Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 12
Miðvikudag’ur 22. des, 1943, 12 Varðskipið „Þór" auglýsf fil sölu SKIPAÚTGERÐ rikisins er um þessar mundir að auglýsa eftir kauptilboðum í varðskip- ið Þór. í sambandi við afgreiðslu f járlaganna á nýafstöðnu þingi var sardþykt að heirr.ila rík- isstjórninni að selja Þór, ,,en þó því aðeins. að annað hentr ugt skip til fiskirannsókna og landhelgisgæslu verðí keypt í staðinn“, eins ðg segir í heim- ildinni. Svo sem kunr.Ugt er, hefir ,,Þór” að undanförnu aðallega verið notaður til vöruflutninga. Er skipið ekki hentugt til flutninga; það rúmar illa vör- ur, enda upphaflega bygt sem fiskiskip. Ekkert er enn afráðið um það, hvort „Þór" verður seld- ur; fer það eftir því, hvort við- unandi boð fæst í skipið. Svona fara þær fíeslar Flugvjelar eru enn mjög skammlíf tæki, ganga óliemju fljótt úr sjer. Þarf oft eltki nema minni- háttar áfall, til þess að þær sjeu gjörónýtar. Myndin sýnir hrúgu af flugvjelaflökum hjá flugrvelli einum á Ítalíu, eru þetta leyfar möndulveldaflugvjela, sem sumar skemdust í loftárásum, en aðrar , urðu ónýtar af sliti eða óhöppum. Minningaralhofn vegna Hilmis- slyssins Frá frjettaritara Mbl. í ÓlafsvÖc. SUNNUDAGINN 19. des. var haldinn minningarguðs-; Jþjónusta í ungmennafjelags- húsinu að Arnarstapa í Breiðu vík um fólk það, úr Breiðu- víkurhreppi, sem fórst með M.s. Hilmi frá Þingeyri, þau frú Kristínu Magnúsdóttur að Arnarfell'i, fósturson hennar, Trausta Jóhannessonar óg frú Elínu Ólafsdóttur að Hamra- iendum. Minningarræður flut tu f>r. Magnús Guðmundsson, Ól- afsvík og sr. Kjartan Ivjart- ansson, Gíslabæ, sem nú er fcettur til að þjóna Staðarstað- .ö rprestakalli. Söngflokkur •fcöng undir stjórn B.jargar jÞorleifsdóttur að Búðiim. U. fM. F. Trausti og kvenfjelagið Hlíf höfðu á hendi allan und- irbúning að athöfninni og fór luin mjög virðulega fram. Þrír bruggarar feknir Húsrannsókn var gerð í gær í kjallara hússins Hverfisgata 59. Fundust þar 23 heilflöskur og 7 hálfflöskur af fullbrugguðu áfengi. Brugg þetta áttu þrír bræður austan úr Fljótshlíð, frá Flóka- stöðum. Flöskur þessar voru í umtaúð um og voru sýnilega aðfluttar. Síðastliðíð sumar voru tveir af bræðrunum í sumarbústað við Vífilsstaðaveg og fór Björn Blöndal löggæslumaður þangað ásamt lögregluþjónum, fur.du þeir þar fullbruggaðan landa í þrem ílátum og bruggunartæki, því næst fór Björn og lögreglu- þjónarnir austur að Flókastöð- um og fundu þeir þá 4 tunnur af landa, er var í gerjun. Búið var að selja nokkuð af brugg- inu. Eldur í Dráttarbraut Keflavíkur h.f. Smíðahús skemmist í FYRRAKVÖLD um kl. 8 kom upp eldur í Dráttarbraut Keflavíkur h.f. Brann hluti af nýrðurenda smíðahússins. Blaðið hafði tal af fram- kvæmdastjóra fjelagsins, Birni Ólafs og skýrði hann svo frá: í fyrrakvöld á áttunda tíman- um varð. elds vart í smíðahúsi Dráttarbrautar Keflavíkur h.f. Var eldur í norðurenda húss- ins og var slökkviliðinu þegar gert aðvart, ennfremur kom slökkvilið setuliðsins á stað- inn. Þegar slökkvilið kauptúns ins kom, reyndust dælur þess vera í ólagi, vantaði bæði ben- sín og olíu á þær. En slökkvi- lið setuliðsins gekk mjög rösk- lega fram og vil jeg biðja blað- ið að færa því þakkir fyrir hönd dráttarbrautarinnar, því ef það hefði ekki komið á stað- inn, er ekki hægt að segja um hversu alvarlegt tjón hefði hlot ist af brunanum. Sennilegt þykir að kviknað hafi í út frá neistaflugi frá reyk háfi í smíðahúsinu. I smíða- húsinu voru vjelar og ýmislegt fleira, og varð töluvert tjón af völdum vatns og elds, en þeg- ar hefir verið smíðað bráða- birgðahús og gerði fram- kvæmdastjórinn sjer vonir um að vinna myndi hefjast að nýju í dag. London í gærkveldi. Fregnir frá Stokkhólmi hafa það eftir danska útvarpinu, að vatnsturn einn mikill í danska bænum Frederiks'oorg, hafi eyðilagst á dularfullan hátt. — Reuter. „life" sendir Ijós- myndara fil íslands FYRIR NOKKRUM DÖGUM kom hingað til lands Ralp Morse ljósmyndari. Hefir hann starfað hjá vikuritinu Life í Bandaríkjunum frá því árið 1938. Hann mun dvelja hjer um hríð og fyrsta verk hans verður að taka myndir af jóla- hátíðahöldum ameríkuher- manna. Hann mun m. a. fljúga í flugvjel, sem send verður til varðstöðva á útkjálkum til að flytja hermönnum þar jóla- böggla. Ennfremur mun hann taka myndir af jólahátíðahöld- um í herbúðum hjer í nágrenn- inu. Morse hefir og í hyggju, að taka myndir af daglega lífinu hjer á landi, einkum í Reykja- vík. Mun hann taka myndir af hinum nýrri íbúðarhúsahverf- um í bænum, Hitaveitunni, Raf magnsveitunni nýju, ýmsum iðn greinum og fiskiveiðum. Life sendi hingað ljósmyndara haust ið 1941, en útgefandi Life sendi Morse hingað, „þar sem hann hefir í hyggju að birta sannari myndir af Islandi eins og það er í dag“, eins og segir í frjett frá upplýsingadeild setuliðsins. Fluff í samkomusai Laugarneskirkju SAFNAÐARSTARFIÐ í Laug arnessókn flytur nú um jólin í sal þann, sem gerður hefir verið undir austurenda kirkjunnar. Þar munu jólaguðsþjónustur nú fara fram. Er það ánægjulegt fyrir söfn uðinn, að komast í kirkjubygg- ingu síma á jólum, þótt það sje á þenna hátt. íslensk fornril SÖKUM fyrirspurna um út- komu Isl. fornrita þykir stjórn fjelagsins rjétt að geta þess, að VI. bindi Fornritanna, Vestfirð ingasögur voru fullprentaðar í lok októbermánaðar síðastl., en ekki var unt að fá það bundið eða heft nú fyrir jólin á bók- bandsstofum þeim, sem hafa haft það með höndum frá upp- hafi. Má vænta þess, að bindið geti komið á markaðinn um mánaðamótin jan.;— febr. n.k. Ljósprentun Laxdæla sögu er nú lokið og fyrsta sendingin komin hingað til lands. Ætti að mega vænta þess, að hún geti komið á markaðinn í febr. — mars næstkomandi, þó ekki verði það fullyrt. F.h. stjórnar Hins ísl. fornritafjelags Jón Asbjörnsson. Spánverjar móðga ræðismann. Washington í gærkveldi: — Utanríkismálaráðuneytið hjer tilkynnti í dag, að meðlimir Falangistaflokksins spánska hefðu ruðst inn í ræðismúnns- bústað Bandaríkjanna í Val- encia, rifið þar niður myndir og skammað fólk. Sendiherra Bandaríkjanna á Spáni tilkynnir, að hann hafi gert viðeigandi ráðstafanir, bæði í Madrid og Valencia. — Heyrst hefir að tveir af upp- vöðsluseggjunum hafi verið teknir fastir. — Reuter. Árás á Bankok. LONDON í gærkveldi: — Breskar og amerískar sprengju flugvjelar rjeðust í nótt sem leið á höfnina í Bankok, höf- uðborg Siam. Rjeðust þær fyrr nefndu á birgðastöðvar, en þær síðarnefndu á hafnarmann- virki. Skemdir eru álitnar mikl ar. — Reuter. Tjón af skriðufalli á Ospakseyri Skriða fjell síðastl. laugardag úr fjallinu fyrir ofan Ospaks- eyri í Bitrufirði og olli mikl- um skemdum. Blaðið hafði tal ' af sýslumanninum á Hóþnavík í gærkveldi og skýrði hann svo frá, að skriðan hefði fallið á laugardag síðastl., sópað burtu j fjárhúsi og hlöðu, runnið síðan jút í sjó, ert þá myndaðist flóð- ! alda er gekk á land og skolaði burtu með sjer tveim skúrum, ennfremur braut aldan bát. Er skrjðan fjell á hlöðuna j flutti hún hana þar til hún rakst ; á fjárhús. Við áreksturinn eyði- lagðist bæði hlaðan og fjárhús- ið, en svo vel vildi til að ekkert fje var í húsinu, en smalinn var á leið til húsa með kindurnar. Er kindurnar urðu skriðunnar varar tvístraðist hópurinn, en smalinn komst með naumind- um undan. Þá taldi sýslumaður inn það hafa bjargað verslunar húsunum að skriðan hefði fyrst fallið á hlöðuna. Skriðan þekur mikið svæði eða um 300 metra og er mikið af því tún. Ennfremur brotnuðu símastaurar, en í gærkveldi var viðgerð lokið. Vesf ur-íslend inga r hjer í jólaútvarpi til Ameríku VESTUR-ÍSLENDINGAR, scm dvelja lijer á landi ætla að syngja íslenska jólasöngva í útvarpi til Ameríku á ;jóla- dag. Verður þessi söngur lið- ur í alþjóðlcgu útvarpi út- varpsfjelagsins National Broadcasting Company, en Björn Björnsson blaðamaðúr hefir verið fnlltrúi fyrir þetta útvarpsfjelag hjer á landi um tveggja ára skeið og útvarp- að hjeðan reglulega. Útvarps- lið Vestur-lslendinga verður útvarpað frá stöðinni hjer kl. 6,56 e. h. og verður endur- yarpað um milli 200 og 300 útvarpsstöðva vestan hafs. Er þetta eins og áður er sagt, liðiu- í 2 y.t klukkustundar dag skrá, sem NBC útvarpar frá öllum iörtdum heims, þat' sem amerískir hermenn eru stádd- ir. Ragnar II. Ragnar úndir- foringi í hernum, sem áðuú stjórnaði karlakórum Islend- inga í Winnipeg, Norður-Da- kota og Mountain stjórnar stjórnar söngnum og mmf verða 'sungið „Víst er þú .Tes-. ús kóngur klár“ og „Góða veislu gera skal“. Vestur-íslendingar, sem taka ])átt í þessum útvarpslið eru: Dóri Iljálmarsson niajór, AI- vin Johnson, Ilaraldur Zeu- hen og Ingvar Þórðarson frá flotanurn: Wm. Dinuson, Garðar Hjartarson, Guðmund ur Dalsted, Valdimar Björn- son, Jakob Árnason og' Iljálm ar Hermann. 1 þjónustu stjórn, arinnar: Ólafur J. Ólafsson, Iljörvarður Árnason og Jón Björnson. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.