Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júní 1938. „The Times“ segir að Tokió sje að linast / • r £■*' j>\ v ;/",A Ji#" ’ ;■’• ’ r■ Breskar refsiaðgerðir í dag, ef ástandið versnar Tvö bresk verslunar- skip fara óhindruð til Tientsin Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. EF ástandið í Tientsin versnar er búist við að breska stjórnin samþykki að hefja refsiað- gerðir gegn Japönum í síðasta lagi á morgun. „Daily Telegraph“ gerir ráð fyrir að refsiaðgerðir þær, sem beitt verður, verði framkvæmdar í þessari röð: 1) Bresk-japanska samningnum frá árinu 1911, þar sem Bretar og Japanar heita hvorum öðrum bestu kjör- um í milliríkjaviðskiftum, verður sagt upp. 2) Lagður verður tollur á japanskar vörur svo hár, að í raun og veru verður um bann gegn innflutningi á vörum frá Japan að ræða. 3) Breska stjórnin lítur á það sem hugsanlegan möguleika að gera ráðstafanir gegn verslunarskipaflota Japana. 1 fyrstu yar talið að stjórnin myndi fyrst grípa til þessa möguleika, en Japanar hjeldu því aftur á móti fram, að slíkar ráðstafanir myndu koma harðast niður á breska heimsveldinu. Þessi röksemd virðist hafa hrifið. EKKI SAMMÁLA. Tvö bresk flutningaskip eru nú komin til Tientsin. Eru það fyrstu skipin sem þangað koma síðan hafnbann- ið hófst. Er litið svo á, að það sje ekki alveg án þýðingu að japönsk varðskip ljetu verslunarskipin fara óhindruð ferða sinna. 1 skeyti frá Tokio til ,,The Times“ segir, að farið sje að sjá þess nokkur merki að stjórnin í Tokíó vilji ekki láta Tientsin- ideiluna leiða til friðslita við Breta. Aftur á móti vilja hershöfðingjar Japana í Tientsin herða á hafnbanninu. YFIRLÝSING CHAMBERLAINS. London í gær. FU. Mr. Chamberlain sagði í breska þinginu í dag, að stjórnin væri að gera ráðstafanir til þess, að hægt væri að tryggja íbúum forrjettindasvæðisins í Tientsin næg matvæli. BRETAR AÐVARA Mr. Chamberlain gat þess að Halifax lávarður myndi innan skamms eiga tal við sendiherra (Japana í London og að breski sendiherrann í Tokio hefði fyrir mæli um það, að ræða alt þetta mál við japönsku stjórnina. Mr. Chamberlain sagði, að engin formleg tilkynning um frekari kröfur Japana hefði enn borist bresku stjórninni í hend- ur og að hann gerði sjer von um, að auðið yrði að leysa þetta mál án þess að víðtækari á- greiningsmál drægjust þar inn í. Hann sagði, að breska stjórm in gæti ekki trúað því, að jap- önsku stjóminni væri það al- vara að auka ágreininginn við Bretland eða gera mál, sem þegar væri orðið nógu alvar- legt, ennþá ískyggilegra. Að lokum sagði hann, að breska stjórnin hefði nána gát á því, sem framvegis gerðiát í Tientsin, þar sem það gæti verk- áð á aðra hluta Kína. I Tientsin herða Japanar i klónni London í gær. FÚ. ^ /A volta rafmagn eru Jap- ánar nú áð leiða í gaddavírsgirðingar þær, er þeir hafa lagt um forrjettinda- svæði Breta í Tientsin, sem alls eru 30 enskar mílur á lengd. Auk þess herða nú Japanar alla óvild í garð breskra manna. Meðal annars er í dag verið að útbýta flugmiðum meðal Kín- verja, þar sem þeim og fjölskyld- Um þeirra er hótað allskonar harð ræði, ef þeir vinni fyrir breska menn. Tveir breskir þegnar skýrðu að- alræðismanni Breta frá því í dag, að japanskir verðír hefðu fært þá úr öllum fötum, og hefðu þeir orð- ið að sæta magnaðri ósvífm, með- an leit var gerð á þeim. iimimttnimmimiiin Samningar Breta og Rússa imimmmimimwtii Tientsin veldur nýjum örðug- leikum Mi iiiiiimiimniiiiiiiinimiiiiiniiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiuiit mimmmimimmiimimiimmimimmiimmmii Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. r. Strang, fulltrúi bresku stjórnarinnar í Moskva, hefir staðið í stöðugu símasambandi við London í dag. Nýir örðugleikar virðast hafa komið í ljós á samn- ingum Breta, Frakka og Rússa um þríveldabandalag. Margir stjórnmálaritstjórar í Moskva líta svo á, að Bretar muni greiða hvaða verð sem er fyrir stuðning af hálfu Rússa, vegna hins hættulega ástands, sem skapast hefir fyrir þá í Austur-Asíu. Rússneska stjórnin, segja þeir, hegðar sjer samkvæmt þessu og hefir krafist auk- inna fóma af hálfu Breta. ★ Þýska frjettastofan — Deutsches Nachrichtenburo — segir aftur á móti að deilan í Tientsin hafi haft í för með sjer mikinn álitshnekki fyrir Breta í Rússlandi.Sumir telja að samningar Rússa og Breta muni fara algerlega út um þúfur. I Þýskalandi er litið á hafnbannið í Tientsin sem prófstéin á hinn raunverulega mátt Breta. Þýska blaðið „Essener National Zeitung“ (blað Gör- ings) segir, að hafnbannið sje svar við tilraunum Breta að fá stuðning Rússa. Mr. ^Wilham Strang. dr. Göbbels í Danzig London í gær. FÚ. Dr. Göbbels útbreiðslumálaráð- herra Þýskalands kom til Danzig 17. júní og í ræðu, sem hann flutti, sagði hann, að hann væri kominn þar sem fulltrúi Hitl- ers til þess að styrkja Danzig í þeim tilgangi að sameinast Þýska- landi. í annari ræðu sagði Göbbels, að Danzig væri þýskt menningar- að ,ur, og væri það jafnvel við- tn ) t af óvinum Þýskalands. Jarðarför Magnúsar Sigurðsson- ar, Heylok, Fljótshlíð fer fram í dag. Aðeins Bretar ^sndisveitarfulltrúi Banda- J ríkjanna í Tokio hefir fengið tilkynningu um það í dag, að ráðstöfununum í Tientsin sje að eins beint gegn enskum hagsmunum, en ekki amerískum. (FU) Italir senda flota til Portugal London í gær. FÚ. F tölsk flotadeild lagði af stað frá Neapel í dag til æfinga undan ströndum Spánar, Portú- gals og Marokkó. í flotadeildinni eru tvö or- ustuskip, 10 beitiskip, 20 tund- urspillar og fjöldi kafbáta. Bíll hrapar 100 íet I Ölpunum London í gær. FÚ. ITyrolölpum vildi það slys til í dag, að 10 menn fór- ust, en 16 slösuðust, með þeim hætti, að stór mannflutninga- bifreið, sem þetta fólk var í, fór út af veginum og hrapaði niður fyrir 100 feta háa kletta. Danir unnu Norðurlandakepnina I knattspyrnu Khöfn í gær. FÚ. Anorræna knattspyrnumót- inu varð Danmörk sigur- vegari, sigraði Finnland með 5:0, Noreg með 6:3. En Nor- egur sigraði Svíþjóð með 1:0. Á lokahátíð í gær'bar for- seti íþróttasambands Islands, Benedikt G. Waage, fram kveðjur frá íþróttasambandinu og færði danska knattspyrnu- sambandinu að gjöf stóran skjöld með Þórshamarsmerki, skorinn af Ríkarði Jónssyni. Benedikt G. Waage þakkaði fyrir þær framúrskarandi vin- samlegu viðtökur, sem Islend- ingarnir hefðu fengið, og ljet í ljós von um áframhaldandi góða samvinnu milli Norður- landaþjóðanna fimm. Tveggja daga hátíðahöld á Blönduósi Hátíðahöldin í tilefni af 60 ára afmæli kvennaskólans á Blönduósi stóðu í tvo daga. Fyrri daginn, á laugardaginn, var nemenda og kennaramót og sátu það hátt á þriðja hundrað gamalla og nýrra nemenda og kennara skólans. Skemtu menn sjer við ræður og söng. Gamlir nemendur í Reykjavík færðu skólanum að gjöf brjóstlíkan af frú Elínu Briem (sem Mbl. flutti mynd af s.l. föstudag) og auk þess var skólanum gefið málverk af Birni Sigfússyni á Kornsá. — Myndina hefir gert Gunnlaugur Elöndal málari, en gefendur voru hjónin frú Guðrún Björns- dóttir (dóttir Björns á Kornsá) og Þormóður Eyjólfsson, Siglu- firði. Skólanum voru flutt tvö kvæði af Páli V.J. Kolka lækni og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Ræður fluttu frú Guðrún Briem, Jón Pálmason alþm. á Akri, og Skúli Guðmundsson alþm. Síðari daginn, á sunnudag- inn sóttu útiskcmtunina í tilefni af afmæli skólans, á annað þús. manns. Veður var hvast og kalt, og kom þó fjöldi manns, bæði úr Skagafirði, V.Húnavatns-. sýslu og víðar að. Skemtunin fór fram í skrúð- garði skólans. Ræður fluttu: Þórarinn á Hjaltabakka, Guð- brandur Isberg sýslum., Jón Pálmason á Akri, Elínborg Lár- usdóttir, Sigurður sýslum. á Sauðárkróki og Páll Kolka. — Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps skemti með söng og einsöng sungu Helga Jónsdóttir frá Akureyri og Daníel Þórhallsson. Að lokum var dans stíginn fram eftir kvöldi. Þótt veður hafi ekki verið gott, fór hátíðin hið prýðileg- asta fram og var öllum til á- nægju og skemtunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.