Morgunblaðið - 05.01.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1946, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: ÆSKA Reykjavíkur mun Vestan gola eða kaldi, snjójel, en bjart á milli. Laugardagur 5. janúar 1946 Ræðumenn ákveðnir á fundum æskulýðs- sambandanna í Hafnarfirði og Kefiavík EINS og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu halda æskulýðssambönd stjórnmála- flokkanna sameiginlega stjórn máláfundi í Hafnarfirði og Keflavík á morgun. Fundirnir á báðum stöðunum hefjast kl. 2 e. h. — I Hafnarfirði verður fundurinn haldinn í Bæjarbíó, en í Keflavík í Alþýðuhúsinu. Ræðumenn á fundunum hafa verið ákveðnir. I Hafnarfirði verða þeir sem hjer segir: Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: — Guðmundur Guðmundsson, Egg ert ísaksson og Páll Daníelsson. Fyrir Alþýðuflokkinn: Stefán Júlíusson og Sveinn V. Stefáns- son. Fyrir Framsóknarflokkinn: Ingólfur Geirdal, Kristján Andrjesson og Haraldur Jó- hannsson. A fundinum í Keflavík verða ræðumenn þessir: Fyrir Sjálfstæðisflokkinn: — Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson, stud. juris. Fyrir Alþýðuflokkinn: Helgi Sæmundsson og Jón Emilsson. Fyrir Framsóknarflokkinn: Þórarinn Þórarinsson. Fyrir Sósíalistaflokkinn: — Guðmundur Vigfússon og Jón- as Haralz. Fundur æskulýðssamband- anna á Akranesi verður hald- inn sunnudaginn 13. jan. Lisfi Sjálfsiæðis- manna í Borgarnesi Frá frjettaritara vorum í Borgarnesi, föstudag. LISTI Sjálfstæðismanna við hreppsnefndarkosningarnar hér sem fram fara hinn 27. þ. m., verður skipaður þessum mönn- um: Friðrik Þórðarson, verslunar stjóri, Finnbogi Guðlaugsson, forstjóri, Magnús Jónsson, gjald keri, Ásmundur Jónsson versl- unarmaður, Ólafur Klemensson verkamaður, Daníel Björnsson trjesmiður og Ólafur Þórðarson, járnsmiður. Við sýslunefndar- kosningarnar er í framboði Ari Guðmundsson, verkstjóri. Áramótakveðjur til Forseía íslands MEÐAL skeyta þeirra, sem •forseta Islands bárust um ára mótin, voru þessar kveðjur: „íslendingafjelagið í Kaup- mannahöfn flytur yður. herra forseti og allri íslensku þjóð- inni, hugheilar óskir um far- sælt og blessunarríkt ár“. „Vestra heit í vorum brjóstum vakir norræn glóð. iBróðurhugir brúa hafið blessa land og þjóð. Richard Beck“. ...... -—íiii. „.-dSaaaíafcííSiaasiáí Efnahagsyfirlil Búnaðarbankans Búnaðarbankinn hefir sent út efnahagsyfirlit pr. 1. jan. s. 1. Verður hjer getið helstu niður- stöður á yfirlitinu, með saman burði á fyrra ári. Aðalniðurstaða á efnahagsyf- irliti allra deilda bankans hefir lækkað úr 65.400 þús. í 64.642 þús. krónur. Eignamegin hafa skuldabrjef fyrir lánum, verðbrjef, víxlar og lán í hlaupareikningi hækk- að samtals um ca. 16 milj. kr., úr 32 milj. upp í 48 milj. króna. Skuld hefir 'myndast hjá báð- um kreppulánssjóðunum, er nemur samtals kr. 830 þús. — Bankainnstæða og peningar í sjóði lækka um nærri 15.800 þús. kr. Ennfremur hverfur skuld útibúsins við bankann (ca. 900 þús.) og fasteignir lækka um 800 þús. kr., (sem mun stafa af sölu hússins nr. 10 við Kirkjustræti. Skuldamegin hækka innstæð ur í sparisjóði, hlaupareikningi og á reikningslánum samtals um kr. 500 þús., en innstæður kreppulánasjóðanna beggja hverfa, þar sem öll bankavaxta brjef þeirra hafa nú verið inn- leyst, (samtals ca. 1.600 þús.). Ennfremur hverfa jarðræktar- brjef í umferð (1062 þús.). Skuldlaus eign hækkar um ca. 1052 þús. úr 12.410.298,49 upp í 13. 465.276,55 og nýr sjóð ur hefir myndast á árinu, fyrn ingarsjóður fasteigna krónur 300 þús. Framboðsiislar á Akureyri Akureyri, föstudag. Frá frjettaritara vorum. NÖFN efstu manna á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnarkosninga hjer, hafa áður verið birt.Efstu menn annara flokka eru: Framsókn- arflokkurinn: 1) Jakob Frí- mannsson, kaupfjelagsstjóri, 2) Þorsteinn M. Jónsson skólastj., 3) Marteinn Sigurðsson verka- maður, 4) Guðmundur Guð- laugsson forstjóri. Alþýðuflokk urinn: 1) Friðjón Skarphjeðins- son bæjarfógeti, 2-) Steindór Steindórsson mentaskólakenn- ari, 3) Bragi Sigurjónsson kenn ari. Sósíalistaflokkurinn: 1) Steingrímur Aðalsteinsson al- þingism. 2) Tryggvi Helgason sjómaður, 3) Elísabet Friðriks- dóttir kenlsukona. Lúðvíg Guðmunds- son flyiur erindi um Mið-Evrópuför sína Lúðvík Guðmundsson skóla- stjóri, mun flytja erindi um ferð sína til Mið-Evrópu n. k. sunnudag í Gamla Bíó. Eins og kunnugt er fór Lúð- vík í för þessa á vegum Rauða Kross íslands til þess að veita íslendingum, sem par höfðu aðsetur í löndum Mið-Evrópu, aðstoð. Skildi og fjekk miijón ÞAÐ liggur vel á henni þess ari amerísku konu. Hún er að koma úr rjettinum, þar sem hún er búin að vinna skilnað- armál gegn manni sínum, sem á asbestverksmiðjur, og var dæmdur til að greiða henni miljón dollara. Frásögn Koestlers vekur mjög mikla alhygli LESBÓKIN sem fylgdi Morg unblaðinu á fimmtudaginn var, þar sem birtir voru kaflar úr bók Arthurs Koestlers um Rúss land, hefir vakið mjög mikla athygli. Hvar sem menn hittast, síðan þetta tölublað Lesbókar kom út, hefir frásögn þessa sósíalista verið umtalsefnið. Margir hafa þó lesið þessa bókarkafla lauslega ennþá. Því menn þurfa að gefa sjer góð- an tíma, til þess að kynna sjer vel kafla þessa, sem varpa skýru ljósi yfir ástandið í Rúss landi, eins og það er í dag. Hver maður, sem lætur sjer stjórnmál nokkru skipta, les með athygli þessa skýrslu hins kunna manns, ekki síst eftir að komið er á daginn, að Þjóð- viljinn treystir sjer ekki til þess að minnast á hana einu orði. Hörkufros! í Englandi London í gærkvöldi. í NÓTT sem leið voru mikil frost um allar Bretlandseyjar og hefir ekki komið svo mikið frost í London í meira en heilt ár. Var frostið þar í borginni 11 stig, en í hálöndum Skot- lands komst það upp í 16 stig. Gas er enn ekki nærri nóg í London til hitunar og er skamt að mjög stranglega. Var borg- arbúum þvi all-kalt þessa nótt og einnig í dag — Mikið er um skautaferðir víðsvegar um Bretland. — Reuter. tryggja sigur Sjálfstæðisstefn- unnar. — Sjá bls. 7. Stórfeldar framkvæmdir í Vestmannaeyjum MIKIÐ HEFIR verið um framkvæmdir í Vestmannaeyj- um upp á síðkastið, og margt gert til að bæta atvinnu- og j lífsskilyrði Eyjamanna. Hefir ’ meðal annars verið unnið að j hafnarbótum, kúabúi komið á I fót og verkamannabústaðir bygðir. Þá er nú í smíðum ný rafstöð, en sú gamla var orðin of lítil fyrir þarfir Eyjanna, og unnið'er að kappi við að full- gera flugvöll fyrir sunnan Helgafell. Er það í- raun og veru fyrsta stórtæka flugvalla- ^ byggingin, sem landsmenn ráð : ast í. Morgunblaðið hefir haft tal af Hinriki Jónssyni bæjar- stjóra og spurst fyrir um helstu framkvæmdir upp á síð- kastið. Byggist það, sem hjer fer á eftir, á frásögn hans. Samgöngubætur. Vinna hófst við flugvöllinn í Vestmannaeyjum fyrir nokkru og er búist við, að hann verði fullgerður í maí. Er þetta mikið verk, því jafna þarf þarna stórt svæði. Eru stórvirkar vinnu- vjelar notaðar til verksins, en Vestmannaeyjabær leggur til fje til framkvæmdanna, og mun svo ríkissjóður endur- greiða það samkvæmt fjárlög- um. Á árinu sem leið var hafin bygging á garði milli Bæjar- bryggju og svonefns „Bratta“. Var myndaður þarna úm 150 metra langur grjóthryggur og steypt fyrir utan hann, en síð- an dælt inn sandi úr hafnar- svæðinu. Myndaðist þannig þarna nýtt land, um leið og höfnin var dýpkuð. Þá er og unnið að því að rífa gömlu fiski húsin fyrir ofan þetta nýja landssvæði og verður því vænt anlega lokið að sumri. Er í ráði að skipuleggja þetta svæði að nýju og gefa útvegsmönnum kost á að koma sjer þarna upp góðum, fyrsta flokks fiskhúsum. í desember 1943 var hafin smíði á nýrri bryggju inni í Botni. Er lengd hennar ca. 90 metrar, en hausinn í suður er um 36 metrar. Lagðist fyrsta skipið að þessari nýju bryggju í mars 1944, þá að vísu ekki fullgerðri, en gera má ráð fyr- ir, að þennan mánuð verði lok- ið við hana, eins og hún verð- ur í bili. Bryggjan er aðallega ætluð stærri skipum og hefir réynst vel. Af öðrum hafnarbótum má geta þess, að undanfarin ár hef ir verið gert mikið við hafnar- garðana, sjerstaklega þann syðri, og unnið hefir verið að því að staðaldri að dýpka höfn- ina. Er sandinum dælt. norður fyrir Eyði og upp í þessa nýju landmyndun, sem áður var get ið um. Vegagerð. Mikið hefir verið um fram- kvæmdir við vega- og holræsa byggingu síðustu árin. 1943 var steyptur ca. 150 metra kafli af hinum svokallaða Strandvegi. Er vegur þessi 10 metra á breidd. Þá var Skildingavegur steyptur á árinu 1944 og all- langur spotti af annari götu síð astliðið ár. Var jafnframt lagt kapp á að ljúka að mestu við holræsagerð bæjarins, þannig, að nú er aðeins ólokið við nokkra götubúta. Hefir kostn- aður við vegagerð (ræktun og viðhald vega, gerð gangstjetta og holræsa o. fl.) numið um 950.000 krónum fyrir s.l. 3 ár. Vænta má mikilla bóta í raf- magnsmálum Vestmannaeyja- kaupstaðar, þegar hin nýja raf- stöð, sem nú er í byggingu, tek- ur til starfa. Verður þetta stærsta dieselrafstöð, sem bygó hefir verið hjer á landi til þessa. Búist er við vjelum stöðv arinnar í apríl, en orka henrtar, þegar búið er að koma þessum vjelum fyrir, verður 26—28000 hestöfl. Kúabú. EITT af aðalvandamálum Vestmannaeyinga til þessa hef- ir verið mjólkurleysi. Hefir bor ’ið töluvert á mjólkureklu síð- j ustu árin. Til þess að ráða nokk ,ura bót á þessu máli, rjeðist | Vestmannaeyjabær í það fyrir jtæpum tveim árum síðan, að ! koma upp kúabúi í Dölum. Var stofnkostnaður um 650.000 kr. | í búi þessu eru 50 kýr og byggingar allar hinar myndar- legustu. Taka hlöðurnar um 11600 hesta af heyi og auk þeirra j eru geymslur og tvær súrheys- gryfjur. Undir öllu fjósinu hef- jir svo verið komið fyrir safn- ,þróm. Forstöðumaður búsins er jÁrsæll Grímsson, og er þarna mjög vel um gengið og hrein- legt. Framkvæmdir þessar, þó miklar sjeu, hafa þó ekki með öllu leyst mjólkurvandræði Eyjamanna, enda margskonar erfiðleikar, sem þarf að ráða fram úr. Hefir meðal annars þurft að kaupa mest allt hey úr landi. Munu þeir, sem þessum málum stjórna, hafa í hyggju að gera tilraunir með notkun þurrmjólkur. Geta menn yfirleitt verið sammmála um, að Vestmanna- eyingar hafi tekið föstum tök- um á þessu framfaramáli sem öðrum, enda stefnt að því frá upphafi,. að gera atvinnu- og lífsskilyrði Eyjabúa sem best. Stytta Lenins skemd. LONDON: Myndastytta sú af Lenin, sem stendur hjer í horg, var stórskemd fyrir, nokkrn. Var höggvið af stytt- unni: nefið, hakan, eyrun og nokkuð af vinstri' Öxlinni. Tveir menn, sem voru við stytt ,una, er lögreglan kom, flýðui og hafa ekki náðst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.