Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 1
Vikublað: Isafold. 30. árg., 203 tbl. — Fimtudagur 9. september 1943. IsafoldarprentsmiSja h.f. J^íouitu jrjettir: Þjóðverjar ætla að verja Italíu Bandamenn hafa sett lið á land víða Bandamenn og Þjóðverj- ar berjast nú á Ítalíu, og er auðsætt af því, að Þjóðverj- ar ætla að verja landið, þrátt fyrir uppgjöf ítala. — Áttundi breski herinn hefir lent í bardögum við bak- sveitir Þjóðverja nokkru fyrir norðan Palmi. Þá berast fregnir um, að herir bandamanna hafi geng ið á land víðar á Ítalíu, en þegar er kunnugt um. Þann ig segja þýskar fregnir í nótt, að 4—5 herfylki banda manna hafi gengið á land við Euphemiaflóa, en hann er alllangt norðan er nú- verandi vígstöðvar áttunda hersins. Segja Þjóðverjar, að þetta sje gert til þess að reyna að króa inni þær hersveitir Þjóðverja, sem Italíu verja. Bardagarnir milli áttunda hersins og þýsku hersveit- anna eru sagðir mjög harð- ir. Ekki fylgir fregnum þessum, hvort ítalir taka nokkurn þátt í þessum síð- ustu orustum. Þjóðverjar hafa gert „nauðsynlegar ráðstafanir^ London í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan segir í kvöld, að Þjóðverjar hafi gert nauðsynlegar ráðstafanir vegna uppgjafar Itala, og seg- ir þar að auki, að Þjóðverja iiafi lengi grunað, hvert stefna myndi, eftir að Italir hefðu svikið Mussolini í trygðum og farið að daðra við bandamenn. Frjettastofan bætir því við, að Badoglio og stjórn hans, „sem hafi svikið málstað Ev- rópu, skuli fyrr eða síðar fá þau örlög, sem öllum svikur- um sjeu búin“. Þá segir frjetta stofaii, að allir þýskir kafbát- ar, sem bækistöðvar hafi haft í ítölskum höfnum, sjeu látnir í haf, og öllum þýskum sjó- mnnum á Miðjarðarhafi hafi verið fyrirskipað að hverfa til hafna í löndum, sem væru á 'valdi Þjóðverja. Þá segir frjettastofan, að sums staðar hafi Italir gerst óvinveittir þýskum hermönn- um, og reynt að gera þeim skráveifur. Einnig er þess get- ið, að Kesselring marskálkur, yfirmaður þýska hersins á ít- Ilitlers, t na Þjóðverjar að ná her- föngum London í gærkveldi. ÞaS er álitið, að það fyrsta, sem bandamenn krefjist af ítölum, sje að láta lausia alla breskai her- fanga, sem sjeu á Italíu, en þeir e[ru um 80.000 tals ins. Sumar fregnir herma, að Þjóðverjum hafi1 þegar tekist að smygla um 2000 þeirra til Þýsl^alands, en vitað er, að jóðverjár hafa mikið lið á þeim svæðum, þar sem fangarnir eru hafð ir í haldi og búist við að reynt verði a,ð koma þeim til Þýskalands. — Reuter. VOPIMAVIÐ8KIFTI HÆTT Eisenhower og Badoglio sömdu ÍTALIR ERU EKKI LENGUR í STRÍÐINU. Það var tilkynt í að- albækistöðvum Eisenhowers hershöfðingja í Algiers í gær kl. 5.30 síð- degis, að ítalska stjórnin hefði gefist upp skilyrðislaust, og hefði vopna hljessamningur hernaðarlegs eðlis verið undirritaður af fulltrúum Eis- enhowers og Badoglio forsætisráðherra. Vopnaviðskiftum öllum hætti samstundis. Badoglio hefir ávarpað ítölsku þjóðina í útvarpi, og gert henni grein fyrir uppgjöfinni. TILKYNNING EISENHOWERS Tilkynning Eisenhowers var á þessa leið: „Jeg hefi veitt ítölum hernaðarlegt vopnahlje, og hafa skilmálar þess verið samþyktir af stjórnum Bretlands, Bandaríkjanna og Sovjet-Rússlands. Jeg kem í þessu máli fram fyrir hönd bandamanna. ítalska stjórnin hefir skuldbundið sig til þess að hlýta skilmálum þessa vopnahljes. Öll mót- spyrna hættir undir eins“. London í gærkveldi. Bandamenn hjeldu uppi sókn sinni gegn ítölum alt til þeirrar stundar er vopna hlje gekk í gildi. Þannig hjelt áttundi' herinn áfram sókn sinni norður með strönd Kalabriussk|agansað vestan, en Kanadamenn að áustan, og ennfremur hafði báðum herjum orðið vel ágengt í sókn sinni inn í landið. Loftsókninni vlar einnig haldið áfram, og segja ít- alskar fregnir, að um há-i degið í dag, hafi flugvjel- ,ár banda,mjanna gert árásir á marga staði á Ítalíu, með al annars bæinn Frascati nærri Róm, en það er fræg ur skemtistaður. Yjar bær- linn að sögn ítala lagður því nær algjörlega í rústi’r. Meðal annars hrundu allar byggingar vð a^altorg bæj arns tl grunna. Reuter. Róstur í Rúlgaríu London í gærkveldi. Þýska frjettastofan skýrir frá því, að múgur manna hafi safnast saman í Sofia, höfuðborg Búgaríu, er frjett ist um uppgjöf ítala í dag, og hafi mannfjöldinn farið til sendiherrabústaðarins ítalska, kastað grjóti á bygg inguna og brotið þar alt og bramlað. — Reuter. ÁVARP BADOGLIOS Badoglio marskálkur, forsætisráðherra ítala, ávarpaði þjóð sína í dag á þessa lund: „Það sem jeg hefi sjeð, að það er ómögulegt að halda áfram hinni ójöfnu baráttu gegn ofurefli óvinanna og til þess að koma í veg fyrir enn ógurlegra tjón fyrir þjóð vora en orðið er, hefir stjórn mín óskað vopnahljes við Eisenhower yfirhershöfðingja herja bandamanna. Hefir hershöfðinginn orðið við mála- leitan þessari. Munu ítalskar hersveitir því hætta allri mótspyrnu gegn herjum Breta og Bandaríkjamanna, hvar sem þeir kunna að vera, en munu hinsvegar sýna hverjum öðrum mótspyrnu, sem á landið ræðst. HVAÐ SKEÐUR NÆST? Ekki verður neitt um það sagt, hvað næst gerist. Haldið er að Þjóðverjar hafi enn um 20 herfylki í ítalíu, og er ekki neitt vitað um þau, síðan vopnahljeið var samið. Bandamenn hafa hinsvegar skorað á Itali að gera alt sem í þeirra valdi stendur, til þess að hindra samgöngur þessa liðs, og er einnig skorað á ítali og varast að rjetta þessu liði hjálparhönd. SAMNINGAUMLEITANIRNAR Það er nokkuð liðið síðan Italska stjórnin sendi erind- reka til þess að leita samninga við bandámenn, og fóru viðræður fram í hlutlausu landi. Síðar var þeim haldið áfram á Sikiley, og þar voru þeir fullgerðir þann 3. þ. m., en beðið var með að láta þá ganga í gildi, þar til tími til þess væri sem hentugastur fyrir bandamenn. — Ef ske kynni að Þjóðverjar reyndu að koma í veg fyrir að ítalir fengu að vita um samningana, varð einn af sendimönnum Itala eftir á Sikiley, en fyrst var tilkynningunni um vopna hljeð útvarpað frá Algiers. Síðar talaði svo Badoglio sjálf- ur til þjóðarinnar. HERNAÐARLEGT VOPNAHLJE Það er tekið fram, að það samkomulag, sem orðið er, sje algerlega hernaðarlegs eðlis, en seinna muni banda- menn setja fram skilyrði fjármálalegs og fjelagslegs eðlis. Þegar tilkynt var um vopnahljeð í Bretlandi, var sagt, að ekkert væri hægt að láta uppi um einstök atriði skilmál- anna, fyrr en þing kæmi saman, en þá myndi Churchill Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.