Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1939, Blaðsíða 3
I>riðjudagiir 12. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Viðureignin á hafinu Þjóðverjar svara Breíum - Frá frjettaritara voruvi. Khöfn í gær. Utaf tilkynningu bresku stjórnarinnar um eft- irlit með siglingum til landa, þar sem er greið ur aðgangur til Þýskalands, og það eftirlit nái til hlutlausra þjóða, segja þýsk blöð í dag, að þessar ráðstafanir og aðgerðir Breta sjeu brot á settum reglum og þjóðarjetti. En úr því Bretar taki upp þessa aðferð geri Þjóðverjar sllkt Mð sama. Þýska stjórnin muni gefa út yfirlýsingu um það hvað hún telji bannvörur til Bretlands. Muni Þjóðverjar síðan fylgja því eftir af öllum mætti að hindra það, að þær vörur, og þar með eru matvörur, komist til Bretlands, hvort heldur er í skipum hlutlausra þjóða eða ekki. TVÖ BRESK ^SKIP FARAST Breska f 1 o tamá lar á ð uneytið tilkynnir í dag, að tvö bresk skip hafi farist. Fjöldi bað- gesta sáu í dag, er skipið Mag- dupor sökk 5 mílur undan Bret- landsströndum. Byggingar á ströndinni ljeku á reiðiskjálfi, ver skipið sprakk í loft upp. — Nokkur.skip, sem nálæg voru fóru til aðstoðar. 70 menn af skipshöfninni hafa verið fluttir á land í björgunai-bátum. Á skipinu voru 80 til 90 manna. Olíuskipið „Regent Tiger“ hefir einnig verið sökt, en öllum farþegum og skipverjum var bjargað. (FÚ). í Kaupmannahafnarfregn seg- ir, að þýskur tundurspillir hafi rekist á þýskt tundurdufl fyrir sunnan Eyrarsund. — Sprakk tundurspillirinn í loft upp. Sást greinilega er þetta vildi til, bæði frá Trálleborg í Svíþjóð og af sænsku skipi. Hið sænska skip gat ekki farið á vettvang, enda var þar kominn þýskur togari, sem mun hafa bjargað nokkrum sjóliðanna, er á tund- urspillinum voru, eh 10 sjöliðar munu hafa farisL Breski og franski flotinn hafa lagt tundurduflum í Erm- arsundi og Norðursjó, á vissum svæðum, og könnunarflugferð- um er haldið áfram. FÚ. Siglingar hlut- lausra þjóða Eftirlitsstöðvar Breta Samkvæmt tilkynningu, sem íslenska stjórnin hefir fengið, hefir stjórn Breta komið á eftir- liti með siglingum hlutlausra þjóða, í því augnamiði, að koma í veg fyrir, að ófriðar-bannvörur komist í hendur; óvina Bretlands í styrjöldinni. Til þess að gera eftirlitið auðveldara hafa Bretar komið á fót nokkrum eftirlitsstöðvum, og er skipum hlutlausra þjóða ráðlagt að koma þar við af sjálfsdáðum, því að það muui greiða fyrir ferðum skipanna. Ein slík eftirlitsstöð er í Kirkwall á Shetlandseyjum (Iljalt- landi), em þar urðu íslensk skip að koma til eftirlits í síðasta ófriði. Veiddu 180 marsvín ■4 Q r\ nfarsvín voru á sunnu 1 ^ daginn rekin á land undan Hvammi á Barðaströnd, skamt fyrir innan Haga, sum geysistór. Marsvínin tóku niðri í sandi, sem er á þeim slóðum, og busl- uðu svo mikið, að þau grófust í sandinn og komust ekki út aftur. Voru þau síðan lögð FÚ í tilkynningu íslensku stjórnar- innar um eftirlit þetta segir svo: Samkvœmt tilkynningu frá danska sendiráðinu í ’London og breska aðal-1 konsúlatinu í Reykjavík, hefir breska ríkisstjómin tilkynt þá ætlun sína að reyna að tálma s'em minst hlutlausa verslun í ófriði þeim, sem Stóra-Bret- I,and á nú í eftir því sem slíkt er sain- rýmanlegt þeirri ákvörðun hennar að koma í veg fyrir að ófriðar-bannvörur (contraband) komist í hendur hendur óvina Stóra-'Bretlands. Breska ríkis- stjórnin telur sig verða að beita að fullu rjettindum sínum sem ófriðarað- ili, en jafnframt tjáir hún sig reiðuúna til þess að taka til vinsamlegrar at- jhugutíar \tillögur frá ríkisstjórnlum ■hlutlausra landa, sem miða að því, að auðvelda verslun þeirra sem gerð er í góðri trú (bona fide). Til þess að ná þessu takmarki sínu hefir breska ríkisstjórnin komið á fót eftirlitsstöðvum með ófriðarhannvöru FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Gaskolaskipið kemur! Samkvæmt skeytum, er firmanu Johnson & Kaaber bárust í gærkvöldi, verður byrjað í dag að ferma gaskolaskipið í Englandi. Er búist við að skipið verði til- búið að sigla af stað frá Eng- landi annað kvöld. Ólafur Johnson kaupmaður er staddur í Hull. Hefir hann unnið að því þar að fá kola farminn lausan hingað. Þar koma gaskol, sem nægja hjer í 16 mánuði. Allur útflutning- ur undir eftiriiti nefndar Bráðabirgðalög í dag T dag verða gefin út bráða- A birgðalög um útflutn- ingsverslunina. Eru lög þessi sett vegna þess, að vegna þess ástands, sem nú er orðið, þj-kir óumflýjanlegt að rík- isstjórnin hafi hönd í bagga með öllum útflutningi frá landinu, fyr- ir hvaða vere^ va'ran er seld, og til hvaða lands hún er seld. I bráðabirgðalögum þessum verður áltveðið, að ekkert megi flytja út, nema með leyfi ríkis- stjórnarinnar. Ennfremur er þar ákveðið, að öll útflutningsleyfi, sem gefin hafa verið, sjeu upp- hafin. I þriðja lagi er ríkisstjórninni heimilt samkvæmt lögum þessum að banna öðrum að flytja lit vör- ur, en þeim, er hafa til þess lög- gildingu. Nefnd verður skipuð til þess að hafa umsjón með útflutningnum. Verða í henni 3 menn eða 5. Nefnd þessi verður skipuð í clag eða á morgun. Úr garði Aðalsteins Andrjesson ar í Gróðrarstöðinni kom nýlega upp kartafla, er vóg 510 grömin. Engin bræðslu- síld yfir helgina Engin síld barst til ríkisverk- smiðjanna yfir helgina. Á láugardagskvðld varð síldar- vart fyrir austan og fengu 3 skip dágóð köst. í gærmorgun frjett- ist frá tveimur skipum, er feng- ið höfðu snurpusíld vestur á Húna flóa. Á laugardag voru saltaðar á Siglufirði 496 tunnur og 1388 tn. á sunnudag, alt úr reknetum. Engin blóm! T^yrirskipun var gefin um það í Berlín í dag, að enginn mætti kasta blómum til Hitlers meðan hann er á eftirlitsferð sinni á vígstöðvunum í Póllandi. Ef einhver vilji gefa lionum blóm, ber mönnum að afhenda þau ein- Ihverjuiú úr einkavarðsveit Hitlers. Eigendur matjessíldar heimta frjáisa sðlu Megn óánægja yfir gerð- um Síldarútvegsnefndar MIKIL og megn óánægja hefir ríkt meðal út- gerðarmanna og sjómanna á Norðurlandi í sumar, vegna þess hve Síldarútvegsnefnd hefir haldið lágu verðinu á fersksíldinni. í býrjun ágústmánaðar var verðið; á fnllverkaðri síld það háttr áð það svaraði til 5—8 kr. verðhækkunar á fersksíldinni, Og þanu 18. ágúst höfðu margir seltl saltsíld fjuir verð, er svaraði til 10 kr. hækkunar á fersksíldinni. Breytingar á ferðum Strætisvagna Vegna ráðstafana ríkisstjórn- arinnar um sparnað á ben- gíni/, hefir verið Ifækkað og breytt ferðum strætisvagnanna. Helstu breytingarnar eru þess- ar: Landspítalavagninn fer fram- vegis á hálftíma fresti af torg- jnu, ekur upp Skólavörðustíg og Freyjugötu, og fer ekki lengur suður að Pólum. Sundlaugavagninn hættir ferðum, en farþegar þangað fara með Klepþsvagninum. Skerjafjarðarvagninn fer framvegis á i/o' tíma fresti, hættir að fara á (4 tíma og snýr við á horni Þvervegar og Shellvegar. Vagninn, sem farið hefir til Stúdentagarðs og um Túngötu, hættir ferðum. Seltjarnarnesvagninn fer að- eins heiltímaferðir fyrir hádegi og eftir kl. 9 á kvöldin, en hálf tímaferðir þess í milli, og fer laldrei lengra en að Mýrarhúsa- skóla. Lögbergsferðir verða aðeins 4 á dag í þessum mánuði, og leggjast sennilega niður við mánaðamót. í blaðinu í dag er birt hin nýa áætlun Strætisvagnanna. — Fólk ætti að klippa hana úr blaðinu og geyma sjer til minn- is. |SaH!iski stollð úr stafla Aðfaranótt susnnudags var stolið nokkru af saltfiski úr stafla á reitunum við Vatnsgeym- inn. Kveldúlfur átti sem stolið var úr. Mun hafa ver- ið stolið á að gisak 50—100 pund- um. En þjófurinn befir ekki látið sjer nægja fiskinn, heldur tók hann einnig alla yfirbreiðsluna, stærðar segl, sem var merkt Kveldúlfi. Lögreglan hefir málið til rann- sóknar. Þrátt fyrir alt þetta hjelt Síldarútvegsnefnd verðinu á fersksíldinni niðxú, og það enda þótt að ákvæði sje í ýmsum fyr- irframsamningum, sem segir, að menn sju bundnir við lágmarks-i verð nefndarinnar á hverjum tíma. Það er fyrst nú, þegar síldveiðinni er að verða lokið, að nefndin rýkur til og hækkar lágmarksverðið á fersksíldinni um 5 kr. Þegar Síldarútvegsnefnd loks, eftir dúk og disk, auglýsir þessa óverulegu hækkun á fersksíldinni, samsvarar veröið á fullverkaðri síld 20 kr. verði á fersksíldartunnu. En þessl óverulega hækkun, 5 kr., kem-i ur útgerðarmönnum og sjó- mönnum að litlu gagni, þar sem, síldveiðin er að verða búin. Saltsíldareigendur hjeldu fund á Siglufirði í gærkvöldi. Þar var einróma samþykt Svö- hljóðandi ályktun: „Almennur fundur síldareig- enda, haldinn á Siglufirði 11. sept. 1939, samþykkir að skora á Síldarútvegsnefnd að segja upp samningum um sölu á mat-í jessíld, sem nefndin hefir gert við Ameríku, Pólland og Þýskaland, vegna þess ástands^ sem skollið hefir á við yfir-; standandi ófrið. Enn fremur skorar fundurinn á Síldarút- vegsnefnd að gefa alla matjes- síldarsölu frjálsa og leyfá hverjum einum að selja sína síld. Kýs fundui'inn þriggja manna nefnd, til þess að í’æða þetta mál við Síldai’útvegsnefnd og gera aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kynnu að reynast, til þess að fá málinu framgengt“. Fundui'inn kaus þá Ingvar Guðjónsson, Steindór Hjaltalín og Ingvar Vilhjálmsson í nefnd- ina, og gaf þeim fult umboð til þess að gera alt, sem talið yrði nauðsynlegt til að fá framgengt því, er í ályktuninni felst. enga matjessíld til sölu í Anxeríki fiskStaflann, j Póllandi eða Þýskalandi, fyr e j nefndin hefði lokið störfum, e? i gefið leyfi til sölu. Þegar formaður Síldartitveg 1 nefndai’, Finnur Jónsson heyrði s til stæði að halda þenna funi varð honum svo bilt við, að han rauk til að auglýsa 5 kr. hækkui ina á fersksíldinni. Gaf hann sje ekki tíma til að kveðja all nefndai’menn á fund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.