Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.1939, Blaðsíða 7
Föstudaginn 8. sept. 1939. 7 MORGUNBLAÐIÐ Götuumferðin breytti um svip Dað leyndi sjer ekki strax, er menn komu út á götur bæj- ■arins í gær, að svipur götuum- ferðarinnar var armar, en hann er vanur að vera. Svo mikið munaði am það, þegar einkabifreiðarnar ihurfu að mestu af götunum. Blaðið spurði lögreglustjóra um það í gær, hveruig menn hjeldu bílabannið fyrsta daginn. Þetta er ekki komið í lag enn- þá, sagði hann. Leyfiskortin, sem þeir bifreiðaeigendur eiga að fá, «r mega aka, eru ekki prentuð ennþá, og því liöfum við engin lianda mönnum. Beglugerðina bar «vo brátt að. Bn það kemst fljótt S lag. Þá fá þeir kort, sem gefur þeim leyfi til að fá bensín. Annars sýnist mjer, að svo að segja hver einasti maður hafi taf- arlaust hjýtt þessu stjórnarboði og hreyfi ekki bíla sína, nema, þeir, sem samkvæmt reglugerðinni mega aka. Og jtað eru, auk stöðvabif- íreiða, læknar, vörubílar heildsölu- verslana og iðnfyrirtækja. Vöru- bílar smásalanna eru stöðvaðir. ★ Ekki bar á öðru í gsgr, en menn alment gætu sætt sig við þetta bílabann. Það getur vitanlega kom- ið illa við marga. En það verður vafalaust margt sem menn verða að sætta sig við. „Vont er það, en verra verður það“ hafði maður einn að orðtæki. Það sannast senni- lega hjer. ★ EÍin tegund bílanotkunar hjer-í bæ, sejm , færst. hefir í vöxt síð- ustu vikur, er það, þegar menn leigja bíla til þess að aka í þeim erindisleysu frarn og aftur um ■göturnar. Slík bensíneyðsla og framferði er alveg óþolandi. Það eru bílastöðvarnar, eða bílstjórar á leigubifreiðum, sem verða að gríþa í taumana og neita að aka fólki í slíkt, þarflaust hringsól. Ekkert bar á slíkri umferð um Miðbæinn í gærkvöldi. En áður var það' daglegur viðburður að sjá halarófu af bílum á slíku göltri. T I W/ÆíM Sendisveinn kemur á lijóli niður brekkuna til vinstri. Þegar haná sjer bíl nr. 2, sem er á hægri ferð, herðir sendisveinninn á hjólinu til þess að komast yfir götuna á undan bílnum, en hann sjer ekki bíl nr. 1 fyr en of seint. Bíll nr. 1 beygir þá skarpt til vinstri, en forðar þó ekki samakstri vegna ferðar reiðhjólsins. BíU nr. 3 ekur upp á gangstjett til að forðast samakstur við bíl nr. 1. Qagbófc Atvinnu- og viðskiíta- íáð i Danmörku Dðnsku kennararnir FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU. hans og fjekk að stofna leik- fimisdeild við skólann. Það var árið 1914. Og nú er sú deild prðin að einum þektasta íþrótta- iskóla álfunnar. í Ollerup Folkehöjskole eru að meðaltali 140 nemendur, en stærsti lýðháskólinn í Dan- mörku er sem kunnugt er Askov Fölkehöjskole. En elsti lýðskóli Danmerkur var stofnaður í Rödding 1844, en síðar fluttur til Askov. Alls eru í Danmörku 65 lýðháskólar og um 20 land- búnaðarskólar. Hafa skólar þessir með sjer fjelagsskap og innan hans er efnt til slíkra mójta og kynnisferða, til ýmsra landa 5. hvert ár. — 1 þetta sinn hefir ísland orðið fyrir valinu, sagði Bæk- höj, og er mjer óhætt að segja, að við erum öll ánægð með komuna hingað. Við höfum á margan hátt haft gagn og gaman af dvölinni hjer og fyrir lestrarnir að Laugarvatni voru mjög fróðlegir. Jeg þarf ekki að minnast á það, bætti hann við að lokum, að náttúra landsins hreif okkur. Það er víst marg kveðin vísa hjá ykk- ur. jerstakt atvinnu og við- skiftaráð hefir verið sett á laggirnar í Danmörku, skipað 40 mönnum og eru það fulltrú- ar frá þinginu og hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Formaður ráðsins er Friis- Skotte, samgöngumálaráðherra og varaformaður Jespersen, skrifstofustjóri. Ráð þetta hefir svipað hlut- verk með höndum og nefnd sú, sem starfaði í síðustu heims- styrjöld. Þá á að starfa í mjög náinni samvinnu við ríkisstjórn- 5na. (Sendiherrafrjett). Valur vann III. fl. mótið., er lauk í fyrradag. Þá keptu Vík- ingur og Fram og vann Fram með 2:0, og Valur og K. R. og vann Valur, einnig með 2:0. Stigatala fjelagapna er þannig eftir mótið Valur 11 stig. K. R. 8, Fram 3 og Víkingur 2 stig. ÁVARP AGHA KHAN London í gær F.Ú. Agha Khan, sem 10 miljónir Múhameðsmanna í Asíu og Afríku líta upp til sem leið- toga síns í trúarlegum efnum sem öðrum, hefir skorað á alla fylgismenn sína, að styðja Breta í hvívetna. Agha Khan hefir fyrirskip- að, að boðskapur hans skuli lesinn daglega á eftir venju- legum bænalestri og eins skuli hann birtur í blöðunum. ★ I gærkveldi var lýst yfir því að Suður-Afríku-ríkjasamband io hefði lýst yfir styrjöld hendur Þýskalandi. Irak hefir slitið stjórnmála sambandi við Þýskaland og þýska sendiherranum hefir verið afhent vegabrjef hans. I. O. O.F. 1 = 120988V2 = Veðurútlit í Rvik í dag: SA- gola eða kaldi. Dálítil rigning. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Garðastræti 4. Sími 2415. Næturvörður er þessa viku í Reykjavikur Apóteki og Lyfja- búðinni Iðunn. Brautarholtskirkja. Messað verð- ur næstk. sunnudag, 10. sept., kl. 13. (Barnaguðsþjónusta). Síra Ilálfdan Jlelgason. Níræð var í gær frú Jónína Halldórsdóttir að Ekru í Neskaup- stað. Hún er alsystir Guðnýjar, konu Benedikts heitins á Auðn- um og móður Unnar skáldkonu Bjarklind í Reykjavík. Frú Jón- ína giftist Einari Jónssýni, sem lengi var hreppstjóri í Norðfirði. Er hann dáinn fyrir mörgum ár- um. Frú Jónína er furðu hress, fylgist með öllu, sem gerist, og hefir lestrarsjón, en heyrninni er áfátt orðið. Hún er hjá sonum sínuni og tengdadótfur. (FÚ.). Eimskip tilkynnir: Vátrygging á skipshöfn ,,Selfoss“ er nú kom- in í lag, ög íiiun skipið fara frá Leitli strax þegar búið er að ferma það. Von er um, að mjög fljótlega komist í lag með trygg- ingar fyrir skipshafnir á hinum skipunum. Togarinn Haukanes kom til Hafnarfjarðar af síldveiðum í gær. í Hafnarfirði hefir orðið nokk- uð síldarvart undanfarna daga, og gera Hafnfirðingar sjer vonir um að þetta sje byrjun meiri síld- veiði. Nokkrir bátar hafa lagt út net sín og fengið dágóða veiði. •Um tuttugu af hinum dönsku landbúnaðar- og lýðháskólakenn- urum fóru lijeðan heimleiðis með e.s. Lyra í gær, en hinir fara með ,Drotningunni“ næst. Alls voru kennararnir, sem hingað kpmu, 60 talsins, konur og karlmenn. Síðan fyrirlestravikunni að Laugarvatni lavrk, hafa margir kennaranna far- ið norður og aðrir ferðast um Borgarfjörð og í nágrenni Reykja víkur. Ferðin norður tók fimm daga, og var Hallgrímur Jónasson kennari fararstjóri í förinni, sem þótti hin skemtilegasta. Var farið alla leið austur að Mývatni. Konur, er dvalið hafa að Laug- arvatni á vegum Mæðrastyrks- nefndar, hafa beðið Morgunblaðið fyrir eftirfarandi: Við, sem nut- um þess að dvelja á Laugafvatni vikuna 29. ágúst til 6. sept., fær um Mæðrastyrksnefnd okkar inni legustu þakkir fyrir allan þann velvilja, sem hún sýndi okkur einn og annan hátt. Guð blessi konur þær, er í nefudinni starfa og störf þeirra, og launi þeim af náð sinni, er þeim liggur mest á G. Ó. Merkjasölu hefir Hjálpræðisher inn í dag og á morgun. Lúðra sveit, Hersins leikur á Lækjartorgi kl. 9 í kvöld. Höfnin. Max Pemberton kom af veiðum í gær og Helgafell með upsa til flökunar og herslu. Þá voru og væntanlegir heim af síld- véiðuni Kári og Tryggvi gamli. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 19.30 Illjómplötur; Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.20 Illjómplötur: Göngulög. 20.30 íþróttaþáttur. 20.40 Strok-kvartett útvarpsins leikur. 21.05 Ilíjómplötur: a) Lög leikin á havaja-gítar. b) 21.30 Harmóníkulög. Tilkynning írá húsaleigunefnd ti! fasteignaeigenda og leigutaka i Reykjavík. Samkvæmt 7. gr. laga um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi, er á tímabilinu frá gildistöku laganna til 14. maí 1940 óheimilt að hækka leigu eftir hús og aðrar fasteignir frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lögin tóku gildi. Ennfremur er leigusala óheimilt á þessu tímabili að segja upp húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vanda- menn sína. Ágreining, sem rísa kann út af því, hvort ákvæðum þessum sje fylgt, skal leggja fyrir húsaleigunefnd. Þá er skylt að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþyktar alla leigumála, sem gerðir eru eftir að lögin gengu í gildi. Ennfremur ber að láta nefndina meta leigu fyrir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni í Hegningarhúsinu á hverjum mánudegi og mið- vikudegi kl. 5—7 síðdegis. Nefndinni sje látið í tje samrit eða eftirrit leigusamninga, er komið er með til samþyktar. Reykjavík, 6. sept. 1939. HÚSALEIGUNEFND. Hinar vinsælu hraðferðir Sleindórs til Akureyrar um Akranes eru: FRÁ REYKJAVÍK: Alla mánud., miðvikud., föstud. og sunnud. FRÁ AKUREYRI: Alla mánud., fimtud., laugard. og sunnud. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðferðir eru um Akranes. Sími 1580 Steindór KJöttuiiour Útvegum kjöttunnur, heilar og hálfar. Eggert Rristjánsson & Co.b.f. Morgunbfaðið með moTgunkaffinu Hið íslenska Fornritaf jelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.