Morgunblaðið - 23.10.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1943, Blaðsíða 5
; Laugardagur 23. okt. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 3 Heilbrigðis og þrifnaðarmdl bæjarins Eítir frú Sigríði Eiríksdóttur HJER í REYKJAVÍK hef ir á undanförnum árum ver- ið rætt og ritað allmikið um útlit bæjarins, utanhúss um gengni bæjarbúa og um í- hlutun hins opinbera um heilbrigðis og þrifnaðarmál, bæði í eftirliti með meðferð og dreifingu matvæla og hirðingu bæjarins yfirleitt. Gengist hefir verið fyrir hreinlætisvikum, jafnvel hreinlætismánuðum, og telja forráðamenn þeirra góðan árangur hafa orðið af þessum ráðstöfunum. Ein- hvernveginn er það nú samt svo, að mörgum, sem hafa sjerstakan áhuga fyrir skipu lagsmálum Reýkjavíkur í þrifnaðarátt, finst lítið ávinn ast og sóðaskapurinn aukist jafnvel með hverju árinu sem líður. Síðan nagga menn hver í annan í blöð- um og útvarpi, skella skuld- inni á athafnaleysi hins op- inbera og þar við situr. Lít- ið verður maður var við að ádeilur almennings sjeu teknar alvarlega, eða að verulegur skriður komist á pm bætt útlit bæjarins í þrifnaðarátt, eða um bætta þrifnaðarháttu í dreifingu matvæla. Jeg er æin í hópi þeirra, sem finst sannkallað öng- þveiti og ófremdarástand ríkja í öllum þessum mál- um. Þegar litið er á hina stór auknu mannfjölgun bæjar- ins og þar af leiðandi skort á viðunandi húsnæði fjölda bæjarbúa, má segja að það gangi kraftaverki næst, að ekki skuli hafa orðið kvilla- samara í bænum en orðið er, enda hætt við að illa færi, ef skæða sótt bæri hjer að garði. Þrifnaður úti og inni. Bót , á framangreindum málum er óhugsandi, ef ekki tekst betri samvinna og skilningur með almenningi og stjórnarvöldum bæjarins, en verið hefir, en sá skiln- ingur er vægast sagt mjög bágborinn. — Enginn vafi er þó á því, að þrifnaður ís- lendinga hefir farið mjög þatnandi innanhúss á und- anförnum áratugum og veld ur því auðvitað fyrst og fremst bættur efnahagur og þar af leiðandi bætt húsnæð isskilyrði, ásamt aflknum þægindum fyrir húsmæður, svo sem vatnsveitur, skólp- frárensli o. fl. En utanhúss umgengnin lagast ekki að sama skapi. Sú skoðun mun um of vera ríkjandi á meðai vor, að ef vjer bara vörpum óþverranum frá oss út fyr- ir tröppui’nar, þá sje alt í lagi. í híbýlum fólks mun nú fátítt að sjá hráka á gólf- um, en menn hrækja á gólf samkomuhúsa, strætis- vagna, anddyra og af- greiðslusala opinberra stofn ana, og svo auðvitað á göt- urnar og á tröppur fvrir framan verslanir og er þá matvælaverslunum ekkert hlíft frekar en öðrum. Götur Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn þekkja all ir bæjarbúar; götumar og höfnin alt í kring um skipin morandi af rusli, hrákum- og margskonar óþverra, sem jeg treysti mjer ekki til þess að telja upp. Líti maður inn í húsagarða og að baki húsa, veltur óþverrinn út úr sorp- tunnunum, en spítna- og riðgað járnarusl liggur á víð og dreif á illa hirtum lóðum. Ekki er ótítt að sjá fiskspyrður hengdar utan í húsin. Allur er þessi ófögn- uður prýðileg bækistöð fyr- ir flugur og rottur. Ef einhverjir lesendur mínir telja mig taka of djúpt í árinni, vil jeg ráða þeim til að taka sjer göngu frá Grandagarði, eftir höfninni inn Skúlagötu, alla leið inn fyrir hið nýreista verk- smiðjuhverfi, líta niður fyr- ir uppfyllinguna öðru hvoru, telja rotturnar, sem skjótast út og inn innan um ruslið og athuga vandlega hinn margvíslega varning, sem flýtur á yfirborði vatnsins í Reykjavíkurhöfn. •— Eða skyggnast inn í húsagarða víðsvegar í bænum, að mið- bænum ógleymdum, og kynna .sjer sorpílátin og ruslhaugana, sem sumstað- ar virðast ekki hafa verið hreyfðir árum saman. Hættulegir smitberar. HRÁKAR, FLUGUR OG ROTTUR eru einhverjir hættulegustu smitberar, og er því mjög þýðingarmikið, að beitt sj,e öllum hugsan- legum ráðstöfunum til þess að útrýma þessum óþverra af almanna færi. — En þessi hætta virðist ekki vera fólki eins ljós og vera ætti og má nefna þar um mörg dæmi, en jeg læt mjer nægja eitt: í fögrum dal skamt frá Reykjavík hafa verið reistir allmargir sumarbústaðir, en auk þess eru nokkur býli á þessum slóðum. Umhverfið er hið ákjósanlegasta frá náttúrunnar hendi, en þar er rottugangur, flugna- mergð og óþefur svo mikill, að íbúum í sumum bústöð- unum hefir illa verið vært. Stafar þessi ófögnuður af því, að í sumum býlanna er töluverð svínarækt og eru svínin fóðruð á matarleif- um frá setuliðinu. Á.þennan stað eru fluttar yikulega margar tunnur af ,,svína- mat“, helt úr þeim á jörð- ina, og svínunum hleypt í hrúguna. Ekki er ótítt að sjá hesta, kýr, hunda, hrafna og rottur moða í þessum matarleifum ásamt svínun- mn, en ílátin, sem þær eru fluttar í, eru skoluð í á, sem rennur um staðinn. Síðan eru börn að leikjum þarna, vaða í ánni og jafnvel for- vitnast stundum um, hvort ekki. gæti-verið eitt.hvað við þeirra hæfi í setuliðssend- ingunum. Væri fróðlegt að vita, hvaða kröfur eru gerð- ar til kunnáttu þeirra manna, sem við svínarækt fást og hvaða heilbrigðisteft irlit er haft með þeim bú- rekstri í landinu. í sjálfu bæjarlandinu, og það meira að segja í þjettbýlum hverf- um, mun vera rekin bæði svína- og alifuglarækt, og má öllum vera það ljóst, hvílíkur óþrifnaður hlýst af slíkum ráðstöfunum. Dreifing matvæla. MEÐ FRAMLEIÐSLU og dreifingu matvæla ríkir j megn óánægja hjer í bæn- um. Enginn vafi er á því, að í Reykjavík eru til matvæla verslanir, brauðgerðarhús, afgreiðslustaðir fyrir fisk, brauð og mjólk, og veitinga- staðir, sem fullnægja hvergi nærri lágmarkskröfum um þrifnað. Þótt innan um sje fyrirmyndar umgengni í slíkum stöðum, er víða mjög ábótavant. Um meðferð og afgreiðslu mjólkur hafa ris- ið snarpar deilur með köfl- um, en aðfinslum stundum verið illa tekið, eða þeim ekki sint. Er það illa farið, að sá misskilningur hefir fest rætur hjá sumum for- ráðamönnum þessara mála, að öll gagnrýni á þeim sje af pólitískum toga spunnið. Betra hefði verið og sjálf- sagt, að taka heilbrigða gagnrýni með skilningi og rannsaka nákvæmlega, hvort aðfinslurnar sjeu ekki á rökum bygðar. — Mitt álit er enn sem fyr það, að enda þótt umgengni og afgreiðsla í sumum mjólkurbúðum sje til fyrirmyndar, sje of víða óhæf húsakvnni og mikill óþrifnaður í umgengni og afgreiðslu. Sama er að segja um afgreiðslu á brauðum og fiski. Umgengni í ýmsum framleiðslu- og afgreiðslu- stöðum matvæla mun vera mjög misjöfn, t. d. þegar brauð og kökur er afgreitt í brauðsölustöðum, hefir var an verið handfjötluð óþarf- lega mikið, áður en hún er komin í umbúðir til neyt- enda. Nær er mjer að halda, að reykvískir neytendur ■sjeu ekki um of.kröfuharðir um framleiðslu og afgreiðslu matvæla. En þá sjaldan að kvartað er, og komið með rjettmætar aðfinslur, er ó- viðunandi að þær sjeu ekki teknar til greina. Mjer er minnisstæð umkvörtun hús móður í blöðunum fyrir skemstu, um skemd bjúgu og súrt kjötfars, en hún fjekk ofanígjöf sem svar. Nokkrum dögum seinna birtist brjef frá Fjelagi kjöt- kaupmanna til borgarstjóra, þar sem skýrt var frá því, að meðferð á kjöti og slát- urafurðum fari síhrakandi ár frá ári, og sje nú orðið óviðunandi ástand. Að þessu athuguðu væri ekki ólíklegt að unga húsmóðirin, sem kvartaði undan skemdu bjúgunum og súra kjötfars- inu, hafi haft á rjettu að standa. Það er augljóst mál, að heilsu manna getur stafað mikil hætta af skemdum mat og sóðalegri meðferð á honum. Og þótt engir skað- legir sjúkdómsfaraldrar hafi komið hjer upp á síðari ár- um, er ékki þar með sagt, að bæjarbúar hafi ekki beð- ið tjón á heilsu sinni af völd um óþrifnaðar. Hjer hafa gengið þrálátir maga- og meltingarkvillar. ,,Þetta er að ganga“, segir fólkið, sæk ir lækna, tekur inn kynstrin öll af meðulum, og svo líður þessi faraldurinn hjá og ann ar tekur við. En minna er hirt um að rannsaka orsakir fyrir því, að slík veikindi I skulu hertaka f jölda fólks | í bænum um sama leitL. Samvinna almennings og yfirvalda. NÚ MÆTTI SPYRJÁ? Hvernig er samvinna milli! almennings í bænum og hins opinbera í þrifnaðar. lögregluþjónar til eftirlits með þrifnaði utanhúss og í stöðum, sem framleiðslti og dreifing matvæla fer fram, og hafa þeir þegar unnið mikið starf eftir aðsjtæðum. Annar þessara lögreglu- þjóna er lærð hjúkrunfar. kona. En í fyrsta Iagi eh þetta starfslið altof fáliÖ- að í jafn fjölmennum bæ, og í öðru lagi er erfitt að taha föstum tökum á þess- um málum, hyað snertir* staði eins og t. d. brauð- gerðarhús, útsölustaðir brauða og mjólkur, veit- ingahús o. fI., þegar nægi- legar víðtækar starfsreglur eru ekki fyrir hendi. Mönn- um er t. d. kunnugt um á hvern hátt mjólkinni erekíð um hinar rykugu götur bæj arins í opnum bílum, án yf- irbreiðslu. Rykið þyirliast um brúsana og síðan er helt úr þeim í ílátin, sem mælt er úr til neytenda. Einnig munu menn hafa sjeð, mjólkurbrúsa koma til bæjarins, þar sem troðið ef dagblöðum eða tuskum á milli loks og brúsþ. svo Jhð mjólkin skvettist ekki upp úr, þegar lokin falla illa. Engin föst ákvæði munu vera til, sem hægt væri að beita í eftirlifi með t.. d. meðferð á óhreinum fatnaði í þvottahúsum, upp þvottaraðbún|aði í matsölu- húsum og veitingastöðum, eða umgengni í sælgætis- fíramleiðslunni, sem bless- uð börnin síðan njóta svo góðs af, svo fátt eitt sje upptalið. málum? Er hún góð eða ill? Næst liggur við að svara: Hún er í altof mörg-| um tilfellum ill eð(a engin. Hvernig víkur því við? verð ur spurt. Svarið gæti orð- ið eitthvað á þessa leið: Hún er ill með tilliti til þeirra, sem þverbrjóta alL ar settar reglur um um- gengisfágun. Menn sem brjóta rúður, slíta upp trje í görðum, troða niður blómabeð, snúa í sunduþ nýjjar og snotrar ru^lakörf- ur, vaða yfir verndaða gras fleti, henda rusli og hrækja fyrsr framan náungans fætur, eru óvinir alirar sið- menningar og eyðileggja um leið þá viðleitni, sem (aðrir sýna í þá átt að lifa í hreinu og fögru umhverfi. Samvinnan eir engin að því leyti, að altof lengi er ým- iskonar ómyndarskapur lát inn dpnkast í því skjóli, að ,,flýtur á meðan ekki sekk_ ur“. ■— Því er nefnL lega svoleiðiá' varíð, að í rauninni vahfar bæinh strangari heilbrigðisreglur að fara eftir, en nú er. Að vísu hafa verið skipaðir í lögreglu Reykjavíkur 2 Vjðtaek heilbrigðis- löggjöf. ÞAÐ ER VONANDI, aö þeim bæjarbúum fjölgi óð_ um, sem vilja ekki sætta sig lengur við það ástnmd, sem nú ríkir í heilbrigðis- og þrifnaðai’málum bæjar- ins, en geri ákveðnar kröf_ u*r til bóta. Hjer þýðir ekki lengur að sletta nýrri bót á gamalt fat og eyða ærnu fje í smávægilegar Ijagfær- ingpr, sem reynslan sýnir að veita enga úrlausn. Það sem verður að gera, er að skipa þessum málum alveg um. Til þess þprf fyrst og fremst vjðtækari heilbrigð- islöggjöf fyrir bæinn. Síðan þarf að ganga stranglega eftir því, að öllum lngafyrir mælum um umgengni og þrifnað sje fylgt og beita sektum, ef út af er brugðið. Alt húsdýra eldi í- bæjar- landinu á 'að btinna, að minsta kosti nálægt bæjar_ hverfum. Þetta er ærið staiT Óg er óhugsandi að hægt sje að ínna það af hendi með því fyrirkomu- lagi, sem nú er og því fá- menna starfsliði, sem bær_ Framh. á 8. síðu. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.