Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 8
8’ HORGUNBLAÐIÖ -Miðvikudagur 12. júlí 1944 — Frú Simpson Framh. af bls. 7. ni^runarorðum eða þeir hrósa hehni. En í báðum þessum flokkum eru nokkrir, sem skygnast bak við framkomu hennar og persónuleika og ræða um þrár hennar á stjórnmála- sviðinu. En hversu mikið sem um hana verður rætt, mun hún á- fram vera leyndardómsfull, — bæði í augum vina og almenn- ings. Þú getur kynst henni þetta mikið — og ekki meir. Hún er kát, vingjarnleg og læt ur skoðanir sínar í ljós að vissu marki — en þegar upp fyrir það mark er komið, er hún sem óskráð blað. Eggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflutningsmenn, Allskonar lögfrœðistörf TANNBURSTAR Sfórfeld fjelagsiög- gjöf í vændum í Bretlandi LONDON í gær: Churchill forsætisráðherra skýrði frá því í breska þinginu í dag, að inn- an skams myndi verða lagt fyr- ir þingið stjórnarfrumvarp um mikla fjelagsmálalöggjöf, al- þýðutryggingar og margskonar öryggismál. Sagði ráðherrann, að þetta nýja frumvarp væri stórfelt. — Reuter. Umferðarbanni afljett í breskum strand- hjeruðum. London í gærkveldi: — Um- ferðarbanni því, sem verið hef- ir undanfarna mánuði í ýmsum strandhjeruðum á Suður-Eng- landi og í Wales, verður afljett frá og með deginum á morgun. I þessum hjeruðum verður þó áfram strangt eftirlit með ó- kunnu fólki og t. d. má enginn nota þar sjónauka, nema með sjerstöku leyfi. — Reuter. Vegna jarðarfarar verða skrifstofur vorar lokaðar kl. 1-5 e. h. miðvikudaginn 12. júlí. Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna Skrifstofur voror verða lokaðar kl. 1-5 í dag vegna jarðar- farar Smjörlíkisgerðin SMÁRI 500 Caen-búar leituðu skjóls í helli London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. frá Reuter. FRJETTARITARI Reuters, sem kom með hersveitum Kan- adamanna til Caen á mánudags kvöld, skýrir frá því, að hann hafi heyrt næsta ótrúlega sögu, þegar hann kom til borgarinn- ar. 500 borgarar Caen höfðu hafst við í rökum helli um það bil 100 fet fyrir neðan yfirborð jarðar í þrjár skelfilegar vik- ur. Frjettaritarinn fór í dag nið- ur í hellinn, en það er hættu- spil. Sá hann þar skjálfandi flóttamenn, sem flestir voru úr þeim hverfum borgarinnar, sem harðast höfðu orðið úti í loftárásunum, og voru flestir þeirra heimilislausir. Frjettaritarinn skýrir frá því, að þegar hann hafi komið niður í hellinn, hafi margar litlar, kaldar hendur tekið í hann og leitt hann að háum og grönnum manni, sem hafði mik inn helgisvip. Hann 'var að skifta naumum brauðskamti milli manna. Þessi maður, Abel Boulevin, sagði frjettaritaran- um frá því, að sjer hefði dott- ið í hug að nota hellinn sem loftvarnabyrgi og flóttamanna hæli. — Við gengum niður nokk ur þrep og komum að lítilli kapellu, sem þar hafði yerið útbúin. Þar var daglega beðið fyrir því, að bandamenn leystu borgina úr höndum Þjóðverja. Boulevin var mjög stoltur af því, að enginn af þessum 500 flóttamönnum skyldi hafa and ast, meðan dvalist var í hell- inum. „Á föstudaginn varð jeg að tala máli okkar við þýska her- foringja, sem höfðu frjett um þetta hæli okkar. Þeir skipuðu okkur að fara þegar í stað, því að þeir voku hræddir um, að meðal okkar kynnu að vera njósnarar“, sagði hann. „Þeir eyfðu okkur að halda kyrru fyr ir í tvo daga í viðbót. Þegar Kanadamenn komu á sunnu- dagskvöldið, þá var timinn út- runninn“. BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Samkomulag milli Pjelurs Júgóslava- konungs og Tito marskálks London í gærkveldi. Frjettaritara Reuters var í dag skýrt frá innihaldi sam- komulags Titos marskálks ann- ars vegar og Pjeturs Júgóslava konungs hins vegar um mynd- un stjórnar úr hópi júgóslav- neskra þjóðfrelsissinna. Stjórnin á að veita þeim lið, sem berjast vilja gegn yfir- drotnun Þjóðverja á allan hátt, sem henni er unt, og leitast við að sameina þá í baráttunni. Hún á einnig að birgja Júgó- slava að þeim nauðsynjum, sem fáanlegar eru, skipuleggja ut- anríkisþjónustuna og hlutdeild Júgóslava í alþjóðamálum. Ivan Subasic forsætisráð- herra er farinn áleiðis til Júgó- slavíu til þess að ræða við Tito marskálk. — Reuter. Nýtt kolanámasvæði í Skotlandi. London: Mikil kolalög hafa fundist í jörðu í Skotlandi og er talið, að óhemju magn af kolum megi nema þar. Ekki er gert ráð fyrir að hefjast handa um námureksturinn að svo komnu. — Reuter. Bardagi milli Norð- manna og Gestapo- manna Frá norska blaðafull- trúanum: SÆNSK BLÖÐ birta fregn- ir um bardaga, sem áttu sjer stað í vikunni sem leið milli þriggja Norðmana og Gesta- po-manna, sem ætluðu að hand taka þá. Norðmennirnir voru í kofa í Flaskebek í Nesodden, skamt frá Osló. Gestapo-menn irnir umkringdu kofann og sló í bardaga. Ailir þrír Norð- mennirnir ljetu lífið. Tveif Þjóðverjar fjellu og fjórir sæðrust. Annar Þjóðverjanna, sem fjell var binn illræmdi Gestapo-maður Stehr liðsfor- ingi og annar illræmdur Gesta po-maður, Fehmer að nafni, særðist. Fehmer þessi var einn af óvinsælustu Gestapo-mönn- um í Noregi. Norðmennirnir þrír börðust lengi og hörkulega áður en þeir voru lagðir að velli. Þjóðverj- arnir notuðu hríðskotabyssur og handsprengjur. Fehmer, sá er fyrr er nefnd- ur, hefir staðið að mörgum verstu afbrotum Þjóðverja gagn vart Norðmöhnum. Hann hefir m. a. staðið að yfirheyrslum, þar sem Norðmenn hafa verið píndir til dauða. Hann hefir undirbúið flesta dauðadóma yf ir Norðmönnum og aftökur norskra manna. ljúffenga glóaldin- bragðs. Það er dásam- legur drykkur þegar maður er þreyttur og þyrstur. Ljúffengur og hressandi. KIST hinn nýi ágæti drykk- ur. Allir k.jósa KIST vegna hins X-í Efflr Roberl Sform I! 1) Belinda álítur að hún sje ein og heldur áfram að tala við sjálfa sig: „Þegar þú ert ekki einhvers- staðar úti að eltast við þorpara, siturðu hjerna og starir inn í umslög. Hvers vegna starirðu ekki inn í stúlku hjarta? 2) Belinda heldur áfram: — Þú veist ekki að jeg er til. Jeg fer. Þú getur---. X-9 gerði nú vart við sig og varð Belindu mjög hvert við. 3—4) Klukkan tifar á veggnum, annars er hljótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.