Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 5! _ J\i eiil)jó)(\in ocj ^ iíiÁ í***1*4***** ****** *•* *5mímím5m5m5mí*8m$m8m5m5mím5> ****** •IM****M**,«***H«* *•* ,***«*<i**4«H***»*,«'M«H«**«M**'***»*4«*,«*<t*4**4»**«*4*H«**«**«iM«*4«**»M*M«***M«,*«*******4«< ¥ Hdrið þarf ndkvæma hirðingu Það hefir löngum verið sagt, að hárið væri konunnar mesta prýði. Mun það orðtæki hafa orðið til á dögum síða hársins, þegar það liðaðist í lokkum og fljettum, langt niður á bak, jafn vel niður í hnjespætur. Þá gátu konurnar nær hulið sig í hári sínu, og sú konan þótti hár- prúðust, sem síðast hafði hárið. Það var vitanlega geysimikið og vandasamt verk, að halda slíku hári vel hyrtu og hreinu, enda leið ekki á löngu, þar til fljetturnar fjellu fyrir skærum tískunnar. En skamt er öfg- anna á milli. Um skeið var tísk- an sú, að stúlkur klipptu hár sitt eins og karlmenn, gengu með svokallaðan drengjakoll. En drengjakollurinn var brátt bannfærður, og þess krafist að stúlkurnar væru kvenlegri. Hárið síkkaði og liðaðist á ný í mjúkum bylgjum niður með vöngum, niður á herðar. Nú heyrist sjaldan talað um hárprúðar stúlkur. Nú er sagt, að þessi eða hin stúlkan hafi fallegt hár, ef það er vel hirt og snyrtilegt, og þannig greitt, hvort sem það er sljett eða lið- að, að það fari vel við andlit og höfuðlag. Þessvegna er um að gera að hirða hár sitt vel, til þess að það sje, nú sem fyrr, konunnar mesta prýði. „Aðal-manninum geðjast vel að mjer, svo að jeg get fengið hlutverk í hvaða mynd sem jeg vil“. Það var verið að þvo hár mitt á einni af betri snyrtistof- um Hollywood-borgar, þegar- þessar fróðlegu upplýsingar komu svífandi úr hinum enda stofunnar. Þar eð jeg heyrði, að röddin tilheyrði upprenandi stjörnu við. eitt af stærri kvik- myndafjelögum Hollywood, lagði jeg við hlustirnar eins og jeg gat og það gerðu víst fleiri,; því að eins og allar konur vita, er snyrting, hárþvottur og hár- lagning ekki alt, sem þær fá á snyrtistofunum. „Hver kærir sig um þessa hundleiðinlegu konu hans? Jeg get hreint ekki verið að gera mjer rellu út af þvi, þótt kven- fólk sje lítið hrifið af mjer. Hann er hrifinn af mjer, og það er aðalatriðið. Jeg kemst áreiðanlega áfram“. Við hefðum, að jeg held, get- að myrt hárgreiðslustúlkuna með köldu blóði, þegar hún alt í einu stakk ungfrúnni inn und- ir þurkuna, og setti á fullan straum. Jæja. Jeg get aðeins sagt ykk ur það, að þessi unga stúlka kemst ékki áfram, a. m. k. ekki eins og hún vill sjálf., Jeg hefi haft augu mín opin þessi ár, sem jeg hefi dvalið í Holly- wood, og komist að nokkrum niðurstöðum, scm eru mikil- vægar fyrir ungar stúlkúr hvar sem er, jafnt og hinar ungu, upprennandi stjörnur Holly- wood-borgar. Ein þeirra er: Ef þjer viljið ná góðum árangri einhversstaðar, hvort sem það er við eitthvert starf eða aðeins í einkalífi yðar, þá er ekki að- alatriðið, að karlmönnum geðj- ist vel að yður, heldur yðar eigin kyni, konunum. Það er mikilvægara, hvort sem þjer kappkostið að ná góðum árangri á skrifstofunni eða í hjónaband inu að koma sjer vel við kven- þjóðina. Það virðist vera svo, að sjerhver karlmaður sje að ein- hverju leyti undir áhrifum þeirrar konu, sem er honum ná komnust, bæði á heimili hans og utan þess, þótt hann vitan- lega fengist aldrei til þess að viðurkenna það. Mjer líkar yfirleitt mjög vel við konur, eins og eðlilegt er, þar eð þær eru kynsystur min- ar, og jeg trúi því, að eðlileg samúð sje ríkjandi milli allra kvenna, en andúð milli karla og kvenna. Baráttan milli kynjanna er jafngömul Adam og Evu, og mun halda áfram, þar til konur og karlar njóta fullkomins jafnrjettis. Karlmönnum er illa við kvenþjóðina sem heild, þótt þeim geðjist ef til vill vel að einstaka stúlku. Og konum mun einnig vera illa við karlmenn sem heild. Þær finna til hinn- ar aldagömlu kúgunar, er kon- an hefir átt við að búa af mans- ins hálfú, finna til þess, að hann hefir um aldaraðir svipt hana stöðu þeirri í þjóðfjelaginu, sem henni bar, sökum andlegra og líkamlegra hæfileika sinna. Þótt staða konunnar í þjóð- fjelaginu sje nú nokkuð breytt frá því sem áður var, vantar enn mikið á, að hún sje fylli- lega rjettmæt eða henni sam- boðin, og það er engúm öðrum að kenna, en karlmönnum. Frumskilyrðið til þess að komast áfram í heiminum er því að koma sjer vel við kven- þjóðina, eða svo segir a. m. k. Veronica Lake, og hún ætti að vita það! Hjer á eftir fara nokkrar ré j- leggingar, gefnar af velþektum amerískum sjerfræðingi um, hvernig fara eigi með hárið. Hárþvotturinn. Frumskilyrðið til þess, að hár ið sje fallegt, er að það sje hreint. Margar stúlkur halda, að það sje vont fyrir hárið, að þvo það oft. Það er mesti mis- skilningur. „Stjörnurnar“ í Hollywood, er ættu að vita manna best um alt, er að fegr- un og snyrtingu lýtur, þvo t. d. hár sitt 4—5 sinnum í viku. Ef hárið er mjög feitt, eða ef þjer búið í stórborg. verður að þvo það einu sinni í viku. En sje það mjög þurt, er nóg að þvo það einu sinni á hverjum tíu dögum éða einu sinni í hálf um mánuði. Hárið þvæst best, sje það þvegið undir „sturtu“. En sje það ekki hægt, verður a. m. k. að þvo það úr þrem vötnum. Burstið hárið! Ommur okkar hafa stært sig af því að hafa burstað hár sitt hundrað strokur á hverju kvöldi á sínum yngri árum. En heimur versnandi fer. Þær eru sjálfsagt ekki margar, ungu stúlkurnar núna, er gefa hár- inu hundrað strokur með burst anum á hverju kvöldi. Þær láta sjer nægja að greiða laus- lega úr því flækjumar og setja i það „krullupinna“. En hárið verður ekki fallegt með því móti. Lágmarkið er að bursta það í fimm mínútur á hverjum dégi, ánnaðhvort á kvöldin áður en háttað er, eða á morgnana. Best og fljótleg- ast er að nota tvo bursta, ekki mjög stóra. Burstinn á fyrst og fremst að vera vel hreinn, með stinnum hárum. Fyrst á að greiða allar flækjur úr hárinu, síðan bursta það upp frá ertni og gagnaugum og svo frá hnakkalið. Klippið hárið oft. Það á að klippa neðan af hárinu eða þynna það einu sinni á hverjum sex til tólf vikum, eftir því, hversu ört það vex og hversu þykt það er. Það er verra að láta hárið fara vel, ef það er mjög sítt eða þykt. Gott að nudda hársvörðinn. Ef hárið er farið að detta af eða liturinn er farinn að ljókka, er mjög gott að nudda hársvörðinn vel með íingrun- um kvölds og morgna. Best er að byrja upp frá enninu og halda svo aftur eftir höfðinu, og nudda með litlum, hringlaga hreyfingum. felárlagning. Sjer hver kona ætti að vera fær um að leggja hár sitt sjálf. Til þess að leggja hár þarf sjerstakan vökva, sem lagaður er úr hörfræi, gott hárnet og hárklemmur. Enn fremur ör- litla þolinmæði og handlagni. Ef hár yðar er mjög sítt, ættuð þjer að fljetta það yfir nóttina. Permanenthárliðun. Það eru í raun rjettri aðeins eldri meðlimir kvenþjóðarinn- ar, sem gera sjer fulla grein fyrir, hvex-su dásamleg upp- götvun pcrmanenthárliðunin er. Þær muna þá tíð, er þær urðu að glíma við krxltluskær- in í hvert skifti, sem þær vildu taka sig vel út, með þeim ár- angri, að þær brendu bæði hár sitt og fingur. Það tók a. m. k. klukkutíma að setja í hárið viðeigandi krullur og liði, og kæmi örlítill vindgustur eða iágningai-skúr, var öll dýrðin á bak og burt. Það er misjafnt, hversu vel hárið þolir Permanentliðun. Ef þjer hafið einu sinni rekið yð- ur á, að hár yðar þolir illa Permanentliðunina, ættuð þjer ekki að láta liða það, eða a. m. k. að láta líða langan tíma á milli. Annai's er altaf gott að hvíla hárið á milli, og verður thárliðunin því endingarbetri, því lengur sem hárið er hvílt. Fullkomið veitsluborð Þannig lítur fullkomið veisluborð út. Blómin í skálinni eru gul, eins og kertin. Gott er að bera bómolíu í hár ið nokkurn tíma áður en það er Pei'manentliðað. Þurt hár. Þurt hár getur komið af of miklu sólskini (varla hjer á Islandi samt), of tíðri hárlagn- ingu eða vondri Permanent- hárliðun, of lítilli burstun eða ef of lítið er borðað af feitmeti. Við of þurru hári á að borða mikið af feitmeti, drekka lýsi og mjólk og nudda vel hársvörð inn. Bursta hárið mikið og nudda í það bómolíu áður en það er þvegið. Best er að láta olíuna vera í hárinu yfir nóttr- ina, áður en það er þvegið, en sje það ekki hægt, er gott að vefja heitu handklæði utan um hárið, rjett áður en það er þveg ið. Gott er að setja dálítið af Borax út í vatnið. Feitt hár. Ef þjer hafið of feitt hár, ættuð þjer að ganga sem mest berhöfðuð eða með ljettan höf- uðbúnað, viðra hárið mikið og láta sólina skína á það. Gamalt og gott ráð víð feitu hári er að nudda einni mat- skeið af salti vel inn í hár- svörðinn áður en hárið er þvegið. Ef hárið dettur af er það oft merki þess, að eitt- hvað sje að heilsunni. Ef það lagast ekki, þótt þjer burstið hárið meira, þvoið það oftar o. s. frv., ættuð þjer að láta at- huga heilsufar yðar. Flasa. Stöðug flasa ber einnig vott um, að heilsufarið sje ekki gott Það er mjög erfitt að uppræta flösuna, og verða þeir, sem hafá flösu, að gæta stakasta þrifnaðar, því að flasan er smitandi. Þvo verður greiður og bursta einú sinni í viku úr sótthreinsunarlyfi. í bókinni „Fegrun og snyrt- | ing“ er kend mjog erfið aðferð til þess að ná úr flosu. Sje far- ið nákvæmlega eftir því, sem þar stendur, er sennilegt, að j flasan hverfi. Nýtt kvennablað „NÝTT Kvennablað“, 1. tbl. 5. árg., hefir borist blaðinu. Efni heftisins að þessu sinni er: Hjúkrunai'konur og Ijós- mæður í sveitum (G. St.) ,Upp runi Nýja testamentisins (Geir þrúður Bernhöft, stud. teol.), Jakobína Johnson. skáldkona (Guðrún Erlings), Fjelagslegt öryggi (María J. Knudsen), Hyllingar, saga (Ragnheiður Jónsdóttir), Jeg hlusta á söng þinn, svonur, kvæði (Ingveld- ur Einarsdóttir), smælki, handa ■ vinna o. m. fl. Heftið er mynd- |um prýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.