Morgunblaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. ágúst 1939. —VERÐUR — SIRÍÐ? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Enska stórblaðið Daily Express hefir sent öllum aðalfrjettariturum í stórborg um Evrópu eftirfarandi spurningu: „Brýst ófriður út á þessu ári?“ Allir frjettaritarar, að tveimur undanteknum, svör- uðu spurningunni neitandi — Það voru frjettaritararn ir í París og Varsjá, seir svöruðu spurningunni ját- andi. Japanar óþoiinmóðir við Breta > London í gær F.Ú. Samkvæmt fregnum frá Tokio er farið að bera á nokkurri óþolinmæði japanskra stjórnarvalda yfir töfum þeim, sem orðið ,hafa á því, að sam- komulagsumleitanir Breta og Japana byrjuðu aftur. Fulltrúar japönsku herstjórn- arinnar í Tientsin, sem taka þátt í Tokioráðstefnunni, hafa í hót- unum að hverfa aftur til Tient- Öih, nema samkomulagsumleit- anir byrji aftur eftir 1—2 daga. í London er bent á, að drátt-' urinn stafi af því, að viðræðum bresku stjórnarinnar við stjórn- ir samveldislandanna, frönsku .stjórnina og amerísku stjórnina sje ekki lokið. íslendingar á norrænu sagnfræðingamúti Khöfn í gær F.Ú. Þátttakendur í Norræna sagnfræðingafundinum yerða 250 talsins. Af hálfu Is- lendinga sækja fundinn Hall- dór Hermannsson prófessor, Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður og Skúli Þórðarson mag- jster. Móttökuathöfn fór fram í gærkvöldi í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar. Fundurinn var settur í dag í Þjóðminjasafn- inu. Síðar í vikunni flytur Barði Guðmundsson erindi um landnám íslands og Skúli Þórð- arson um Konungsveldi á Is- landi fyrir 1662. Svíar og síldarleysið Khöfn í gær F.Ú. Sænsk blöð láta í ljós beyg um, að niðursuðuverk- smiðjurnar sænsku neyðist til þess að segja upp starfsfólki, ef ekki rætist úr um veiði sænskra síldveiðiskipa við Island. Hítler og Förster um Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ews Chronicle" skýrir frá því í dag, að 10 miljón hermenn í Evrópu ojeu á hin rammbygðu vígi Þjóðverja á vesturlanda- mærunum í ófriði. Þessi vLgi sjeu óyfirstíg- anleg. Foringjarnir eru sagðir gera ráð fyrir að vesturríkin reyni fyrst að sigrast á ítölum, veik- asta hlekknum í „öxulnum“. En þá myndi þýski herinn yerða að dreifa kröftum sínum til þess að hjálpa Itölum. Af því myndi leiða, að lík- urnar fyrir leifturstríði á hendur Pólverjum myndu minka I>essvegna eru herforingjarnir >.N vígbúnir. Stríðsöfl þjóðasamsteypanna, sem standa andspænis hver annari, eru í jafnvægi, segir blaðið. Ekkert bendir til þess að einræð- irherramir byggist eins og stendur til þess að raska þessu jafnvægi með því að beita ofbeldi. Þó þykir öllum þorra manna í Þýskalandi hinar áköfu árásir í þýskum blöðum á Pól- verja benda til þess að úrslit í Danzigmálunum standi nú fyrir dyrum. Er það von almúganá'f' ! sagífit’ viljlá• fresta úrslitunum í Danzigmálun í Um og'leggijai allan kraft inn á að skapa þýsk- rússneska samvinnu. ;r,,^ ÞESSI MÁL HAFA AÐ LÍKINDUM VERIÐ RÆDD Á FUNDI HITLERS OG AL- BERTS FÖRSTERS NAZISTAFORINGJANS I DANZIG, I BERCHTESGADEN I GÆR OG I DAG. FÖRSTER FER MEÐ FLUGVJEL FRÁ i BERCHTESGADEN TIL DANZIG f )DAG. V ! ANNAÐ KVÖLD ÁVARPAR HANN FUND NAZISTA f DANZIG. 1 landinu, að þessi úrslit komi sem fyrst. " Aðrir líta aftur á móti svo á, að Hitler i muni tæplega láta til skarar skríða í þessu máli að svo stöddu. Lausafregnir ganga um það, að áhrifamiklir menn innan þýska hers ins hafi látið í Ijós eindregna ósk um að komist verði hjá ófriði í bili. Þeir segja, að Danzig búar verði að hafa biðlund. ★ Foringjar þýska hersins telja, að Vestur- ríkin muni tæplega treystast til að hef ja árás farið fram hjá dr. Gðbbels! London í gær F.Ú. T fregn frá París segir, að f je- lagsskapur lýðræðissinnaðra Þjóðverja, sem berst gegn Hitl er og nazistum, hafi breitt út um alt Suður-Þýskaland yfir lýsingu, þar sem ráðist er hvass- lega á Hitler og stjórn nazista aðallega fyrir að leyfa ítölum að reka þýska menn hóp um saman úr Suður-Tyrol. í yfirlýsingunni, sem er sögð rituð af Heinrich Mann, er Hitl- er sakaður um að hafa ,,selt 250.000 Þjóðverja fyrir hafn- arrjettindi í Trieste.". Norðmenn bet- tir nndlrbúnlr en 1014 Allur breski flot- inn viðbúinn í orustu næstu tvo manuði Osló 9. ágúst F.B. Kornbirgðir Norðmanna nema nú 200.000 smá- lestum og ætti sá forði að duga þjóðinni í eitt ár. Frá því í haust verða tilbúnir geymslustaðir fyrir 50.000 smálestir til. Þegar heimsstyrjöldin braust út 1914 höfðu Norðmenn að- eins kornbirgðir til nokkurra vikna. (NRP). Leikrit eftir Guðm. Kamban Khöfn í gær F.Ú. Konunglega leikhúsið hefir ákveðið að taka til leiks einhvern tírpa á næsta leikári leikritið „Komplekser", eftir Guðmund Kamban. Leikritið hefir- áður verið ieikið í danska útvarpið ... Frá 'frjettaritara vorum. Khöfn í gær. BRETAR eru byrjaðir mestu heræfingar, sem þeir hafa nokkru sinni haldið. Georg VI. Bretakonungur var í dag við- staddur mestu flotasýningú í sögu Bretlands, þar sem 133 herskip voru samankomin. Floti þessi fer nú til æf- inga í Norðursjónum. I raun og veru verður allur breski flotinn viðbúinn að leggja í orustu í næstu tvo mánuði. Það er eins og 1914, er Winston Churchill ljet búa flotann undir stríð nokk uru áður en til friðslita dró — til þess að vera við öllu búinn. VEIKASTI HLEKKURINN Bretar eru nö smátt og smátt að sigrast á mesta vandan- um í hervörnum þeirra —1 því, hve varnarlausir þeir þafa verið fyrir loftárásum. Þetta er talið hafa átt stóran þátt í því, hve Mr. Chamberlain var fús til þess að beygja sig í september í fyrra. 1 gær fór fram stórkostleg loftorusta ,yfir nágrenni Lupd- úna og tóku þátt í þppni 600 hraðfleygar sprengjuflugvjelar og 800 varnarflugvjelar. Var þetta einn þátturinn í loftvarna- æfingum Breta. 15 árásarflugvjelar komust inn yfir London. HRAKTAR Á FLÓTTA. Samkvæmt tilkýnningu flug- málaráðuneytisins voru gerðar 160 skyndiárásir á ýmsa staði og stöðvar við Thames-á og Thames-ár-mynni, og í grejfa- dæmunum Kent, Sussex og Surrey og við útjaðra suður- hluta Lundúnaborgar. Æfinga- loftárásir voru einnig gerðar á Portssouth. Flugvjelarnar, sem tóku þátt í þeim, voru hraktar á flótta af varnar-flugvjelum og skothríð loftvarnabyssa. ÞÚSUNDIR ÁHORFENDA. Mörg þúsund manna horfðu á það, er æfinga-orusta var háð í lofti yfir London árdegis í dag. Fimtán sprengjuflugvjelar vörpuðu út sprengjum, sem gefa á sjer hvítt ljós, í stað sprengi kúlna. Flugstjóri einnar sprengju- flugvjelarinnar skipaði undir mönnum sínum, fjórum talsins, að táka fallhlífar sínar og yarpa sjer útbyrðis, þar sem hann hefði ekki fult vald á flug- ,vjelinni. Þeir>lentu allir heilu cg höldnu. Flugstjóranum tókst litlu síðar að lenda, án þass hann sakaði. Við mynni skipaskui’ðarins, sem kendur er við Albert Belgíukon- ung, íijá ánni Maas, þefir verið reist 40 metra hátt minnismerki trm Albert Belgíukonung. Myndin var tekin er minnismerkið var af- hjúpað á dögunum. — Skipaskur^- nr þessi tengir saman borgirnar Liegv og Antwerpen. Ilefir tekið 10 ár að byggja skurðinn og hann héfir kostað tvo miljarði franka. Greinin, sem ekki fekk rúm í ,Tim0num‘ Herra ritstjóri! AA eð því að ritstj. Tímans hafir * x* ekki enn sjeð sjer fært, að birta eftirfarandi leiðrjettingu óskast liún birt í næsta tölublaði af blaði yðar: * Út af grein eftir J. J. í 80. tölu- blaði Tímans þ. 13. þ. m. með fyr- irsögninni „Tímarnir breytast og mennirnir með“, neyðist jeg til þess að fara fram á, að þjer, herra ritstjóri, látið birta í næsta tölu- blaði Tímáns leiðrjettingu þá, er hjer fer á eftir: I grein J. J. er því haldið fram, að jeg hafi látið Úfvegsbankann takast á hendur ábyrgð, gágnvart útlendu firma, á láni til iðnrekst- urs hjer á landi, en þegar til á- byrgðarinnar bafi átt að taka, þá hafi jeg ekki getað staðið við hana. Hjer er algerlega rangt frá skýrt. Jeg þykist vita við hvaða iðn- rekstur J. J. á, en bæði er, að jeg hefi aldrei og mun ekki, fyr en þá mjög tílneyddur, ræða op- inberlega viðskifti Utvegsbankans við skiftavini hans, og ennfremur hefir fyrirtækið, sem við er átt, sín aðalviðskifti við annan bauka, sem jeg lieldur ekk hygg að óski opinberra umræðua um málið. En 'ef stjórnendur þess banka skyldu æskja þeirra, mun jeg auðvitað ekki skorast undan þeim, þó mjer þætti leitt að þurfa að brjóta þá sjálfsögðu reglu, að stjórnendur banka ræði ekki opinberlega við- skifti einkafyrirtækja þeirra, er við þá skifta. I þessu máli hefi jeg engu að leyna, hvorki mín vegna nje Út- vegsbankans. Útvegsbankinn gat staðið við þessa ábyrgð, eins og líka stjórnendum hins þankans er kunnugt um. Öðru í grein ,T. ,T. hirði jeg ekki að svara. Reykjavík, 28. júlí 1939. Helgi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.