Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febr. 1946 — Akranes Framh. af t>ls 2. á nýbvrjuðu kjörtímabili stranda á því atriði, sem hjer um ræðir, ekki síst þegar um e;r ai ræða þann mann, sem hefir átt frumkvæði að sumum þessara framfaramála og allir bæjarfulltrúarnir viðurkendu í þessum umræðum, að hann hefði rekið erindi bæjarins sjer staklega vel í öllum stórmálum bæjarins utan lands og innan. Hjer var þó fullreynt, að Sam- komulag um ráðning bæjar- stjóra gat ekki komist á, og því ekki annað sýnna, en kosningar þurfi að fara fram að nýju til bæjarstjórnar, þó að fulltrúar Sjálfstæðismanna og Framsókn ar telji þetta fullkomlega tylli- ástæðu og vítavert ábyrgðar- leysi gagnvart hagsmunum bæj arins, þar sem nú var liðin meira en vika frá kosningum, er farið hafði í algerlega til- ganslaust samningsþóf. Bæjarstjórn óskar eftir nýjum kosningum. Eftir beiðni allra bæjarfulltrúa boðaði bæjarstjóri alla full- trúana á fund, til þess formlega að taka afstöðu til þess öng- þveitis, er hjer hafði skapast. — Var þessi fundur haldinn á skrifstofu bæjarins kl. 11% e.h. á mánudaginn. — Þar gerðist þetta: Kosnir voru embættis- menn til bráðabirgða. Forseti bæjarstjórnar Ólafur B. Björnsson og varaforseti Þórhallur Sæmundsson. Ritari Jón Árnason og vararitari Stur- laugur H. Böðvarsson. Fór og fram kosning bæjafcráðs: Ól. B. Björnsson, Jón Árnason og Sveinbjörn Oddsson. Samþykt var tillaga bæjarstjóra um heim ild til nauðsynlegrar lántöku vegna byggingar innanbæjar- rafmagnskerfisins. Þá báru fultlrúar Sjálfstæð- ismanna og Framsóknarmanna fram eftirfarandi tillögu sem hinir bæjarfulltrúarnir samþ. og undirrituðu: Þar sem sönn- un er fengin fyr'ir því, að hin nýkjörna bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar getur ekki myndað starfhæfan meirihluta, nje kom ið sjer saman um val bæjar- stjóra, samþykkir fundurinn að óska þess. að stjórnarráðið fyr- irskipi þegar í stað nýjar bæj- arstjórnarkosningar á Akra- nesi. Því næst var fundi slitið. Rannsókn áhrifa húsaleigulaganna MIKLAR umræður urðu í Sþ. í gær um þingsálvktunartillögu Gísla Jónssonar, um kosningu milliþinganefndar til að rann- saka áhrif húsaleigulaganna og endurskoða þau. Allsherjarnefnd Sþ. hafði fengið tillöguna til athugunar. Nefndin lagi einróma til, að til- lagan yrði . samþykt í þeirri mynd, að ríkisstjórninni yrði falið að framkvæma rannsókn- ina (í stað milliþinganefndar). Lagði nefndin til, að tillagan yrði samþykt ^þannig orðuð: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta tafarlaust fara fram rannsókn á áhrifum húsaleigulaganna og endurskoð un á þeim og leggja niðurstöð- urnar fyrir næsta reglulegt Al- þingi“. Jóhann Jósefsson hafði fram- sögu f. h. allsherjarnefndar. — Hann gat þess, að nefndin hefði leitað álits fjelags fasteignaeig- enda um tillöguna og einnig húsaleigunefndar. Fjelag fast- eignaeigenda sendi nefndinni svohljóðandi fundarályktun frá 18. nóv.: ,,Að vorum dómi er þegar fengin næg reynsla fyrir húsa- leigulögunum af framkvæmd þeirra, og endurbætur hafa ekki fengist á undanförnum ár- um, þrátt. fyrir ítrekaðár til- raunir og brýna þörf, og er það því skoðun vor og fjelags vors, að afnema beri lögin þegar á þessu þingi, enda lögin sett í upphafi aðeins sem ófriðarráð- stöfun“. Húsaleigunefnd taldi hins- vegar ekki fært að afnema lög- in nú þegar; slíkt myndi leiða til hins mesta Öngþveitis eins og ástatt er í þessum málum. Framsögumaður gat þess, að innan allsherjarnefndar væru menn mjög ósammála um þetta mál. Sumir teldu rjettast að afiiema lögin strax, aðrir teldu það ekki fært. Hafi síðan oríið samkomulag í nefndinni að af- greiða tillöguna á þann hátt er fyrr greinir. Miklar umræður urðu um málið og tóku margir til máls. Að lokum var tillaga nefndar- innar samþykt með 20:1 atkv. Einnig viðaukatillaga um að kostnaður greiðist úr ríkis- sjóði. Þannig var tillagan samþykt og afgreidd til ríkisstjórnarinn- ar. Bæjarsjórn Hafnar- fjarSar kom saman í §ær FYRSTI fundur hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar var haldinn í gær kl. 5 e. h. Eiríkur Pálsson bæjar- stjóri setti fundinn, og las brjef frá yfirkjörstjórn Hafnarfjarð- ar, er skýrði frá kosningaúrslit- unum og hverjir hefðu verið rjettkjörnir bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar fyrir næstu 4 ár. Allir aðalfulltrúar flokkanna voru mættir á fundinum. Bauð bæjarstjóri þá alla velkomna og árnaði þeim heilla með starf ið. Að lokinni ræðu bæjarstjóra var gengið til kosninga á starfs mönnum og föstum nefndum innan bæjarstjórnarinnar. Forseti var kjörinn Björn Jóhannesson, og til vara Guðm. Gissurarson. Bæjarstjóri var kjörinn Ei- ríkur Pálsson og til vara Guðm. Gissurarson. I bæjarráð voru kosnir: Em- il Jónsson, Kjartan Ólafsson og Bjarni Snæbjörnsson. Ritarar bæjarstjórnar voru kosnir Emil Jónsson og Stefán Jónsson. • Endurskoðendur bæjarreikn- inganna voru kosnir Valdimar Long og Eyjólfur Kristjánsson. I heilbrigðisnefnd var kjör- inn Kjartan Ólafsson. I hafnarnefnd voru kjörnir: Emil Jónsson, Ásgeir G. Stef- ánsson, Loftur Bjarnason og Þorleifur Jónsson. í útgerðarráð voru kjörnir Emil Jónsson, Björn Jóhannes- son, Kjartan Ólafsson, Jón Mat hiesen og Jón Gíslas^p. Frestað var að kjósa í atvinnu málanefnd. Bar þá Bjarni Snæ- björnsson fram till. þess efnis að nefnd yrði kosin til að ann- ast framkvæmdir í Krýsuvík, aðrar en þær er Rafveita Hafn- arfjarðar hefir verið falið að framkvæma. Var einnig frestað að greiða atkvæði um þá til- lögu. — Samþykt var að leggja Sundlaugarrráð niður og að íþróttanefnd tæki við störf- um þess. Eggert Claessen Einar Ásmundsson hæstrjettsrlögmenn, OddfellowhúsiS. — Sfmi 1171. Allskonar löufi œöistiirt Fyrsli fundur nýju bæjarstjérnarinnar á Akureyri Steinn .Steinsen kosinn bæjarstjóri Akureyri í gærkveldi. Frá frjettaritara vorum: FYRSTI fundur bæjarstjórn ar Akureyrar með hinum nýju fulltrúum hennar var haldinn í dag. Forseti bæjar- stjórnar var kosinn Þor- Vteinn M. Jónsson, skólastjóri og varaforseti Indriði Helga- son, rafvirkjameistari. Er komið var 'að kosningu bæjarstjóra ljetu fulltrúar Sósíalistaflokksins bóka sam- eiginlega yfirlýsingu um, að þeir vildu fresta kjöri hans þar til síðar. Var það fellt með 6 atkvæðum gegn 5, og Steinn Steinsen kosinn .bæj- arstjóri. Þá var samþykkt ályktun þess efnis, að kosnir skyldu fjórir menn í bæjarráð. Hlutu I þessir kosningu: — Indriði Helgason, Tryggvi Helgiason, Jakob Frímannsson og Frið- jón Skarphjeðinsson. Þá var kosið í ýmsar fastanefndir. í fundarbyrjun lýsti for- seti bæjarstjórnar því yfir, að allir flokkar bæjarstjórn- arinnar hefðu komið sjer saman um sameiginlegan mál efnagrundvöll fyrir yfirstand andi kjörtímabil. Á fundinum kom fram til- laga um að heiðra Erling Friðjónsson, er nú lætur af starfi eftir 31 árs samfelda setu í bæjarstjórn Akureyr- ar. Var ákveðið að færa hon- um að gjöf málverk af Akur- eyri. Þjóðverjar unnu Breta LONDON: Knattspyrnukapp lið úr breska hernámsliðinu í Þýskalandi, ljek nýlega kapp- leik við hið kunna knattspyrnu fjelag Fortuna í Dusseldorf. — Úrslitin urðu þau, að Þjóðverj- arnir unnu með fjórum mörk- um gegn engu. Minningarspjöld barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendseu. ASalstræti 13 Fangar gera við skemd hús London í gærkvöldi. KRINGUM 9000 þýskir stríðs fangar, sem verið hafa í fanga- búðum í Kanada, eru í þann veg inn að leggja af stað til Bret- lands frá Nýja Skotlandi. Þeir verða fyrstir af rúmlega 34000 þýskum föngum, sem koma frá Kanada til Bretlands á næst- unni. Talið er að menn þessir verði látnir vinna að því, að gera við hús, sem skemdust í loftárásum Þjóðverja á Bret- land. — Reuter. - Öryggisráðið Framhald af 1. síðu mín. — Makin kallaði fulltrúa fimmveldanna á fund sinn og ræddi við þá allan tímann fyr- ir luktum dyrum. — Er fundur hafði verið settur, og ljóst var, að fulltrúarnir gátu ekki orðið á eitt sáttir, var ákveðið að fresta fundi til morguns. Utanríkisráðherra Grikkja í London. í kvöld kom utanríkisráð- herra Grikklands flugleiðis til London frá Róm, og sat hann fund öryggisráðsins í kvöld. — Hann mun ætla sjer að lýsa af- stöðu grísku stjórnarinnar til þeirrar spurningar, hvort dvöl bresku herjanna í Grikklandi stefni heimsfriðnum í voða. Framh. af bla. 1. sóknarskyni vestur í Ame- ríku, hafa sloppið laus og eru nú að eyða jörð- 4nni!“ — Næstu komu svo áframhaldandi tilkynningar svipaðs efnis, og kom fram í þeim hræðileg mynd af heimi sem væri að farast, jörðu sem væri að leysast upp. Síðan var sagt í útvarpið: „Þjer munuð sjá glampa á himn- inum, og krampar munu fara um líkama yðar. Þjer munuð missa jafnvægið og verða erf itt um andardráttinn. Ljós- in munu slokkna og allar bif- reiðar á götunum stöðvast..“ Að lokum kom svo þessi tilkynnin^: „Atlantshafið er nú komið úr skorðum og hisa vaxin flóðalda stefnir beint á París:“ — Endirinn var á þessa leið: „Vaknið nú. At- hugið vel að yður var að dreyma!“ =illllllllllllllllllllllll!llllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lilllillllll!lllllllllllllllllllillllllllllllllllUIIILIIIIIIIIIIIIIIIIIIlTfllllllllllllll!lllll!lllllllll!llllllllll!lll!llllllllllllllllllllllllllllllll!l!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllll!lllll!llllll![n3 X-9 Eflir Robðrt Slorm sHlllllllll!llllllll!lllllllllllllllll!llllllll!llllllll!ll!llllllllllllllllllllillllilllllllllllllll!ll||||||!||||||||!|| llllllllllllllllll!llllllllllllllllll!lll!llllllllllllllllllllllllllll!llll!lllllllllllllllllllllllll!llllll!l[lllilll)!H= !T'£ HALP-E/V1PTIED!''PHIL MO&r HAVE RUN INTO TRQU8LE, OR ÚE’D HAVE VIAITED FOR MB TO 6H0W UP' MAVBE HE DECIDED TO run THE HIJACKERE- IN, WITHOUT WAlTINó... HEV, TMERE $ A CAR ON THE é-IDINó / NOW HADEé' HAM/MERE-! 1 HOPE PHlL— J 4FTER CHANólNó TIRE$, $PEClAL AóENT MUNR0E PR0CEED6 TO TBE LOóólNó SPUR... Lítxr ao haía skipt um hjólbarða, heldur Munroe búnir að taka helminginn úr vagninum. Phil hlýtur að setja þorparana jnn án aðstoðar. . . . Nei, bíðum lögreglumaður áfram. Hann hugsar: Þarna er vagn að hafa lent í einhverri klípu, annars hefði hann nú við, hjer er skammbyssa. Það er byssan hans á hliðarsporinu. Jeg vona að Phil hafi. . . . Þeir eru beðið eftir mjer, eða kanske hann hafi lagt í það, X-9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.