Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 2
IMORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 30. mars 1944, Togarasjámaður írá aldamótum Bergur Pálsson skipstjóri 70 ára í dag í SNOTRU timburhúsi á Bergstaðastíg, hitti jeg í gær sjötugan skipstjöra, Berg Páls- son. Hann var netamaður á fyrsta togaranum, sem bygður var fyrir íslendinga, ,,Jóni for- séta“, er Alliancefielagið fekk hingað til lands í janúar 1907. Hajlldór Þorsteinsson var skipstjórinn, sem kunnugt er, en Thor Jensen framkvræmda- stjórinn og ‘ frumkvöSull að þeim miklu athöfnum, að fá smíðaðan togara til veiðá á ís- landsmiðum. Allt vel undirbú- ið frá hendi Halldórs og Thor Jensen, og fekk Hálldór með sjer fjóra íslenska háseta, er stundað höfðu veiðar á enskum togurum. * — Hvernig stóð á því, að þú lentir á enskum skípum?, spyr jeg Berg. — Það var árið 1899, að jeg rjeð mig á enskan Hnufiskara, til aldraðs skipstjóra, er hjet Charley Henrich Woolnough. Hann hafði stundað skútuveið- ar við Austfirði fyrir mörgum árum, en kom nú aftur rjétt fyrir aldamót, og þá voru gufu ektpin komin í móð. Jeg var búinn að vera lengi þama eystra og langaði til að breyta til, En Woolnough var vel kynitur. Fór jeg til hans og bað Iiann að taka mig. Að vísu kunni jeg ekki istakt orð í ensku. ’En hann skildi mig. Og hjá honum var jeg á línufisk- aranum í 2Vz ár. — Hann átti beima í GrimSby. Jeg hafði húsnæði og •matarviát hjá hon- um, þegar jeg var í landi. •— Hjett eins og einn af fjölskyld- u*mi. Þetta var siður þar þá, að menn. sem vom til húsahjá Englendingum fengu þannig viðmót. Málið lærði jeg smátt og smátt. Úr því varð „dokk“- enSka. En það þötti mjer gott við Englendinginn, að hann stríddi mjer aldrei, þó jeg tal- aði vitlaust. í — Hvernig var lífið á línu- fiskaranum? 1 — Það hefir verið sagt, að strangt hafi það verið hjema á íslensku togurunum, áður en; vökulögin komu. En það var bátíð hjá vistrnni á Jmaveiðara f>essum, hvað Jlkamserfiði snerti. Ekkert lóðarspíl, nema bandspil, Maður varð að nötast: við handaflið eitt. Leggja lin- ima kl. 2 að nóttu á .sumrin, en kl. 4 á vetuma, og oft seint‘ bsesgt að leggja sig ‘til svefns að kvöldi, Woolnough var prýðis karl, og myndar maður, en nokkuð við aldur, og ekki mikill afla- tnaður; prýðileg viSt hjá hon- um. — Hvað var kaupið? — Kaupið! -Guð almáttugur. Pund á viku og 2 pence af pundi hverju, sem varð hreinn ágóði af útgerðinni. Þetta gerði litla peninga. Þetta 2—3 pund eftir 6 vikur. En fæði og hús- næði, þegar maður var í iandi, kðfitaðí 2 shillinga á dag. Það var siðurinn þá. En jeg gat fengið meira á tógurum, og því fór jeg til Hull og rjeði mig á togara, Lerrti skipstjóra. sem hjet Nielsen. Hann var mesti dugnaðarrokk- ur og vinnuþræll. Hann var urr tima búsettur á Önundar- firði. Margir kannast við hann. Hann sagði sjaldan meira en hann þurfti að segja, en fylgdi því fast eftir. Einu sinni vorum við að borða. Kokkurinn okkar var danskur gyðingur, Mörgum var í nöp við hann. Hann var á „Royalist" þegar slysið varð á Dýrafirði og nærri var búið að tortíma Hannesi Hafstein, Hafstein hafði haft hníf við belti sjer. Meðan hann lá með- vitundarlaus á þilfarinu, stal kökkufinn af honum hnífnum. Þetta vissum við. Og þetta vissi Nielsen. Kokkurinn hjelt því fram, að sýslumaður hefði ekkert erindi haft út að skipinu. Þá reis Nielsen upp og sagði: „Þú ætt- ir að þegja svínið þitt. Þú mátt þakka fyrir, að þú fjekst ekki snæri um hálsinn og varst hengdur. Og sama er að segja um ykkur fleiri, sem þar vor- uð;‘. Þetta heyrði jeg Nielsen segja einna flest orð í einu. En kokkurinn þagði lengi á eftir. Jeg fjekk mjer frí um sum- arið 1906 og kom hingað til Reykjavíkur. Heimþráin yfir- gaf mig aldrei. Þá rjeði Háll- dör mig á hinn tilvonandi tog- ara. Og þar var jeg háseti og nétamaður í 3—4 ár. Þá fjekk Halldór leyfi í stjórnarráðinu til þess að jeg mætti vera Stýri- maður í viðlögum. Qg þá dátt mjer í hug að ráðaSt í að fara í Stýrimannaskólann. Það var í mlkið ráðist fyrir mig, sem lítillar kenslu hafði notið. Hafði aldrei komist lengra í reikningi en út í almenn brot. Og var orðinn 36 ára. Jeg var tvö haust í Stýrimannaskólan- um fram til áramóta og einn heilan vetur og lauk prófi vor- ið 1914, og rjeðist sem stýri- maður ó Skúla fógeta, hinn eldra. Jeg var í brúnni þegar hann lenti á tundurduflinu út undan Tyne-mynni. Það var að kvöldi þess 26. ágúst 1914, Við komum frá Hull, höfðum selt þar afla fyrir 700 pund. Við vissum ekkert um tundurduflasvæði, þetta var rjett I byrjun stríðs- um tíma hjá dönskum togara- ins, höfðum litla grein gert okk ur fyrir því hvað tundurdufl var. Þeir vissu það fjandakorn- ið ekki heldur Englendingarn- ir. Ensk skip flóruðu þarna á undan okkur og komust klakk- laust leiðar sinnar. Jeg stóð sem sagt við glugg- ann í brúnni, er sprengingin varð. Blossinn stóð upp af stefn inu hærra en möstrin. Jeg sent ist aftur á stýrishjólið og vissi ékki hvort mig var að dreyma, eða þetta væri blákaldur veru- leiki. Þá skildi milli feigs og ófeigs, eins og oft vill verða. Bjarni Pálmason, skipstjóri ó Kötlu, kom við annan mann upp úr káetunni. Þeir voru á leið fram í lúgar. Þá alt í einu slær kast- ljósi yfir skipið, og öðru, sem sveiflaðist öfuga leið. Þá segir Bjarni við mig: Þetta er skrít- ið vitaljós, sém kemur ekki alt- af úr sömu átt. Viltu ekki ná í álmanakið og sjá hvaða viti þetta er. Jeg nenti ekkert að eiga við það. Það er komið myrk ur, og jég held mína leið. En Bjarni var ekki ánægður, vildi gefa þessu gætur. Hann klifr- aði upp í pólkompásstaUrinn til að geta sjeð sem best. Og þeg- ar hann er að koma niður aft- ur, þá ríður sprengingin ýfir, en hann kastast aftur í brúna á fjórar fætur. Svona! — Og Bergur rís upp af stólnum og sýnir mjer hvernig fjelagi hans kom niður. En hvað varð af hinum manninum, sem forvitnaðist ekki um Ijósin? — Biddu fyrir þjer. Hann var háttaður í fremsta rúminu í lúgarnum. Hann fór í mylsn- ur. Lúgarinn ekki nema brak. Samt náðust nokkrir menn upp úr honum. Því skipið flaut ofurlitla stund á vatnsþjetta skilrúminu, og björgunarbát- inn gátum við sett á flot á ör- stuttri stund. Þannig var um hann búið. — Hefir þú ekki oftar lent í lífsháska? — Nei. Ekki get jeg talið það. — Hvað varð svo um þig, ér Skúli fógeti var farinn? — Þá keypti Halldór Earl Herforth. Hann hafði verið gerður út frá Færeyjum. Elías Stefánsson var meðeigandi. Þá fór jeg á þann togara. Hann var seldur 1917. Þá fór.jeg til Kárafjelagsins, síðan í Belg- aumsfjelagið. Og þar starfa jeg enn, !þó jeg sje löngu hættur að sigla. — Þú ert Austfirðingur, er ekkisvo? — Nei. Jeg er Austur-Skaft- fellingur, fæddur á Vindborða á Mýrum í Suðursveit, en flutt- ist 6 ára með föður mínum til Stöðvarfjarðar. Hann lagðist þar í suliaveiki og lá rúmfastur í ár, og misti skepnur sínar. Sullirnir grófu út, og það bjarg aði honum, Það var Ijóta veik- in. En svo kom bæklingurinn hans Jonassens landlæknis og Framhald á 8. síðu. 18 Sunnlendingar taka þált í EINS 00 ÁÐUR liefir ver- ið skýrt frá fer landsmót skíðamaima að þessu sinni: fram á Siglufirði um páskana. “Mótið hefst á skfrdag með skíðagöngu, á laugardaginn fyrir páska fer svigkeppni fram, á annan í páskum stökk- in og á þriðjudag eftir páska brtinið. Hjeðan úr Reykjavík taka. 17 skíðamenn þátt í mótinu, og keppa þeir í nafni Skíða- ráðs Reykjavíkur. Einn Hafn- firðingur tekur og’ þátt í mót- inu. Reykvíkingarnir, sem þátt taka í mótinu er þessir: Skiðaganga karla. A-flokkur: Björn Blöndal (K.R.). 17—19 ára unglingar: Lár- us Guðmundsson, Þórir Jóns- son og Haraldur Björnsson (allir úr K.R.). Stökk. A-flokkur: Björn Blöndal (K.R.). B-flokkur: Stefán Stefáns- son (Á), Hjörtur Jónsson (K. R.) og Jón M. Jónsson (K.R.). — Þar er kept um „Andvoku- bikarinn". 17—19 ára unglingar: Þór- ir Jónsson (K.R.) og LáruS Gkiðmundsson (K.R.). Svig karla. A-flokkur.: Jólrann Eyfells (ÍR), Björn Blöndal (KR), Jón M. Jónson (KR) og Ilar. Ámason (ÍR). B-flokkur: Eyjólfur Einars- son (Á), Þórir Jónsson (KR), Stefán Stefánssön (Á), Ilörð- ur Björnsson (ÍR) og Ilar. Björnssón (KR). C-flokkur: Lárus Guðmunds. son (KR), Iljörtur Jónsson. (KR), Eirik Eylands (Á), Gu’nnar Iljaltason (lR). 1 kepni um „Slalomhikar Litla skíðaf jelagsins' ‘ taka ]>átt A-flokks mennirnir. Svig kvenna. B-flokkur: Ma’já Örvar (KR). C-flokkur: Hulda Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Árna- dóttir og’ Inga Guðmuuds- dóttir (allar úr Ármanni). Þátttakendur í bruni karla og kvenna eru þeir sömu og í sviginu. Frá tþróttaráði TTafnar- fjarðar keppir Mngnús Guð- mundsson (SSTI). - ITALIA Framh. af 1. síðu. Á landgöngusvæðinu Á hmdgöngusvæðinu viðj Anzio hefir engin breyting orðið á afstöðu herjanna. Báðir aðiljar skiftast á stór- skotum. Snjór hjá 8. hemum I Á vígstöðvum 8. hersins hef- íir ekki komið til neinna vern- jlegra átaka. Þjóðverjar hafa sent fram njósnasveitir á I liægri fylkingararm 8. liers- ins. Veður er kalt á þessum slóðiun og snjór er í fjöllun- úm. Glæsilegur afmælis- fagnaður „Hvafar" S ÍÐASTLTÐINN þriðjudag hjeldu sjálfstæðiskonur há- tíðlegt í Tjarnarcafé, 7 ára afmæli S.jálfstæðiskvennafjei lagsins „ITvatar". Frk. María Maaek stýrði! hófinu, sem hófst með borð- lialdi kl. 7. Var þar marft kvenna sam- ankomið og gleðskapur. mik- i 11. Margar ræður voru haldu- ar og mikið sungið. Frú Soff- ía Guðlaugsdóttir skemti með, upplestri, þar á meðal las hún Fánakvæði Einars Benedikts- sonar og var fáninn hylturj með fjórföldu hiirrahrópi. Þessi minni voru haldinnr Minni Ilvatar, frk. Sigur- björg Jónsdóttir kenslukona Minni Islands, frú Guðrúu Jónasson. Minni Reykjavíknr, frú Kristín L. Signrðardóttir, Min n i S j álfst æ'ðisf lokksins, frú Guðrún PjetuÉsdóttir. Frú Guðrún Jónasson sem verið hefir formaður fra stofn- un fjelagsins var afhent ski’aut. ritað kvæði og’ fagur blótn- vöndur, kvæðið hafði orkt frlc. Sigurbjörg Jónsdóttir kenslukona og frú Soffía 01- afsdóttir flutti lienni ræðn las upp kvæðið. Frú Guðrún Magnúsdóttir og frú Jóhanna Guðlaugsdótt- ir fluttu fjelaginu kvæði, er þær höfðu orkt,- í tilefni :if- ,mælisins. Þá las frú fíuðrún Gnð- laugsdóttir kvæði. er hún hafði orkt er Ilvöt átti 3 ára af'- mæli, og frú Viktoría Bjarua- •dóttir sagði sögu. Þá voru borð upp tekin og' .dans stiginn af miklu í'jöri ífram eftir nóttu. Wolfram finst í Sví- þjóð. Stokkhólmi: — Maður nokk- ur, sem fæst við jarðfræði- rannsóknir í frístundum sín- um, hefir fundið nokkuð af hin um dýrmæta málmi, Wolfram, í jarðlögum við Tjellemo í Austur-Gotlandi. — Churchill Framh. af bls. 1. manna ljetu þá skoðun í Ijósi, að Churchill gerði þeim erfitt fyrir með því að gera þetta smámál að fráfararatriði. Það væri ekki nokkur vafi á, að þingmenn fylgdu stjórninni í ó- friðarstefnu hennar, en í þessu smámáli væri margir þeirra á þeirri skoðun, að stjórnin hefði ekki á rjettu að Standa. Fyrir þá væri því annaðhvort að gera, að fylgja skoðun sinni í þessu máli og fella þar með stjórnina, eða greiða atkvæðí .gegn samvisku sinni til að forðá landinu frá því, sem þeir teldu hina mestu óhamingju fyrir landið. Miðlunartillögur komu fram frá þingmönnum. Þeir vildu láta fresta þessu máli. Eden svaraði þá fyrir hönd stjórnar- innar og sagði, að þeirri ákvörð un stjórnarinnar yrði ekki breytt, að hún gerði málið að fráfararatriði, ef það yrði sam- þykt við aðra atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.