Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagsir 22. des. 1944, ‘3 Fjölgun dómara í Hæstarjetti 33JARNI BEN EDIKTSSON flytur í Sþ. svohljóðandi þings ályktunartillögu: ...Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að hæstirjettur verði nú þegar fikipaður 5 dómurum, svo sem fyrir er mælt í 4. gr. laga um tiæstarjett, nr. 112 18. maí 1935“. Tillögunni fylgir mjög ítar- leg greinargerð og segir þar m a.: Oþarft ætti að vera að færa röfc að því, að meira rjettar- öryggi er í 5 hæstarjettardóm- u> um en 3. Alt frá því að farið var að k' efjast þess, að hið æðsta dómsvald í málefnum lands- rn.inna yrði innlent, hafa for- göngumenn í þeirri baráttu tal ið nauðsyn, að í hinum æðsta dómi innlendum ættu fimm »r sæti. I frv., sem um þetta voru lögð fyrir Alþingi árin 1891, 1893. 1895 og 1897, var æitð ætlast til, að dómararnir yrSu fimm. En flutningsmenn málsins 1891 voru þeir sýsiu- mennirnir Benedikt Sveinsson og Skúli, Thoroddsen. Aðeins einu sinni, 1893, fækkaði Al- þingi hinum fyrirhuguðu dóm- urunt í þrjá, og þótti þó ýmsum óráðlegt. En þegar á hinu fyrsta lög- gjafarþingi, 1875, samþykti neðri deild frumvarp, sem kon ungkjörna liðið í efri deild fetdi, um, að fjölga skyldi dóm- urúm yfirdómsins um tvo, úr þrem upp í fimm. Var þá að vísu ráðgert, að fjórir yfirdóm- endanna skyldu jafnframt vera kennarar við væntanlegan laga skóla, og var það fyrst og fremst bygt á fátækt lands- manna þá. En eigi fór það dult, að með þessu frv. var verið að tryggja yfirdóminn svo, að síð- ar þætti fært að fá honum æðsta dómsvald. Flm. frum- varpsins, þeir Benedikt Sveins son, Guðmundur Einarsson, Gvímur Thomsen, Jón Sigurðs- son og Snorri Pálsson, sögðu rri a. í athugasemd við það: „Hver, sem lauslega lítur á dómaskipun íslendinga til forna, sjer fljótt, hve forfeður vorir hafa látið sjer ant um, að hún væri svo tryggileg sem framast væri unt. Nú, er vjer eftir afturför margra alda er- um íoksins komnir á þann rek- spöí að geta náð sönnu þjóð- freísi á nýjan leik, ætti það því að vorri hyggju meðal annars að vera fyrsta verk hins lög- fiefandi Alþíngis að gera yfir- dóm vorn fjölskipaðri en nú er hann, með því óháð og tryggi- legfc dómsvald óneitanlega er hinn öruggasti vörður þjóð- frelsis og rjettinda hinna ein- stöku, sem í þessu skjóli eiga að búa“. RÆarkmiði þessara forsjálu fofvarða rjettaröryggisins tófcst eigi að ná fyrr en með hæstarjettarlögunum frá 1919. Þá tóku íslendingai' æðsfca dömst'aldíð í eigin hendur og ákváðu að sjálfsögðu, að hæsta rjettardómarar skyldu vera 5. En eftir bjartsýni áranna næstu fyrir 1920 kom skjótlega afturkast. Farið var að afnema ,,óþörfu“ embættin, sem á vel- gengnisárunum höfðu verið stofnuð við háskólann, en ís- lenskur hæstirjettur og háskóli höfðu löngum verið samferða í .sjálfstæðisbaráttunni og átt svipuðum skilningi valdhaf- anna að mæta. Sparnaðaraldan gekk og nú ekkí síður yfir hæstarjett. Af háskólanum var það eitt tekið, sem hann mátti án vera, og hann hefir fyrir löngu fengið leiðrjetting sinna mála. En kjarni hæstarjetta.r var skertur. Með 1. nr. 37 .4. júní 1924 var hæstarjettardóm urum fækkað ofan í þrjá. Islensku rjettarfari hefir sjaldan verið meiri óleikur ger. Fækkunin hafði m. a. það í för með sjer, að hennar vegna hætti gðlileg endurnýjun í rjett inum. Nýir valdhafar tor- trygðu hina gömlu dómendur og töldu þá sjer óvinveitta. Af þessu spratt hið mesta ófriðar- bál umhverfis rjettinn, sem lyktaði með því, a& meiri hluti dómaranna var sviptur embætt um í skjóli aldursákvæða, þótt fullhressir væru og skynbærir menn teldu alla þáverandi dóm ara prýði dómsins og sóma stjettar sinnar. í staðinn völdust að vísu á- gætir menn, og má með sanni segja, að núverandi dómarar sjeu bæði hver um sig sínum mikla vanda vaxinn og bæti aúk þess hver annan upp, svo að fágætt sje, enda nýtur rjett- urinn almenns trausts. En það haggar eigi því, að svo fáskip- aðan dóm — og' allra síst þann, sem að meiri*hluta er skipað- ur ungum mönnum, — er eigi unt að endurnýja svo, að við- hlítandi sje. hvorki fyrii; rjett- inn sjálfan nje almenning. Vofa því yfir rjettinum enn hin sömu örlög og yfir hann komu á árunum um 1930, nema við sje gert í tíma. Að vísu verður aldrei fyrirfram ábyrgst, að ó- hófleg gagnrýni skapist eigi einhvern tíma gegn slíkum dómstól og verði honum og rjettarfarinu í heild til niður- dreps, en sjálfsagt er að beita skynsamlegum ráðum til að reyna að hindra, að slíkt á- stand þurfi að skapast. Með fjölguninni eru og ekki aðeins skapaður meiri líkur fyr ír eðlilegri endurnýjun rjett- arins, heldur veitt miklu meiri tr-ygging en áður- fyrir því, að hvert einstakt mál fái rjett úrslit. Er og á það að líta, að dómsstigin eru ekki nema tvö og því enn brýnni nauðsyn en ella til þess, að hæstirjettur sje saémilega fjölskipaður. Ástæðan til þess, að hin van- hugsaða og afdrifailla fækkun í rjettinum var gerð 1924, var fjárskortur ríkisins. Sama á- stæða mun hafa ráðið því, að fjölgunin var eigi framkvæmd 1935, þegar hún var lögboðin. Sú ástæða er ekki lengur fyr- ir hendi, og allra síst getur þing, er svo örlátt hefir reynst sem þetta, látið þá skömm henda sig að koma eigi á ör- uggari umbúnaði um hið æðsta dómsvald en nú er. Silvia Sidney kemur aftur í kvikmyndum. SILVIA SIDNEY, kvikmynda- leikkonan fræga, var hætt að leika í kvikmyndum og var farin að leggja fyrir sig' verðbrjefa- verslun. En nú er hún komin aft ur til Hollywood og tilkynnir, að hún muni á ný fara að leika í kvikmyndum. Fundur í Veiði- fjelagi Norðurár Nýlega var haldinn fundur í Veiðifjelagi Norðurár. Fundur inn hófst um hádegisbil í skóla húsinu við Dalsmynni í Borg- arfirði. Efni fundarins var að taka ákvörðun um, hvort tiltækilegt þætti að auka fjelagssvæðið þannig, að öll áin heyri undir eitt og sama veiðifjelag. Til funda» þessa boðuðu Sverrir Gíslason, bóndi að Hvammi. Norðurárdal og Da- víð hóndi að Arnbjargarlæk, Þverárhlíð. Þegar í upphafi fundarins kom í Ijós eftir hóflegar um- ræður, að sumir fundai’manna voru mótfallnir því, að starf- semi veiðifjelagsins væri auk- in. Að lokum var samþykt til- laga frá mjólkurbústjóra Sig- urði Guðbrandssyni, Borgar- nesi, með 21 gegn 9, þess efnis, að fundurinn kysi 5 manna nefnd með það fyrir augum, að semja arðsskrá fyrir fjelagið, sem nái yfir ána frá upptök- um til ósa hennar, og boði til næsta fundar, sem þá taki á- kvörðun um, hvort auka skuli starfssvið núverandi veiðifje- lags, ef samþykki fæst um arð- skýrslur hjá hlutaðeigandi að- ilum, sem atkvæðisrjett hafi um þetta mál. I nefndina voru kosnir, sam- kvæmt uppástungu tillögu- manns, Sverrir Gíslason, Hvammi, Davíð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk, Theodór Jóns- son fulltrúi, Reykjavík, Tómas Jónsson bóndi, Sólheimatungu og Kristján Fjeldsted bóndi að Ferjukoti. Birgðir til Ermasunds- eyja , London: Sendar verða á veg um Rauða króssins til Ermar- sundseyja, birgðir af lyfjum og matvælum, það fýrsta af þessu tagi, sem þangað er sent síðan fyrir fjórum árum, er Þjóðverj ar hernámu eyjarnar. ' Höfnin og h.f. Slipp- urinn ■ Umræður í bæjarstjórn I MARGA MÁNUÐI hafa staðið yfir samningar milli hafn- arstjórnar og h. f. Slippsins um framlengingu á samningi milli þessara aðila, en samningur sá, sem nú gildir, er útrunninn eftir 7 ár. Slippfjelagið hyggst að tryggja að þar verði h;egt að halda skipaviðgerðum áfram, en núverandi dráttarbraut sú, sem mest hvílir á, þarf bráðrar endurnýjunar við. Auk þess ætl ar íjelágiÁað byggja riýja drátt arbraut. Slippfjelagið hefir tjáð hafn- arstjórn, að það sæi sjer ekki fært að ráðast í stórvirki nema trygt sje að starfsemin fái að vera á sama stað lengur en þessi sjö ár, og hefir meiri hluti hafn arstjórnar fallist á að endur- nýja samninginn við fjel., og framlengja samningstímanum um 13 ár, frá því sem nú er, en hinn nýi samningur gengi þó því aðeins í gildi, að hin fyr irhugaða nýja dráttarbraut verði bygð. Nú eru uppi, sem kunnugt er, miklar fyrirætlanir um það, að gerð verði í framtíðinni mik- il hafnarvirki, skipauppsátur o. fl. o. fl. inni í Elliðaárvogi. En þær fyrirætlanir eru enn í lausu lofti, m. a. vegna þess að áætl- anir eru rjett í byrjun. En raddir hafa komið fram um það, að vegna þessara fyr- irætlana væri ekki lengur nauð synlegt, jafnvel ekki æskilegt, að starfsemi Slippsins yrði leng ur á núverandi stað, en hinn gamli samningur til tekur. Meiri hluti hafnarnefndar er á þeirri skoðun, að fyrirætlan- irnar um mannvirki í Elliðaár- vogi sjeu svo óákveðnar og geti átt svo langt í land að þær kæmust í framkvæmd, að full ástæða sje til að stuðla að því, að starfsemin á sviði skipavið- gerða og bygginga innan hafn- arinnar geti haldið áfram á næstu árum, og hefir.því fallist á að framlengja Slippsamning- inn, með nokkrum breytingum. Þetta mál var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Þar rakti borgarstjóri málavexti. Komst hann m. a. að orði á þá leið, að Reykjavíkurhöfn hefði nú verið í smíðum síðan 1911, eða í 33 ár, og mikið vantaði á, að hún væri fullgerð ennþá. Ekkert mætti koma í veg fyrir það, að því verki yrði haldið á- fram. Hann lýsti því, hvernig á að fullgera vesturhöfnina, búa þar út, fyrst bátahöfn og síðan fyrir togara. Nú hafa stórhuga menn lagt það til, að ráðist yrði í mann- vtrki við Elliðaárvog, sem að kunnugra sögn kosta marga tugi miljóna. Mín skoðun er þessi. Hjer er um tvö mál að ræða, sem má ekki blanda saman. Það þarf að fullgera Reykjavíkurhöfn, og í höfninni þurfa að vera dráttarbrautir, að áliti sjer- fróðra manna, hvað sem líður skilyrðum fyrir mannvirki og frainkvæmdum í Elliðaárvogi. Það er rjett og sjálfsagt að undirbúa sem rækilegust mann virki við Elliðaárvog. En þau eða þær fyrriætlanir, sem við þann stað eru tengdar, mega ekki hindra, að nauðsynlega? aðgerðir fái fram að ganga inn an hafnarinnar. Það versta, sem íyrir gætikomið, væri, að starfsemi Siippsins gangi sam- an, áður en nauðsynleg mann- virki kæmust upp inni við vog- inn. Því tel jeg það vera rjetta leið, sem meiri hluti hafnar- stjórnar hefir valið, að ákveða undirbúning mannvirkja við Elliðaárvog og stuðla jafnframt að því að skipaviðgerðir verðx trygðar með dráttarbrautum í Slippnum. Björn Bjarnason gerði grein fyrir sinni afstöðu í hafnar- nefnd, en hann er þar fulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann er því fylgjandi, að samningurinn verði framlengdur, því hann telur að með því verði trygt að skipaiðnaðurinn haldist uppi og aukist á næstu árum. En Jón A. Pjetursson mælii því mjög í gegn. Hann vill út- rýma öllum skipaviðgerðum úr höfninni sem fyrst. M. a. vegna þess að nota þurfi lóðirnar næsfc höfninni til annara þarfa bæj- arbúa. Jón A. Pjetursson kvaðst líta svo á, áð útgerðarmenn bæj- arins væru á sínu máli. Þeir vildu að Slippurinn hyrfi og hliðslæð starfsemi frá höfn- inni. Borgarstjóri taldi að hægur vandi væri að fá úr því skorið og bar fram svohljóðandi til— lögu: „Þar sbm ágreiningur hefir komið upp um það, hvort ráða- gerðir um samning við Slipp- fjelagið og Stálsmiðjuna sam- rýmdust hagsmunum útgerðar- manna, þá óskar bæjarsljórn eftir því, að fengin verði um- sögn fjelagssamtaka útgerðar- manna hjer í bæ, um þetta efni, áður en samningar þessir verða gerðir". Var tillaga þessi samþykt, og verður því ekki gengið frá þessu hiálí, f'yrri en álit útgerð armanna er fengið. Vesturvígstöðvarnar Framlialcl af 1. síðu Sama harkan er enn í bar d.ögunum í Saarhjeraði og alt suður til Colmar. Hefir þar gengið á ýmsu, banda- menn þó víðasthvar getað sótt lítið eitt fram, og náðu þeir á sitt vald nokkrum virkjum af Maginotvígjun- um, en voru stöðvaðir við Siegfriedvirkin á öðrum stað, með mikilli skothríð. Við Colmar skiptast á á- hlaup, en hvorugur, hefir unnið þar nokkuð á,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.