Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1937, Blaðsíða 2
1 MORGUi*BLABlB ÚtgmL: BLf. Amku, Rmj'kia.vXk Ritatj«r*r Jén Kjartanna** »e Valtýr Btefáassoa — Abyrc*amMi,*«r Kltrtjðra ec aferelSala: Auaturetraeti S. — Btmi 1M* Hoimasímar: J6a Kjartaassoa, ar. S74S Valtýr Stefánssoa, ar. tll*. jtraf Óla, nr. 264*. Áskríftagjald: kr. 2.0* i saAautK 1 laasasölu: 1* aura slntakí*. 26 aara ase* l.esSék. Útvarpið. Útvarpsnotendur munu vera nni 12000 hjer á landi, og það •rn þeir, sem bera uppi allan rekstur útvarpsins. Hvað eftir annað hafa útvarps- motendur borið fram þá ósk og kröfu, að þeir fengju aukin áhrif í stjórn útvarpsins. Einu áhrifin á stjórn útvarps- ms, sem útvarpsnotendur nú hafa •ru þau, að þeir kjósa 3 fulltrúa af 7 í útvarpsráð. Þeirra fulltrú- at eru því í minnihluta í útvarps- ráði, og auk þess er vald útvarps- ráðs til áhrifa á stjóm og starf- aemi útvarpsins mjög takmarkað. Þannig ræður það t. d. engu um frjettaflutning útvarpsins. Það er staðreynd sem ekki verð «r hrakin, að mikil og almenn ó- inægja hefir jafnan ríkt um frjettaflutning útvarpsins. Til þess að reyna að ráða bót á þessu ástandi, fluttu Sjálfstæð- ismenn nú á Alþingi frumvarp nm aukið valdsyið útvarpsráðs, þannig að því skyldi einnig falin nmsjá með f r j et ta f 1 utp i n gnum. Jafnframt skyldi breyta til um •kipan ráðsins, þannig að út- varpsnotendur veldu meirihlut- ann. Báðar þessar breytingar eiga éskift fylgi megiiiþorra allra út- varpsnotenda á landinu. En hvað skoðurf Eftir langt og mikið þjark um málið á Alþingi koma stjómarlið- ar, allir sem einn, og drepa mál- ið við 1. umræðu. Það mátti ekki einu sinni ræða málið nefnd! Því síður að eiga tal við fjelag útvarpsnotenda um málið. Þannig er lýðræðið í fram- kvæmdinni hjá stjórnarflokkun- um. Bökin fyrir þessari fáheyrðu og ósvífnu meðferð málsins vom þau, að útvarpsráðið yrði vitan- lega kosið pólitískt, svo að það yrði að fara úr öskunni í eldinn, að fela því aukið vald. Ekki skal því neitað, að kosn- ingin í útvarpsráð yrði pólitísk. En þá er þess að gæta, að allir aðalflokkar myndu fá fulltrúa í ráðið, og þeir myndu að sjálf- sögðu standa á verði hver fyrir sinn flokk. Nú skipar hinsvegar ráðherra einn þá menn, sem ráða öllu um frjettaflutninginn, og þeir eru einráðir. Eru þeir ópóli- tískir? Hvað finst mönnum um Jónas Þorbergsson? Eða Sigurð Einarsson ? Stjórnarflokkarnir vilja að frjettaflutningur útvarpsins verði hjer eft.ir sem hingað til pólitískt litaður, og þessvegna beita þéir meirihlutavaldí sínu á Alþingi bvo ósvífið, sem raun varð á. Föstnclagttr 5. mars 1937. Loftflotl Brela. HUNGURÓEIRÐIR í MADRID. Enskar herflugvjelar af nýjustu gerð. Storkurinn er þjóðhetja í Itaiíu. Ráðstafanir gegn fólksfækkun. Flotaútgjöld Breta meiri en 1914. Fjöldi nýrra skipa verða bysð. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Storkurinn er orðinn þjóðhetja í ítalíu, „Vandamál allra vanda mála“ - svo segir í til- kynningu frá fundi fas- cistastórráðsins í gær- kvöldi - „er fólksfækk- unin“. Til þess að stöðva fólks- fækkunina í Ítalíu, sem verið hefir áhyggjuefni undanfarið og snúa henni í öfluga fólksf jölgun, ákvað stórráðið að gera þessar ráðstafanir m. a.: (1) að fjölskyldufeður, sem eiga mörg börn, fá hærri laun og forgangsrjett til vinnu, (2) lánsstofnun verður sett á stofn, sem veitir hagkvæm brúðkaupslán, (3) sjerstök hegning verði á- kveðin fyrir hjeruð, þar sem fólki fer fækkandi. VINSTRI FLOKKUNUM í DANMÖRKU HRAKAR. Khöfn í gær. FÚ. í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum sem nú fara fram í Danmörku, vinna jafnaðar- menn á á flestum stöðum. Ra- dikalflokkurinn vinnur einnig á í nokkrum bæjum. Vinstri flokknum hrakar til muná frá jrví sem verið hefir. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFM í GÆR. Flotaútgjöld Breta á næsta ári verða meiri en nokkru sinni, síðan á stríðsárunum. Þau fara fram úr fiotaútgjöldunum árið 1914. Utgjöldin nema 105 milj. sterlingspundum, en voru 80 mil j. £ í fyrra. Þrír fjórðu hlutar af þessari upphæð verða greiddir með sköttum. Fjórði hlutinn verður greiddur með lánum. Bygð verða þrjú orustuskip, 2 bryndrekar, 7 beitiskip og þrjátíu og þrjú smærri skip. Þessi áætlun var birt í Lon- don í gærkvöldi. LANDHERINN. London í gær. FÚ. Áætlun um útgjöld til land- hers Breta á árinu 1937, var lögð fram í breska þinginu í gær. Eru áætluð útgjöld rúm- lega 7 milj. sterlpd. hærri en í fyrra. Þegar við bætast auka fjárveitingar til hersins, sem gerðar voru á s.l. ári nemur aukningin nálega 14 milj. ster- lingspunda. Auk þess er stjórninni veitt heimild til þess að taka 19 milj. sterlpd. lán handa landhernum, ef lánsheimildarfrumvarpið verði samþykt, og nema þá heimiluð útgjöld til landhersins 1937 alls 82 milj. sterlings- punda. 4.700 NÝLIÐAR London í gær. FÚ. Breska stjórnin ætlar 16 mil- jónir sterlingspunda til öflunar tækja og hergagnabirgða og varðveislu þeirra. 1 þessu er inni falinn kostnaður við að koma á fót nýjum hergagnaverksmiðj- um. Upphæð þessi er 10 miljón sterlingspundum hærri en lögð var fram í sama skyni á síðast- liðnu ári. Landvamamálaráð- herrann sagði, að á þessu ári þyrfti að afla 4.700 nýliða fyr- ir herinn. Bæjarstjórnar- kosningarnar I London. London í gær. FÚ. orgarstjórnarkosningar fóru fram í London í dag. Við síðustu kosningar komust jafnaðarmenn í meirihluta. Hlutu þeir þá 69 sæti, en íhaldsmenn 55. Aður höfðu íhaldsmenn 42 sæti framyfir jafnaðarmenn og frjáls- lynda flokkinn, en við síðustu FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. „Valencia fellur næst“ — de Llano. Kveðja Hitlers til Franco. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN t GÆR. Daily Telegraph“ skýrir frá því, að hunguróeirðir hafi orSið í Madrid. Telur blaðið að viðnámsþróttur borg- arbúa muni f jara út und- ir eins og Franco tekst að umkringja borgina. í dag- hafa litlar or- nstur orðið við Madrid vegna veðurs. VALENCIA NÆST London í gær. FÚ. Sú frjett, að stjómarheri*» sje kominn inn í Toledo, er ekki staðfest í tilkynnin^u Miaja hersRöfðingja. í fregn frá Bilbao er sagt, að stjórnarherinn í Oviedo haldi áfram að ryðja sjer leið inn í sjálfa borgina. Hinsvegar segja uppreisnar- menn að áhlaupum er stjórnar- herinn hafi gert við Oviedo, I Aragonna og á Jaramavígstöðv- unum við Madrid, hafi ölluns verið hrundið og mannfall ver- ið mikið í liði stjórnarinnar. De Llano, hershöfðingi sagði í útvarpstilkynningu sinni í gærkvöldi, að Val- encia kunni að falla þeg- ar minst vonum varir, og jafnvel fjrr en Madrid. FRELSISBARÁTTA FRANCOS • Faupel hershöfðingi, hinn nýi sendiherra sem Hitler hefir skipað í Salamanca, sagði í gærkvöldi, er hann afhenti Franco skírteini sín: „Leiðtog- inn (Hitlef) fylgist af hinum mesta áhuga með hinni þrótt- miklu og farsælu frelsisbaráttu sem yðar hágöfgi heyir fyrir hina spönsku þjóð“. I lávarðadeild breska þings- ins var fulltrúi utanríkismála- ráðherra spurður að því, í dag, hvort breska stjórnin hefði nokkrar sannanir fengið fyrir því, að skotið hefði verið úr í- tölskum herskipum á Malaga, eða að þýsk herskip hefðu að- toðað uppreisnarmenn er þeir tóku borgina. Þessu svaraði Stanley lávarð- ur neitandi. Max Pemberton kom af veiðum í gærmorgun með fullfermi í lest- um og fisk á dekki. Nýi fiskur- inn var settur á land hjer og síð- an fór togarinn áleiðis til Eng- lands með aflann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.