Morgunblaðið - 17.09.1946, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. sept. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
ívar Guðmundsson:
I HEIMSOKN
HJÁ
deVALERA
FÁIR stjórnmálamenn hinna
smærri þjóða hafa náð jafn
mikilli frægð og Eamon de
Valera stjórnarforseti írlands.
Hvert einasta skólabarn heim-
skautanna á milli hefir heyrt
nafn hans nefnt og þekkir
nokkuð til baráttu hans fyrir
sjáifstæði þjóðar sinnar. Sag-
an um stærðfræðikennarann
með erlenda nafnið, sem varð
leiðtogi írsku þjóðarinnar í
striði og friði mun seint gleym-
ast og mun jafnan verða tekin
sem dæmi um hugrekki, stjórn-
visku og framsýni.
Flestir, sem aðeins hafa les-
ið æfisögu de Valera, eða þeir,
sem fylgst hafa með 30 ára
stjórnmálaferli hans úr fjarska
og aðeins sjeð Ijósmyndir af
einbeittum andlitsdráttum hans
munu hugsa sjer hann sem
harðgerðan bardagamann, reglu
legt hörkutól, sem ekki sje fyr-
ir neinn meðalmann að horf-
ast í augu við, ef eitthvað kast-
ast í kekki. Þannig voru að
minsta kosti mínar hugmynd-
ir um manninn áður en jeg
fjekk tækifæri til að sjá hann.
Djarfur og víðsýnn
bardagamaður.
Sagan um baráttu de Valera
og manna hans við ofurefli liðs
í úthverfum Dublinborgar um
páskana 1916. bendir ekki til
að þar hafi nein l'ðleskja stjórn
að. de Valera var þá kapteinn
í frelsisliði íra, en stærðfræði-
kennari að atvinnu og bardagi
hans í páskauppreisninni var
upphafið að stjómmálaferli
hans.
Flótti hins unga uppreisnar-
manns úr fangelsinu í Bret-
landi og för hans til Banda-
ríkjanna sem laumufarþegi,
þegar rotturnar átu utan af
honum fötin, þar sem hann lá
niður við kjalsog skipsins yfir
Atlantshafið, ber vitni um skap
festu og djörfung.
Ræða de Valera á Þjóða-
bandalagsfundinum 1932 er
hann ýtti til hliðar handrifi því
er skrifað hafði verið fyrir
hann til flutnings úr forseta-
stóli, og þar sem hann þrum-
aði yfir .þjóðafulltrúunum sína
fullu meiningu, mun í dag vera
viðurkend, sem sannleikur,
enda horfðu flestir fulltrúar
stórveldanna þögulir og skömm
ustulegir í gaupnir sjer á með-
an ræðan var flutt.
Innihald ræðu de Valera við
þetta taskifæri var þetta:
„Einasta ráðið til þess að fá
allar þær miljónir manna, sem
nú standa utan víð Þjóðabanda
lagið, til að veita því stuðn-
ing sinn, er að bandalagið sýni
ótvírætt, að það meinar það,
sem það gerir og samþykkir, og
að engin þjóð, stói eða smá, get
ur gengið framhjá samþvkkt-
um þess.“
Ljúfmenni.
Þegar jeg á dögunum fjekk
tækifæri til að koma í stutta
heimsókn til Taoiseach, (fram-
borið Tí-sjoh), eins og írar
nefna forsætisráðherra sinn, •—
en það þýðir leiðtogi eða
foringi—átti jeg von á að hitta
stranglegan bardagamann, sem
Hann hefir lengi langað til íslands og
ætlar að kynna sjer íslenska málfræði
Þessi grcin er ekki viðíal blaðamanns við
stjórnmálamann, eftir gömlu forskriftinni, þar
sem blaðamaðurinn spyr, Eamon de Valera sneri
reglunni við og átti viðtal við höfund þessarar
greinar. Svo mikinn áhuga hafði forsætisráðherr-
ann fyrir íslenskum málefnum og þá einkum sögu
þjóðarinnar, að heimsóknin, sem aðeins átti að
standa yfir stutta stund drógst upp í 45 mínútur.
de Valera hefir ekki veiít erlendum blaðamönnum
viðtal frá því 1944, þar til nú fyrir nokkrum dög-
um að hann tók á móti frjettaritstjóra Morgun-
blaðsins í skrifstofu sinni í stjórnarráðsbygging-
unni í Dublin.
myndi bera með sjer í fasi og
framkomu hinn harða skóla
lífsins, sem hann hefir gengið í.
í stað þess hitti ieg ljúfmenni,
hæglátan og rólegan mann,
sem hafði áhuga fyrir íslenskri
málfræði og íslensku þjóðlífi
yfirleitt.
Það var auðsótt mál að fá
viðtal við de Valera, þegar
hann heyrði að jeg væri blaða-
maður frá íslandi. En ritari
hans tók það fram, að þar sem
hann hefði ekki veitt erlend-
um blaðamönnum viðtal frá því
í nóvember 1944 væri ekki ætl-
ast til að jeg legði neinar stjórn
málalegar spurningar fyrir for-
sætisráðherrann, eða hefði
neitt eftir honum opinberlega,
nema það, sem hann kynni að
samþykkja sjálfur. Jeg bjóst
því ekki nema við 5—10 mín-
úfna samtali og að aðallega yrði
skifst á kurteisisorðum. Þar
með væri það búið. En raunin
varð sú, að jeg sat í skrifstofu
hans í nærri 45 mínútur
og það var forsætisráð-
herrann, sem spurði blaða-
manninn spjörunum úr, ein-
göngu um ísland og íslensku
þjóðina.
Laust við prjál og tildur.
Stjórnarráðsbyggingarnar við
Merrion-strætið i Dublin láta
ekki mikið yfir sjer að ytra
skrauti og þó er enn minna um
prjál og tildur er inn kemur.
Við aðaldyrnar stendur her-
maður á verði og venjulega
Garda, (lögregluþjónn) með
þonum. Það þarf engin árituð
veg^brjef, eða inngönguleyfi,
eins og víðast annarsstaðar í
heiminum nú þegar komið er
í heimsókn í stjórnarráðsbygg-
ingar.
Það var klukkan 3 Vz síðdegis,
sem mjer hafði verið sagt að
koma í „stjórnarráðið ‘ og jeg
þurfti ekki annað en að skýra
frá erindi mínu til þess að vera
frjáls allra minna ferða. Ritari
í blaðadeild forsætisráðherrans
fylgdi mjer inn í biðstofu fyrir
framan skrifstofu de Valera og
þar beið jeg eftir að klukkan
yrði hálf fjögur.
Biðstofan var allstór. Á
miðju gólfi var skrifborð með
gestabók. I einu horninu var
líkan af Abraham Lincoln
Banddríkjaforseta, de Valera
er mikill aðdáandi Lincolns, og
svipar líka talsvert til hans. í
öðru horni var afrit af fyrstu
stjórnarskrá Bandaríkjanna,
sem samþykt var 4. júlí 1776
og er þetta gjöf frá Philadelphiu
borg til írska ríkisins. Nokkur
málverk á veggjunum og bóka-
skápar, ásamt tveimur pott-
blómum, prýddu einnig stof-
una.
Sannur íþróttamaður.
Á tilsettum tíma kom stúlka
í biðstofuna og bað mig að
fylgja sjer. Taoiseach sat við
skrifborð sitt og bauð sæti, en
benti stúlkunni að hennar væri
ekki þörf í herberginu.
Eamon de Valera er hár mað-
ur vexti, alt að þrjár álnir,
beinvaxinn, en frekar magur.
Hann ber sín 64 ár vel, enda
þjálfaður íþróttamaður á yngri
árum og í skólahlaupunum var
hann jaínan fyrstur að marki.
Þó er til saga um hlaupakepni,
sem hann tapaði:
de Valera hafði unnið þrjú
spretthlaup í skólakepni og átti
aðeins eftir að hlaupa 400 metra
jhlaup. Hann var langfyrstur er
,komið var út í mitt hlaupið og
átti vísan sigur.En þá varð hann
jvar við að einn af keppinaut-
um hans fjell um koll rjeft fyr-
ir aftan hann. de Valera nam
staðar til að hjálpa fjelaga sín-
um, en þriðji keppinauturinn
skaust þá framúr og Varð fyrst
ur að marki. Kennari de Valera
sem segir þessa sögu, bætir því
við að pilturinn hafi tapað
(hlaupinu, en unnið heiðurinn,
Já þessu íþróttamóti.
Þessi smásaga úr æsku de
Valera lýsir manninum betur
en mörg orð.
Rabbað um Island.
de Valera hóf mál sitt við
mig á því, að sennilegt væri að
hann hefði mjög rangar hug-
myndir um Ísland. Bað hann
mig að segja sjer um stærð
landsins, loftslag, atvinnuvegi
og sögu þjóðarinnar, í stuttu
máli. Einkum hafði hann á-
huga fyrir sambandi íra og ís-
lendinga fyr á öldum. Þjóð-
sögunum um irska munka,
Papey og annað, sem minti á
samband íra við ísland, þótti
forsætisráðherranum gaman að
heyra um. Einnig hafði hann
mikinn áhuga fyrir því hvernig
Islendingar hefðu varðveitt
tungu sína og sagði að endur-
reisn forn írskunnar, væri eitt
af mest aðkallandi þjóðræknis-
málum íra. Enda væri unnið
að því sleitulaust að kenna
þjóðinni írsku. Varð að sam-
komulagi að jeg sendi forsætis-
ráðherranum islenska málfræði
með enskum skýringum til þess
að hann gæti kynt sjer íslenska
tungu að einhverju leyti.
de Valera sagðist lengi hafa
haft áhuga fyrir að koma til
Islands. en sennilegt væri að
ekki yrði úr því ferðalagi hjeð-
an af.
Það er ekki nokkur vafi á
að óhugi Dev., eins og de Valera
er stundum kallaður í daglegu
| tali og í blaðagreinum, fyrir
málefnum Islendinga var ein-
í lægur, því á meðan jeg sat í
skrifstofu hans og rabbaði við
j hann um þessi mál, kom beiðni
frá fjármálaráðherranum og
I landbúnaðarráðherranum um
j viðtal við forsæíisráðherrann,
en hann bað þá að doka við
um stund, þar sem hann væri
| upptekinn í bili.
Fræðimaðurinn, sem varð
stjórnmálamaður.
Eamon de Valera er maður
laus við valdafýkn, um það eru
allir sammála, sem þekkja
hann best. Það var tilviljun
ein, sem rjeði því að hann gerð-
ist stjórnmálamaður, en það er
tilviljun, sem miljónir íra
þakka forsjóninni fyrir.
Þegar de Valera lagði fræði-
bækurnar á hilluna 1916 og
gerðist leiðtogi í uppreisninni
gegn Bretum hefir hann ábyggi
lega ekki ætlað sjer að vera
stjórnmálamaður. Byltingin var
bæld niður og de Valera var
dæmdur til dauða ásamt öðr-
um uppreisnarforingjum, en
hann var náðaður á síðustu
stundu og dæmdur í æfilangt
fangelsi. I eitt ár sat hann í
fangelsi, en var svo handtek-
inn á ný í maí 1918 og var
settur í Lincoln fangelsi, en
þaðan strauk hann tæpu ári
síðar og fór þá á laun til Banda
ríkjanna og barðist þar fyrir
frelsi lands síns.
Fyrir 14 árum komst flokk-
ur de Valera til valda og í þau
14 ár, sem hann hefir staðið við
stjórnvöHinn hefir írland
blómstrað og dafnað. En de
Valera og menn hans telja bar-
áttunni ekki lokið ennþá, ekki
fyr en skifting írlands er úr
sögunni.
Yms vandamál steðja að
írsku stjórninni, eins og flest-
um öðrum ríkisstjórnum í dag.
160,000 írar, sem börðust með
breska hernum og fjöldi íra,
sem unnu í breskum hergagna-
verksmiðjum i styrjöldinni eru
nú að koma heim. Það þarf að
finna verkefni fyrir þetta fólk.
Andstæðingar de Valera
hafa stundum kallað hann
,,einvald“, en það er langt frá
að svo sje. Sex sinnum á fjórtán
árum hefir flokkur hans gengið
til kosninga.
Konur hafa jafnan kosninga-
rjett og karlar og aldurstak-
markið er 21 ár. Kosningar eru
leynilegar og minni hlufanum
er trygður rjettur, eins og í
öðrum lýðfrjálsum löndum. Og
þeir, sem vilja setja einræðis-
stimpilinn á de Valera og stjórn
hans gleyma einu mikilvægu
atriði, en það er, að írar eru
altof miklir einstaklingshyggju
menn til að þola mann eða
flokk í valdastólnum, sem
stjórnaði gegn vilja þeirra.
Það er enginn efi á að de Valera
hefir þjóðina á bak við sig.
í einhverju blaði stóð eftir-
farandi klausa á dögunum:
„Það getur verið að að hafi
verið brosað á vínkránum í
Dublin, þegar de Valera gekk
bei fættur og fastaði í þrjá daga
í Donegal hjeraði fyrir skömmu
til að þakka guði fyrir að ír-
land kom heilt út úr styrjöld-
inni. En það var ábyggilega
ekki hlegið í sveitum írlands
að þessari þakkargjörð Taoise-
ach.
Kynjasögur.
Margskonar kynjasögur hafa
komist á kreik um de Valera.
Ein er sú að hann sje ekki íri,
heldur Bandaríkjamaður.
Rjett er það, Eamon de
Valera er fæddur í Bandaríkj-
unura, í New York. Móðir haris
Framhald á bLs. 11.