Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1939, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. febr. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 7 Litil búð óskast, sem næst Miðbænnm. Tilboð send ist til afgreiðslu Morgunblaðsins, auðkent „Lítil búð“. DagbóÞc. Vandaöur radiofónn óskast til kaups. Staðgreiðsla ef um semst. Verðtilboð með upplýsingum sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 18. þ. m., merkt: „Radíófónn“. 6ha Solomotor með ástengdum Dynamo 32 volta 900 wött, til sölu. Hent ugur fyrir sveitarbýli, eða línuveiðara. íRd#tnr6ttm. s.f Skólavörðust. 4. Sími 5387. AUGAÐ hvílist með gleraugum frá THIELE 0E 30B0E B ffl QE I matinn i dag: Glæný ýsa og stútungur, Reykt ýsa, Saltaður og reyktur rauðmagi. FISKSALAN BJÖRG Sími 4402. 3E3E ]QI=JÐC t | Silungur 9 t t t ♦> frosinn. Nordalsíshús 1 Sími 3007. EKKI-----ÞÁ HVER? EF LOFTUR GETUR ÞAP Úrvals íslenskar Karlöflur í sekkjum og lausri vigt. Ví*m Laugaveg 1. Útbú Fjölnisvegi 2. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. □ Sdda 59392147 — Fyrl. I. O. O. F. Rb.st. 1. Bþ. 882148i/2 Veðurútlit í Reykjavík í dag: Allhvass SV. Skúra og jeljaveður. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. 80 ára er í dag Þóra Gamalíels- dóttir, Bárugötu 29. 65 ára afmæli átti í gær, 13. febr. Ástbjörn Evjólfsson trjesm., Hringbraut 186. Stjórnarkosning hefir staðið yfir í ITinu íslenska prentarafje lagi undanfarið og var kosning unni lokið s.l. laugardag og úr slit birt á sunnudag. Kosningin fór þannig: Magnús H. -Tónsson formaður (endurkosinn). Guð- mundur Halldórsson ritari. Jó hannes Jóhannesson 2. meðstjórn- andi. Fyrir voru í stjórninni Gnð- mundur Kristjánsson og Meyvant Ó. Hallgrímsson. 1 varastjórn voru kosnir: Hailbjörn Halldórs son varaform. Þorsteinn Halldórs- son vararitari, Ólafur B. Erlings- son varagjaldkeri. Fyrsti með- stjórnandi Baldur Eyþórsson og annar meðstjórnandi Jóhannes Z Magnússon. Slökkviliðið vai í gær rjett fyr ir kl. 5 kvatt á Lokastíg 22. — Ilafði kviknað þar í borði út frá rafmagnsstraujárni. Skemdir urðu litlar. Fimleika- og glímusýning hjá Ármanni var í gærkvöldi í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar. Var þangað boðið ýrnsum gestum, svo sem sendiherra Dana og ræðis mönnum, b.ankastjórum, þingmönn um o. fl. Fyrst sýndi kvenna flokkur fimleika, síðan var glímu sýning og loks fimleikasýning karla. Var mjög ánægjulegt að horfa á bæði fimleikana, er Jón 3Q Þorsteinsson stjórnaði, og glím una. Skemtu gestirnir sjer hið besta og klöppuðu sýnendum , ó spart lof í lófa. ■«- j' Kvennadeild Slysavarnaf j elags ins í Hafnarfirði heldur fund í kvöld kl. 8.30 á Hótel Björninn. Jón Oddgeir Jónsson sýnir björg- unarkvikmynd og flytur erindi. ísfisksölur: Þórólfur seldi afla sinn í Hull í gær, '2275 vættir fyrir 980 sterlingspund. Bragi seldi í Grimsby 1850 vættir fyrir 1141 stpd. Matsveina og veitingaþjónafjel. íslands hjelt aðalfund sínn í fyrrakvöld. í stjórn voru kosnir; Janus Halldórsson form. Henry Hansen varaform. Pjetur Dan- íelsson gjaldkeri, Herbert Peter- sen og Viggó Eggertsson með- stjórnendur. Austfirðingamót verður haldið að Hótel Borg í kvöld. Aðgöngu- miðar fást að Hótel Borg og hjá Jóni Hermannssyni, Laugaveg 30. Á skemtun Stúdentafjelags Reykjavíkur í gærkvöldi var á- kveðið að stofna bridgeklúbb og forganga í því máli falin fimm mönnum: Lárusi Fjeldsted lirm., Tómasi Jónssyni borgarritara, Óskari Norðmann stórkauþm., Árna Snævarr verkfræðing og Einari B. Guðmundssyni lirm. Klúbbur þessi verður algerléga óháður Stúdentafjel. Rvíkur. Hörður Bjarnason afhenti ; á skemtuninni verðlaun frá síðnstu bridgekepni Stúdentafjelagsins f og gat þess um leið, að með þvífað hrinda af stað bridgekepniúni hafi fjelagið viljað verða við ósk- um þéirra meðlima sinna, sem sjerstakan áhuga liafa á bridge. Fleiri og meiri verkefni biðu nú X fjelagsins. Fjölmenni var á skemt- un fjelagsins, sem haldin var að Hótel Borg. Meyjaskemman verður sýnd í kvöld. Nú er hver síðastur að sjá hana. Sjálfstæðiskonur eru mintar á afmælisfagnað „Hvatar“ í Odd- fellowhúsinu annað kvöld. Skíðaferðir um helgina. Fátt manna fór á skíði um helgina. Munu K. R.-ingar liafa verið fjöl ■mennastir, eða um 50, þar af 35 æturgestir. Mikið snjóaði í Skála felli um helgina og er nú alt kom ið í kaf þar efra. Súðin var á Hornafirði í gær. Sænski sendikennarinn frk. Ost- erman flytur næsta liáskólafyrir- lestur sinn um Gustav Fröding kvöld kl. 8. Aðalfundur Sveinafjelags múr ara var haldinn s.l. snnnudag Hófst. fundurinn á því, að for maður mintist Einars heit. Finns sonar, sem var fyrsti formaður og var formaður þess 10 fyrstu árin, sem fjelagið starfaði. Risu fundarmenn úr sætum sínum til að heiðra minningu hins látna braut- ryðjanda. í stjórnina voru kosn- Guðjón Benediktsson formað- ur endurkosinn. Guðni Egilsson varafoi'maður endurkosinn. Ás- mundur Ólason ritari. Þorgeir Þórðarson fjehirðir fjelagssjóðs nr. 1 endurkosinn. Ársæll Jóns- son fjehirðir fjelagssjóðs nr. 2. Skákmót Hafnarfjarðar liefir staðið yfir undanfarnar tvær vik- ur og er nú að mestu lokið. Eftir er aðeins að tefla eina skák í I. flokki. Stendur úrslitaskákin milli Sigurðar T. Sigurðssonar og Kristjáns Andrjessonar. Þeir hafa 31/) vinning hvor. Árshátíð sína h.elt St. Framtíð- in nr. 173 á sunnudagskvöld eft- ir venjulegan fund, þar sem 10 nýir fjelagar gengn í stúkuna. Á skemtuninni var húsfyllir. Yar fyrst sest að kaffiborðum og stutt ar ræður fluttar. Því næst sýndu þau frú Anna Guðmundsdóttir og Haraldur Björnsson leikari gam- anleikinn Hinrik og Pernilla og hlutu óspart lof fyrir. Gísli Sig- urðsson hermdi eftir nokkrum söngmönnum og stjórnmálamönn- um og vakti hlátur manna eins og vant er. Síðan var stiginn dans. — Stúkan er nú 21 árs. Á árinu sem leið hefir hún nær því tvöfaldað fjelagatölu sína. Útvarpið: 13.30 Erindi: Um búreikninga, V (Guðmundur Jónsson húfræði- kennari). 19.20 Érindi Búnaðarfjelagsins: Um nautgriparækt (Páll Zop- hóníasson ráðun.). 20.15 Erindi: Frá Kína og Kín- verjum (Ólafur Ólafsson kristni- boði). 20.40 Hljómplötur; Ljett lög. 20.45 Fræðsluflokkur: Snýkjudýr V (Árni Friðriksson). 21.15 Symfómutónleikar (plötur): a) Píanókvintett í Es-dúr eftir Schumann. KOL! KOL! Uppsklpun stenduc yflr. Kolasalan s.f. Símar 4514 og 1S45. Verslun itiin verður lokuð frá kl. 12 I dag vegna (arðarfarar Björn Jóns§on, Veslurgölu SS. Vegna jarðarfarar lokað fró bl, 12 H1 4 i dag. Vöruhúsið. Lokað verður frá hádegi i dag vegna jaröarfarar. Rafmagnsveita Reykjavfkur. „Læknisfræðilegur ágreiningur“ * i.í \j T.' ()*» '• ■ Osló í gær. Deila milli tveggja finskra spítalalækna hefir haft hörmulegar afleiðingar. Aðstoð- arlæknir að nafni Lindrogun skaut yfirlækni sjúkrahússins, Nein að nafni, og ljest hann þegar. Orsökin var læknisfræðilegur ágre ringur. Móðir mín Kristjana Pjetursdóttir andaðist laugardaginn 11. þ. mán. Jarðarför hennar fer fram í kyrþey. Fyrir hönd okkar barna hennar og tengdabarna, Pjetur Halldórsson. Móðir mín Helga Þorkelsdóttir andaðist að heimili sínu, Úthlíð við Sundlaugaveg, sunnudag- inn 12. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda, Þorkell Ólafsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar Vilhelmínu S. Þorsteinsdóttur frá Minni Vatnsleysu fer fram frá dómkirkjunni fimtudaginn 16. þ. m. og hefst með bæn að heimili hennar Tjarnargötu 3 kl. 1. Jarðað verður að Kálfatjörn kl. 3i/2. Auðunn Sæmundsson og börn. Jarðarför konunnar minnar og fósturmóður Guðrúnar Guðbrandsdóttur fer fram frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 15. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 3 að heimili hinnar látnu, Reykjavíkurveg 15 B, Hafnarfirði. Þorgrímur Jónsson. Helgi Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.