Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1942, Blaðsíða 5
ILaugardagur 15. ágúst 1942. Út*eí.: H.f. Árrakur, Reykjavlk. Framkv.atj.: Siíffl* Jönaeen. Rltatjörar: Valtýr Stefánacon (AbyrvVaraa.). Jön KJartanasou, AugrlÝsingar: Árni Óla. Rltatjörn, auglýaingrar og afxralbala: Austurstræti 8. — Siaa! 1900. ! innanlanda, kr. 4,69 utanlanda. Í1 lauaaaölu: 26 aura eintakiO, 20 aura metl Keabök. j ÁakrlftarKJald: kr. 4,00 á mánuöi furðulsg vinnubrógð PEGA.E f orsætisráðherra lagði stjórnarskrárbrevt- Inguna frá síðasta þingi fyrir Alþingi það, sem nú situr, til fullnaðarsamþyktar, lýsti hann yfir því af stjórnarinnar hálfu og Sjálfstæðisflokksins, að þeirra ósk væri að þetta þing heíðu mjög stutta setu. Fulltrú- ar annara flokka, sem stóðu að stjórnarskrárbreytingunni, tóku undir þessi ummæli. Málgagn Tramsóknarflokksins hefir og marg oft haldið fram hinu sama. En hvernig hefir Framsókn- arflokkurinn á Alþingi hagað sjer? Hann byrjaði með því að óska , þess, að stjórnarskrármálið færi í nefnd. Auðvitað var þetta til- ; gangslaust með öllu, því að sam kvæmt stjórnskipulögum lands- ins gat þetta þing ekki annað við málið gert, en að samþykkja það óbreytt. Samt var látið und- an og málið sett í nefnd. Þegar málið er komið í nefnd sendir Framsóknarf lokkurinn Ihið eftirminnilega brjef, þar 'ðem hann býður hinum flokk- unum upp á samstarf um lausn aðkallandi vandamáia, gegn því skilyrði, að þeir leggi kjör- dæmamálið á hilluna! Þegar þessu þinglega(!) til- boði hafði verið hafnað, gerir Framsóknarflokkurinn þá kröfu . að settar verði í gang útvarps- umræður um þetta mál. Reynd- . ar hafa þrisvar eða fjórum sinn- um farið fram útvarpsumræður um málið, og það hefir verið þrautrætt á öllum framboðs- : fundum á landinu fyrir svo sem 1 y> mánuði. Þjóðin hefir kveðið upp sinn úrskurð í málinu, sem varð þannig, að nál. % kjós- • enda, er þátt tóku í kosningun- um tjáðu sig því fylgjandi. Hvaða skrípaleik er Fram- sóknarflokkurinn hjer að leika? Er hann að gera sjer leik að því . að tefja þingstörfin? En ekki nóg með það, að Framsóknarflokkurinn geri alt til þess að tefja fyrir afgreiðslu þessa máls á Alþingi, heldur er hann þess á milli að leika þann - eindæma loddaraleik, að reyna að telja þjóðinni trú um, að kjördæmamálið standi í vegi þess, að heilbrigt samstarf flokka geti hafist á Alþingi. Hvað er í veginum fyrir því, að slíkt samstarf geti hafist nú þegar? Vissulega ekkert, enda hafa allir flokkar, er standa að kjördæmamálinu tjáð sig fúsa til slíks samstarfs. En valda- hroki Framsóknar er svo mik- 131, að hún getur ekki hugsað ájer samstarf, nema hún hafi áður kúgað hina flokkana í ’-kjördæmamálinu! 1 T BRESKUR LIÐSFORINGI /\ f tvennu illu eruð þið skárri“. Þessi orð voru oft töluð og samþykt af mörg’um merkum íslending- um, þegar bresku hersveit- irnar birtust á Reyk.iavíkur- höfn í maímánuði 1940. ísland, þessi norðlæga eyja, sem bygð er einbeittri sjálfstæðri þjóð, var hernumin af þjóð, sem átti í ófriði — mátulega snemma til að koma í veg fyrir að Þjóð- verjar tækju landið. Nú, eftir tvö ár, er komið að kveðjustundinni — því Banda- ríkjamenn hafa tekið við her- vörnum landsins af breska hern- um og hinir stórlyndu íslending- ar ljetu í Ijós tilfinningar sínar, er þeir kvöddu fjelaga mína og mig, með íslenska spakmælinu: „Enginn veit hvað átt hefir fyrr en mist hefir“. Þessi afstaða hinna hljedrægu tslendinga er fullkomin sönnun þess, að bresku hermennirnir á íslandi hafa unnið siðferðislegan sigur. Breski hermaðurinn sýndi hjer, eins og jafnan er hann dvel- ur erlendis, að hann er fullkom- inn heiðursmaður. ★ Það urðu engar óeirðir í sam- bandi við hina einkennilegu komu breska hersins til Islands. Einasti maðurinn, sem var verulega reiður var þýski ræðis- maðurinn, dr. Gerlach, sem var eldrauður í framan af vonsku á meðan kona hans brendi leyni- skjölum í baðherberginu. ★ íslendingar fóru ekki í graf- götur með andstöðu sína og sýndu kulda opinberlega. Því hjer var kristin þjóð, sjálfstæð í orðum og verki, sem átti elsta þing í heimi . . . Þjóð ættuð af víkingum, en sem öldum saman hafði ekki sjeð hermenn, nje vopn, og saknaði hvorugs. Hið eyðilega fjalllendi, langir firðir, grösug beitilönd, fjólublá, rauð og blá hraun og hveradalir fyltust af hermönnum og byss- um, skriðdrekum og vörubílum, bílum hundruðum saman og vjela faratækjum af einkennilegum gerðum, og loks komu sjóflug- vjelar. Dag eftir dag var unnið að uppskipun úr birgðaskipum í Reykjavíkurhöfn. Byssur, kol, timbur, olíubirgðir. Meiri birgð- ir, fleiri hermenn, fleiri byssur. Alt fyltist af hermönnum. ★ Fyrst þaktist sljettlendið og rætur f jallanna af gríðar miklum tjaldborgum. Síðar voru bygðir Nissen-kofar, heilir bæjir risu upp áður, en vetur gekk í garð. Hernáminu var lokið. Frá Kanada kom Cameron háfjallaliðið frá Ottawa og hin- ar frönskumælandi skyttuher- deildir frá Montreal. Síðar komu Yorkshirehersveitir. Strandvirki og loftvarnabyssur voru settar við firði og bygð ból. Einu sinni eða tvisvar komu óvinirnir til að „skoða“ í Wulf- Condor-flugvjelum, venjulega á sunnudagsmorgnum á meðan messa stóð yfir. ★ Það voru margir íslendingar, KVEÐUR ÍSLAND Nýlega birtist eftirfarandi grein í breska stórblaðinu „Sunday Dispatch“. Hún er eftir breskan Iigsforingja — nafns hans er ekki getið —, sem dvalið hefir hjer á landi í tvö ár. Greinin er vinsamlega skrifuð og vel þess virði, að hún komi fyrir augu íslenskra lesenda, þar sem gera má ráð fyrir, áð liðsforingi þessi tali fyri munn margra f jelaga sinna. sem skildu, að Bretar höfðu far- ið viturlega að ráði sínu og að það, sem þeir höfðu gert var tímabært. En þrátt fyrir það var nærvera hermannanna illa liðin og vakti misræmi í hinu rólega og löghlýðna lífi tslendinga. — Ungu stúlkurnar í bæjunum störðu köldum augum framhjá hermönnunum og sýndu ytri merki þess, að þær kærðu sig ekkert um .kunningsskap við her- menn. Tvö ár eru liðin og dagar þess- ara smáárekstra eru gleymdir. En við vitum, að minsta kosti frá sjálfum forsætisráðherra ís- lands (Hefmanni Jónassyni. At- hugasem vor), að breski herinn hefir áunnið sjer virðingu fyrir framkomu sína, í hugum þessa norræna þjóðflokks. Breski hermaðurinn á heiður- inn af þessu sjálfur. Það kom honum nokkuð einkennilega fyrir sjónir að mæta kulda og skeyt- ingarleysi, exi þá setti hann sjer þá reglu að vera einnig hljedræg- ur, en þó hjálpfús og vingjarn- legur. Og er tímar liðu, þiðnaði frostið. Börnin byrjuðu, eins og börn gera altaf þar sem hermenn eru á ferðinni. Þau gengu með hermönnunum eftir þorpsgötun- um og leiddu þessa ókunnu vin- gjarnlegu menn. Bón þeirra um súkkulaði var aldrei neitað. í sveitinni knýttu bresku hermennirnir sjer blóm- vendi úr fíflum og sóleyjum og hjálpuðu bændum að snúa heyi þeirra og koma því í hlöðu. Þegar veturinn gekk í garð fóru hermennirnir á skíði og velt- ust í skíðabrekkunum, eins og all- ir Bretar gera þegar þeir eru að læra á skíðum. Skíðasjerfræðing- ar tslendinga höfðu gaman af kútveltunum. t Reykjavík, höfuðborginni sjálfri mynduðust vináttubönd, feimnisleg í fyrstu, en er borg- urunum varð ljóst að Englend- ingar og Skotar voru jafn áhuga- samir fyrir bókmentum, listum og hljómlist (og íslendingar eru listrænir og gagnrýnir) opnuðu þeir hús sín og síðan hjörtu sín. ★ Þetta var höfuðborgin. En það var líka önnur hlið á málinu. ísland er víðáttumikið, stórbrot- ið land. Jafn stórt trlandi, en íbúarnir eru aðeins 140.000. — Hringin í kringum strendur landsins urðu Bretar að vera á verði gegn innrás. Það var langt á milli varðstöðva og það varð að byggja vígi í fjöllunum og vera þar á verði. Það varð að byggja vegi og halda þeim við, áður en hinar löngu pólarnætur gengu í garð. Einustu ljósin voru hin undurfögru norðurljós, sem í augum flestra hermanna voru einkennileg, en áttu ekki sinn líka að fegurð. Veturinn var harður. Dögum saman geisaði stórhríð, og dög- um saman var snjókoma. Stund- um kom alt í einu hláka, eða alt í einu var komið hörkufrost, sem gerði vegi alla ófæra. ★ Stórviðri voru gríðarleg. — í febrúar geisaði stormur í 40 klukkustundir með 135 mílna hraða á klukkustund. Enginn maður gat staðið úti í þvílíku veðri. Nissen kofar fuku. Merkur herlæknir fauk ofan í skurð og ljet lífið. Fimm skip á Reykja- víkurhöfn losnuðu frá festum og rak á land. Hermenn ljetu lífið af of- reynslu. Hermenn, sem dóu á verði. Hermenn, sem viltust í myrkri og fundust látnir næsta dag. Það voru undirforingjar og aðrir, sem urðu úti í stórhríð. Til viðbótar þessum hættum voru leiðindi og einvera. En koma amerísku sjóliðanna og heimsókn Churchills var ó- vænt. Það var ekki fyr en snemma í vor, að amerískir her- menn fóru að koma til landsins að nokkru ráði og yfirstjórn landsins var fengin Bandaríkja- mönnum. En þá var lífið farið að vera þolanlegra. Útvarpstæki höfðu borist. E. N. S. A. skemti- flokkar ferðuðust um landið. Her- mennirnir höfðu sjálfir stofnað sín á mílli íeikflokka. Ferðabíó gerðu sitt til að stytta mönnum átundir. Tíminn leið hægt og loks kom vorið og heimfararleyfið. Þeir okkar, sem hafa eytt tveimur árum á þessum útverði eru ósegjanlega þakklátir breska flotanum. Nokkur þúsund menn hafa komist heim í Ieyfi, undir vernd flotans. Arásir hafa verið gerðar á skipin en enginn hefir slasast, nje látið lífið á ferðum þessum. ★ Liðsforingjar og óbreyttir her- menn úr breska hernum á tslandi hafa sögu að segja, sem kann að hljóma einkennOega í eyrum þeirra, sem halda að ísland sje að eins frosin eyja í norðri. Þeir segja írá' hinum stóra fiskiflota, frá hinum miklu þorsk og síldveiðum, frá hinum miklu harðfiskþurkunarstöðvum, frá hinni stóru niðursuðuverksmiðj- um, þar sem soðin er niður hum- ar og rækjur. Þeir, sem koma frá Norður- landi segja frá stórum fjárhóp- um, sem eru á beit í fjalllendinu á sumrum og sem reknir eru til bygða á haustin. Þeir geta sagt frá landi hrikalegrar náttúrufeg- urðar, frá ám, sem hringa sig í dölum og þar sem þeir hafa veitt — og jeg er hræddur um veitt ólöglega — gríðarstóra laxa ogr sjóbirting. Þeir hafa sjeð ótrúlega fall- ega sólaruppkomu, sem hefir truflað hugmyndir þeirra uni liti og náttúrufegurð og sólarlagið hefir haft sín djúpu áhrif á þá. Þeir, sem búið hafa nálægt fjöll- unum hafa hrifist af mikilleikr þeirra og hinni miklu voldugu þögn. ★ Vörður höfuðborgarinnar er hið mikla fjall Esja, „fjallið sí breytilega“. Það er satt, því Esj- an er aldrei eins, í tvö ár hefi jeg' aldrei sjeð Esju eins, voldug með- snjóhaddinn sinn, græn í sólskini. En eitt breytist aldrei hjá her- mönnunum, sem dvalið hafa á Is- landi og það eru þær miklu mæt- ur, sem eru gagnkvæmar milli okkar og þjóðar, sem í fyrstu hvorki var sammála gerðum okk- ar, nje heldur skildi eðli okkar, sem munu segja er við hittumst næst: Þökk fyrir síðast. Og svo kveðjum við tsland“. Islands- keppni í golfleik Eins og sjá má af fyrirsögn þessari, er nú um helgina að hefjast landskepni í golfi, sem fram fer á golfvellinum við Öskjuhlíðina. Eru keppendur mættir frá Akureyri og Vest- mannaeyjum auk Reykvíking- anna. Þetta er fyrsta landskeppnin sem fram fer í þessari yngstu íþrótt, sem stunduð er á Islandi, en síðan 1935 hefir verið kept um titilinn: Golfmeistari ts- lands innan Golfklúbbs íslands, sem á golfskálann og golfvöll- inn við Öskjuhlíð og Reykvík- ingar eru fjelagar í. Gripurinn, sem nú er kept um er fagur silfurbikar, sem nokk- urir fjelagar 1 Golfklúbb ís- lands gáfu í þessu skyni. Keppendur verða 22, 12 Reykvíkingar, 7 Vestmannaey- ingar og 3 Akureyringar. Kepnin, sem fram fer á morg- un, er undirbúningskepni undir aðalkepnina og fá aðeins 16’ keppendur, sem þá ná bestum árangri, að keppa áfram til úr- slita. Meðal keppendanna má eink um nefna núverandi golfmeist- ara Gísla Ólafsson, Gunnar Hallgrímsson, tannlækni, sem er golfmeistari Akureyringa og Einar Guttormsson, lækni, golf- meistara Vestmannaeyinga. — Auk þeirra eru svo margir skæðir leikmenn, sem munu hafa fullan hug á því, að gera þeim sigurinn torsóttan. FKAMH. A SJÖUNDU BÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.