Morgunblaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1939, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Islendingar efstir í 2. flokki á skákmótinu í Buenos Aires Unnu forseta- bikarinn ISLENSKU SKÁKMENNIRNIR urðu efstir í kepninni í öðrum flokki á skákmótinu í Argen- tínu og unnu þar með bikar, sem forseti Argen- tínu gaf sjerstaklega til þess að keppa um í þessum flokki. Skákmennirnir, sem borið hafa uppi merki íslenclinga, sjálfum sjer og þjóðinni til sóma, eru: Baldur Möller, Ás- mundur Ásgeirsson, Jón Guðmundsson, Einar Þorvaldsson og Guðmundur Arnlaugsson. Skákmótið liófst 23. ág'úst o«' tóku þátt í því 27 þjóðir. Keptu þær fyrst í fjörum flokkum, sjö í hverjum flokki, iiema sex í einum, og þær þjóðir, sem efstar voru í liverjum flökki keptu síðan til úr- slita sín á milli. Hinar þjóðirnar, sem ekki komust í úrslit, í aðalkepninni, keptu síðan sín á milli um hinn svokallaða forsetabikar (Argentínubikar), sem Islendingar hafa nú unnið. Um bikarinn keptu, auk Islendinga, Paraguay, Guatemala, Bolivíumenn, Ecuador, írar, Norðmenn, Búlg- arir, Perú, Uruguay og Kanada. í síðustu (10.) umferðinni keptu íslendingar við Kanadamenn, og urðu úrslitin þau, að íslendingar unnu með 21/) gegn 1 Vfc. Baldur Möller gerði jafntefli á fyrsta borði. Asmundur Ásgeirsson tapaði á öðru borði. Jón Guðmundsson vann á þriðja borði. Einar Þorvaldsson vann á fjórða borði. í kepninni hafa .úrslitin orðið þau, að íslendingar fengu 28 punkta í 40 tefldum skákum, eða nákvæmlega 70%. Þeir fengu 25 vinninga, 6 jafntefli og 9 töp. Islendingar unnu gegn 8 þjóð- um, en við tvær þjóðir varð jafnt, en ekki töpuðu þeir fyrir neinni þjóðinni. Þessir 28 punktar skiftast þannig: Baldur Möller 3'/2 í 9 skákum, eða 38.87%. Ásmundur Ásgeirsson S1/^ í 9 skákum, eða 61.11%. Jón Guðmundsson 10 í 10 skák- um, eða 100%. Einar Þorvaldsson 2% í 5 skák- um, eða 50%. Guðmundur Arnlaugsson 5% í 7 skákum, eða 78.57%. Á öllu skákþinginu (einuig fyrri hlutanum) urðu vinningar Islendinganna sem hjer segir: Baldur Möller 8 punkta í 15 skákum, eða 53.33%. Ásmundur Ásgeirsson 9% í 15 skákum, eða 63.33%. Jón Guðmundsson 11 í 13 skák- um, eða 84.62%. Einar Þorvaldsson 5 í 11 skák- um, eða 45.46%. Guðmundur Arnlaugsson 7% í 10 skákum, eða 75%. Á öllu skákþinginu hafa íslend- ingar því teflt 64 skákir. I þess- um 64 skákum fengu Islendingár 41 punkt, eða 64.06%. Verður tekin upp skömtun á veit- ingahúsum? Uthlutunarnefnd Reykjavíkur- bæjar hefir verið falið að athuga hvort veitingahúsum í bæn- um skuli verða leyft að selja ótak- markað matvæli, kaffi o. þ. h. ir.eðan á stríðinu stendur. Engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar í þessu máli, að því er dr. Björn Björnsson forstjóri úthlutunarskrifstofunnar sagði blaðinu frá í gær. Dr. Björn sagði, að gert væri ráð fyrir að þeir'.menn, sem væru í fastafæði hjá veitingahúsunum, ættu að afheuda þeim skömtunar- seðla sína. En þess utan væri fjöldi manns, aðkomumenn og aðrir, sem kæmu aðeins á veitingahús til að kaupa sjer mat dag og dag. Þá þyrfti og að taka til athugunar kaffiveitingar. Nefndin mun einhvern næstu daga taka þessi mál til meðferðar. Skömtunarskrifstofa ríkisins hafði þetta mál til ineðferðar, en með brevtingu á reglugerð uru úthlut- un matvæla, heyrir það nú undir úthiutunarnefnd bæjarins að ráða fram úr því. Hefir verið leitað upplýsinga um hvernig skömtun til veitingahúsa væri háttað í Nor- egi og verður sjálfsagt reynsla (Norðmanna að einhverju leyti höfð til fyrirmyndar. Kaffidrykkja á skrifstofum. Úthlutunarnefnd Reykjavíkur- bæjar hefir borist fjÖlda margar beiðnir frá skrifstofuum og stofn- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Tveir hinna særðu Þjóðverja af kafbátnum, um borð í tollbátnum Fremst á myndinni sjest þýski liðsforinginn, aftast í bátnum ræðis- maður Þjóðverja og lengst til hægri á m.yndinni slasaður kafbátsmað- ur með hendina í fatla. Þýskur kafbátur á Reykjavíkurhöfn, skil- ur eftir slasaðan mann PÝSKUR KAFBÁTUR kom hingað á ytri höfn- ina í gærmorgun laust fyrir klukkan 9. í bátnum voru þrír slasaðir menn, og einn svo alvarlega, að flytja varð hann á sjúkrahús. Kafbáturinn fór hjeðan aftur um 12 leytið. Koma þessa þýska kafbáts vakti forvitni margra og eftir- tekt, því samkvæmt lögum Iandsins er kafbátum ekki leyfi- legt að leita til íslenskra hafna á ófriðartímum nema þeir hafi orðið fyrir sjóskaða, eða sjeu að flýja undan ofviðri. Eimskip sendir skiptil NewYork imskipafjelag íslands gaf út svohljóðandi tilkvnningu í gær: Ákveðið hefir verið að iáta eitf af skipum fjelagsins fara til New York í þessum mánuði. BÞottfar- ardagur er ekki ákveðinn ennþá, en verður auglýstur síðar. Gaskolaskipið komið Kolaskipið, sem von var á með farm til Gasstöðvarinnar, kom hingað í gærmorgun. Kolin eru, eins og áður hefir verið frá skýrt, frá Englandi. Skipið, sem kemur með kolin hingað, er danskt. Var það lán okkar að skip þetta skyldi liggja í Englandi þegar stríðið braust iit, því ella er óvíst að nokkurt skip hefði fengist, að minsta kosti í bili, til að flytja gaskolin hingað. Jón Sigurðsson, 1. vjelstjóri á togaranum Garðari frá Ilafnar- firði, verður 40 ára 23. þ. m. Hann er búinn að vera við vjelagæslu í 20 ár, og samfleytt í 14 ár vjel- stjóri hjá sama útgerðarfjelagi. Tollþjónar og hjeraðslæknir fóru um borð í kafbátinn og einnig kom ræðismaður Þjóð- verja hjer í bæ á vettvang. Með tollbátnum komu að bryggju þrír kafbátsmenn. All- ir særðir, en þó einn mest. Var sá með hendi í fatla og var aug- sýnilega fárveikur, þó hann harkaði af sjer. Var hann svo illa haldinn, að hann þoldi illa að vjel tollbátsins væri í gangi. Annar maður var einnig með hendi 1 fatla, en var ekki eins þjáður að sjá, því hann gat not- að hendina. Sá þriðji var með einkennishúfu sjóliðsforingja og sást ekkert á honum nema plástur á andliti. Áverka þessa kváðust menn- irnir hafa fengið í sjógangi um horð í kafbátnum. Töluverður tími fór í að at- huga hvort menn þessir skyldu fá hjer landgönguleyfi, en loks um klukkan 11V2 gaf stjórnar- ráðið út þann úrskurð, að leyft skyldi að flytja þann mann, er þurfti á sjúkrahúsvist í land, en hinir ættu að hverfa um borð í kafbátinn. Það fylgdi úrskurð- inum að maður þessi ætti ekki afturkvæmt úr landi á meðan a ófriðnum stæði. Einar Arnalds, fulltrúi lög- reglustjóra, lögregluþjónn og follþjónar fóru út að kafbátnum með hina tvo Þjóðverjana, sem áttu að fara um borð til þess að ganga úr skugga um að alt FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hslstu mat- vælabirgðir Reykvikinga Talningu á matvælabirgðum þeim, sem almenningur á að gefa upp, er nú lokið hjer í bæ. Samkvæmt talningunni voru birgðir heimila sem hjer segir: Kaffi 1935 kg., sykur 28.963 kg., hveiti 40.633 kg., rúgmjöl 9832 kg., haframjöl 13.759 kg., og aðrar kornvörur 8414 kg. Birgðir af kolum námu 2622 smálestum og 38 smál. af koksi. Eftir því sem næst verður komist eru heildarbirgðir af framangreinduiri matvörum hjer í bænum þessar (talið í smá- lestum): Kaffi 123 smál., syk- ur 1S4 smál., hveiti ca. 560 smál., rúgmjöl 642 smál. (þar af munu verslanir úti á landi eiga allverulegan hluta), hafra- mjöl 146 smál., aðrar kornvör- ur 81 smálest. Til sairanburðar má geta þess, að samkvæmt verslunarskýrsl- um síðustu ára hefir innflutn- ingur á kaffi numið 6.5 kg. á mann á ári. Má því áætla, að kaffineyslan hjer í bæ nemi um 250 smálestum. — (Núverandi birgðir 123 smáh). Sykurneyslan hefir numið um 45 kg. á mann á ári, og eftir því ætti neyslan hjer í bæ að neira ca. 1700 smál. á ári. — (Birgðir 194 smál.). Af ofanrituðu má sjá, að birgðirnar af kaffi og sykri, og þó sjerstaklega sykri, eru mjög takmarkaðar, og því nauðsyn- legt að almenningur gæti hins ítrasta sparnaðar. Saltsíldin 80 þús. tn. minni en i fyrra Um síðustu helgi var búið að salta á öllu landinu 243.927 tunnur af síld. Á sama tíœa í fyrra var saltsíldaraflinn 325.337 tn. og í hitteðfyrra 206.147 tunnur. Vantar því rúmlega 80 þúsund tunnur upp á að sama saltsíldar- magn sje nú og á sama tíma í fyrra. Bræðslusíldaraflinn var um síð- ustu helgi 1.159.998 liektólítrar, í fyrra 1.523.704 hl. og í hitteðfyrra 2.165.640 hektólítrar. Rekuetaveiði heldur áfram fvrir Norðurlandi- og er einnig stunduð hjer í Faxaflóa eins og Morgun- blaðið1 hefir skýrt frá. Vjelbáturinn „Kristinn" frá Húsavík, sem farið var að leita að á mánudag, kom fram í fyrra- kvöld. Hafði báturinn orðið fyrir vjelarbilun. Var það færeyskt skip, sem dró „Kristinn“ til hafrt- ar í Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.