Morgunblaðið - 15.09.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1938, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N B L A ÐIÐ Fimtudagur 15. sept. 1938. m^ui/nkaíp/mi JCaMps&apAw Þing „guðleysin"ja“ var hald- ið í Moskva 15.—20. júlí s.l. Á þinginu var ákveðið að lierða erm baráttuna gegn trúarbrögðun- m Rússnesk blöð skýra frá því, að haldin verði námskeið fyrir fólk, sem verði sent út um heim- inn sjerstaklega í því augnamiði að vinna gegn trúarbrögðunum. Dóttir Stalins stendur mjög fram- ariega í guðleysingjafjelagsskapu- am. Höfuðpaurinn heitir Emeljan Jarolavski og er hann alt annað en ánægður með þann árangur, scm guðleysingjar hafa náð í starfi sínu á nndanförnum árum. Hann segir sjálfur svo frá, að í Soyjet-lýðveldinu Kirgis einu sjeu 40 söfnuðir, sem starfa á laun án vitundar stjórnarvaldanna. ★ ! Flest allir merkismenn mann- kynssögunnar hafa hlotið eitfhvað viðurnefni, sem var ein- kennandi fyrir starf þeirra, gott eða ilt. Venjulega hafa þessar sögupersónur fengið viðurnefnin eftir að þeir voru látnir. Stalin, hinn rauði einvaldur Rússlands hefir aftur á móti sjálfur gefið sjer ýms viðurnefni í lifanda lífi sem eiga að vera einkennandi fyr- ir hann. Eitt af fyrstu nöfnunum sem hann ljet bæta við nafn sitt var „snillingurinn“, síðar kom ,faðir þjóðarinnar, „hinn mikli“, hinn mikli garðyrkjumaður“, ,hinn óttalausi“ o. s. frv. Síðasta viðurnefnið sem Stalin hefir hlot- úð er þó ekki frá honum sjálfum, heldur frá hinum fræga norður- fara próf Otto Schmidt. Sam- kvæmt frásögn í Pravda fórust prófessornum þannig orð í veislu nýlega: „Með ást og von horfir hin vinnandi stjett mannkynsins á land sósíalismans, á ljós heims- ins, hinn mikla mannvin — f jelaga Stalin“. 2—3 herbergja íbúð óskast. Uppl. í síma 3606. 1—2 herbergi og eldhús ósk- ast 1. okt. í Hafnarfirði helst í nýlegu húsi, með þægindum. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir hádegi á laugardag, merkt „Matsveinn“. Bókbandskensla. Lærið að binda yðar eigin bækur. Rósa Þorleifsdóttir, Vonarstræti 12. Rennilásar í mörgum litum frá 8 cm. til 75 cm. langir. — Spennur á frakka og kápur, kjóla- og káptölur. Hvergi meira nje ódýrara úrval. Versl. Dyngja. Slifsi og slifsisborðar frá 3.80 stk. Svuntuefni frá 5.63 í svunt- una. Upphlutsskyrtu- og svuntu- efni frá 11,25 í settið. Satin í peysuföt frá 6.75 meter, 33,75 í fötin. Versl. Dyngja. Silkinærföt 5.30 settið. Silki- bolir frá 2,35. — Silkibuxur frá 2,75. Undirkjólar 6.75. — Versl. Dyngja. UUartau í vetrarsjöl, 35.00 í ^jalið. Versl. Dyngja. Kjólaefni og blúsuefni í úr- vali. Rósuð silkiljereft. Tvistar í svuntur og kjóla. Versl. Dyngja. Ódýrar spennur og ,,doppur“ á upphlutsbelti. Versl. Dyngja. Hús til sölu í Skerjafirði, lít- il útborgun. Góðir skilmálar. Uppl. í síma 5126. Stúdent tekur að sjer að kenna og lesa með unglingum í vetur. Má gjarna vera gegn fæði eða húsnæði. Einnig tíma- kensla. Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Upplýsingar í síma 3480 frá kl. 12—2 og 6—8. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem ævilán fylgir, seíur Sigur- þór. Hafnarstræti 4. Munið Sápubúðina þegar þjer þurfið á sápu og snyrtivörum að halda. Mikið úrval! Sápu- búðin, Laugaveg 36. Sími 3131. Rykfrakkar, langbest'u kaup- in í bænum. Vesta, Laugaveg 40 Afar fjölbreytt úrval af peys- um, vestum og úti og innifötum barna. Vesta, Laugaveg 40. Tölur, hnappar og spennur, mjög fjölbreytt úrval. Hvergi lægra verð. Vesta. Hafið þjer eigaast teiknlngar Sfróbls? Þœr fást ■ bókavcrsL unum. Frosin hjörtu, tækifærisverð. Kaupfjelag Borgfirðinga. — Sími 1511. Kopar keyptur í Landssmiðj- unni. Kajpum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). lækjum heim. Sími 3562. SKÓLAFÖTIN úr Fatbúð- inni. Tökum að okkur að laga. og: leggja lóðir. Vanir menn. Upp- lýsingar í síma 2795 kl. 6—8. Hreingerningar. Vanir, fljót- ir og vandvirkir. Jón og Guðni. Sími 4967. Hreingemingar. Vanir menn Sími 5471. Gott fæði í Tjarnargötu 10 B» Einnig sjerstakar máltíðir. Guð— rún Karlsdóttir frá Norðfirði. Sjómenn, verkamenn og aS- komufólk! Við viljum uppfylla kröfur yðar með fæði — króim máltíðir, buff og alls konais veitingar. Kaffi og matsalan* Tryggvagötu 6. Sími 4274. Hjálpræðisherinn. í dag kL 8 Hljómleikasamkoma. Minningarspjöld Bókasjóðs blindra, minning Sigurðar P. Sivertsen, prófessors, fást hjá Maren Pjetursdóttur, Laugaveg 66; Körfugerðinni, Bankastræti 10; Þóreyju Þorleifsdóttur, Bók- hlöðustíg 2; Blindraskólanum,, Laufásveg 19. Friggbónið fína, er bæjarin*. besta bön. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis tií' næstkomandi mánaðamóta. I O. G. T. St. Dröfn nr. 55. Fundur í dag, fimtudag kl. 8V2 síðd.- Upplestur og rædd ýms fjelags- mál. Fjelagar fjölmennið. Æ.t. MARGARET PEDLER: OANSMÆRIN WIELITZSKA 47. Þá datt Mögdu ráð 1 hug. „Miehael", sagði hún. „Við skuhun koma í matar- leit. Jeg er viss um, að einhversstaðar um borð er til kex og súkkulaði. Marraine er vön að senda það um horð, og ef til vill er afgangur, síðan síðast. Við skul- um leita í skápnum í káetunni!“ Eftir nokkra leit fanst hálfur kexpakki og ofurlítið súkkulaði, ásamt einni sódavatnsflösku. Það var ljelegt I sámanburði við fullkominn miðdegisverð, hjá lafði Arábellu, en eftir að hafa „burðast við að bjarga lífi stnu í fleiri klukkutíma“, eins og Michael orðaði það, reyndist það prýðilega. Að „máltíðinni" lokinni fór Miehael á ný í kynnis- föt; og kom aftur með ljósker, sem hann tendraði og hetígdi á brotið mastrið. Undarleg kyrð ríkti alt í kringum þau. Það brakaði í stýrinu við 0g við, annars heyrðist ekkert hljóð, nenfa skvampið í öldunum meðfram borðstokknum. „Við verðum að vera hjer til morguns", sagði Quarr- iugfon, „svo að það er best fyrir þig að fara að sofa“. „Sofa?“ „Já. Það er káeta niðri“, sagði hann brosandi. „Og sæmilegt rúm. Við skulum koma og sjá, hvernig þjer líst á það“. „En þú? Getur þú búið um þig á einhvern hátt?“, spurði hún og Ieit í kringum sig. „Jeg ætla ekki að sofa. Jeg held vörð á þilfarinu", sagði hann hlæjandi. „Það væri laglegt, ef við legðum okkur bæði til svefns og ljetum sigla okkur í kaf, án þeife að bæra á okkur!“ „Þá skulum við vaka til skiftis“, sagði hún. „Jeg sef í fjóra tíma, og síðan tek jeg við af þjer, meðan þú hvílir þig“. „Nei“, sagði hann ákveðinn. „Þá vökum við bæði“, sagði hún. Og gegnum myrkr- ið gat hann greint höfuð hennar og ögrandi svip. „Blessað barn ertu“, sagði hann hlæjandi, og á sama augabragði fann hún, að henni var lyft upp eins og barni og borin niður í káetuna. „Jæja“, sagði hann. „Viltu nú lofa því að vera kyr hjerna?“ „Jeg verð víst að lofa því: Já“. Hann slepti henni og hún heyrði, að hann fór út úr káetunni upp á þilfar. Að vörmu spori kom hann aftur með ullarábreiðurnar, og hún tók við þeim eins og þægt barn. Hann stóð kyr og horfði á hana í tunglskininu, sem streymdi inn um opnar káetudyrnar. Augnaráð hans vakti hana alt í einu til meðvitundar um aðstöðu þeirra. Þau voru þarna síðla nætur, alein, eins og hefði þeim verið kastað á eyðieyju úti á reginhafi. Magda fann blóðið ólga í æðum sínum, og það var alt í einu eins og andrúmsloftið væri þrungið óskilj- anlegu magni. „Michael —“, stamaði hún. Og hin blíða rödd hennar svifti hann hinni jám- hörðu sjálfsstjórn. Hann hrópaði nafn hennar og var í einu vetfangi kominn til hennar og þrýsti hana fast í faðmi sínum, meðan brennandi kossum rigndi yfir andlit hennar. Síðan slepti hann henni skyndilega og fór út, án þess að líta um öxl eða segja orð. Magda hneig máttvana niður á Iegubekkinn. Hinn ástríðufulli ofsi hans hafði sveipast am hana eins og stormur, sem feylcir til veikbygðu trje, og skibð hána eftir titrandi og óstyrka. Hún gat ekki hugsað til þess að sofa. Tíu mínútur liðu og tuttugu mínútur, hún vissi ekki, hve langur tími. Þá heyrði hún að hann kom aftur. Og um leið og hann opnaði hurðina stökk hún á fætur, óróleg og viðbúin til varnar. Michael var fölur, og hörkulegur stillingarsvlpur ki andliti hans. Þegar hann sá óttann, sem skein úr aug- um hennar, flýtti hann sjer að segja: „Þú ættir að leggja þig til svefns. Lofaðu mjer að breiða ofan á þig, og reyndu svo að sofna“. Rödd hans var óendanlega blíðleg og róandi. Hann var eins og yndislega góður fjelagi. Hennar vega hafðii hann fulla stjórn á sjálfum sjer. Hann laut niður og breiddi ábreiðuna yfir hana. „Góða nótt, Saint Michel“, sagði hún stillilega. „Taktu mig í þína umsjá“. Hann tók hina fíngerðu hönd hennar, sem lá ofan á ábreiðunni, 0g kysti hana. „Já, núna og alla tíma“, sagði hann alvarlegur í bragði. Þegar Magda vaknaði eftir sjö klukkutíma svefn, skein sólin inn í káetuna til hennar. Hún heyrði, að Michael gekk fram og aftur um þilfarið, og f'lýtti sjer að rísa úr rekkju. Hún leit í lítinn veggspegil og lag- færði hár sitt, og var rjett að ljúka við það, þegar hún heyrði Michael lirópa,- „Halló, halló!“. Hún hljóp óðara upp á þilfar, og þá sá hún lítið; gufuskip álengdar. Michael hrópaði aftur og kallaði og veifaði með vasaklút sínum, til þess að vekja at- hygli á sjer. Gufuskipið hafði auðsýnilega orðið vart við þau. því að það breytti stefnu og kom að seglbátnuni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.