Morgunblaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 7
Sunimdagur 12. mars 1944 MORGUNBLAÐIÐ T LEYNISTARFSEMIN í BELGÍU Þegar Þjóðverjar rjeðust inn í Belgíu, var jeg í París í erindum ríkisstjórnarinn- ar. Kona mín, Maria, og börn okkar, Lucienna, þá níu ára gömul, og Claude, þá þriggja ára gamall, 'C'oru heima í Andwerpen. Mjer tókst að ná sambandi við Maríu símleiðis. Jeg sagði við hana: „Farðu með börn- in.í bifreiðinni okkar til Biarritz. Bíddu þar eftir mjer. Heyrirðu til mín?“ Hún svaraði: „Já. Biarritz*. Á jeg að ...?“ Þá var sam- bandið rofið. Jeg varð að halda kvrru fyrir í París vegna starfa minna. Engar fregnir bár- ust frá Maríu. Eftir ófarirn- ar við Dunkerque, var mín ekki lengur þörf í París. Þegar skriðdrekar nasista ruddust inn í Parísarborg, slóst jeg í för með þremur fjelögum, sem höfðu bifreið til afnota, og steyptum við okkur út í flóttamanna- strauminn suður á bóginn. Eftir þriggja daga ferðalag undir sprengjuregni og kúlnahríð, náðum við til Biarritz á frönsku strönd- inni, skamt frá spænsku landamærunum. Þar rakst jeg á Maríu, börnin og litla hundinn okkar, Fifi, í litlu matsöluhúsi. Við María sát- um á ráðstefnu alla nóttina. Hiært gátum við farið? Það var María, sem tók ákvörðunina: „Mjer finst ragmenskulegt að hlaupast á brott. Og við getum ekki verið hjer. Þess vegna .. „Þess vegna skulum við fara heim“, bætti jeg við setninguna. Snemma morguninn eftir frjettum við, að Þjóðverjar væru að hernema alla frönsku ströndina. Við tróð- um okkur inn í bifreiðina, sem þegar var hálffull af farangri okkar, og hjeldum inn í landið norður á bóg- inn. Var þetta erfitt ferða- lag. Við gistum á þeim stöð- um, þar sem við vorum stödd, þegar myrkrið skall yfir, en sífelt nálguðumst við landamæri Belgíu. Fjöl- skylda mín sýndi mikið þrek og kjark. Margt er hægt að fá fyrir peninga. Þótt kynlegt kunni að virðast, þá höfðum við mest ar áhyggjur út af tíkinni okkar, Fifi, því að hún var hvolpafull. Var mjög tekið að nálgast þann tíma, er hún skvldi „verðá ljettari“. Svaf hún í körfu ofan á farangrinum og Ijetu börn- in sjer mjög ant um hana. Um hádegi komum við að virki á veginum, þar sem tveir hermenn stóðu vörð. Foringinn var sjálfbyrg- ingslegur unglingur. Hann hlustaði með fullkomnu kæruleysi á frásögn mína um það, að okkur langaði til þess að snúa aftur til Belgíu. Áður en honum gæf ist ráðrúm til andsvara, lagði jeg 500 franka á stól- bríkina hjá honum. „Toll- Skrásett af Don Eddy Fyrri grein Eftirfarandi grein er frásögn foringja ieynistarfsem- innar í Belgíu. Maður þessi er nú staddur í Bandaríkj- unum og hefir þaðan samband við leyniflokkana heima í Belgíu. Tilkynningar þeirra berast til hans eftir leið- um, sem ekki er leyfilegt að minnast á. Hann hefir siðan milligöngu um að útvega þeim þa*r nauðsynjar, sem þá skortir. Nafni hans er haldið leyndu, því að tvö ung börn hans eru enn í Belgíu. og I>jóðverjar hafa auk þess lagt stórfje til höfuðs honum. Greinin birtist í ameríska timaritinu „The American“. Flóttafólk á vegTim í Belgíu. greiðsla“, sagði jeg, eins og fremur verið rugluð en þetta væri mjög eðlilegt. Hann lagði annan hanska sinn ofan á peningana og sagði hárri röddu: „Það er ómögulegt. Þessi vegur er lokaður“. Síðan bætti hann við í hálfum hljóðum: ,,Far- ið 200 metra til baka, og ak- ið götuna til vinstri. Hún liggur framhjá götuvirk- inu“. Stundarfjórðungi síð- ar vorum við aftur komin á þjóðveginn. í tvo daga ók- um við gegnum landsvæði, þar sem ógeðslegt var um að litast. Hvarvetna gat að líta dauða hesta, rændar borgir og yfirgefna búgarða. Við ókum framhjá ógeðsleg- um leyfum flóttamanna- hóps og stóð barnavagn mitt á milli líkanna. Þýskir her- menn voru að taka grafir skamt frá veginum. Eitt sinn vörpuðu þýskir hermenn súkkulaði til barnanna. Um kvöldsetur náðum við til borgar nokkurrar. Bann að var að ferðast eftir að gröm. Eins og flestir aðrir Evrópubúar, hugsuðum við okkur styrjöld sem eymdar- iegan en óhjákvæmilegan þátt tilverunnar — fremur stjórnmálalegs- en persónu- legs eðlis. Frá fvrri heims- styrjöldinni minnist jeg að- eins æsinganna. Jeg þekkti þá nokkra Þjóðverja. Þeir komu mjer ekki fyrir sjónir eins og 'nasistarnir nú — trvltir og miskunnarlausir. Reiðin náði þó fyrst al- varlega tökum á okkur, þeg- ar við komum til ættaróðals föður míns í nánd við And- werpen. Þýskir hermenn höfðu notað eina álmu húss- ins sem pútnahús, en í öðr- um herbergjum lágu lík á víð og dreif. Ágætustu vín- um hafði verið rænt úr kjall aranum, en annað, sem þar var, brotið. Krystal og öðr- um glervarningi hafði verið hent í veggina. Húsið var á að hta sem sláturhús. Húsið okkar í borginni var dimt var orðið. Þýskur her- ^ óskaddað, enda þótt atvinna maður fór með okkur að.mín væri búin að vera. Við yfirgefnu húsi og benti okk ! reyndum að taka aftur upp ur þar á herbergi til þess að i venjulegt hferni. Erfiðasta sofa í. Virtist þetta mjög vandamálið var maturinn. kurteis framkoma, en morg- Tvö pund af tei kostuðu uninn eftir komumst við að 325.00, og annað eftir því. raun um annað, því að öllu Þetta var verðlagið á leyni- verðmætu hafði verið rænt markaðinum, og Þjóðverjar úr bifreið okkar um nótt-! ráku sjálfir þau viðskifti. ina. Þegar jeg mótmælti Þeir ákváðu hámarksverð iþessum aðförum, lofaði hjá kaupmönnunum, en þýskur foringi að rannsaka neituðu þeim síðan um allar málið — og seldi okkur ben- sín fyrir tífalt verð. Þessi styrjöld er Öðru vísi en allar aðrar styrjaldir. Alt til þessa höfum við vörur. Þýskir foringjar seldu aftur á móti allskon- ar varning með alt að þús- undíöldu hámarksverði. — Hermenn voru jafnvel sendir heim til fólks með vörurnar. En erfiðleikarnir við að halda í sjer lífinu eru meiri en nokkur getur gert sjer í hugarlund. Næringarskort- urinn er orðinn þjóðarsjúk- dómur. Aumkunarverðustu fórnarlömbin eru þó börn- in. Flyt jeg guði á hverju kvöldi þakkir fyrir það, að vinir mínir í leynistarfsem- inni gæta litlu barnanna minna, þar til stund frels- isins kemur. Jeg óttaðist, að jeg mvndi missa vitið, eftir því sem leogra leið. Jeg gat ekki sof- ið, og taugarnar voru að bila. Þjóðverjarnir — þótt ekki væri nema nærvera þeirra, að horfa á þá, hroka- full ósvífni þeirra, auglýs- ingar þeirra á veggjunum og andstyggileg hræsni þeirra — voru óþolandi. Það var eins og að hafast við i búri með villidýrum, sem ljeku sjer með okkur eins og kött- ur að mús. „Við verðum að berjast“. Nágranni okkar \-ar gam- all maður, næstum 75 ára að aldri. Hann neitaði þrá- kelknislega að beigja sig fyrir Þjóðverjunum. Dag nokkurn fjekk hann lánað reiðhjól og hjólaði út í sveit. Keypti hann þar nokkrar kartöflur af bónda einum. Þegar hann hjelt heim aft- ur, var hann gripinn af þýskum umferðavarðrnönn um. Börðu þeir hann misk unnarlaust og vörpuðu hon um út úr bifreið við dyrnar á heimili hans. Andaðist hann næstu nótt. Jeg fór nú á fund vitrasta og besta rnannsins, sem jeg hefi nokkru sinni þekt. — Hann hafði verið kennari minn við háskólann. Jeg sagði honum eins og mjer bjó í brjósti. Þegar jeg hafði lokið máli mínu. sagði hann rólega: „Jeg hefi beðið eftir manni eins og þier. Við verð um að beriast". Við rædd- umst við til miðnættis og gerðum áætlanir. Þetta var upphaf leynistarfseminnar. Fyrstu aðstoðarmenn okkar voru þrír ungir ættingjar hans. Eftir þetta kvÖId röskuðu Þjóðverjamir ekki lengur sálarró minni. Jeg gat jafn- vel brosað til þeirra, ef þess þurfti með. Þetta er ein- kennilegt, og mig langar til þess að þið skiljið það. Það verður einhver breyting innra með manninum. Per- sóna hans verður tvískipt. Annars vegar er hann ör- uggur. Hins vegar er hann hefnigjarn andi, sem logi mótspyrnunnar býr í eins og slökkvandi bál. Það ef ekki eins og í kvikmyndunum. Við berj- umst ekki af æfintýraþrá eða til þess að afla okkur frægðar. Við berjumst vegna þess, að innri kraft- ! ur knvr okkur áfram. Vegna þess, að með því getum við látið tilfinningar okkar í ljós ög hjáípað öðrum. Við notum ekki mælistiku til þess að meta- hæfni þeirra, sem við veljum til barátt- unnar með okkur. Við not- um hitamæli, sem við sting- um í hjarta okkar. Ef þar er nægilegt bál, þá eru þeir þess verðir að vera teknir í samfjelag föðurlandsvin- anna. Við bygðum samtök okk- ar hægt upp. Tókum við að- eins einn mann í einu og lögðum meiri áherslu á gæð in en magnið. Aðrir hópar mvnduðust. Við mynduðum samband þeirra á milli. í dag erum við heill her. í dag sýður mótspvrnan ura alla Belgíu. Næstum fjórði eru virkir í leynistarf- hluti íbúanna þátttakendur seminni. Hinir veita óvirka aðstoð, eftir því sem auðið er. Starfsemin er vel skipulögð. Við erum í tveimur skipu- lögðum flokkum: Vopnuðu fylgingunni og sálrænu fvlk ingunni. Hver flokkurinn fyrir sig hefir ákveðna leið- toga, en báðir vinna þeir undir sameiginlegri yfir- stjórn, sem í Belgíu sjálfri hefir ekki neina ákveðna að albækistöð. í aag getur ba>ki stöð hennar verið í íbúðar- húsi i Brussel, en á morgun í tannlæknastofu í And- werpen eða Liége. Við vinn- um með hernaðaraðferðum. Ef ein varðstöð er slitin úr sambandi, tekur önnur þeg- ar við. Ef jeg ætti að devja í nótt, myndi annar maður samsíundis koma í minn stað. Loginn flöktir aldrei. Mótspyrnunni lynnir aldrei. Hvað vopnuðu fvlkinguna snertir,' þá get jeg fullvissað ykkur um það, að hún er einhver besti her heimsins, i hlutfalli við mannfjölda. Jeg get einnig skýrt frá því — þar sem Þjóðverjum er það fullkunnugt — að her þessi starfar einkum í Ar- hennahálendinu. Að degi til eru meðlimir hans bændur, verslunarmenn og vagnstjór ar, en að næturþeli eru þeir hermenn, vel búnir að vopn um og farartækjum, þjálf- aðir í því að láta höggin falla með banvænum hraða og leikni. í upphafi höfðum við ekki vfir að ráða nema andlegum vopnum. Við ákváðum að berjast gegn þýskum áróðri í Belgíu. í því skyni var La Libre Belgique (Hin frjálsa Belgía) — leyniblaðið í síð- ustu heimsstyrjöld — vakið til lífsins á ný. Sjálfboða- liðar anndst dreifingu þess, og hafa Þjóðverjar klófest marga þeirra. Prentsmiðj- una höfðum við orðið að flytja hvað eftir annað. En blaðið hefir þó ætíð komið út á rjettum tíma. Er jeg stoltur yfir þvi, að eitt ein- tak af hverju einasta blaði hefir verið lagt á skrifborð von Falkenhauser,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.