Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 8
8 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. mars 1944 „Maður og kona" Íeiktð á Húsavík Frá frjettaritara vorum á Húsavík. • LEIKFJELAG HÚSAVÍKUR hafði í fyrrakvöld frumsýn- ingu, fyrir fullu húsi, á sjón- leiknum ,,Maður og kona“. Gerðu áhorfendur góðan róm að sýningunni. Með aðalhlutverkin fara þessir: sjera Sigvaldi (Njáll Bjarnason kennari), kona hans (Katrín Sigurðardóttir), Þór- dís og Sigurður í Hlíð (Aðal- björg Jónsdóttir og Birgir Steingrímsson), Sigrún (María Aðalbjörnsdóttir), Þórarinn (Haraldur Björnsson), Staðar- Gunna (Laufey Vigfúsdóttir), Tjálmar tuddi (Sigurður Krist- jánsson), Meðhjálparinn (Bene dikt Jónsson), Egill sonur hans (Egill Jónasson), og Hall- varður (Einar M. Jóhannes- son). Leikstjóri er Sigurður Krist- jánsson, en Jóhann Björnsson hefir málað leiktjöld og sjeð um leiksviðsútbúnað, sem alt er prýðilega gert. Leikurinn þykir yfirleitt vel leikinn; þó mun leikur þeirra Njáls Bjamasonar og Aðal- bjargar Jónsdóttur vekja sjer- staka athygli. London: — Flokkar Mosqu- ítoflugvjala hafa nú bækistöðv- ar í Burma, og hefir þetta orðið til þess að loftsókn Breta hefir þrðiið umfangsmeiri að degi til. Japanar sögðust hafa skotið nið þr Mosquitoflugvjel snemma á þessu ári yfír Burma. Einnig nota Bretar mikið Hurricane- flugvjelar í sókn sinni gegn Jap önumí Burma og auk þess Vengeance-steypiflugvjelar. — 90 þús. flug- vjela á fjórum r London í gærkveldi. Stríðsframleiðslumálaráð- herra Breta gaf í dag skýrslu um hergagnaframleiðsluna í Bretlandi undanfarin fjögur ár og kvað hafa verið smíðaðar alls 90.000 flugvjelar á þessu tímabili, mest sprengjuflug- vjelar. Einnig kvað hann hafa verið smíðaðar 83 þúsund skrið dreka og annara hernaðarvagna og 5 '/2 miljón vjelbyssna af öll- um stæroum og gerðum. Kvað ráðherrann þetta vera mjög góður árangur í framleiðslunni. — Reuter. Ómagauppbótin samþykt ALÞINGI samþykti í gær með 38:10 atkv. ,,að fela ríkis- stjóminni að greiða á sama hátt og s.l. ár, þar til önnur skipan verður á gerð af Al- þingi, uppbætur þær, er til- greindar eru í 3. málsgr. 1. gr. laga nr. 48 frá 30. júní 1942“. Hjer er um að ræða uppbót vegna ómagaframfærslu. — Greiðslur þessar studdust við heimild í lögunum frá 1942. Stjórnin hafði auglýst, að hún myndi ekki nota heimildina lengur. En nú hefir Alþingi lagt svo fyrir, að uppbótin skuli greidd áfram. Er áætlað að þetta muni nema um hálfri miljón fyrir ríkissjóðinn. Bæj- arfjelögin hafa greitt samskon- ar uppbætur. 1 Skrlfstofustari I | Skrifstofumaður eða stúlka, sem gæti haft á I I hendi ljett bókhald og aðrar skriftir, óskast I $ hálfan eða allan daginn. — Umsóknir send- I I ist afgreiðslu Morgunblaðsins í lokuðu um- I i slagi fyrir 14. þ. m., með upplýsingum um I | fyrra starf, svo og kaupkröfu, merkt: „300“. i Valdimar Gubjónsson Fæddur 21. ágúst 1897. Druknaði 11. janúar 1944 af Max Pemberton. KVEÐJA frá foreldrum, konu, börnum og systkinum. O, þú ert horfinn, elsku son og bróðir, ástríkur faðir, vinur kær og maki, við burtför þína eru hugir hljóðir, hjervistartími er lokast þjer að baki. A botni hafsins búin var þjer hvíla, blómkransar djúpsins líki þínu skýla. Að koma heim, var hjartans insta þráin hraustur og glaður, ástvinina að finna, en svo varð eigi, því að þú ert dáinn, og þinn lá vegur upp til ljóss heimkynna. Enginn má forðast örlaganna dóma , þá æfidagsins feigðar-klukkur hljóma. Samvera þín var sjerhverjum til gleði, sem með þjer voru’ og höfðu nokkur kynni, alt lífsstarf þitt þú vanst með glöðu geði og gleymdir aldrei neinni skyldu þinni. Foreldrar, kona, börn og systkyn syrgja sjómanninn góða er hafsins öldur byrgja. Við kveðjum þig með kærleiks orðum þýðum, og klökkum huga, fyrir liðna daga. Harmleikinn mikla í sjó og stormi stríðum stílaðan, geymir landsins hetjusaga, nöfn þeirra ei heldur verða máð úr minni, sem með þjer voru á síðstu heimferðinni. Með hlýrri þökk frá hópnum vina þinna, þú hjeðan ferð úr djúpi sorga’ og nauða. A æðri stöðum færðu verk að vinna vakin á ný til lífs frá holdsins. dauða. Freiðandi öldur framar ei þjer granda því farinn ertu heim til sólarlanda. Astvina þó að blæði sorgar sárin og söknuð veki burtför þín úr heimi, á tímans bárum líða æfiárin aftur uns finnumst guðs í dýrðarheimi. Sofi því hold í sælli ró og friði, sálin þín vakir glöð með englaliði. Ágúst Jónsson. 12 skipum sökt ^London í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan gefur í gær út fyrstu fregninga um langan tíma um mikinn árang- ur þýskra kafbáta. Er sagt að þeir hafi að undanförnu sökt 12 skipum úr skipalestum á Indlandshafi og Atlantshafi, — samtals 71,000 smálestum að stærð. — Reuter. ■ - Spilium ekki friðí Framh. af bls. 5. S. í. og svo mun áfram, ef ekki er farið með ýfingar og hnúta- köst. En sá leikur er engin í- þrótt. Íþróttalífið í sveitum landsins hefir víða aukist hin síðustu ár og er það mjög ungmennafje- lögunum að þakka. Eftir að í- þróttalögin gengu í gildi 1940, hefir byrinn aukist í seglin. I seinni tíð hefir U. M. F. |. hald- ið tvö landsmót, í Haukadal 1940 og að Hvanneyri síðast- liðið vor. Bæði þessi mót fóru hið besta fram og mega teljast til þróunar fjelagsskapnum. Það er nauðsyn fyrir U. M. F. í. og um leið til eflingar íþrótta lífinu að þessi mót sjeu haldin með hæfilegu millibili, t. d. fjórða hvert ár. En eigi að draga þetta mál úr höndum ung- mennafjelaganna, þá er það sama og að vefja fjötrum að fótum þeim. En jeg vona að enginn sannur íþróttavinur vilji verða til þess. Landsmót U. M. F. í. eru að- allega fyrir menn úr dreifbýl- inu þar sem ungmennafjelög eru starfandi. I Morgunblaðinu 2. nóv. s. 1. er þess getið að landsmót U. M. F. I. leiði til sundrunga í íþrótta lífinu. Þetta er sagt í sama til- gangi og höfundur Þróttargrein arinnar vill vera láta, að draga að mestu íþróttamálin úr hönd- um U. M. F. í. En jeg ætla að ungmennafjelögin mótmæli þessu. Samstarfið hefir verið gott til þessa og mikið hefir á- unnist. Spillum ekki friðnum. Sigurður Greipsson, Haukadal ScENE — GBNBRAL NOS’P/TAL YOUNS WOMAN, YMEfZE te> TUE INJURED MAN YOU SAtD YOU HAD IN yOUR CAR? r-r CAN'T UNDERSTAND IT... NE WA£> HERE A MINUTE AFRAtD l'LL NAVE 7O HOLD yOU FOR 7HE POLICE ! ThJAT MAN WAS ALEXJHE OREAT, THE ESCAPED WtURDERER / WhiAT? oH HEAVENS! ^ SEEMS to be some COMMOTION AROUND THAT GREEN CAR, SERSEANTÍ ívÞ/, THAT AAUGT 5E THE CAR WE'RE LOOKING At TÚ/5 MOMENT, ALEX SLIPS unnoticed through the ^ Læknirinn: — Hvar er særði maðurinn, sem þjer sögðust vera með, ungfrú? Stúlkan: — Jeg skil þetta ekki ... hann var hjer fyrir augnabliki síðan. Læknirinn: — Jeg er hræddur um, að jeg verði að fara með yður til lögreglunnar. Maðurinn var Alexander mikli, strokufanginn og morðinginn. Stúlkan: — Hvað? ... Guð hjálpi mjer. X-9: — Það virðist vera alt í uppnámi hjá græna bílnum þarna, en sjáum til, það hlýtur að vera bíllinn, sem við erum að leita að. Förum þangað. Á þessu augnabliki fór Alexander mikli — án þess að nokkur veitti honum eftirtekt — í gegnum s j úkrahúsgarðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.