Morgunblaðið - 02.12.1939, Síða 7

Morgunblaðið - 02.12.1939, Síða 7
Laugardagur 2. des. 1939. 7 Heimdallarfundurinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. drotna. Hinum væri búið að slátra. í baráttu sinni fyrir hinni kommúnistisku drotnunarstefnu hefðu forráðamenn Rússlands haft stoð af flugumönnum í öll- um löndum. Þeim hefði verið skipað að varpa yfir sig hjúp þjóðernis og ættjarðarástar. Hjer á ffslandi hefðum við glögg dæmi þessa, þar sem kommúnistar væru að hampa nafni Jóns Sigurðssonar. Þeir þættust líka ætla að gefa út minningarrit árið 1943, til minn-. ingar um frelsisbaráttu íslend- inga. Og þeir boðuðu fullveld- ishátíð í kvöld. Alt væri þetta blekking, gert til þess eins, að afla sjer fylg- is. Til væru þeir menn, sem hefðu álitið það orðatiltæki ein, er sagt væri, að kommún- istum hjer væri stjórnað frá . Moskva. En atburðir síðustu daga sönnuðu betur en nokkuð . annað, að tal kommúnista um þjóðrækni og ættjarðarást væri blekking. Moskvaskeytin sönn- uðu þetta. Þau væru send gefins frá Moskva, til þess að halda hjer uppi áróðursstarfsemi fyr- ri stefnu kommúnista. Áminn- ingin, sem Benjamín Eiríkssyni var gefin á dögunum fyrir aga- brot, sannaði þetta einnig. Hvað hafði hann unnið til sak- ar? Hann hafði látið í ljós skoð- un á utanríkismálastefnu Rússa gagnstætt einvaldsherrunúm í Moskva. Fyrir þetta fekk hann áminningu. Hvaða hagsmunir voru það, sem kommúnistar báru hjer fyrir brjósti? Voru það hagsmunir íslenskra verka- manna, eða hins rússneska stór- veldis? Loks sannar þetta fram- koma kommúnista gagnvart Finnlandi undanfarið. Þar hafa kommúnistar tekið upp vörn- ina fyrir úlfinn gegn lambinu. Svik kommúnista værítvöföld. IÞeir svikju hina íslensku þjóð -og þeir svikju þá hugsjón, að koma á alræði öreiganna. Þeir berðust aðeins fyrir alræði rúss- neska herveldisins. I skjóli þess væru þeir rólegir og þættust ekki hafa þörf fyrir áróðurs- starfsemi innanlands. Þeirra von væri nú, iað rússneski herinn komi með vorinu og hirði okk- ur. Að lokum talaði Gunnar Thor oddsen lögfræðingur. Hann sagði m. a.: Kommúnistar eru yfirlýstir byltingamenn. Þeir hefðu þessvegna skilist frá sósí- aldemokrötum, sem vildu fara þingræðisleiðina. Til sönnunar máli sínu las G. Th. upp kafla úr skrifum forsprakka komm- únista hjer, fyr og síðar. f verkunum hefðu þeir og sýnt nfbeldið, sbr. 9. nóv. 1932. Síðar hefði svo verið söðlað um og upp tekin lýðræðisgrím- an. Kjörorðið var nú: Samfylk- ing allra lýðræðisflokka gegn stríði og fasisma. Þetta var her- ópið í öllum löndum heims. Und ir forystu Rússlands áttu allar smáþjóðir að sameinast gegn ofbeldinu. Sumir voru farnir að trúa á þetta heróp, hjeldu að hjer væru straumhvörf, að kommún- istar væru fallnir frá byltinga- stefnunni og komnir á grund- völl lýðræðis og friðar. En svo gerðust tíðindin miklu, á þessu ári, er Rússar gerðu bandalag við fasismann og stríð ið. Nú voru þeir orðnir með fas- isma og stríði. Og þeir sýndu þetta í verki; rjeðust að baki Pólverjum og nú síðustu dagana kemur hin grimma árás á Finn- land. En stafar okkur þá nokkur hætta af kommúnistum hjer? Já, v.issulega. f öllum sínum verkum hafa kommúnistar sýnt, að þeir búa undir byltingaá- formum. Og hættan væri ekki aðeins inn á við. Hún væri einn- ig út á við. Þar sætu kommún- istar altaf á svikráðum gegn þjóðinni. Þess vegna yrði öll þjóðin að sameinast í því, að uppræta kommúnista úr þjóðlífi íslend- inga. ÁVÖRPIN 1. DES. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU sundrandi kraftar ofbeldisins eru bönd málsins og sögunnar er sam- an tengja. Af liálfu íslands er oft og kröftuglega uni það vitnað, hvers virði það er fyrir ysta vörð norrænnar, menningar í Atlants- hafi, að varðveita og efla sam- bandið við hin Norðurlöndin. En jafn mikiis virði er það oss í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð að halda fast og óbrigð- ult við samstöðuna með því fs- landi sem annarsvegar er hrein- asti fulltrúi hinnar fornu uorrænu menningar og se'm, hinsyegar með hinni merkilegu þróun sinni er mikilsverður meðlimur í ríkja- fylkingu vorri. Á fullveldisdegi íslands sendir Svíþjóð lilýjar kveðjttr vorri íslensku bræðraþjóð. Frá Christmas Möller fyrv. formanni Ihalds- flokksins danska. Aldrei hafa sennilega hugsanir Norðurlandaþjóðanna snúist eins mikid um hag hver annarar og á þessum erfiðu tímum. Það má á- reiðanlega segja það með vissu, og er það sannarlega gott, að hin einstaka þjóð hugsar ekki aðeins uim' sjálfa sig heldur einnig u'.m örlög frændþjóðanna. Á fullveld- isdegi íslands sendir Danmörk vinsamlegar kveðjur í aðdáun á öllu því starfi sem íslenska þjóð- in hefir leyst af hendi á því 21 ári sem liðið er síðan 1918. Að sjá landið, starfsemi fólksins og athafnir og að kynnast því, sem upp hefir verið bygt á íslandi á þessum tíma, er sýnikensla í því hvers virði sjálfstæðið er þjóðun- um. Yið þessar kveðjur bætir danska þjóðin hugheihim óskum um, að ísland og íslenska þjóðin megi, ásamrt öðruimi Norðurlauda- þjóðum, komast giftusamlega frá erfiðleikum yfirstandandi tíma og leysa þau hlutverk sem vjer hyggj- um að Norðurlandaþjóðirnar ,eigi fyrir höndum þann dag sem upp- byggingarstarfið í heiminum getur byrjað. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? MORGUNBLAÐIÐ Qagbófc □ Edda 59391257—1. Veðurútlit í Rvík í dag: NV- eða V-kaldi. Snjókoma með köfl- um. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Lægðarmiðja yfir Islandi og veð- urlag mjög breytilegt. Suðvestan . lands er Y-átt með 4 ,st. hita og rigningu, en nyrst á Vestfjörðuim, er NA-hvassviðri og snjókoma. Lægðin mun hreyfast NA yfir landið í nótt. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Hrefnugötu 5. Sími 3003. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Messur í Dómkirkjunni á morg- un: Kl. 11, síra Friðrik Hallgríms- son. Kl. 5, síra Bjarni Jónsson. Messað í Fríkirkjunni á morg- un kl. 2; barnaguðsþjónusta kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Messað í Laugarnesskóla á morgun kl. 2, síra Garðar Svav- arsson. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skóla á morgun kl. 10 árd. LandakotskSrkja. Lágmessur kl. 6y2 og kl. 8 árdegis, hámessa kl. 10 árdegis. Bænahald með prjedik- un kl. 6 síðdegis. Messað í Hafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 2. 25 ára afmæli kirkj- unnar. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband Elín Sigurðar- dóttir og Magnús Bergsteinsson trjesmiður. Heimili ungu hjónanna verður á Hringbraut 70. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Guðrún Johnson, frjettaritari hjá útvarp- inu, Framnesveg 23, og Benjamín I, Einarsson versl.m., Öldugötu 30 A. Heimili ungu hjónanna verð- ur á Framnesveg 23. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Gísla dóttir (Jónssonar vjelaeftirlits- manns) og Baldvin Jónsson lög- fræðingur. Starfskráin birtist í blaðinu á morgun. Þurfið þjer ekk að vera þar með? Auglýsingum sje sldlað sem fyrst. Þær verða komnar í hvert hús í bænum um þetta leyti á morgun. Árshátíð Sjálfstæðisfjelaganna í Hafnarfirði verður í kvöld í Góð- templarahúsinu. Þar verður margt til skemtunar. Þar verða ræðnhöld, söngur og sameiginleg kaffi- drykkja. Brynjólfur Jóhannesson leikari og Bára Sigurjónsdóttir skemta. Þess er vænst, að.fjelags- menn og konur fjötmenni. Leikfjelag Reykjavíkur hefir tvter sýningar á morgun. Kl. 3 verður sýning á sjónleiknum Briim hljóð í síðasta sinn. -— Sherlock Holmes hefir nú verið sýndur þrisvar við ágætar viðtökur og verður næsta sýning kl. 8 annað kvöld. ^ Skíðafjelag Reykjavíkur fei skíðaför upp á Héllisheiði næst- komandi sunnudag ef veður og færi leyfir. Lagt af stað kl. 9 frá Áusturvelli. Farjniðár hjá L. II. Miiller til kl. 6 í kvöld. Málverkasýning Höskuldar Björnssonar hefir verið mjög fjöl- sótt. Selst hafa 3 málverk: Nr. 29 „Már á dufli, nr. 35 „Andamóðir“ og nr. 37 „Hrossagaukur“. Allar fullveldishátíðir, sem lialda átti í gær, voru aflýstar, vegna atburðanna í Finnlandi. Þó ætl- uðu kommúnistar að lialda sína „fullveldishátíð“ í Iðnó, en lög: reglustjóri bannaði hana. Knattspyrnufjelagið Fram held- ur dansleik i kvöld á Hótel Island. Bazar K. F. U. M. verður hald- inn í húsi fjelagsins við Amt- mannsstíg í dag og hefst kl. 4. Samtíðin, desemberheftið, er ný- komin út. Af efni i’itsins skal þetta nefnt: Knut Hamsun; Brjef til sveitafólksins. Til íhugunar. Brams næs þjóðbankastjóri: Um gengis- lækkun. Merkir samtíðarmenn (greinar með myndum). Sig. Skúla son: Kaupm,annahafnarlögreglan og jeg (saga). Hin horfna (kvæði). Finn Smith: Á villisvínaveiðum í Marokkó. Aðalsteinn Eiríksson: Um uppeldi og fræðslu (iram- haldsritg.erð). Gaman og alvara. Bókafregnir o. fl. — Með þessu hefti er lokið 6. árg. Samtíðar- innar. Til Jóhönnu Sigurðsson. Frá Þ. 5 kr., K. 10 kr. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Gamalt, áheit frá gamalli konu í Hafnarfirði 5 kr., Sigríður 5 kr. Gengið í gær: Sterlingspund 25.36 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.46 — Belg-. 107.60 — Sv. frankar 146.47 — Finsk mörk 13.27 — Gyllini 346.65 •— Sænskar krónur 155.40 — Norskar krónur 148.36 — Danskar krónur 125.78 , Útvarpið í dag: 20.15 Utvarpssagan; „ Ljósið, .sem hvarf“, eftir Kipling. 21.50 Leikrit: „Nafnlausa brjef- ið“, gamanleikur eftir Yilh. Moberg (Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Arndís Björnsdóttir, Gest- ur Pálsson). 21.35 Danshljómsveit útvarpsins leikur og syngur. Bandalag kvenna f Reykjavlk. Bandalag kvenna í Reykjavík heldur ársfund 4.—5. desember 1939. Fundurinn hefst mánudaginn 4. des. kl. 2 e. h. í Oddfellowhúsinu uppi. FUNDAREFNI: 1. Fundarsetning og skýrsla formanns. 2. Lagðir fram reikningar Bandalagsins. 3. Skýrsla um námskeið Rauða Krossins í smábarna- hjúkrun: Fröken Sigríður Bachmann. 4. Skólamál kvenna: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. 5. Siðferðismál: Hr. Sigurbjörn Á. Gíslason. 6. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Konur eru velkomnar á fundinn. STJÓRNIN. Kerrupúkar Yerð frá kr. 15.75. fyrirliggjandi margar gerðir. Verksmiðjan Magni h.f. Þingholtsstræti 23 Sími 2088. Maðurinn minn og faðir okkur, INGVAR SIGURÐSSON, Vitastíg 11 B, andaðist að heimili sínu fimitudaginn 30. nóv. Gunnvör Jónsdóttir og börn. Jarðarför móður okkar, ekkjunnar ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR, fer fram mánudaginn 4. þ. m. og hefst með bæn að heimili hennar, Ólafsbakka yið Bakkastíg. Börnin. Aðstoðarlæknisstaðan við Geðveikrahælið á Kleppi er laus til umsóknar frá 1. janúar 1940. Umsóknir sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Arnar- hváli, fyrir 30. desember næstkomandi. Reykjavík, 30. nóvember 1939. STJÓRNARNEFND RÍKISSPÍTALANNA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.