Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. sept. 1941 ÚR DAGLEGA LÍFINU Stofan lians Jónasar Hallgrímsson- ar er vafalaust alveg meó sömu um- merkjum og fyrir hundrað árum, er liann átti þar heima. Jeg kom þangað á dögunum og drakk þar kaffi hjá Sig- ríði Thorarensen. en hún hefir einmitt á þessu ári átt þar heima í 80 ár. Hún kom þangaS sumarið 1861 með fóstru sinni Ingileif Melsted, ekkju Páls Mel- sted eldra, föður sagnfræðingsins. Hann var amtmaður í Stykkishólmi síðustu ár æfinnar. Og þaðan flutti ekkja hans hingað og keypti Dillons hús. Konsúll Smith þurfti að sækja um það fyrir hana til Englands, að selja mætti húsið. Því Dillonsfólkið varð að gefa sitt leyfi til þesss. Með henni var sonur hehnar, Hallgrímur Melsted, sem seinna var landsbókavörð- ur og uppeldisdætur tvær, Anna og Sig- ríður, en Sigríður, sem nú hefir átt þama heima í öll þessi ár, er dóttir Ragnheiðar, dóttur Páls Melsted eldra, en afi hennar tók hana í fóstur, er faðir tíermar Vigfús Thorarensen sýslumaður dó. Sigríður er kát og skrafhreifin, en fólkið, sem hún talar rmpt um. er flest löngu horfið, og er einkennilegt að heyra hana tala um svo löngu liðna daga. Sigríður segir svo frá: Það kom til orða, að fóstra mín keypti húsið hjema við Tjömina af henni frú Thorgrímsen, en hún vildi | það ekki, því hún sagði að þar væri svo! mikill rottugangur. Hún þekti það. þær vom þar stallsystur í mörg ár hún og Ingibjörg, konan hans Jóns forseta, og þótti svo vænt um frú Thorgrímsen, en hún var dóttir Jóns Vídalíns bróður Geirs bfskups Hann var kapteinn og fór víða um höf. Hann fór til Austur- Indíu. Hann hafði lifað mörg æfintýri og skrifað um þau langa ferðasögu. Dóttir hans fór með honum í langferð- ir. Hún átti apakött á sínum ungu dög- um, sem einu sinni beit hana 1 vörina. Hún kunni tungumál. Það var víst þess vegna, sem útlendir komu oft og heim- sóttu hana, Rosenöm og fleiri. Ingibjörg og Jón komu altaf til okkar þegar hann var á þingi. Og hann í sínum ljósu buxum. Hann gekk altaf á sumrin í ljqsum buxum. Hann var yndæll. Einu sinni þegar Ingibjörg kom, var hún í brúnni „dragt“. Þá sagði mamma við hana, þegar hún kom: „Þú ert ekki búin að gleyma brúna litnum“. Hún mamma vissi sem var, að Ingibjörg beið eftir honum Jóni sínum í 12 ár. En brúni liturínn táknar trygðina. Já. Það var öðmvísi hjer í þá daga en nú Þá gat maður sjeð tunglið hjema úr glugganum koma upp undan Esj- unni, og Stiftamtmannshúsið eða Stjóm arráðið sem nú er kallað, sá maður blasa við hjeðan, rjett eins og það stæði undir hæðunum í Mosfellssveitinni. Þetta útsýni hefir Jónas Hallgríms- son haft, þegar hann var hjema. Það var ekki undarlegt, þó hann gæti orkt hjer falleg kvæði eins og þá var. Jeg er oft að hugsa hvemig hjema hafi verið í stofunni á kvöldin, þegar fólk- ið sat í rökkrinu og sagði sögur. Þá voru engin þessi háu hús. Þá sá maður hjer loftið, og bæði himin og jörð. En hjerna í stóra stofunni í norður- endanum hjelt maddama Ottesen sín fínu böll. Er gamla konan hafði þetta mælt, fómm við að skoða húsakynnin, litla herbergið inn af stofunni, þar sem Jónas Hallgrímsson hefir haft fyrir svefnherbergi og Þórður vinur hans. Þar er gamall homskápur. Alt með kyrram kjörum. En gegnt honum er gömul Borgundarhólmsklukka. Þetta er einn dýrgripurinn minn, seg- ir gamla konan- Þessi klukka hefir far- ið margar ferðir til Hafnar. Því þegar embættismenn fluttu sig milli lands- fjórðunga í gamla daga, þá urðu þeir að senda farangur sinn til Hafnar að haufStinu og fá hann svo frá Höfn á nýja staðinn næsta vor. Hún sigldi í síðasta sinn þeg- ar fóstri minn fluttist austan úr Múla- sýslu til Stykkishólms. En við voram svo heppin, er við fluttum hingað, að við fengum spekúlant^skip til að taka dótið okkar beina leið til Reykjavík- ur. Svo nú siglir klukkan mín líklega aldrei oftar. Mjer þykir vænt um klukkuna, og mjer þykir vænt um stofuna mína. Svona verður maður, þegar maður fer að eldast. Oft hefir mjer verið boðið að láta setja á hana nýtt veggfóður. En jeg vil það ekki. Því þá er jeg svo hrædd um að jeg þekki ekki stofuna mína aftur, finst hún ekki vera eins og hún á að vera, eins og sólskinsblettur í heiði. Mjer þykir vænt um þetta hús, segir gamla konan enn, þó háu húsin byrgi loftið og himininn. Og þegar Sigríður fylgdi mjer til dyra. alla leið út á hinar fomfálegu tröppur, varð mjer litið á lágan sessu- ptól úti í garðinum hennar. Já, garðurinn minn er góður, sagði hún og jeg er svo heppin, að menn hafa boðist til að hirða um hann fyrir mig. Jeg hef alla tíð verið svo lán- söm, jeg held það fylgi húsinu hans Dillons, hennar maddömu Ottesen og Jónasar Hallgrímssonar. Þarna á stóln- um sit jeg á morgnana og læt sólina skína á mig. Hún er altaf eins, hvað Sem öðru Iíður, blessuð sólin, þó alt sje hjer að verða öðruvísi en það var, og ísland nærri því eins og komið út í heiminn. B. S. í< Sfmar 1540, þrjár SÍUKr, í}6Cir bflar. Fljót sfjfreilífc s Minning frú Lárettu T dag er frú Láretta Hagan þor- in til moidar. Hún var dótth- hjónanna Eiríks Þorkelssonar og Margrjetar Guðmundsdóttur, sem margir Reykvíkingar kannast við. Systkini frú Lárettu voru frú Guð- rún og Jón, búsett bjer í bænum, og Sigtryggur Kaldan, læknir í Danmörku. Árið 1919 giftist Lá- retta eftirlifandi manni sínum, Haraldi Hagan. Eignuðust þau hjónin fimm mannvænleg börn. — Vagga hennar stóð í Reykjavík, þar var starfssviðið að mestu leyti, og þar verður líkami henn- ar lagður til hinstu hvíldar. Ilagan „Þá eik í stormi hrynur háa því hamrabeltin skýra frá, en þegar fjólan fellur smáa, það fallið enginn heyra má. En ylmur horfinn innir fyrst hvers urtabygíin hefir mist. Víst segja fáir hauðrið hrapa húsmóður góðrar viður lát, en hverju venslavinir tapa má vottinn sjá á þeirra grát. Af döggu slíkri á gröfum grær góðra minninga rósin skær“. Þannig er saga flestra hús- mæðra. Störf þeirra láta ekki mik- ið yfir sjer og gnæfa ekki hátt í þjóðfjelaginu. En þegar þær hafa verið kvaddar frá störfum, kemur fyrst í ljós, hverja þjón- ustu þær hafa veitt lífinu. Líf þeirra flestra er óslitið fórnar- starf. Þótt þær finni kraftana svella til stórra dáða, þá verða þær óumflýjanlega að draga sig í hlje og vinna störf sín innan vjehanda heimilisins. Þær verða að fórna sjálfum sjer. Þannig er einnig saga Lárettu Hagan. Hún ól í brjósti stóra drauma, og fann hjá sjer hæfi- leika og getu til að láta þá ræt- ast. En kjör hennar urðu þau að veita forsjá mannmörgu heimili, sem krafðist athafna hennar og lífsorku óskiftrar. Og þann sess skipaði hún á þann veg, að seint mun fyrnast. Frú Láretta var á ýmsa lund óvenjuleg kona. Hún var fríð sýn- um og aðsópsmikil, ör í lund og athafnasöm. Greindin var skörp og víðfeðma, og öll störf ljeku í höndum hennar. Drengskapur og höfðingslund voru henni svo í blóð borin, að hún mátti' ekkert aumt sjá, enda ljet hún engan synjandi frá sjer fara. Heimili hennar stóð öllum opið, og þar mátti hver koma og fara eftir eigin geðþótta. Láretta var gædd þeim samúðar- fulla næmleika og víðsýni, að öll- um þótti gott að leita ásjár henn ar og ræða við hana um hugðar- efni sín. Hún hrygðist með hrygg- um og gladdist með glöðum. Þess vegna fóru allir ríkari frá henni en þeir komu. - Yinir Lárettu sakna hennar, en sárari harmur er þó kveðinn að ástvinum hennar. Þeir sakna um- hyggjusamrar húsmóður, sem veitti heimilinu birtu og yJ, og þeir sakna móðurinnar, sem strauk burtu tárin með hlýrri hönd, þeg- ar eitthvað ámaði að. Skarð henn- ar verður aldrei fylt. En það eru þó harmabætur, að lífið deyr al*dr e-i. Láretta mún lifa áfram í hug- *m barna sinna og annarít ástviná. Hún mun vaka yfir hverju spori þeirra eins og áður og ljetta þeim gönguna, hvar sem leiðin kann að liggja. Andi hennar mun svífa um vegu barnanna og hlúa að gróand- anum eins og milt vorregn. Og þannig kunna draumar hennar og hugsjónir að eiga eftir að rætast. Axel Guðmundsson. II. flokks mótíð FR.AMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. R. yfirleitt allmikið sterkara en Fram og samleikur þeirra stórum mun betri. Skoruðu þeir eitt mark í fyrra hálfleik, en 3 í þeim seinni. Bestir virtust í liði' þeirra, sem annars var mjög jafnt, miðfram- herji og hægri innframherji (Ósk- ar og Jón), en hjá Fram vinstri innframherji (Kristján). Þriðji leikurinn og sá hesti' var milli Vals og Vestmannaeying- anna og vann Válur hann með 3 mörkum gegn 2, eftir mjög jafn- an, hraðan og skemtilegan leik. Bæði liðin ijeku vel og drengi- lega, og vann Valur leikinn á meiri tækni. Vestmannaeyjapilt- arnir ljeku mjög hratt og fjör- lega og eru bæði vel fylgnir sjer og harðfengir. Kröftugir eru þeir mjög og stæltir. Átta þeirra eru sjómenn, sem ekki hafa of mik inn tíma aflögum til æfinga, en 4 af þessum 8 eru þar að auki ný- komnir af síldveiðum. Hjá liðinu var ekkert sem minti á uppgjöf, baráttukjarkur þeirra og sigur- vilji var óskertur leikinn á enda, og hið sama mátti segja um Vals- liðið. Hjá báðum liðum sáust mörg góð skot. Samleikur Valsmanna var tíð- um mjög góðui* og liðið vel sam- æft. Bestu menn liðsins voru hægri innframherji (Albert), vinstri útframherji, miðframvörð- ur o,g markvörður. Annars var enginn ljelegur maður í þessum liðum. Af Vestmannaeyingunum virtust mjer bera af hægri útfram- herji, sem skoraði fallegt mark og hefir prýðilega knattmeðferð, svo og miðframvðrður, sem bæði er fljótur og viss. Þessi leikur skemti áhorfend- um hið besta. Haukur Óskarsson var dómari. Árangur leikjanna er því sá, að Víkingur, K. R. og Valur halda velli, en Haukar, Fram og K. V. eru úr mótinu Mótið heldur áfram í kvöld kl. 7. Fyrst keppa Valur og Víking- ur. Kl. 8 keppa Ilaukar og Vest-! mánnaeyingar. J. Bn.. Baðhúsið FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. þurftu að komast að, það þótti mjer verst“. Þegar vatnsveitan kom til sög- unnar, hurfu þessir erfiðleikar. Sumarið 1917 var ekki hægt að starfrækja húsið vegna kolaskorts, veturinn 1917—18 (frostavetur- inn) ekki heldur. Annars hefir baðhúsið starfað óslitið öll þessi ár. ★ Þegar litið er um öxl, og starfið athugað, sjest að Baðhús Reykja- víkur hefir átt sinn drjúga þátt í daglegu lífi' manna. Oft margt um manninn, allir fara þaðan. „betri menn“ en þeir koma, oft er fólkinu ljett í skapi í biðstof- unni, þ. e. þegar útlit er fyrir að greiðlega gangi að komast að, stundum fara menn „bölvandi og ragnandi"; er þá fult fyrir f biðstofunni, setið og staðið, og ekkert útlit fyrir neina sálubót næsta klukkutímann eða lengur. Gegnir furðu þolinmæði bæjarbúa, að þeir skuli endast til að bíða, nærri því tímum saman, eftir baði. Sýnir þar gjörla hina brýnu þöri' á miklu stærra baðhúsi. Þakkarávarp Með línum þessum langar okk- ur, blinda fólkið, sem vinn- ur í Ingólfsstræti 16, að færa þeim hjónum, frú Guðrún Geirsdóttur og herra Þorsteini Þorsteinssyni,, ITagstofustjóra og frú Áslaugu Geirsdóttur og herra Hallgrími Benediktssyni, stórkaupmanni, á- samt ungfrú Ingileifu Brindísi Hallgrímsdóttur, okkar innil'eg- ustu hjartans þakkir fyrir þeirra mikla höfðingsskap og hugulsemi,. sem birtist okkur blinda fólkinu,, á þann hátt, að einn yndislegasta dag þessa sumars tóku þau okkur með sjer út í sumarblíðuna, tií þess að ferðast með okkur austur fyrir Þingvöll í unaðslegt berja- land, sem okkur verður óblandin ánægja að minnast, og veittu okk- ur af rausn mikilli. í ferð þessari' lögðu þær frú Guðrún Geirsdóttir og ungfrú Ingi leif B. Hallgrímsdóttir fram krafta sína til að gjöra ferðina sem á- nægjulegasta af svo fölskvalausri alúð og nærgætni, að það mun seint líða qkkur úr minni. Frú Guðrún Geirsdóttir og maður henn ar, hr. Þorsteinn Þorsteinsson, hafa margoft áður sýnt okkur hug ulsemi og kærleika með heimboð- um, sem óhjákvæmlega hafa snert okkur, sökum þeirrar innilegu hlýju og vilvildar, sem hjá þeim er að finna í svo ríkxim mæli. Fyrir allar þessar velgjörðir, fyr og síðar, okkur til handa, þökkum við af hrærðum hjörtum, og ósk okkar og von er að þetta vel- gjörðarfólk okkar verði æfilangt umvafið kærleika Hans, sem sagði': Það sem þjer gjörið einum af mín um minstu bræðrum, það hafið þjer mjer gjört. Guð blessi ykkur 611. Föðurnafn Bertels Sigurgeirsson ar, sem ritaði greinina um hrein- dýrin í síðustu Lesbók, misprent- aðist í fyrirsögn greínarinnar, gig urðsson í stað Sigurgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.