Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 5. júlí 1945. Viðlegan á Felli Jói onóáon 25. ,,Komi þið hingað“, kallaði hann til fólksins, þegar hann var kominn fram í Tjaldbrekku. Þarna í þessari brekku hafði tjald Fellsfólksins stað- ið sumar eftir sumar, þegar verið var við heyskap í dalnum, því var hún tjaldbrekka kölluð. Þar var skjól á þrjár hliðar, lítil hvilft var neðst í brekkunni, þar var tjaldað. Fólkið lagði frá sjer verkfærin, þegar Jósef kallaði. Piltarnir hlupu heim í brekkuna, til þess að taka ofan með honum. „Þá er nú best að ná tjaldinu og tjalda snöggvast. Þú getur útbúið hlóð fyrir stúlkurnar, Magnús minn, með- an við leysum og tjöldum“, sagði Jósef. Magnús vinnumaður fór að búa til hlóðin, en stúlk- urnar rifu lyng á meðan, til þess að kveikja upp með. Jósef og hinir karlmennirnir leystu baggana. Þegar bú- ið v‘ar að því, var sprett af hestunum og þeim slept- upp í brekkurnar, fyrir framan tjaldstæðið. Reiðingarnir voru bunkaðir í vissri röð og klyfberun- um raðað hjá. Beislin voru lögð ofan á reiðingana, og svo var segl- dúkur breiddur yfir. Nú var farið að tjalda, og gekk það fljótt. „Jeg sje að þið hafið slegið þarna blett í brekkunni, við notum heyið fyrir tjaldhey“. „Já, við slógum þarna í tjaldið, en það er ekki vel þurt, það er varla grasþurt enn. Eigum við að bera það inn?“ spurði Sigurður. „Já, við skulum láta það inn, það er einatt hægt að kasta því út aftur og þurka það betur“, sagði Jófeef. Bína kom hlaupandi með hrífu og saxaði heyið. Karlmennirnir báru föngin inn. „Ætli það þurfi meira en sex föng?“ spurði Magnús. „Og það er óhætt að bæta því sjöunda við“, sagði Gunna Jóns. „Það verður ekki of heitt eða mjúkt“. „Á að eta í tjaldinu núna?“ spurði Elli litli. „Það er rjett að matast inni. Rjetti þið mjer dótið inn, jeg skal koma því fyrir“, sagði Jósef. „Það verður að hafa grautinn og skyrið á góðum stað“, sagði Gunna. 5. dagur „Þjer ættuð að gera það“, sagði Cluny. ★ Burtfararstundin nálgaðist með óhugnanlegum hraða. Frú Maile svaraði brjefinu um hæl, eftir að hafa ráðfært sig við húsmóður sína, lafði Carmel, og sendi peninga fyrir far- gjaldi á þriðja farrými. Adda bauðst til þess að sjá um föt Cluny, og samþykti Cluny það með þögninni. Síðustu dagana mælti hún vart orð af munni — og Porr- itt var einnig þögull. Kvöldið, áður en hún fór, kom hann inn til hennar með þrjár myndir, og lagði þegjandi á borðið fyr- ir framan hana. Það var mynd af honum sjálfum, konu hans og móður Cluny. „Mjer datt í hug, að þú hefð- ir gaman af að eiga þær“, sagði hann. „Jeg fann enga af föð- ur þínum“. „Ó, — þakka þjer fyrir“, hrópaði Cluny. „Af hverju þarf jeg að fará?“ sagði hún svo og leit biðjandi á hann. . „Það verður svo að vera“. Hún leit á hann og sá, að enginn mannlegur máttur myndi megna að hagga þeirri ákvörðun hans. Hún varð að fara til Devonshire — í góða vist. Slík voru örlög hennar. „Ef mjer leiðist — má jeg þá koma heim aftur?“ spurði hún. „Nei“, ansaði Porritt. „En ef jeg fæ ekki nóg að borða -r- ef jeg verð barin?“ „Það er engin hætta á því“, ansaði Porritt. „En þú getur skrifað mjer nokkrar línur, ef til þess kæmi“. Cluny andvarpaði þungan, reis á fætur og kysti hann á kinnina. „Góða nótt — og hafðu það hugfast, að jeg verð farin á morgun“. IV. Kafli. blómum í dagstofunni að Fri- Lafði Carmel var að raða ars Carmel. „Heyrðu, væni minn — þú mátt ekki setja ösku á teppið“, sagði hún. Það var Andrjes, sonur henn ar, sem hún ávarpaði svo. — Hann var nýkominn heim úr ferðalagi um meginland Ev- rópu. Hann sat á borðendan- um hjá henni og reykti óþolin móðlega. „Mamma — viltu gera það fyrir mig, að hlusta á það, sem {jeg er að segja? Það er mjög áríðandi“. „Jeg hlusta á þig, góði minn. Þú hefir boðið vini þínum að dvelja hjer um stundarsakir. Jeg sje ekkert athugavert við það“. „Hann er ekki vinur minn. Það er mjög þekktur pólskur menntamaður.“ „Ekki held jeg að það sje verra. Hvað heitir hann aft- ur?“ „Adam Belinski. Hann er ný- kominn frá Þýskalandi. Hann komst nauðuglega undan. Það verður að fara leynt, að hann dvelji hjer“. Lafði Carmel brosti. — En hvað Andrjes var mikið barn ennþá — ;—. Andrjes sá að hún brosti. — Hann stökk niður af borðinu og tók að skálma aftur og fram um herbergið. „Jeg. get víst ekki gert þjer þetta skiljan- legt“, sagði hann beiskjulega. „Mvað — góði minn?“ „Hvernig ástandið er í Ev- rópu. Þar getur alt farið í bál og brand þá og þegar“. Móðir hans snjeri sig við og leit á hann. Og þegar hann horfði F blá augu hennar, varð hann alt í einu rólegri. Það var þó a. m. k. einn hlutur, sem var óbreytanlegur og óhaggan legur — gestrisnin á heimili móður hans. „Fyrirgefðu, mamma mín. En mig langaði bara til þess að þú gerðir þjer ljóst, að það getur verið ábyrgðarhluti að hýsa Adam Belinski. Jeg hefi talað við pabba og hann segir að sjer sje sama — en jeg held, að hann hafi ekki gert sjer grein fyrir því, að jeg var að tala í alvöru. Við vitum ekki, hvort nasistarnir eru ennþá ,á hælum hans eða ekki. Ef þú vilt vera laus við, að taka á þig ábyrgðina, skaltu bara segja það“. „Já -— en þú hefir þegar boð ið honum hingað", sagði lafði Carmel. Það skipti mestu máli í#augum hennar. „Já. En hann vildi ekki þiggja boðið vegna þess að jeg hafði ekki talað við þig fyrst". „Þetta virðist háttvís maður. Og það eru engir nasistar hjer. Jeg sje enga ástæðu til þess að taka boðið aftur“, „Má jeg segja honum það?“ „Já — auðvitað. Jeg get líka skrifað honum nokkrar línur, svo að þú þurfir ekki að fara“. En Andrjes kvaðst hvort eð er þurfa að bregða sjer til borg arinnar. Hann kvaddi móður sína með kossi, og skundaði af stað. ★ Um hádegisbil fór lafði Carm el inn í skrifstofu bónda síns til þess að segja honum, að mat urinn væri til reiðu. Hann sat við skriftir. Þegar heilsu" hans tók að hraka svo, að hann gat ekki lengur gefið sig að veið- um, sat hann öllum stundum við skriftir. 'Æskuvinir hans sem dvöldu víðsvegar um heim, tóku að fá heillöng, og að sama skapi leiðinleg brjef frá honum — til Rhodesiu, Tanga- nykia, Singapore, Ástraliu, Ind lands og Nýja Sjálands, því að hann taldi ekki ómaksins vert, að skrifa þeim, sem voru nær. Brjefin voru því lengi á leiðinni — og svarbrjefin jafnvel ennþá lengur að ná til hans, svo að venjulega var farið að slá *í frjettirnar, sem þau höfðu að flytja. Þetta gæddi brjefavið- skipti hans einkennilegri eig- ind óendanleikans, sem honum fanst mjög róandi. „Harry — minntist Andrjes á vin sinn við þig?“ spurði lafði Carmel. „Þennan misindismann? Jú, hann var eitthvað að minnast á hann“. „Góði mmn — fíann er ekki misindismaður. Þú hefir tekið eitthvað vitlaust eftir“. ,,Já, það getur vel verið“, viðurkenndi hann. „Jeg botn- aði satt að segja hvorki upp nje niður í því, sem drengurinn sagði. Veistu, hver maðurinn er?“ „Já. Það er pólskur prófess- or — sem stóð á öndverðum meið við nasistana. ■—• Andrjes heldur, að þeir muni vera á hnotskóg eftir honum — en jeg er nú ekki trúuð á það. — Jeg held að prófessorinn hafi látið þess getið við Andrjes, að hann langaði til þess að hvíla sig vel — og Andrjes hafi þess vegna boðið honum hingað heim“. „Já — það er auðvitað sjálf- sagt“, ansaði eiginmaðurinn og þar með var málið útrætt. V. Kafli. Cluny Brown kom til Friars Carmel í Rolls-Royce-bifreið. Það var þó ekki svo ráð fyrir gert í öndverðu. Vinnumaður- inn átti að sækja hana — en var svo ekki viðlátinn, þegar til átti að taka og bifreiðin var biluð. Frú Maile, bústýran, hringdi því til stöðvarstjórans, og bað hann að reyna að sjá um, að hún kæmist heim. Hann sneri sjer þegar til Duff-Gra- ham, ofursta, sem kominn var á stöðina til þess að sækja hund sinn, Roderick, og bað hann skjóta Cluny heim að Friars Carmel í leiðinni. Ofurstinn var fús til þess. Þegar lestin staðnæmdist stukku þau Roderick og Cluny saman út. Þau höfðu orðið perluvinir á leiðinni. Gluny var látin setjast fram í, hjá bílstjóranum, en Roder- ick linnti ekki látum, fyrr en bifreiðin vrr látin nema staðar og hún settist aftur í, hjá ofurst anum og honum. „Hann virðist hafa orðið hrif inn af yður“, sagði ofurstinn. Frægur lögfræðingur sagði stúdentum, er voru að útskrif- ast, eftirfarandi sögu: Sonur minn, sem er hjerna í skólanum, kom einu sinni heim og spurði: — Pabbi, ertu góður stærðfræðingur? — Já, drengur minn, jeg býst við, að jeg sje ansi slyngur, ansaði jeg. — Jæja, þá skal jeg segja þjer, að jeg er hjerna með smá dæmi, sem þú skalt leysa. Það sátu þrír froskar úti við tjörn. Þeir ákváðu að einn skyldi fara út í tjörmna og hvað urðu þá margir eftir? — Það et nú ekki vandi að leysa úr því, segi jeg, — það eru náttúrlega tveir eftir. — Þarna liggur nefnilega vitleysan, sagði strákur, það voru þrír froskar eftir, af því að þeir ákváðu bara að fara út í tjörnina, en gerðu það aldrei. ★ Þegar frjettist um lát ní- ræðrar konu, sem bjó hjer fyr- ir áustan fjall, varð einni jafn öldru hennar að orði: — O, ekki varð nú aldurinn henni að meini, blessaðri. Það er farið að tíðkast nokk að láta umsækjendur um stöð- ur ganga undir gáfnapróf. Ný- lega frjettist um eitt slíkt próf, ( sem var með nokkuð sjerstöku sniði. Spurningarnar voru hver annari bjánalegri og tilætlunin var, að prófmennirnir svöruðu þeim als ekki og sýndu skiln- ing sinn á þann hátt. Þegar úr- lausnirnar voru lagðar fyrir prófdómarana, ýmsa spreng- lærða menu, kom í Ijós, að flest ir höfðu ekki svarað þessum spurningum, en þó var einn, sem sló þessa háu herra alveg út af laginu. Ein spurning var á þessa leið' •— Hversu lang- ur er þráðarspotti? Svar: ■—■ Þráðarspotti er tvisvar sinnum lengri en fjarlægðm frá miðju hans til endanna. Onnur spurn ing: — Hversu langt getur hundur hlaupið inn í skóg? — Svar: — Hundur getur ekki hlaupið nema inn í miðjan skóg inn, því að eftir það fer hann að hlaupa út úr honum. ★ Auðvitað eru ýmsir .-erulega eigingjarnir menn hjer og þar — aðallega þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.