Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.02.1941, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. febrúar 1941 jJftorcýmtblaMft Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jón KJartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgrOarm.) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auslýsingar og afgreiOsia: Austurstræti 8. — Slrnl 160« Áakrirtargjald: kr. 3,50 á m&nuBl innanlands, kr. 4,00 utanlamla 1 lausasölu: 20 aura eintaklb 25 aura meC L>esbök. aifsem. Slysavarna- Hvar er ío ustan? PAÐ er nú senn liðinn hálf- ur mánuður síðan Alþingi settist á rökstóla. Ekkert ból- ar þó enn á stóru málunum, sem beðið er eftir frá stjórn- inni. Ekkert frumvarp er fram komið í skattamálunum. Þar anun enn verið að reyna að bræða saman menn og flokka. Ekkert er fram komið frá stjórninni í sjúlfstæðismálinu «og hefir ekkert heyrst, hvaða tillögur hún ætlar að gera í þessu stórmáli. Aðgerðaleysi stjórnarinnar í sjálfstæðismálinu er óverjandi í alla staði. Það getur auðveld- lega skapað glundroða hjá1 þjóðinni og óeiningu í málinu. j Þegar þjóðstjórnin var mynd- uð, var fyrsti boðskapur henn- ar til þjóðarinnar sá, að hún ætlaði að hafa forystuna í sjálfstæðismálinu. Þetta ljet þjóðin sjer vel líka, enda var nauðsynlegt að forystan í þessu stórmáli væri í höndum stjóm- arinnar, þar sem nú átti að fara síðasta áfangann. Stjórnin hefir valið þá að- ferðina, að láta ekkert uppi um sínar fyrirætlanir. Hinsveg- ar hafa aðrir skrifað mikið um málið, og nú er svo komið, að málsmetandi menn eru farn- ir að dóila um þær leiðir, sem okkur beri að fara. Morgunblaðið lítur svo á, að þetta sje ákaflega óheppilegt. Þjóðin hefir hingað til borið gæfu til. að standa saman í sjálfstæðismálinu. Það hefir verið hafið yfir alla flokka- drætti. Engin sundrung hefir þar komist að. Þar hefir ríkt alger eining. t Það var þetta sjónarmið, sem átti að vaka fyrir þjóðstjórn- inni, þegar hún tók málið í sínar hendur og lofaði að beita sjer fyrir farsælli lausn þess. Og í þessu hafði hún óskift fylgi allrar þjóðarinnar. Morgunblaðið hefir fyrir sitt leyti ekki viljað hefja neinar umræður um málið, meðan stjórnin ljet ekkert frá sjer heyra. Það hefir og bægt frá greinum um málið, þar sem nokkuð ólík sjónarmið hafa komið fram, ekki um kjarna málsins, heldur um þær leiðir, sem okkur bæri nú að fara. — Blaðið hefir fyrir sitt leyti treyst því, að stjórnin fyndi þá leið, sem að vitrustu manna ráði væri heppilegust og öll þjóðin gæti sameinast um. Af þessum ástæðum telur, Mbl. það afar óheppilegt, ef menn nú, á síðasta augnabliki fara að dgila um það málið, er hingað til hefir verið hafið yfir allar deflur og flokkadrætti. Sú , deila getur haft skaðleg áhrif. Aaðalfundi síðast gat for- seti fjelagsins gefið fundarmönnum þá ánægju- legustu sk.yrslu, sem nokkru sinni hafði verið gefin á að- alfundi Slysavarnafjelagsins síðan fjelagið var stofnað, að hví le.yti, að á árinu 1939 höfðu færri menn druknað en nokkru sinni áður, svo vitað sje. Nú aftur á móti verð jeg því miður að gefa fundinum alt öðru vísi og sorglegri skýrslu í þessum efnum en fyrirrennari minn, þar sem 58 menn druknuðu á árinu 1940 af okkar eigin landsmönn- um. Reyndar kemur þetta fundar- mönnum eða öðrum ekki á óvart, þegar tillit er tekið til hinna miklu vígaferla, sem nii geysa í námunda við oss, og að íslensk slrip verða að sigla inn á auglýst hættusvæði, og hafa farið yfir 800 ferðir á ár- inu inn á það, og við getum jafn- vel með nokkrum sanni sagt að nvi nái hættusvæðið umhverfis alt fsland, og tundurdufl ýmist reka á land eða eru á reki rjett við landsteinana, og það er nú dag- legur viðburður að heyra tilkynn- ingar birtar í blöðum og útvarpi um, að á þessum eða hinum staðn- um hafi sjest tundurdufl á reki, og þó forsjónin hafi hingað til forðað íslenskum skipum frá tund- urduflahættunni lijer við land enn sem komið er, þá getum vjer búist við, að hætturnar aukist í þessum efnum, en minki ekki fyr en að ófriðnum afloknum. Af þeim 58 mönnum, sem drukn- að hafa á árinu, fórust 17 menn íslenskir erlendis af styrjaldará- stæðum, og var tilfinnanlegasta slysið, þegar togarinn Bragi fórst og 10 hraustir og vaskir menn með honum. Mestu slys á mönnum fyrir utan Bragaslysið urðu, þeg- ar vjelbáturinn Eggert fórst með 7 mönnum 24. nóv. s.l., Hegri með 5 mönnum um mánaðamót.in okt. og nóv. og Halldór í september með 4 mönnum. Eins og að und- anförnu hefir verið samin skrá um hinar mörgu slysfarir á árinu, og hefir sú skrá verið bii-t. í sjó- mannablaðinu „Víkingur“ og verð- ur, ,eins og að undanförnu, birt í árbók f jelagsins nákvæmlega sund- urliðuð. Állir þessir menn, sem þjóðin á nú á bak að sjá,, ,voru á besta aldursskeiði og fyrirvinna heimila og vandamanna. Jeg bið fundarmenn að minnast hinna látnu merkismanna og votta að- standendum þeirra samúð fundar- ins og fjelagsins í heild með því að rísa úr sætum. ★ Á árinu 1940 hafa íslendingar getið sjer gott orð fyrir það, 'hve mörgum mannslífum þeir hafa bjargað úr sjávarháska, og er sú tala mörgum .sinnum hærri en nokkurt annað ár, svo vitað sje. Er þar um að ræða orsakir stríðs- ins. Hve margir hafa lent í sjáv- arháska, stafar mestmegnis af hin- um grimmu árásum á siglinga- skipin, er fara inn á Tiættusvæðið. Samkvæmt skýrslu, sem skrifstofa Slysavarnafjelagsins hefir samið um þetta, efni, liefir 1118 mönnum verið bjargað úr sjávarháska á árinu, þar af 1093 ei’lendum mönn- fje ags Skýrsla íorseta fjela =sms r Guðbjortar Olaf'isonar um frá um 20 þjóðflokkum. Lang- flest af þessum björgunum hafa verið intar af höndum af íslensk- um skipum í siglingum til Eng- lands og á hættusvæðinu, eins og skýrsla sú ber með sjer, sem um þetta hefir verið gerð og birt hef- ir verið í sjómannablaðinu „Vík- ingur“. Þetta er öllum gleðiefni og ánægjulegt. til þess að vita, að okkar fámenna sjómannastjett hefir með þessum störfum sínum getað veitt mörgu heimili erlendis þá ánægju að heimta vini sína og vandamenn íir heljargreipum. Þó fæst af þessum björgunarafrekum sjeu unnin fyrir aðgerðir Slysa- varnafjelagsins eru ,björgnnaraf-' rekin ekki minna virði fyrir það. Ilvað viðvíkur björgunarstörf- um Slysavarnafjelagsins, björgun- arsveita þess og einstakra manna, má helst nefna björgun skipshafn- arinnar af vjelbátnum „Kristján“ er strandaði í Skiptivík í Höfnum 1. mars 1940. Var það fvrir sjer- staka árvekni björgunarsveitarinn- ar í Höfnum og frábært snarræði og samvinnu einstakra manna við björgunarstörfin, að auðið var að bjarga skipshöfninni. Lögðu ein- stakir björgunarliðsmenn sitt eigið líf í hættu við björgunarstörfin og sýndu með fádæma snarræði og vaskleika aðdáunarverða fram- komu, er varð öllum skipbrots- mönnum til lífs, í stórbrimi, sem hvolfdi bátnum svo að segja í sömu svipan og hann kendi grunns og eyðilagði hann gersam- lega á fáum mínútum. .Jeg finn ástæðu til að þakka björgunar- sveitinni í Höfnum sjerstaklega fyrir þetta björgunarafrek og veit, að þar mæli jeg fyrir munn allra fundarmanna og fjelaga Slysa- varnafjelagsins um land alt. Þá bjargaði björgunarsveitin á. Stokkseyri 3 breskum hermönnum úr lífsháska, er lent höfðu á smá bátkænu á flúð í Ölfúsá liinn 12. júlí s.l. Var aðstaða öll erfið sök- um hins mikla straumþunga í ánni, er hvað eftir annað sleit tildrátt- artaugarnar og skotlínur, en þetta lánaðist þó um síðir, og náð- ust allir mennirnir ómeiddir og lítið þjakaðir í land eftir nálega 11 klukkustundar veru á flúðinni. Sundurliðaða skýrslu um allar bjarganir, eins og um slýsfarirnar, hefir skrifstofa fjelagsins gert, oa' hefir jeg þær hjer við hendina og get, lesið upp, ef fundurinn óslcar þess sjerstaklega. Annars verða þessar skýrslur eins og að undan- förnu birtar í árbók fjelagsins næst. 'k A síðasta aðalfundi skýrði for- seti Slysavarnafjelagsins frá erfið- leikum f jelagsins um rekstur björg I unarskipsins „Sæbjörg“ • um ára- mótin 1939 og 1940 og hinum ein- , staklega góðu móttökum, er á- skorun fjelagsstjórnarinnar fjekk, þegar hvin leitaði til almennings um fje til úthalds skipsins á s.l. vertíð. Gjaldkeri mun gera fund- inum grein fyrir útkomunni af söfnuninni, og fer jeg því ekki frekar út í það. Björgunarskipinu var svo haldið viti á vertíðinni til 1. maí. Eftir það fór skipið nokkrar ferðir að sækja skip, sem orðið höfðu fyrir vjelbilun. En algerlega var skip- inu lagt upp í júlímánuði, og lá það hjer í höfninni aðgerðarlaust það sem eftir var ársins. Á því tímabili, sem skipinu var haldið viti, veitti það hjálp og aðstoð 37 skipum og bátum með samtals 260 manna áhöfnum, Það er oft erfitt að seg'ja um, hvað er hjálp og að- stoð eða björgun ,en hvað sem því líður, þá er víst um það, ,að starfsemi sltipsins var mikilsverð fyrir bátaflotann og mjög vel þegin af öllum sem hjálparinnar nutu og mikið fjárhagsatriði fyrir tryggingarfjelögin, enda hafa þau látið fjelagið njóta þess, og bera liðir í reikningunum vott um, að sá skilningur sje að vakna hjá tryggingarfjelögunum og einstök- um mönnum, að þannig líti þeir einnig á málin og vonast fjelags- stjórnin til, að sá skilningur vaxi og fjelagið fái framyegis að njóta þess í auknum styrkjum og gjöf- um. En þótt fjelagið fengi miklar gjafir í reksturssjóðinn á árinu, þá varð samt vitkoman svv, að ekki var fyrirsjáanlegt, hvernig skipið yrði gert vit nú á vertíðinni, nema eirihverjar sjerstakar ráðstafanir yrðu gerðar til fjáröflunar í því skyni. Stærsta gjöfin í í’ekstrar- sjóðinu var hin stórhöfðinglega gjöf Max Nielsén skipaútgerðar- rnanns í Kaupmannahöfn, sem fjekst ekki yfirfærð, en fyrir at- beina og velvilja Sveins Björns- sonar sendilverra og sendiráðsins íslenska í Kaupmannahöfn ltom gjöfin að fullvvm notum á þann hátt, að peningarnir voru að mestu notaðir til afborgana á bygging- arkostnaði skipsius, en efasamt er, hvort fvvll not fjárins hefðu orðið, hefði þeirrar aðstaðar ekki notið við. Færi jeg sendiherra og sendi- ráðinvv bestu þakkir fjelagsstjórn- arinnar fyrir þessa ómetanlegu hjálp og velvild. Ilinn 12. október s.l. var ákveð- ið á stjórnarfundi að kalla saman fulltrúafvvnd slysavarnadeildanna við Faxaflóa, þar éem til umræðu vrðu möguleikar til f járöflunar til reksturs björgunarskipinu nú á vertíðinni, og var sá fulltrvvafund- ur haldinn á skrifstofu fjelagsins sunnudaginn 27. október. Á fund- I inum mættvv fulltrúar frá slysa- I varnadeildunum v Sandgerði, Garði, Keflavík, Yatnsleysuströnd, ITafnarfirði, Akranesi og kvenna- anös deildinni í Reykjavík, ásamt fj©* lagsstjórninni. Á fundinum kom fram svohljóð- andi tillaga, er samþykt var með öllum atkvæðum: „Fulltrúar slysavarnasveita við Faxaflóa, sem mættir eru á fnndi ásamt stjórn Slysavarnafjelagsins, leyfa sjer að skora á stjórnina að hef ja nú þegar starfsemi, sem mið- ar í þá átt að tryggja úthald b j örgunarskipsins „Sæbjörg“ á komandi vertíð“. Eftir fundinn var ákveðið að fá Svein Björnsson til þess að flytja ávarp til landsmanna og hvatningn til þess að leggja fjelaginu lið í þessum efnum, og gerði hann það með hinni mestu prýði eins og fundarmönnnm er kunnugt. Jafn- framt var ákveðið að skrifa til flestra skipa og báta með utaiv- áskrift til útgerðarmanna eða skipa- og bátaeigenda og biðja þá um fjárhagslegan styrk til fje- lagsins og þá einkum til reksturs „Sæbjargar“. Árangur af þessvvm fjáröflunar- tilraunum kom fljótlega í ljós í fjelagafjölgun hjer í Reykjavik og skömmu fyrir árarnót fóru fje- \ laginu að berast gjafir utan af landi, og hefir nokkuð af þeim gjöfum verið auglýst í blöðum bæjarins, en mikið hefir komið inn, sem ekki hefir enn verið aug- lýst, og halda gjafirnar áfram að berast fjelaginvv, svo von er um, að þessi f járöflunarleið muni einnig bera góðan árangur. Björgunarstöðvar eru nxx 38 eða einni fleiri en í fyrra. Sú, sem bættist við, er á Gjögrum við Ör- lygshöfn á Patreksfirði. Línubyssu sú, sem nú er í Þorlákshöfn, gerhr stjórnin ráð fyrir, að verði ónot- hæf, þar sem hún er þýsk og ómögulegt að fá eldflugur tiJ hennar frá Þýskalandi sem stend- ur, og hefir því verið ákveðið að senda til Þorlákshafnar enska línu- byssu strax og ferð fellur. Þá hef- ir verið ákveðið að setja upp línu- byssu á Fljótshólum eða öðrum stað í Gaulverjabæjarhreppi sam- kvæmt ósk slysavarnadeildarinn- ar þar, og er hún til hjer í Reykja- vík. Þá liefir og verið ákveðið að koma upp fluglínustöð á Rangár- sandi nvv í ár og ráðstafanir ver- ið gerðar til þess, að hvvn komist upp og önnur nokkru austar, eða við ströndina í Vestur-Eyjafjöll- um. Meðlimatala fjelagsins hefir aukist um nokkuð á annað þús- und á árinu, eða um nálega 1770 eftir því sem næst verður komist. 12 nýjar slysavarnadeildir hafa bæst við á árinu, þar af tvær kvennadeildir, önnur á Akranesi og hin á Raufarhöfn. Nokkrar fleiri eru í smíðum og von um að enn fleiri bætist við á þessn ári, sjerstaklega ef lítilsháttar fjs verður varið í því augnamiði, seni jeg tel mjög æskilegt, því tekjnr 1 fjelagsins af deildunum er eini fasti stofninn, sem fjelagið get.ur FRAMH Á SJÖTTTT SÍÐTF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.