Morgunblaðið - 17.01.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1945, Blaðsíða 6
MORGUNBLAFTÐ Miðvikudagur 17. janúar 1945 Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Ólá. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. ÁskriftargjaldTkr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Nýju skattarnir SKATTAFRUMVÖRP ríkisstjórnarinnar eru nú komin fyrir almenningssjónir. Áður en lokið var afgreiðslu fjár- laganna var lagt fyrir þingið frumvarp um tekjuskatts- viðauka árið 1945 og eru áætlaðar tekjur af því (6 milj. kr.) komnar inn í fjárlögin. \ Nú hafa bæst við þrjú ný skattafrumvörp. Þau eru frumvarp um veltuskatt, um söluverð fisks erlendis og og um álög á ýms gjöld, sem fyrir eru. Veltuskatturinn er lagður á skattskyldan atvinnurekst- ur einstaklinga og fjelaga og miðast við veltu ársins 1945. Þessi skattur nemur ll/>% af heildsölu og umboðssölu, 1% af smásölu og 1% af veltu iðju- og iðnfyrirtækja. Gjaldið af söluverði fisks erlendis miðast við söluna 1944. Gjald þetta er 2% af heildarsöluverði skipa, er veiddu og seldu eigin afla. Þriðja skattafrumvarpið er um 100 9^’ hækkun á ýms gjöld ríkissjóðs: Vitagjald, aukatekjur, stimpilgjald, lesta- gjald o. fl., og 5% hækkun á gjaldi af innlendum tollvör- um og eignarskatti. Heildartekjur ríkissjóðs af þessum þrem nýju skatta- frumvörpum eru áætlaðar um 15 milj. kr. Þessi nýju skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar gefa góða hugmynd um fjárhagsástæður ríkissjóðs eftir mestu veltu ár, sem yfir landið hefir komið. Þar hefir allt verið látið reka á reiðanum, með þeim hörmulegu afleiðingum, að krefja verður nú skattþegna landsins yfir 20 milj. króna, til þess að bjarga ríkissjóði. Pjetur Magnússon fjármálaraðherra gat þess við eld- húsumræðurnar á dögunum, að hann hefði gert saman- burð á fjárlögum ársins 1940 — síðustu fjárlögum er samþ. voru fyrir stríð — og fjárlögum 1945, sem þingið gekk frá fyrir jólaleyfið. Við þann samanburð kom í ljós. að allir útgjaldaliðir, sem nokkru máli skifta, hafa minst þrefalaast, margir fimmfaldast og nokkrir tífaldast. Með öðrum orðum: Rekstursútgjöld ríkisins hafa á stríðsár- unum farið langt fram úr dýrtíðarvísitölunni, og vita þó allir, að dýrtíðin er meiri í okkar landi en flestum öðrum löndum. Þetta er óglæsilegur vitnisburður um Ijettúð þá og ábyrgðarleysi, sem ríkt hefir í fjármálum þjóðarinnar. Spyrji menn svo að því, hver sje orsök þessa ástands, er nauðsynlegt að þjóðin skilji að meinsemdin á rætur sínár að rekja til sjálfs stjórnarfarsins. Það óhappaspor var stigið haustið 1942, að framkvæmdavaldið var slitið úr tengslum við Alþingi, með þeim afleiðingum, að enginn flokkur eða flokkar báru ábyrgð á stjórnarfarinu. Af- greiðsla fjárlaganna var algerlega undir hendingu komin, hverju sinni. Þetta hlaut að hafa illar afleiðingar. enda fær þjóðin nú að súpa seyðið af því. ★ Það er ekki að vita hvernig farið hefði með fjármál ríkisins, ef ekki hefði tekist að mynda þingræðisstjórn á þessu þingi. Ef óeining og sundrung hefði ríkt áfram, var fjárhagslegt hrun og öngþveiti yfirvöfandi. Það var mikið happ, að einmitt nú skyldi veíjast í sæti fjármálaráðherra maður, sem þjóðin ber óskift traust til, sakir framúrskarandi hæfileika og mannkosta. Fjármálaráðherrann hefir nú verið að gera hreint borð. Það hefir orðið hans hlutskifti að krefja skattþegnana um nýja skatta, sem nema um eða yfir 20 'milj. kr._ Vit- anlega er þetta ekkert gleðiefni fyrir hann. En þjóðin veit, að þetta er gert af knýjandi nauðsyn, en ekki af löngun fjármálaráðherra til þess að eyða og sóa. Og það getur þjóðin verið fullviss um, að ef hún fær notið Pjet- urs Magnússonar lengi í sæti fjármálaráðherrans, verður ekki langt að bíða þess, að skattarnir verði lækkaðir aftur. Hinir nýju skattar eru neyðarúrræði. En þeir eru óumflýjanlegir, eins og fjármálum ríkisins er komið. Karl Theodor Hall Krisljánsson. Minning HANN andaðist á Landspít- alanum hinn 8. þ. m. Banaleg- an var ekki löng, en þó gat andlát hans tæplega á óvart komið þeim, er honum voru kunnugastir, því hann hafði verið mjög heilsuveill árum saman. Karl var fæddur hjer í bæn- um 3. júlí 1911. Foreldrar hans voru Kristján Ásmundsson Hall bakarameistari og kona hans Jósefína Kristín Jósafatsdóttir. Misti hann báða foreldra sína í spönsku veikinni miklu haust ið 1918. Var hann þá tekinn til fósturs af Guðmundi Loftssyni fyrv. bankastjóra og konu hans Hildi Guðmundsdóttur og gekk þeim í sonar stað, en kjördótt- ur áttu þau hjónin fyrir, Sess- elju Guðmundsdóttur. Af systkinum Karls eru á lífi Gunnar Hall verslunarstjóri, kvæntur Steinunni Sigurðar- dóttur, Unnur, gift Kristni Guð mundssyni kaupmanni og Anna, gift Hirti Hjartarsyni forstjóra. Árið 1933 fluttist Karl norð- j ur að Blönduósi og kvæntist þar, ári síðar, eftirlifandi konu sinni Klöru Jakobsdóttur, ætt- aðri þaðan. Varð þeim tveggja barna auðið, drengs, sem Krist- ján heitir, og stúlku, Jakobínu að nafni. Eru börnin bæði á lífi og hin mannvænlegustu. Árið 1939 fluttust þau hjón- in hingað til bæjarins. Var þá þegar farið að brydda töluvert á hjartabilun hjá Karli. Þjáð- ist hann mjög af þeim sjúk- dómi, og því meir, sem lengra leið. Karl var að eðlisfari glað- lyndur maður og bjartsýnn, en .hvergi kom þrek hans betur ifram en í því, hvernig hann ■bar sjúkdóm sinn. Vissi hann þó manna best, að heilsu hans var svo háttað, að hann mátti búast við dauða sínum á hverri stundu. Karl var hvers manns hug- ljúfi sökum skapgerðar sinnar og mannkosta. Hann var og þeim hæfileikum búinn, að hon um hefði orðið mikið úr starfs- degi sínum, ef heilsan hefði leyft. Hann var einn þeirra manna, sem sagt er um, að alt ljek í höndum hans. Og starfs- þrá hans var slík, að hann ljet sjer ógjarna verk úr hendi falla á meðan hann gat uppi setið. Karl átti því láni að fagna að eignast góða og ástríka konu og efnileg börn, enda var heim- ilislif þeirra hið ánægjulegasta. Karl Hall verður jarðsettur í dag og hefst athöfnin með bæn á heimili fósturforeldra hans, Bergstaðastræti 73. Ó. H. Uíkverji ihrij^c De Gaulle ekki með London í gærkveldi: Fregnir frá Washington herma, að almennt sje talið með al stjórnmálamanna þar vestra, að De Gaulle hershöfðingi muni ekki verða á ráðstefnu þeirra Churchills, Roosevelts og Stalins á næstunni. Álitið er ennfremur, að bæði Stettin- ius og Anthony Eden muni sitja ráðstefnu þessa. — Reuter. iJlr tlciqlc ciqicqci í þjóðbraut. HAFI MENN áður efast um, að ísland sje komið í þjóðbraut, þá ætti sá efi að fara að hverfa, þegar menn heyra um þá um- fejð, sem orðin er um landið okk ar. Á tveimur mánuðum hafa lagt ieið sína um ísland hvorki meira nje minna en 26 amerísk- ir blaðamenn og rithöfundar. í nóvembermánuði komu 12 amer- ískir blaðamenn frá stærstu dag biöðum og frjettastofum Banda- ríkjanna og núna síðast á sunnu daginn var komu hjer við 14 amerískir blaðamenn og rithöf- undar. Auk þess hefir ísland ver ið áfangi á leiðinni milli Amer- iku og Evrópu fyrir þúsundir manna, sem við vitum engin deili á og fáum aldrei að vita um. Það er ekki einskis virði fyrir okkur að fá heimsóknir eins og þessar blaðamannaheimsóknir. Því miður fjekk hópurinn, sem hjer var á sunnudaginn, ekki tækifæri til að dvelja hjer neitt að ráði og kynna sjer land og þjóð. En þeir dvöldu hjer nógu lengi til að fá áhuga fyrir þjóð- inni og landinu. II Mikið veltur á mót- tökunum. ÞAÐ VELTUR á miklu, hvern ig móttökur erlendir blaðamenn og rithöfundar fá, þegar þeir koma hingað til landsins. Fái þeir tækifæri til að hitta ábyrga menn, sem geta gefið þeim rjett- ar upplýsingar, þurfum við ekk- ert að óttast. Kom það greinilega í ljós eftir heimsókn blaðamann- anna, sem komu í nóvember. Greinar þeirra voru undantekn- ingarlaust sannar og rjettar. Öðru máli var að gegna um 12 starfsbræður þeirra, sem komu hingað til landsins í ágústmán- uði 1941. Þeir komu á amerísku flutningaskipi og stóðu við hjer í nokkra daga. Þeir hittu enga menn, sem gátu gefið þeim rjett ar upplýsingar um land og þjóð og árangurinn varð eftir því. Það var frá þeim blaðamönn- um, sem sögurnar komu um „Víkingana, sem voru grátandi á lögreglustöðinni í Reykjavík, vegna þeSs, að konur þeirra voru að dansa við ameríska og enska hermenn í Hótel Borg“. Og frá þeim kom sagan um „súkkulaðið og ginið, sem her- mennirnir höfðu jafnan tilbúið til að lokka til sín íslenskt kven- fólk“. • Afmælissýning Á SUNNUDAGINN annan en var hjelt Leikfjelagið hátíðarsýn ingu fyrir Gunnþórunni Halldórs dóttur í Iðnó. Hafa blöðin sagt ítarlega frá því, er þar gerðist. En samt langar mig til að birta hjer skemtilegt brjef um sýn- inguna frá vini mínum einum. Hann skrifar: „Jeg var í Iðnó á sunnudag- inn á afmælissýningu eða gull- brúðkaupi hennar Gunnþórunn- ar okkar. Mjer hefir altaf þótt vænt um Gunnþórunni, þótt jeg hafi aldrei sagt henni neitt frá því. Þessvegna vildi jeg vera með á hennar heiðursdegi. •— Þegar hún kom inn á leiksviðið í fyrsta þætti, rjóð og frísk og kát og glöð, lýsti sólskinsbros hennar um allan salinn og alla leið inn í hjörtu okkar Reykvíkinga. Hún er alveg einstök. En það er ýmislegt annað, sem mig langaði til að benda á“. © Álflióll og Elverhöj. „JEG GET t. d. ekki felt mig yið nafnið á leikritinu, að kalla það Álfhól, því Álfhóll og Elver- höj er tvent ólíkt, eins og menn sjá. Álfhóll er á svipinn eins og strýtumyndaður harðbalahóll, með moldarflagi í vanganum og blágrýtisnibbu upp úr, duggara- bandslegur hóll, sem er alveg jfjarskyldur dönskum drauma- landshól, sem er ekki hærri en það, að Norðmenn myndu kalla hann dal, með anemonium, ger- aníum, seneraríum og levkoj, og háum beykitrjám til að skýla fyrir sólinni. Þetta Álfhólsnáfn setti ekki rjettan svip á leikinn“. • RosabuIIutíska. „MJER FANST það líka aí- veg óviðeigandi, að okkar helstu ! karlmenn í leiknum óðu.fram'og aftur í ógurlegum stríðsrosabull- ^um, eins og þeir væru að vaða i austur í Ölfusforum, en ekki á leiksviði í Iðnó. Mjer var að j detta í hug, hvort. þetta stafaði af þ^í, að vatn væri kómið í leikhúskjallarann. Þeir ættu að I kynna sjer það, sem hafa húgs- að sjer að byggja ráðhúsið okk- ar úti í Tjörn. Það gæti orðið nokkuð dýrt fyrir bæinn, ef all- ir starfsmennirnir þyrftu að vera svona verjaðir". „En ef þessi rosabullumóður er í einhverju sambandi við það, hvernig menn hugsa sjer að það sje að ferðast um sljettur Sjá- lands, þá tel jeg þetta móðguh við danska bændastjett, sem vit- anlega fyrir löngu hefir þurkað mýrarnar og gert þær að blóm- legum ökrum. Mjer er sem jeg sæi framan í stjórnendur Land- búnaðarfjelagsins í Kóngsins Kaupmannahöfn, sem fyrir 100- 150 árum verðlaunuðu framúr- skarandi dugnað í yrkingu lands ins með stórum silfurbikurum, eins og þeim, sem afburða íþróttamenn fá nú, ef þeir hefðu heyrt, að hjer í Reykjavák hjeldu menn, að rjett fyrir fram- an tærnar á þeim væri enn í dag bólandi kviksyndi, svo menn væðu þar upp í buxnastreng". • Áherslur. „EKKERT SKIL jeg heldur í honum Sigurði Grímssyni að vera að sproksetja menn fyrir það, hvaða áherslur eða betón- ingar þeir leggja á orðin, hvort heldur þeir segja t. d. E lísabet, Elísabet, Elísabet eða Elsabet. Því hægt væri að fyrirbyggja allan misskilning með þvi að kalla konuna bara Betu. Hún var ekki veglegri en það, hálfgerður umskiftingur, sem sett hafði ver ið í vitlausa vöggu, en hringur- inn, sem Kristján fjórði kóngur vor var álitinn hafa gefið henni, fanst í reiðileysi úti í skógi. Hæp ið að menn nú á dögum kunni við að fara þannig með þóngs- gersemar. • Lokaþátturinn. „SKEMTILEGASTUR var loka þátturinn, þegar Gunnþórunn kom aftur og Brynjólfur með henni, og þau hjeldust í hendur. Brynjólfur hjelt í hönd Gunn- þórunnar og Gunnþórunn í hönd Brynjólfs. Þau gengu fram á sviðið, eins og lítil börn, sem eru að dansa „Munken gaar i Enge“. Stúlka, sem sat fyrir aftan mig, sagði: „Eru þau ekki agalega I sæt!“ Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að menn þeir, er stálu bif- reiðinni á Mímisvegi nú um s. L helgi, voru erlendir menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.