Morgunblaðið - 19.09.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1936, Blaðsíða 2
2 r M Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgóarmaóur. Ritstjórn og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: B, Hafberg. Auglýsingaskrif stof a: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura með Lesbók. Á forsíðu heimsblaðanna. Charcot-slysið hefir vakið al- heimsathygli. Þessa dagana hafa frjettaritarar erlendra blaða hjer fengið látlausar fyrir spurnir um slysið, ekki einung- is með símskeytum, heldur og um talsímann. fsland hefir komist á forsíðu heimsblað- anna, með þeim hætti að okkur hlýtur öllum að renna til rifja. í augum margra útlendinga er ísland ennþá „ifltima Thule“, hráslagalegur kaldbakur á út- hjara heims. Og forlögin hafa hagað því svo, að þessi trú styrkist við hina hryggilegu at- burði, sejn hjer hafa orðið. Landið er kalt og ströndin hættusöm. Þetta vissu menn fyr- ir fram. Hitt vissu menn síður, að þótt hin harðfenga þjóð, sem landið byggir, kunni í fljótu bragði að virðast köld í við- móti eins og landið, þá býr hún yfir heitri og einlægri við- kvæmni. Harmur íslendinga yfir at- buyðum síðustu daganna, er djúpur og sár. Allan daginn í gær beið fólk hundruðum eða jafnvel þúsundum saman á hafnarbakkanum til þess að láta í ljós samúð sína, er lík hinna frakknesku manna yrðu borin á land. Menn stóðu þarna þöglir og alvarlegir, ungir og gamlir, konur og karlar. Sú al- menna hrygð, sem gagntekið hafði hugi manna, má vel kall- ast þjóðarsorg. fslendingar eru ekki hneigð- / ir fyrir að láta tilfinúingar sín- ar mjög í ljós. En hitt mega menn vita, að við þetta tæki- færi, vill þjóðin einhuga að samúð hennar komi í ljós. Við verðum áð áætta okkur við, að óblíða landsins sje rædd á for- síðum heimsblaðanna, en við óskum þess jafnframt að það kpmi skýrt í ljós, að hjer eru „brjóst, sem geta fundið til“. Á þessari alvarlegu stundu, ber að forðast alla ádeilu. En það skal sagt, að fslendjngum fjell afar illa, að lík hinna druknuðu Frakka, voru ekki flutt til hafnar undir íslenskum fána — úr því ekki var neitt frakkneskt skip við hendina. i Heimsblöðin munu geta um þetta. Og það verður að koma í ljós, að ástæðan er ekki skort- ur á samúð hinnar íslensku þjóðar. Hún vill vissulega gera alt til að heiðra minningu hinna ágætu drengja, sem brutu skip sitt við strendur vors hrjóstuga lands. '“XI U R G ÍTN li L Á B1Ð Lcugardcgur 19. sept. 1936. 1800 MANNS SPRENGDIR í LOFT UPP. ‘0~- iS• Madrid-stjórnín Ijet sprengja Alcazarvígið. Vígið ekkert nema rústir. Caballero slapp | Sprengja fell á her- nauðulega í loftárás. | málaráðuneytiO. Ægilegt grimdar- æði í Malaga. FRJETTARITARI Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn símar í gær, að stjórn- arherinn í Toledo hafi samkvæmt skip- un stjórnarinnar í Madrid sprengt í loft upp Al- cazarvígið snemma í morgun. Fórust þar 1800 manns, þar á meðal 400 konur og börn. Ekkert lýsir betur ógnum borgarastyrjaldarinnar en þetta ægilega grimdarverk. Einn af foringjum stjórnarliðsins sagði við erlenda blaðamenn, er þeir skoðuðu námugöng- in, sem asturiskir námamenn höfðu höggvið gegnum bjargið undir Alcazarvíginu, til þess að korna þar fyrir dynamíti og öðru sprengiefni: „Við bíðum aðeins eftir skipun frá Madrid og síðan sprengjum við Alcazar í loft upp“. Samtímis berast fregnir frá aðalbækistöð uppreisnarmanna í Burgos til frönsku frjettastofunnar Agence Havas um að flug- menn uppreisnarmanna hefðu nær náð lífi stjórnarforsetans í Madrid, Largo Caballero, er þeir gerðu loftárás á höfuðborg- ina í dag. Ein af sprengjunum hitti hermálaráðuneytisbygginguna (en Caballero er einnig hermálaráðherra) og fór í gegnum eina hæð byggingarinnar og sprakk fimm metrum frá skrifstofu ráðherrans. Uppreisnarmenn hafa gert hlje á sókn sinni á suðurvíg- stöðvunum (símar frjettaritári Morgbl.) til þess að grafa fallna menn úr óvinahernum og koma í veg fyrir að drepsóttir brjótist út. Segir í „Agence Havas“ frjett frá Burgos, að uppreisnar- menn sjeu óttaslegnir yfir líkköstunum á vígvellinum við Tala- vera. Stjórnin í Madrid hefir dregið til sín 10 þúsund manna her, sem verður sendur til liðs við stjórnarliðið á Talaveravíg- stöðvunum. Á norðurvígstöðvunum segja upþreisnarmenn hersveitir sín- ar vera komnar 12 mílur áleiðis frá’San Sebastian til Bilbao og að þeir hafi tekið bæinn Oriel. Xenin Spánverja“ - Cabailero. Largo Caballero tók þátt í orustunum á Guadarramavígstöðv- unum áður en hann varð ráðherra. Toledo I höndum stjórnarinnar. Á suðurvígstöðvunum hafa uppreisnarmenn náð bænum Ronda á sitt váld, síðustu tálmuninni á leiðinni til Malaga (segir í Berlínarfregn FÚ.) Útvarp uppreisnarmanna í Burgos, segir, að á nokkrum herskipum stjórnarinnar við Malaga, hafi orðið uppreisnir, en að þeim hafi lyktað á þann hátt, að skipunum hafi verið siglt aftur tíl Malaga, þ. e. stjórnarliðar hafi borið hærri híut, en þó ekki fyr en 250 menn höfðu verið drepnir. Hið áreiðanlega enska stór- blað „Daily Telegraph" (Lon- don) skýrir frá því að í Malaga vaði uppi hópar morðingja og fari með ægilegri grimd. Kommúnistar taka af lífi fjörutíu og átta gisl í hvert sinn, sem loftárás er gerð á borgina. Margir geyma eyru fórnarlamba sinna og eru hreyknir af að sýna þau! Danska blaðið ,Ekstrabladet‘ skýrir frá grimdarverkum kom- múnista, sem eru svo ægileg að maður á bágt með að leggja trúnað á þau. Dæmi: Kommúnistar í Corio del Rio tóku af lífi alla áhang- endur hægri flokka borgarinn- ar, í stafrófsröð, samtals 300 manns. Prestur var negldur upp við vegg með höfuðið niður og látinn hanga þannig, þar til hann ljest. Sprenging Alcazarvígisins. Undanfarna daga höfðu ast- úriskir námumehnhöggvið göng undir Alcazarvígið og lagt síð- an rafmagnsleiðslu frá sprengi- efnunum gegnum göngin til Toledo. — Straum settu þeir á þessa leiðslu í morgun. Það var þráfaldlega búið. að bjóða uppreisnarmönnum grið, ef þeir vildu gefast upp, og hvetja þá til þess að leyfa kon- um og bömum útgöngu, ef þeir vildu sjálfir halda áfram að verjast. En þeir þáðu hvorugt. Síðustu tilraunina til þess að fá þá til að láta konur og börn ganga út úr víginu gerði sendi- herrann frá Chile, í nafni jspönsku stjórnarinnar, fyrir 'fáum dögum. Með eyðileggingu Alcazar- vígisins er Toledo unnin, en sú borjl hefir mikla hernaðarlega þýðingu, í baráttunni um Mad- rid, þar sem að aðalvegimir til Madrid sunnan úr landinu liggja um eða nálægt Toledo, og ennfremur járnbrautarlín- urnar frá Alicante og Valencia. HAILE SELASSIE KÆRIR ÍTALI. Aðalritari Alþjóðadómstóls- ins í Haag hefir tilkynt, að honum hafi borist beiðni frá Abyssiníukeisara, um að Al- þjóðadómstóllinn verði kvadd- ur saman, á aukafund, til þess að taka til meðferðar brot ítala gegn alþjóðalögum. (FÚ). Harward háskólinn í Banda- ríkjunum er nú 300 ára gam- ! all, og fara þar fram allmikil jhátíðahöld. Hátíðahöld fara einnig fram í Suffolk í Eng- landi, en þaðan var John Har- 'ward, sem skólinn er nefndur eftir, fæddur árið 1607. (FÚ). /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.