Morgunblaðið - 09.11.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: VIÐ SKLDUM EKKI hvor Laugardagur 9. nóvember 1946 Mrotnaði við fremri lest GUNNAR SN.lÓLFSSON hrepp stjóri í Hornafirði, kannaði í gær, samkvæmt ósk Gísla Sveinssonar sýslumanns, fram- hluta m.s. Borgey er rak þar á land í fyrradag. I viðtali við blaðið í gær- kvöldi, skýrði hann svo frá, að sjer hefði tekist að ganga þurr- um fótum kringum flakið. Hann sagði sjer þætti ekki ann- að sýnna, en að skipið hefði þverkubbast í sundur við fremra lestarop. Kjölinn sagði hann standa nokkuð aftur af skipsflakinu. Að lokum gat hann þess, að botninn þar sem skipið sökk, sje sljettur sandbotn. Ákveðið er, að skipaskoðun- arstjóri fljúgi til Hornafjarðar í dag, til frekari rannsóknar, en hann komst e'tki þangað í gær vegna þoku á vissu svæði Suð- urlandsins. Honum til aðstoðar við rann- sókn þessa verður Pjetur Otta- son, skipasmiöameistari, enn- fremur verður með í förinni Jón Bergsveinsson Slysavarnar fjelagsfulltrúi in er kenari Kona hins nýkjörna sænska forsætisráðherra, frú Aina Erlarider, er kennari í kvennaskóla I Stokkhólmi, en þrátt fyrir hið nýja embætti bónda henpnar ætlar hún að halda starfi sínu áfram. Frú Erlander kennir stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Mynd- in er tekin í kenslutíma hjá forsætisráðherrafrúnni i Chiang Kai Shek boðar vopnahlje Chungking í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Happdræffismlisr Ihor- valdsenfjeBagsms seljas! ve!. UNDANFARNA daga hafa konur í Thorvaldsensfjelag- inu selt happdrættismiða fyr ir 10 þús. kr., en ágóðanum ætla þær sem kunnugt er, að verja til þess að reisa vöggu- stofu, og telja læknar mikla nauðsyn á að henni verði. komið upp. Vinningarnir í happdrætt- inu eru ailt fallegir munir. — Þeir eru til sýnis í glugga Thorvaldsensbazars Austur- stræti. Þessar 10,000 kr. eru vissulega ágætur fengur, en ekki nærri nóg til byggingar- innar. Má því betur ef nóg á að verða og ættu menn að kaupa happdrættismiðana, sem enn eru seldir í þessu skyni. CHANG KAI CHEK hershöfðingi tilkynnti í kvöld, að hann fyrirskipaði öllum herjum sínum að hætta að skjóta, nema ef þær neyddust til þess að verja stöðvar sínar fyrir árásum komm- únista. Sagði hershöfðinginn að þetta sýndi betur en nokkuð annað friðarvilja stjórnarinnar. Varanlegur friður. Chiang Kai Shek sagði að þetta væri gert með það fyrir augum að koma á varanlegum friði í Kína og stjórnarfarslegu jafnvægi í landinu. Hershöfðing inn gaf út fyrirskipan sína eftir fund, sem hatdinn var í þjóð- þinginu í morgun, og hvöttu fulltrúarnir hershöfðingjana að láta hætta hernaði, en reyna að koma á friðsamlegu samstarfi. Takist að koma friði á, fara kosningar fram sex mánuðum eftir að gengið hefir verið frá friðarsamningunum. Frakkar vilja r@5a um Gyðfngamálin Smyglari dæmdur DANSKUR maður hefir ver- ið dæmdur fvrir smygl. Hann er skipverji á e.s. Anne, leigu- skipi Eimskipafjelags íslands. Við tollskoðun, sem fram fór í skipinu við komu þess hing- að til Reykjavíkur þ. 4. nóv. s. 1., fundust 143 heiKlöskur og fjórar hálf f.löskur af sterku áfengi, ennfremur tvær stunda klukkur. Matsveinn skipsins átti þennan varning. I gærmorgun var hann dæmd ur í lögreglurjetti Reykjavík- ur í 7000 króna sekt og varn- ing'urinn gerður upptækur. HIN nýútkomna árbók ísa- foldar, Hvar, Hver, Hvað, vek- ur mikla athygli og gengur ört út. Finr.st mönnum mikið til um fjölbreytni ekki stærri bók- ar og það hversu mörgum af spurningum daglega lífsins má fá svör við í lienni. Hvað ann- ála og- hagnytar upplýsingar snertir, sem ganga úr sjer eftir því sem fram líða stundir,.nær bókin yfir tímabilið frá 1. ág. 1945 til 1. ág. 1946. Mun því verða hagað þanni" í framtíð- ini, svo að næsta bók nær í annálum og upplýsingaratrið- um, sem'tíminn breytir, yfir tímabilið 1. áý'. 1946 til 1. ág. 1947. Gildir þetta um öll árs- yfirlit, sem í bókinni eru. London í gærkveldi. FRANSKA stjórnin hefir sent stjórnum Breta og Banda- ríkjamanna uppástungu um það, að þessar þrjár þjóðir haldi sameigínlega ráðstefnu um Gyðingavandamálin og hinn mikla straum Gyðinga til Palestínu á óiöglegan hátt. Er fullyrt í þessu skjali frónsku stjórnarinnar að Gyðingar fari um Frakkland og fleiri lönd með vegabrjef sem sýni að þeir ætli til hinna og þessarra landa annarra en Palestínu, en fari svo þangað, þegar þeír eru komnir í skip, nægilega marg- ir saman. Drepið er á það í orð- sendingunni, hvort ekki mundi heppilegast um sinn, að banna alla flutninga Gyðinga, meðan fjallað sie um málin og einnig talið rjettast, að alþjóðasamtök taki hjer eftir Gyðingamálín að sjer. — Reuter. Betra útiif um samkomuiao New York í gærkvöldi. BEVIN, utanríkisráðherra Breta ræddi í dag við utan- ríkisráðherra Júgóslava, Sim itch, og er talið að hann hafi lagt áherslu á að Júgóslavar ættu að hafa góða sambúð við Vesturveldin, og afnema allt sem gæti orðið til að vekja deilur milli Júgóslava og þeirra. Simitsh mun ekki hafa minnst neitt á það, að Júgó- slafar vildu fá Gorizia í stað Trieste. Þetta staðfestir það, sem Simitch sagði við Byr- nes í gær, að sendinefnd Júgóslava á þingi sameinuðu þjóðanna hefði ekkert umboð til þess að bera þetta mál upp vestra. — Reuter. Hóskólafyrirlestur um tvö merk mál Á MORGUN, sunnudaginn 10. nóv., kl. 2 e. h., flytur dr. Björn Guðfinnsson dósent, fyrirlestur fyrir almenning í hátíða- sal háskólans um tvö merk viðfangsefni íslenskra fræða: Sam- einingu íslensks framburðar og undirbúning nýrrar stafsetn- ingar. < Svo sem kunnugt er, hefir dr. Björn starfað að rannsókn- um á framburðinum um land alt mörg undanfarin ár, og er nýlega komin út bók frá hans hendi um þetta efni: Mállýsk- ur I. í fyrirlestri þessum gerir hann nokkra grein fyrir á- rangri og niðurstöðum þessara rannsókna, gefur stutt yfirlit yfir allar helstu mállýskur í landinu, eðli þeirra, uppruna, útbreiðslu o. fl. Leggur hann síðan til, að framburðurinn verði samræmdur að meira eða minna leyti og framburðar- kensla tekin upp í öllum skól- um. Er þetta í samræmi við að- gerðir annara menningarþjóða, en hvarvetna erlendis er nú lögð hin mesta áhersla á sam- ræmingu og fegrun framburð- ar, og standa íslendingar mjög að baki öðrum þjóðum í þess- um efnum. I síðara hluta erindisins ræð- ir dr. Björn um stafsetningar- málin. Lýsir hann ástandi þeirra, en því er hann mjög kunnugur, bæði vegna langra kenslustarfa, fjölmargra nám- skeiða, sem hann hefir haldið fyrir kennara, og ferðalaga sinna um land alt undanfarin ár. Telur hann að ástand þess- ara mála sje nú svo bágborið, að e. t. v. hafi það aldrei verið verra, stafsetningarkenslan taki víða meginhluta alls þess tíma, sem ætlaður sje móður- málskenslupni allri, en árang- urinn standi ekki í neinu rjettu hlutfalli við þessa tímaeyðslu; óreiðan fari vaxandi og virð- ingarleysi fyrir stafsetningunni — og raunar móðurmálinu í heild. Dr. Björn rekur aðalorsakir þessa ófremdarástands ■ og kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki verði úr bætt, nema .tekin- r' V "*'-•* " verði upp ný stefna 1 málinu. Leggur hann m. a. til, að haf- inn verði undirbúningur þess, að stafsetningin verði auðveld- uð til muna, áður en langir tímar líða. Bendir hann á leið- ij til þessa. Yrði stafsetningin gerð vel viðráðanleg, mundi vinnast tími til þess að snúa sjer að kenslu málsins sjálfs og bókmentanna, og væri það stórum vænlegra til að auka skilning nemenda og ást á ís-- lenskri tungu. Þessi vandamál bæði: fram- burðurinn og stafsetningin, snerta beinlínis hvern einstak- ling í landinu, og hefir annað þeirra, stafsetningin, oft verið á dagskrá. Gefst mönnum nú kostur þess að kynnast nýjum viðhorfum til lausnar á þeim í fyrirlestri dr. Björns í há- skólanum á morgun. Churchilt ©pínleraí London í gærkveldi. MARY Churchill, yngsta dótt ir Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra opinberaði í dag trúlofun sína með Christo- pher Soames kapteini í Cold- stream-varðliðinu, en hann er sonur annars kapteins í sömu hersveit. — Reuter. Vaxtabrjefin: Salan í gær nam 310 (dús. króna ÞAÐ ÞOKAST í áttina með sölu vaxtabrjefa Stofnlána- deildarinnar. En hraðinn mætti vera meiri. í gær seld- ust í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir 310 þús. kr., og var enn sem fyrr mest sala í smábrjefum. Nemur þá heildarsalan, að því er vitað er 4.6 mili. kr. SfríS fyrir bæffum lífskjörum ALMENNINGUR Bretlands og Bandaríkjanna lagði hart að sjer til að geta keypt stríðsskuldabrjef fyrir þús- undir miljóna. Fjenu var varið til kaupa þeirra vopna, sem sigurinn var unninn með. — Við íslendingar heyjum stríð fyrir bættum lífskjörum. Vopn okkar eru stórvirk atvinnutæki. Eigi okkur að verða sigurs auðið, þurfum við mikið fje. Til þess þarf hver og einn að leggja sinn skerf að mörkum — MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA VAXTABRJEF STOFNLÁNAÐEILD- ARINNAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.