslát 4 (12). Land- læknisskrifstofan. (FB.). Náttúrufræðifjelagið hefir sam- komu mánud- 30. okt. kl. 8% síðd. í landsbókasafnshúsinu. ísland fór frá Kaupmannahöfn kl. 10 í gærmogrun. Leíkhúsið. Leikfjelagið sýnir „Galdra-Loft“ í fjórða sinn í kvöld. Ný verslun. T. Kr. Þórðarson hefir sett á stofn verslun hjer í bænum undir firmanafninu „Versl- unin Nova“. Brúin á Klifanda í Mýrdal, sem skektist í vatnsflóðjnu mikla, hef- ir verið lagfærð og opuuð fyrir umferð. Ákveðið er að lengja brúna, en það verður ekki gert fyr en að vori komanda. Markarfljótsbrúin er nú full- gerð, aðeins eftir að ganga frá uppfyllingum beggja megin brú- arinnar. Er búist við að því verki verði lokið um næstu helgi og verður brúin þá opnuð fyrir um- ferð. Hætt var við að vígja brúna nú í haust, en verður gert að vori, enda er enn mikið óunnið að mann virkjum í sambandi við brúna. Guðni Hjörleifsson hjeraðslækn- ir í Vík í Mýrdal er staddur hjer í bænum- Yfir 30 húseignir í Vestmanna- eyjum eru auglýstar til sölu í síðasta Lögbirtingablaði vegna vanskila við Veðdeild Landsbank- ans. — Hjónaband. í dag verða gefin saman í borgaralegt hjónaband ungfrú Steinunn Sigtirðardóttir Oddssonar skipstj. á Laugaveg 30 og Gunnar Hall verslunarmaður, Njálsgötu 10. Heimili þeirra verð- ur á Laugaveg 30. Guðmundur Bjarnason klæð- skeri, hefir keypt þann % hluta í klæðaversluninni G. Bjarnason & Fjeldsted, sem tilheyrði dánarbúi Jóns Fjeldsted. Rekur Guðmundur klæðskeraverslunina áfram óbreytt undir sama nafni og áður. Kreppulán. í síðasta Lögbirtinga blaði birtust nöfn 72 bænda, sem sótt hafa um lán úr Kreppulána- sjóði og eru þeir úr þessum sýsl- um: 18 úr Gullbringusýslu, 22 úr Skagafjarðarsýslu, 12 úr Stranda- sýslu og 20 úr Vestur-lsafjarðar- sýslu. Hekla fór frá Genova á föstu- dag, áleiðis til Trapani og tekur þar salt. Dánarfregn. Síðastliðið fimtu- dagskvöld andaðist hjer á Lands- spítalanum, Runólfur Runólfs ;on frá Strönd í Meðallandi, sonur Runólfs Bjarnasonar frá Iðu í Biskupstungum. Runólfur var að- eins 29 ára að aldri og efnismaður i hvívetna. Hann kendi í sumar sjúkdóms þess, er var honum að bana, sem mun hafa verið blóð- eitrun. Runólfur var kvæntur Guð laugu Loftsdóttur, bónda og odd- vita á Strönd í Meðallandi- Gísli Sveinsson alþm. kom hing- að til bæjarins í fyrrakvöld. Áheit á Slysavarnafjelag fs- lands. Frá N. N., Reylrjavík 5 kr., N. N. 10 kr., ónefndum atvinnu- leysingja 5 kr. 1. J. 2 kr., A. G. 5 kr., Önnu-Parti 5 kr., blindri konu á Laugamesspítala 3 kr., Breiðfirðingi 15 kr., konu 2 kr. — Kærar þakkir. — J. E. B. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Kvennadeild Slysavarnafjelags íslands í Hafnarfirði heldur ba.s- ar í bæjarþingsalnum kl. 5 í dag. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúar- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss fór frá Hull í gær áleiðis hingað. Lagarfoss var á Reykjarfirði í gærmorgun. Sel- foss er í Reykjavík. Síldarútvegurinn. Sveinn Bene- diktsson biður þess getið, að í grein hans hjer í blaðinu, um síldarútveginn, hafi fallið niður nafnið á Kolbeini Sigurðssyni skip stjóra á togaranum Þórólfi, sem mestan afla hafði í bræðslu í sum- ar. Ennfremur láðist að geta þess, að togarinn Rán, sem lagði upp afla sinn lá Ingólfsfirði, hafði mestan afla af togurunum í salt, eða rúmar 7 þúsund tunnur. Var það mesti söltunarafli á eitt skip í sumar. Skipstjóri á Rán var Guðmundur Sigurjónsson. Selfoss fer hjeðan annað kvöld til Aberdeen, Antwerpen, Hull eða leith. Rannsókn gerði Björn Bl. Jóns- son löggæslumaður í fyrrakvöld hjá Sigvalda Jónassyni veitinga- manni á Geithlálsi. Var hann grun aður um ólöglega sölu Spánarvína. Ekki mun þó hafa fundist neitt hjá honum af víni, en talsvert mikið af tómum flöskum. Var*Sig- valdi tekinn og settur 1 gæslu- varðhald og er málið í rannsókn. Um heimili og uppeldismál flyt- ur frú Laufey Vilhjálmsdóttir er- indi í dag í Nýja Bíó kl. 3. Ræðir hún þar um efni, sem alla varðar að einhverju leyti, og sem altof lítill gaumur hefir verið gefinn. Nýir tímar, nýjar kröfur, ný þekking vekur menn til umhugs- unar um þessi þýðingarmiklu mál, sem frú Laufey gerir hjer að um- talsefni. GjcddsJcrá læJcna. I síðasta Lögbirtingablaði birtist lýsing um bráðabirgðagjaldskrá fyrir iækna (aðra en hjeraðslækna) og fyrir tannlækna og nuddara. Samkvæmt þessari nýju gjald- skrá er læknum heimilt að taka alt að þriðjungi hærra gjald en gjaldskrá hjeraðslækna ákveður. Viðurkendir sjerfræðingar mega taka alt að þriðjungi hærra gjald en almennir læknar, fyrir störf sem heyra undir sjergrein þeirra. — Tannlæknar mega taka alt að þriðjungi hærra gjald en gjald- skrá hjeraðslækna heimilar fyr- ir tannlæknisverk. Nuddarar mega einnig taka alt að þriðj- ungí hærra gjald en gjaldskrá hjeraðslækna ákveður fyrir nudd aðgerðir. Hafi læknir eða nudd- ari opinbert starf á hendi fyr- ir ríkið, bæjar- eða sveitarfjelag og fái föst laun fyrir, ekki lægri en meðal hjeraðslæknis- laun, þá ber honum að fara að öllu leyti eftir gjaldskrá hjer- aðslækna. Bráðabirgðagjaldskrá þessi öðlast gildi 1. janúar n.k. Presta og sóJcnamefndafundír. Hinn almenni fundur presta og sóknarnefnda verður í þetta sinn 7. til 9. nóvember n. k. Hann hefst með guðsþjónustu í dómkirkjunni þar sem síra Brynjólfur Magnússon í Grinda vík prjedikar. Aðalmálin verða Prestar og kirkjur, frummæl- andi, Gísli Sveinsson sýslumað- ur, Kristindómsfræðslan, frum- mælandi Helgi Elíasson, fræðslu málastjóri, Baráttan gegn á- fengisbölinu, frummælgndi síra Þórður Ólafsson og Kirkjuþing, frummælandi Gísli Sveinsson sýslumaður. Tvö erindi verða flutt í dómkirkjunni í sambandi við fundinn og fleiri mál rædd. Atkvæðisbærir fundarmenn hafa verið á þessum fundum: prest- ar, safnaðarfulltrúar, sóknar- nefndarmenn og fulltruar Kristi- legra fjelaga, 2 frá hverju, en aið öðru leyti fult málfrelsi og öllum heimil fundarsókn eftir því sem húsrúm leyfir. S. Á. Gíslason. Frægur knapi. Frægasti linapi 1 Englandi er nú Gordon Richard. Hann sigr- aði nýlega í öllum hlaupum á kappreiðum í Chepstow, og liefir það ekki komið fyrir síðan 1882 að einn knapi hafi unnið í öllum hlaupunum þar. Richard er 28 ára að aldri, en liann hefir sigrað á 212 hestum í kappreiðum. Tekjur hans eru um j/2 miljón kr. á ári. í París er nú ráðgert að smíða 700 metra háan turn,, eða meira en helmingi hærri heldur en Eif- felturninn. Verkfræðingurinn, sem hefir gert teikningar af þessu mikla mannvirki, sjest hjer á myndinni ásamt aðstoðarmanni sínum, en á veggnum hjá þeim hangir mynd af turninum eins og hann á að verða- Elffiir á Sjálandi. Laust fyrir miðjan október- mánuð tóku menn eftir því, að eitthvert stórt dýr var komið í Gribskóg á Sjálandi. Þeir, sem komust næst því, fullyrti að það væri elgur. En nú er afar langt síðan elgsdýr voru aldauða í Dan- mörk. Hvaðan var þá þessi elgur kominn? Á því fanst ekki önnur skýring en sú, að hann væri kom- irn frá Svíþjóð og hefði synt yfir Eyrarsund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.