Morgunblaðið - 21.12.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1945, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 21. des. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrasti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ekkert lært ÞAÐ HEFIR verið sagt um stjórnarandstöðuna hjer — hina konunglegu stjórnarandstöðu Hermanns Jónasson- ar — að hún hafi aðeins eitt sjónarmið: að vera á móti öllu sem frá ríkisstjórninni kemur. Sama hvað það er. Stjórnarandstaðan hefir neitað þessu og sagt að þetta væri rógur stjórnarliða. En öll framkoma stjórnarand- ttöðunnar, frá því að ríkisstjórnin var mynduð og fram á þenna dag, hefir staðfest, að svona er þetta. Vafasamt er, hvort stjórnarandstæðingar hafi nokkurn tíma staðfest jafn greinilega rjettmæti þessarar þungu ákæru á hendur sjer og síðasta dag þingsins, er verið var að ræða hvaða tilhögun mundi heppilegast að hafa á störfum þingsins. ★ Eins og kunnugt er, lagði ríkisstjórnin til, að þessu þingi yrði frestað til 1. febrúar, og jafnframt, að sam- komudagur reglulegs Alþingis 1946 yrði 1. október, í stað 15. febrúar. Augljóst er, að með þessu fyrirkomulagi eru störf þingsins gerð hagfeldust. Mörg stórmál liggja fyrir þessu þingi, sem ekki hefir unnist tími til að afgreiða. Þau eru hjá ýmsum nefndum þingsins eða milli umræðna. Með frestun þingfunda nú, vinst það, að málin verða tekin upp á ný, er þingið kemur aftur saman 1. febrúar og haldið áfram þar sem frá var horfið. Ef hinsvegar þessu þingi hefði verið slitið og hlaupið frá fjölda hálfkaraðra mála, en nýtt þing komið saman 15. febr., þá hefði orðið að taka upp öll málin á ný frá byrjun. Þar með voru gerð ónýt störf þessa þings í öll- um þeim málum, sem ekki vanst- tími til að afgreiða. Sjá vitanlega allir, hve óhagstæð slík vinnubrögð hefðu orðið, auk þess sem þau hefðu haft mikinn aukinn kostn- að í för með sjer. ★ En hvað gerði stjórnarandstaðan? Tók hún vel þessari skynsamlegu tilhögun ríkisstjórnarinnar? Eða snerist hún gegn henni? Auðvitað hagaði stjórnarandstaðan sjer í þessu máli nákvæmlega eins og hún hefir altaf gert. Hún snerist á móti. Stjórnarandstaðan rjeðst harkalega að stjórninni fyrir aðgerðir hennar í þessu máli. Hún talai, að með þessu væri stjórnin að traðka á þingræðinu og lýðræðinu! Stjórnin væri hjer að skapa ljótt fordæmi, enda hefði hún sýnt á s. 1. sumri, að hún vildi ekki láta Alþingi fjalla um stórmálin fyrr en eftir á, sbr. bráðabirgðalögin um landbúnaðarmálin. Fleira álíka gáfulegt heyrðist frá stjórnarandstöðunni í sambandi við þetta mál. ★ En það varð ekki hátt risið á þeim Framsóknarmönn- um, þegar farið var að ræða um fordæmið. Bæði for- sætisráðherra og framsögumaður allsherjarnefndar, bentu á, að stjórn Framsóknarflokksins hefði farið ná- kvæmlega eins að á árunum 1933 og 1934, og reyndar gengið talsvert lengra. Framsóknarstjórnin liet þinghald niður falla frá 8. des. 1933 og til 1. okt. 1934. Og hún ljet ekki þar við sitja, því að sumarið 1934 gaf hún út stórfeld bráðabirgðalög einmitt um sömu mál (landbún- aðarmálin), sem hún ásakar núverandi stjórn fyrir. Sjeu nú verknaðir þessara tveggja ríkisstjórna athug- aðir út frá sjónarmiði þingræðis og lýðræðis, hvað kem- ur þá í ljós? Framsóknarstjórnin 1934 studdist við eins atkvæðis meiri hluta á Alþingi, en núverandi stjórn nýtur öflugs meiri hluta á þingi. Stjórn Framsóknar- flokksins var í minni hluta hjá þjóðinni, en núverandi stjórn styðst við mjög sterkan meiri hluta. Asakanir stjórnarandstæðing'a nú, hitta því fyrst og fremst þá sjálfa. Þeir, sem búa í glerhúsi, eiga ekki að kasta grjóti. Þenna sannleika ættu þeir Framsóknarmenn að hafa lært. \JíLueiji ábripar: ÚR DAGLEGA LlFINU Er til nóg smjör? HVAR SEM komið er inn í matvöruverslanir hjer í bænum, ber mest á smjörpökkum. I mjólkurbúðunum eru líka smjör- pakkar í öllum hillum. En þetta góðgæti er ekki til sölu fyrir hvern, sem það vill kaupa. Smjör ið er skamtað og hver maður faer sinn skamt, og ekki gramminu meira. Nú hefir enginn á móti því, að nauðsynjavara eins og smjör sje skamtað, úr því ekki eru til nógar birgðir, til þess að allir geti fengið lyst sína. En hinu eru menn ekki búnir að gleyma, að í fyrravor skemd ust smjörbirgðir hjer á landi vegna þess, að of ríflega var á- ætlað til skömtunar. Vonandi að slíkt komi ekki fyrir aftur. Eða getur verið að hætta sje á slíku? Sennilegt er, að flestir hafi þegar sótt sinn smjörskamt, en samt er til nóg af smjöri. Hvern- ig væri, ef skömtunaryfirvöldin athuguðu málið og ef það reynd ist rjett, að hægt væri að veita aukasmjörskamt, þá væri sann- arlega gott að fá hann núna fyr- ir jólin. • Leist verst á mjólk- urbúðirnar. I GÆR hitti jeg kunningja minn, sem dvalið hefir erlendis um nokkurra ára skeið. Jeg spurði hann, hvernig honum lit- ist á sig hjer heima. „Prýðilega", sagði hann. ,Reykjavík er altaf að fara fram og jeg kann alveg ágætlega við mig og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum, en mönnum hættir stundum við því, eins og Vestur-íslengingnum, sem kom í heimsókn til gamla landsins og sagði, er hann fór aftur til Ameríku: „Jeg er ó- kunnugur í mínu eigin landi — jeg vil fá peningana, sem jeg hefi eytt í þetta ferðalag aftur“. „Nei, það fór ekki þannig fyr- ir mjer sem betur fer. En þó get jeg ekki gert að mjer, að „krítísera“ eitt hjer í bæjarlífinu, og það er mjólkurbúðirnar. Mjer finst þær vera afleitar og skil ekki, hvernig Reykvíkingar fara að því að þola þær“. Þetta sagði íslendingurinn, sem dvalið hefir fjölda mörg ár erlendis. Jeg sagði honum, að þetta stæði alt til bóta. Við hefð- um fengið bráðduglegan mann sem forstjóra mjólkursamsölunn ar, mann, sem væri allur af vilja gerður til að bæta úr hinu slæma ástandi, sem mjólkurmálin væri í hjá okkur. Þeir sem þektu hann, hefðu mikla trú á, að hann myndi bæta úr eins fljótt og hann gæti því við komið. Appelsínurnar í Kron. HÚSMÓÐIR skrifar til Vík- verja og spyr, hvernig á því standi, að KRON auglýsi appel- sínum handa viðskiftavinum sín- um, en slíkir ávextir fáist ekki í verslunum kaupmanna. Getur hún sjer til, að þetta muni vera áróðursatriði hjá KRON til þess að afla sjer viðskiftavina og fje- laga. Sannleikurinn mun hinsvegar vera sá, að KRON hefir fengið appelsínusendingu. Kaupmenn fengu leyfi fyrir 15.000 kössum af appelsínum, en ekki tókst að fá appelsínurngr til landsins fyr en fyrst á næsta ári. Þá munu allir fá sinn skamt. • . Breyting á matartíma. „ÞAÐ VAR þarft verk að vekja máls á því vandræða- ástandi sem ríkir hjer á vinnu- stöðum í sambandi við matar- og kaffihlje", skrifar Björn L. Jónsson veðurfræðingur, og held ur áfram: „Þeim sem á þetta hafa minst í dálkum þínum, eru þeirrar skoðunar, að afnema eigi kaffitímana með öllu og jafnvel stytta matartímann um helming og borða t. d. mjólk og brauð á milli kl. 12 og hálfeitt. Vinnu- tíminn yrði þá úti 1—lVz klst. fyrr. Jeg hefi oft átt tal um þetta við menn úr ýmsum stjettum, og flestir ef ekki allir talið þessa breytingu æskilega. Og fyrir fá- um dögum frjetti jeg, að reynsla væri á þessa tilhögun komin hjer á landi, og vil jeg vekja athygli á henni., fyrst aðrir hafa ekki Orð ið til þess“. o Hafa þegar breytt. ,MEÐ SAMKOMULAGI milli meistara og sveina voru kaffihlje feld niður á öllum trjesmíða- vinnustofum fyrir nokkrum mán uðum. Vinnutíminn hjelst hinn sami og áður, en kaupið mun hafa hækkað sem því svaraði. Matartími er enn sem fyrr kl. 12— 1, en mörgum mun leika hug ur á að fá honum breytt líka. Vinnutíminn er frá kl. 8—12 og 13— 18. Sennilega hafa sumir kunnað því illa að vinna 5 tíma samfelt án þess að geta fengið sjer kaffisopa, en mjer skilst, að nú sje almenn ánægja með þessa tilhögun, og það sýnir, að allir þessir kaffitímar eru ekkert ann að en ávani og óþarfi. Nú um skeið hafa trjesmiðir meira að segja unnið til kl. 20 daglega án nokkurrar hvíldar. Trjesmiðir eiga mikinn heiður skilið fyrir að hafa riðið hjer á vaðið, og vonandi taka aðrar stjettir þá sjer til fyrirmyndar, aðrir iðnatiarmenn, verksmiðju- fólk, verkamenn skrifstofufólk o. fl. Þar sem ekki er hægt að stytta matartímann niður í hálf- tíma, þyrfti blátt áfram að lengja hann upp í IV2—2 tíma“. Þetta var brjef Björns Jóns- sonar og munu flestir taka und- ir með honum. Q - ! ^ > A ALÞJOÐA VETTVANGI «91 Rjeft fyrir Hoskvsfundinn BANDARÍKIN, Bretland og Rússland ætluðu aftur að reyna að stöðva strauminn, sem bar til ósamlyndis. Stjórnendur allra þjóðanna vissu, að mikið lá við, og datt ekki í hug að sýna þá bjartsýni, sem komið hafði fram fyrir fundinn í London og gert vonbrigðin yfir úrslitum hans meiri en ella hefði orðið. Og þótt mikið væri rætt um fundinn í Moskva vestur í Was- hington, þá var alvöruhreimur í öllum. Nú myndu mistök verða alvarleg, ef þau ættu sjer stað, og enginn ljet sjer detta í hug að spá góðum árangri fyrirfram. Áhersla var lögð á eftirfarandi atriði, þegar rætt var um undir- búning fundarins: 1) Tortrygni í alþjóðamálum myndi ekki hverfa, uns Rússar væru orðnir sannfærðir um það, að Bandaríkjamenn ætluðu ekki að nota atómsprengjuna sem hótun á alþjóðavettvanginum. „Við viljum hafa hreinar hend- ur, hvað sprengjunni viðvíkur", sagði einn amerískur stjórnmála- maður. 2) Hinar sameinuðu þjóðir og samkunda þeirra var annað al- varlegt umræðuefni. ,Ef Rússar eru ekki teknir með í atóm-um- ræðurnar, þá getum við eins kvatt. hið nýja þjóðabandalag", var skoðun annars stjórnmála-, mannsins. 3) Þó að Bandaríkjamenn hefðu | sprengjuna, þá voru það Rússar, sem voru að styrkja stjórnmála- aðstöðu sína í ýmsum löndum. Skýrsla Mark Ethridges um Balkanlöndin hefir ekki verið birt, vegna þess, að utanríkis- ráðuneytið vill sýna Molotov hana í Moskva, og spyrja einu sinni enn, hvenær Rússar ætli að láta af yfirdrotnun sinni í Balk- anlöndunum. Öll þessi áhersla á sprengjuna var eðlileg hjá Bandaríkjamönn um, sem ræða svo mjög um hana, en það var alls ekki gefið að Rússar hefðu minsta áhuga á samningum um þau mál. Rússar telja atóm-málin framtíðarmál, og kæra sig koliótta um það, þótt samningar um þau takist ekki í bráðina. Þeir vissu það í Moskva, að Bandaríkjamenn myndu elcki nota sprengjuna í yfirstandandi deilum, og í milli- tíðinni ætluðu rússneskir vísinda menn sjer að ná þeim á sviði at- óm-rannsóknanna. Það gæti ver- ið, að aðstaða Rússa til þess að kaupslaga með hliðsjón af atóm- sprengjunni yrði stórum betri eftir fimm eða tíu ár. í London var haldið, að Rúss- ar myndu leggja mikla áherslu á að komast í hernámsráð Jap- ans. Þegar Harrimann sendiherra hitti Stalin í hvíldarstað hans, Socchi, þá ræddi marskálkurinn lítt um Balkan og atóm, en þess meira um Austurasíumálin. — Varla myndu Bandaríkin láta undan Rússum viðvíkjandi Jap- an, en sendinefndin sem fór hjeðan frá Washington til Moskva í þessarri viku, var á- ákveðin í því að reyna allar fær- ar leiðir til samkomulags. (Time 17. des.) Bretar brenna þerp til grunna London í gærkveldi: í GÆR brendu breskar her- sveitir til grunna þorp eitt á Java, í hefndarskyni fyrir það, að íbúar þorpsins drápu að því er talið var 20 breska hermenn. Herinn hlífði hinum kínverska hluta þorpsins, en jöfnuðu alt við jörð með eldi og sprengjum í þeim hluta þorpsins, sem Java búar bjuggu. — Oeirðir eru stöðugt miklar á Java, ög virð- ist ekkert lát á vörn innborinna manna, þótt Bretar hafi fengið ærinn liðsauka. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.