Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 11. mars 1937. Hvað er gerast i Frahklandi? Fjármálastefna alþýðufylking- arinnar Iðgð á hilluna. Heimsmeistarar á skautum 1937. Vegurinn út úr öngþveiti atvinnumálanna. Leon Blum auglýsir eftir viðskiftatrausti. PEIÁTT fyrir að ríkisskuidir Frakka nemi 350 miljörðum franka (íbúar Frakkalnds eru rúml. 42 miijónir), tekjuhalli á fjárlögum (með auka- fjárlögum) sje metinn á a. m. k. 20 miljarði franka 1937, að greiðslujöfnuður Frakka hafi verið óhagstæður um 400 miij. franka árið 1935, og sennilega miklu meiri 1936 (og þar að auki bætist við gullútflutningur eða fjár- fiótti, sem nam 15 miljörðum franka), dýrtíð hafi aukist um 30%, eða meir, þá eru öll líkindi til að Leon Blum tak- ist að halda í horfinu og koma því til leiðar að Frakkar fari að taka þátt í þeim viðskiftabata, sem aðrar þjóðir hafa setið að um nokkurt skeið, ef hann aðeins getur skapað „viðskiftatraust“ í landinu. Takist honum ekki að skapa þetta traust, þá vofir yfir frönsku þjóðinni hörmungar „verðbólgu“ (Inflation) með því örjetti, sem henni fylgir, einkum í landi, þar sem smá- sparifjáreigendur eru jafnmargir og í Frakklandi. Ráðstöfun Leon Blum stjórnárinnar að festa gengi frankans aftur við gullið og leyfa frjáls víðskifti með gull, er gerð til þess að skapa þet'ta traust. Loforð frönsku stjórnarinnar að taka ekki fleiri lán en 10 miljarða vígbúnaðarlánið, er spor í sömu átt. Orðrómurinn um að Leon Blum ætlaði að breyta stjórn sinni í þjóðstjórn, er til orð- inn vegna skilnings manna á þeirri þýðingu, sem það hefir, að viðskiftatraustið komi aft- ur. Ef tilraun sú, sem nú er gerð til þess að skapa viðskifta- traust, bregst, þá er útlit fyrir, að Leon Blum eigi ekki ann ars úrkosta, en að fara að dæmi Ramsay Mac Donalds, er sósíal- istar í Englandi höfðu stofnað fjármálum þjóðarinnar í öngþveiti og Mae Donald neyddist til að stofna þjóðstjórn. Verðfesting frankans. Með því að festa gengi frank- •ans aftur við gullið hefir franska stjórnin lýst yfir því, að hún ætli að láta núverandi gengi (105 frankar = 1 sterlingspund, þó með þeim takmörkunum, sem fel- ast í gengi gullmynta) halda sjer og þá um leið varast að gera ráð- stafanir, sem leitt geti til gengis- hruns og verðbólgu. Fyrsta ráðstöfun í þessa átt hlýt ur að verða sú, að stöðva hin gífurlegu útgjöld ríkis- ins, sem leiddu af stefnu- skrá alþýðufylkingarinnar. — „Við verðum að gera hlje á eyðsl- unni“, eins og Leon Blum orðar það. Útgjöld alþýðufylkingar stjórn- arinnar, sem þegar hafa leitt til þess, að tekjuhalli á fjárlögum fyrir árið 1937 er metinn á 20 miljarði franka (þar af 8y2 milj- arðir vegna aukins vígbúnaðar, 4 miljarðar vegna opinberra fram- kvæmda og 7 miljarðar vegna tekjuhalla á rekstri járnbraut- anna), hafa átt mestan þátt í því að eyða ,viðskiftatraustinu. Ekkert útlit var fyrir, að franskir sparifjáreigendur fengjust til að hætta fje sínu í ríkisskuldabrjef, svo að hægt yrði að greiða hallann með lánum, ef ekki yrði gert hlje á eyðslunni. Þetta hefir Leon Blum stjórn- in rekið sig á. Sú hætta vofði þá yfir, að stjórnin greiddi tekjuhall ann með því að setja seðlaprent- smiðjuna af stað, þ. e. auka seðla útgáfuna. Sú leið stóð stjórninni opin á meðan gengi frankans var ekki þundið og gullútflutningur bannaður. En þesari leið er nú lokað (ef stjórnin ætlar ekki að leysa frank ann aftur frá gullinu og banna gullútflutning). Hvað vinst með viðskiftatrausti ? En ef stjórninni tekst með þessu að vekja traust til sín, þá getur hún gert sjer vonir um að fje það, aðallega gull, sem fólk geymir í handröðum og sokka- leistum, leiti aftur út í atvinnulíf- ið, til þess að gefa arð af sjer. Vegna vantraustsins var þegar á Cecilie Colledge. Megani Taylor. Vivi Ann Hulten. Enska stúlkan Cecilie Colledge varð hlutskörpust í heims meistarakepnimii á skautum fyrir stúlkur, sem fór fram í London í byrjun þessa mánaðar (2528.9 stig). Önnur varð Megan Taylor (ensk) með 2488.1 stig, og þriðja sænska stúlkan Vivi Ann Hulcen (2406.2 stig). Cecilie Coolidge hafði fyr í vetur orðið Evróþum eistari og breskur meistári. •— Sonja Henie tók ekki þátt í kepn- inni; hún er orðin „atvinnu“-skau taleikari, en áður hafði hún unnið heimsmeistaratignina í 10 skifti í röð. — Heimsmeistarar í samhlaupi urðu að þessu sinni Þjóðverj arnir Maxi Herbert og Ernst Baier Stefna Leons Blum í atvinnumálum. Fraroh. af fyrra dálki. árinu 1935 metið að gull, slegið og óslegið, og seðlar sem almenning- ur hefði í fórum sínum, næmi 25 miljörðum franka. Með endurheimtun viðskifta- traustsins má vænta þess, að gull- ið, sem flúið hefir til útlanda (15 miljarðar) hverfi aftur heim. Úr því ætti að vera hægt að greiða tekjuhallann, a. m. k. að nokkru leyti með lánum. Dýrtíðin. Það sem opnaði augu stjóraar- innar fyrir því, í hvert óefni var stefnt, ef ekki yrði gert hlje á eyðslunni, var órói fólksins út af vaxandi dýrtíð í landinu. Þegar Leon Blum tók við völd- um gjörbreytti hann um stefnu í atvinnumálum. 1 stað _ þess að reyna að færa niður verðlag í Frakklandi til samræmis við verð lag í öðrum löndum, þar sem gjaldeyrisgengi hafði verið felt (eins og í Bretlandi og Bandaríkj unum) og gera á þann hátt fransk ar vörur samkepnishæfar, ákvað hann að auka kaupmáttinn innan- lands, með því að hækka laun op- inberra embættismanna, knýja fram kauphækkun í iðnaðinum, stofna til stórfeldra verklegra framkvæmda o. fl., og á þann hátt að auka vörueftirspurnina innan- lands, sem aftur myndi blása nýj- um lífsanda í atvinnulífið. Þessa leið hafði Roosevelt farið í Bandaríkjunum, ineð góðum ár- angri, en Roosevelt steig það spor strax að lækka gengi dollarans. Leon Blum ætlaði að láta gengi frankans halda sjer, en var knú- inn af þeirri braut í sept. síðastl. En Leon Blum steig annað spor, sem nær hefir riðið honum að fullu. Hann lögskyldaði 40 stunda vinnuvikuna. 40 stunda vinnuvikan. 40 stunda vinnuvikan gekk í gildi á tímabilinu 1. nóv.—1. febr. Frainleiðslan minkaði, en útgjöld- in höfðu hækkað, og afleiðingin varð stórfeld verðhækkun, jafn- vel þótt ríkið hefði sett eftirlit með verðhækkun. í byrjun febrúar var svo komið, að dýrtíðin í Frakk- landi hafði aukist næstum jafn mikið og laun voru hækk uð, eftir að Leon Blum tók við völdum. Það var því framundan að stjórnin neyddist til að láta und- an röddunum, sem kröfðust nýrr- ar kauphækkunar, sem aftur hefði haft í för með sjer enn vaxandi dýrtíð, með öllum þeim afleiðing- um, sem það hlyti að hafa, eink- um á utanríkisverslunina. Þannig var ástatt, þegar stjórn in breytti uin stefnu. Með breyttri stefnu og vaxandi viðskiftatrausti, sem stjórnin ger ir sjer vonir um að fylgi hljeinu sem gert hefir verið á eyðslunni, væntir stjórnin að atvinnuvegirn- ir fái svigrúm til að stöðva þessa hreyfingu upp á við. Bæjarbókasafninu var lokað í gær um hádegi, samkvæmt ósk lækna, og verður það lokað fyrst um sinn. 10 míljarða víg- búnaðarlán í franska þinginu. London í gær. FÚ. ranska stjórnin hafði gert sjer vonir um, að frumvarp henn ar um heimild til lántöku í víg- búnaðarskyni yrði afgreitt í efri málstofu þingsins í dag, og að unt yrði að bjóða lánið út á mor gun. En fjárveitingarnefnd efri mál- stofunnar, er tók frumvarpið til meðferðar í morgun, gerði við það þá breytingartillögu, að upphæð lánsins yrði aðeins helmingur þeirrar upphæðar, sem upphaflega var gert ráð fyrir. Verður nú frumvarpið því að fara til baka til fulltrúadeildar- innar, áður en það verður tekið fyrir í efri deild. LEIÐRÉTTING. Útaf viðtali við mig, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær (10. þ. m.) vil jeg leyfa mjer að taka það fram, að viðtalið fjallaði um smábarakenslu alment, en ekki eingöngu um átthagafræði, eins og fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna. En í greininni er því miður blandað saman átthaga- fræði og kensluaðferðum í lestri, svo mjög, að það getur gefið vill- andi hugmyndir um skólastarf mitt. ísak Jónsson. f greininni um Matthías Matt- híasson í blaðinu í gær átti að standa (aftarlega) „tállaus mann kostamaður“ í stað „látlaus mann- kostamáður“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.