Morgunblaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. mars 1944. Miuningarorð um HANN var fæddur að Borg í s|cötufirði 28. sept. 1889. For- eldrar hans voru María Jó- hannesdóttir og Þorsteinn Gíslason, Gíslasonar Jónssonar formanns í Ögurnesi, en Þor- steinn var brót'ir Árna Gísla- sonar yfirfiskimatsmanns á Jóhannes ólst upp hjá for- eldrum sínum að Borg, og mun snemma hafa farið að fara á sjóinn með föður sínum, því að aflasælt var oft á Borgarbót, bæði af fiski, síld og kolkrabba. ísafirði. Jóhannes heit. þekti jeg ekki íyrri en eftir tvítugsár okkar, og mátti pá segja um hann, að hpnn væri bæði „ljúfur og kát- ur, en ljek sjer eigi úr máta“. Hann kom til mín í skiprúm 1916 og gerðist þá vjelgæslu- maður. Brátt sá jeg, að þarna var enginn óvaningur að verki þegar á dekkið kom. .— Enda hafði hann þá verið í skiprúmi hjá Áma föðurbróður sínum, Einari Þorsteinssyni frá Eyri og Hrólfi Jakobssyni, en allir þessir menn varu viðurkendir afla- og sjósóknarmenn við ísafjarðardjúp. — Vjelgæslu- staríið gekk einnig vel hjá hon um, en ekki var þá siður að hafa Hc-ma einn mann við vjel- ina og það í hjáverkum. Árið 1918 viltums við eigend- ur bátsins , ísleifur“, inn á að kaupa svokallaða kraftaukn- ingu á okkar góðu vjel. En þetta vhr ýtarlega auglýst frá verk- SBiiðjunni og varð þá töluverð breyting á vjelinni til hins verra, og get jeg ekki sagt að hún bæri sitt bar nokkurn tíma upp frá þessu. : í nærfelt 3 ár glímdi Jóhann- es við galla og bilanir þessarar vjelar, og jeg verð að endur- taka það hjer, að Jóhannes Þor- steinsson reyndist mjer á þessu tímabili svo þrautseigur og jafnlyndur, að betra varð ekki á kosið. Þótt jeg hirði ekki um að tiigreina sjerstök tilfelli, þá hefði verið leitun að þeim manni, sem hcfoi getað staðið í þessu vjelarrúmi nótt með degi, eins og hann gerði; Veturinn 1917 varð hann fyr ir þeirri sorg að missa konu sína, Jóbönnu Pjetursdóttur, frá þremur kornungum börn- um, en sjálfur fjarverandi. Um það leyti fór að bera á vín- nautn hans, og í ársbyrjun 1922 varð hann fyrir þvi slysi, að missa tvo fingur af hægri hendi og skemdist höndin mik- ið að auki, og átti hann lengi í þessu. Hann mun hafa verið mikið kvíðinn fyrir að geta ekki orðið aftur vel verkfær sjómaður, eins og hugur hans hneigðist helst að. Einnig munu fleiri vonbrigði hafa orðið á vegi hans um þetta leyti. En hann varð aftur full verkfær sjómaður að vel flestu leyti, en hvaða hugarfars átak þarf til slíks? Nokkuð var það, að hann breyttist nokkuð mikið við þessi áföll, var þó áfram góður drengur í botn og grunn. Það sem kemur mjer til að skrifa þetta niður, er það, að mjer virtist þessi maöur vera á seinni árum sínum misskilinn einstæðingur, sem fjekk allt of margar hnúíur fyrir litlar sak- ir, venjulegast þó í sambandi við mótstöðuleysi hans gagn- vart vínnautninni.Hann drukkn aði í ofviðrinu 12. febrúar þ. á. á mb Njörður frá Vestmanna- eyjum, í fyrstu eða annari sjó- ferð sinni á því skipi. Vertu sæll, vinur! Og þökk fyrir margar samverustundir á mb Isleifi. Guðmundur Þ. Guðmundsson Páll Jónsson skipstjóri MlKLAR eru þær fófnir, ér við Ðýrfirðingar verðum að | færa JEgi fyrir gjafir hans okk úr ti! handa. Hvert stórslysið hefir rekið annað, með stuttu millibili. Fyrst 2 sama árið, ,,Fróði“ og ,,Hólmsteinn“ og nú loks „Hilmis“-slysið í fersku minni. í þessum sjóorustum, ef svo mætti kalla, hafa margir af okkar ágætustu og vöskustu drengjum farist og þar með horfið af leiksviði lífsins. Eft- ir standa sköröin í fylkingu dýrfirskra sjómanna, hve lengi vitupi við ekki. •— Um okkur mætti segja hið fornkveðna: „íslandá óhamingju verður allt að vopni“. Svo er og með öll okkar framfara og atvinnumál, það er eins og við sjeum í álög- um, sem við ætlum aldrei að komast úr. Þegar birta tekur yfir atvinnulífn okkar og menn hafa gert sjer glæsilegar fram- tíðarvonir hljómar helfregnin allt í einu og kallvarpar öllu á svipstundu og allt hrynur eins og spilaborg. Hugir manna lamast. Brosið, sem áður Ijek um varir ástvina og kunningja er nú horfið, en í stað þess ríkir nú sorg í hjörtum þeirra. Það fer oft svo, þegar óvænt slys ber að höndum, að maður er stundum lengi að átta sig á viðburðunum og því, sem gerst hefur. Það er eins og menn eigi bágt með að trúa því í fyrstu, að dugandi menn sjeu á svo sviplegan hátt horfnir sjón u.m vorum og farnir yfir landa mæri lífs og dauða, sem við fyrir örstuttu skildum við í fullu fjöri, glaöa og reifa. En staðreyndirnar tala sínu málí, og við verðum að horfast í augu við blákaldan veruleik- ann og trúa því, að slys fiafi borið að höndum. I þessum hugleiðingum min- um verður mjer minnisstæðast- ur maður einn mikill að vallar- sýn, foringinn Páll Jónsson, skipstjóri. Það er ekkert of sagt um Pál, að hann hafi verið foringi dýr- firskra sjómanna um skeið. — Jpg, sem þessar línu rita, þekti manninn vel og vil ekkert oflof á hann bera, því svo fer* best á því, þegar manns er minnst, hvort sem hann er dauður eða lifandi, að hann njóti sannmæl is, það sem þar er fram yfir á ekki við. Stjórnarhæfileikar Páls voru samrýmdir. Hann var ötull og hugprúður, skjótur til úrræða er með þurfti, en þó athugull vel og eftirtektarsamur. — Á- kveðinn og fljótur að átta sig á því, sem fyrir kom. Hugur Páls beindist fljótt að sjónum og komst fljótt í álit. Var hann með yngstu mönnum kominn í skipstjórastöðu. Hann kunni ekki annars staðar vel við sig en á hafinu, þar var vítt til veggja og hátt til lofts. Nóg að starfa og nóg að hugsa, það þótti honum vænst um. •— Hann undi illa aðgerðaleysinu, enda mesti fyrirhyggjumaður, með brennandi áhuga fyrir því, sem gera þurfti og til umbóta var í starfi hans til sjós og lands. Hann var glöggur á fjármál og reglusamur í störfum sínum, happasæll og oftast með afla- hæstu skipstjórum, enda vöid- ust til hans úrvals menn, s :m báru mikið traust til hans. -— Hann æðraðist ekki þó illa gengi í svip, en sagði þá vana- lega: „Þetta á eftir að koma“, og það brást ekki. Páll var snyrtimaður og prúð ur í framkomu og viðmótsþýð- ur, skemtiiegur heim að sækja og glaður í vinahóp'. Ágætur eiginmaður og faðir. Nú er þessi atorku- og dugn- aðarmaður horfinn, á besta ald- urs skeiði og við söknum hans öll. Hann fórst á stuttri sigl- ingaleið — það var hans.slð- asta ferð yfir hafiö mikla — éftir að hafa staðið við sjó'ni- völinn og stýrt skipi sínu far- sællega í höfn árum saman, í gegnum margskonar hætt.i.r,- brim og boða. Við vitum ekki með hvaða hætti Hilmisslysið hefir að höndum borið. Þaö er rannsóknarefni fyrir íslenska sjómannastjett og íslenskt stjórnarvöld. Páll var fæddur 12. des. 1903. í Hnífsdal við ísafjörð ,og var af góðu bergi brotinn. Hann fluttist hingað til Þingeyrar 1930 og giftist sama ár eftirlif- andi konu sinni Jóhönnu Gísla. dóttur. Eignuðust þau 4 börn„ öll hin mannvænlegustu, sem nú eru í foreldrahúsum. Þegar góður maður er geng- inn, lifa minningarnar fagrar. og bjartar. — Þökk fyrir dáð- rík og vel unnin störf í þágu Dýrafjarðar. Blessuð sje minning þín. Þingeyri, í febr. 1944. Sigm. Jónsson. Pistlar Framhald af 6. síðu. að xæyna að losna við mæði- veiki pláguna. Segir blaðið að Alþingi hafi heitið 600 þús. kr. styrk til þessara fjárskifta, sanxkv. tillögu meiri hluta fjár- veitinganefndar. Síðan bætir blaðið við: „Sá meiri hluti fjár- veitinganefndar, §pm hjer er átt við, eru fulltrúar Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokks ins og Sósíalistaflokksins í nefndinni“. Svo mörg eru þau orð. En undir nefndarálitinu, þar sem mælt er með þessari fjárveit- ingu (sbr. þskj. 143) standa þessi nöfn: Pjetur Ottesen (for- m.), Helgi Jónasson, Jónas Jónsson (frsm.), Finnur Jóns-' son, Jóhann Þ. Jósefsson, Sig. Kristjánsson, Þoi'st. Þorsteins- son. Hjer eru m. ö. o. allir full- trúar Sjálfstæðisfl. í nefndinni (4 talsins). En samkv. frásögn Tímans áfti enginn þeirra að vera með stuðningi við þetta mál. Vel haldið á sannleikan- um hjer, Tíma tetur! X - 9 ) ooooc<k><><>o<>o<><xxxoo<xxx>o<><x>o Eítir Robert Storm M MeANWHILE... A7 F.B I. HEÁDCPUARTEZZ TAKB n EAZV, X-Q ! CRIMINALE &ETawav FROM EVEN 7AE BE$7 DETECTIVE6! i WE'RE ALL EET, ALEX ! /M/55 DOLLV'S 5CHOOL STATION WASON MLL BE HER.E FOR UG /N w TWENTV /AINUTES '■ Æ f l'D GIVE / AN ARM 70 KNOW WHERE ALEX 15 R/OHT \ NOW! / Mascara: — Okkur er borgið, Alexander, skóla- bíll Miss Dolly kemur að ná í okkur eftir 20 mín- útur. Alexander: — Gott. Á sama tíma í aðalbækistöðvura leynilögregl- uranar. Bill: — Vertu ekki með jneinn æsing, X—9, þorparar sleppa úr greipum jafnvel bestu leynilög- reglumanna. X—9: — Jeg vildi gefa aðra höndina til þess að fá að vita, hvar Alexander er á þessu aúgnaþliki. . Bill — Við höfum sett vörð við hverja einustu brú og járnbraut. X—9: — Alt í lagi . . . Við skulúm fara að borða. Mascara: — Hjerna kemur bíllinn. Bráðum verð- um við komin út úr borginni, Alexander, og þá er- um við örugg, •, Alexander: — Það er best, að þú byrjir strax á að kalla mig ömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.