Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNB LAÐIÐ MiðVikudagur 13. nóv. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsta, Ausxurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. r rx« >ll ur ÚE DAGLEGA LÍFINU Spurnartími á Alþingi MORGUNBLAÐIÐ hefir nokkrum sinnum vakið máls á því, að á Alþingi yrðu teknir upp ákveðnir fyrirspurn- artímar, með svipuðum hætti og tíðkast hefir um lang- an aldur í breska þinginu og gefist mjög vel. Blaðið fagnar þessvegna því, að nú er fram komið frumvarp á Alþingi (flm. Stefán Jóh. Stefánsson), þar sem lagt er til að þessi skipan verði gerð. - ——rrmxmr - Er í frumvarpi þessu lagt til, að þingmaður sem óskar upplýsinga eða svars af hálfu ráðherra um einstök atriði eða mál, skuli það gert með fyrirspurn í sameinuðu Al- þingi, er forseti veitir móttöku. Fyrirspurnirnar skulu vera skýrar, um afmörkuð atriði eða mál, og sje við það miðað, að hægt sje að svara þeim í stuttu máli. Engar greinargerðir skulu skráðar eða prentaðar með fyrir- spurnum. Forseti felur skrifstofu þingsins að sjá um prentun þeirra fyrirspurna, sem fram koma, og útbýta meðal þingmanna á fundi. Eigi síðar en viku eftir að fyr- irspurnarlista er útbýtt, skal forseti- taka á dagskrá í Sþ. í upphafi fundar sjerstakan lið, er nefnist fvrirspurn- ir. Gefst ráðherra þá tækifæri að svara fyrirspurnum, og er þingmönnum heimilt að taka þátt í umræðum með stuttum ræðum. Það myndi áreiðanlega verða til stórra bóta, að taka upp slíka fyrirspurnatíma á Alþingi. Við það myndu málin skýrast. Þjóðinni væri með þessu gefinn kostur á að fylgjast með gangi ýmissa þeirra mála, sem annars myndu liggja í þagnargildi, eða þau rædd mjög ein- hliða af pólitískum ástæðum, eins og hjer tíðkast mjög. Það form fyrirspurna, sem leyft er í þingsköpum Al- þingis og tíðkast hefir hjer, er ófullnægjandi með öllu, enda þunglamalegt í meðförum. Það er og algerlega lagt a vald ráðherra hvort hann svarar fyrirspurnunum, enda reyndin orðið sú, að mörgum fyrirspurnum er alls ekki svarað Væri tekinn upp fastur fyrirspurnatími, mvndi þetta gerbreytast. Þingmenn myndu vanda til þessa dagskrár- liðs; annað væri ósæmilegt. Með þessum dagskrárlið fengi framkvæmdavaldið (ríkisstjórnin) heilbrigt að- hald, sem nauðsynlegt er hverju þingræðis- og lýðræðis- ríki. Frjáls verslun ÞAÐ BER AÐ FAGNA því, að forystumenn samvinnu- verslunarinnar á íslandi virðast eindregið fylgjandi írjálsri verslun. Þetta kom fram í ályktun, sem gerð var á síðasta aðalfundi S. í. S. og stjórn Sambandsins stóð að. Þetta sama kemur fram nú, í frásögn aðalforstjóra S. í. S. af þingi Alþjóðasambands samvinnumanna, sem haldið var nýlega í Sviss, en forstjórinn sat þing þetta sem fulltrúi íslenskra samvinnumanna. Forstjórinn segir isbr. Timinn 9. þ. m.): ,,Á þinginu var mikið rætt um afstöðu. samvinnufje- laganna til hins opinbera og þó einkum til aðgerða þess í verslunarmálum. í ályktun sem samþykt var um þessi mál, var lögð á það sjerstök áhersla, að komið yrði upp meira frjálsræði og öryggi þjóða á milli m. a með því að ryðja gjaldeyrishömlum úr vegi. Alveg sjerstaklega var þó lögð áhersla á, að takmörkuð yrði hverskonar þjóðnýting í verslun og viðskiftum“. Þessi afstaða samvinnumanna til verslunarmálanna er nákvæmlega hin sama og íslenskir kaupsýslumenn hafa barist fyrir árum saman. Er það vissulega gleðilegt, að kaupsýslumenn og samvmnumenn eiga hjer samleið.. Því miður er ekki hægt að segja um verslun okkar ís- lendinga í dag, að hún sje frjáls. En því fyrr sem hjer kemur frjáls og óþvinguð verslun, því betra fyrir þjóð- fjelagið í heild. Fyrsta kuldakastið. ELSTU MENN SEGJAST ekki muna aðra eins tíð. Kom- ið fast að miðjum nóvember og varla komið ein frostnótt í bygð. Það furðar alla stórlega á þessari veðurblíðu. Það var öðr?^''ísi í mínu ungdæmi, segja þeir gömlu og vitru. Nú sjest ekki snjór á íslandi þó liðið sje undir jól, en á sama tíma ber- ast fregnir frá Hamborg í Þýskalandi að þar sje alt á kafi í snjó og vestur í Ameríku kvarta menn undan vetrar- hörkum á meðan það er 10 stiga hiti í Reykjavík. Og svo kom loks fyrsta kulda kastið, sem orð er í gerandi í gær. Mönnum kom betta svo á óvart, að þeir höfðu ekki tíma til að fara í vetrarfrakk- ana fyr en eftir hádegi og blessaðar blómarósirnar okkar fóru hríðskjálfandi á hlaupandi milli húsa í næfurþunnum nylonsokkum og opnum skóm bak og fyrir, svo ekki sje nú minst á ógegnsæja tískukjól- ana. Á kaffihúsunum hafa menn rabbað um það fram og aftur, hvort Golfstraumurinn hefði hitnað að mun hin síðari ár, en það minti aðra á að vísinda- menn í Bandaríkjunum væru búnir að finna ráð til að breyta rás Golfstraumsins og talað var um hörmungar, sem af því kynnu að leiða. Og hver veit svo nema að aftur verði komin 10 stiga hiti í dag? Brjef frá Akureyri. VINKONA MÍN, sem oft sendi mjer línu í pistlana á meðan hún bjó hjer í bænum flutti norður á Akureyri í haust. Hún drógst á það við mig að senda- mjer línu, er norður kæmi og nú hefir hún efnt það. Hún segir okkur m. a. frá veðurblíðunni norður þar og ákafa manna í að ná í Morg- unblaðið þegar sunnanbílarnir koma. Hjer er svo brjefið hennar: „Víkverji minn góður! Mig langar til þess að efna loforð mitt og senda þjer línu, en það hefir dregist, af ýmsum ástæðum. Það kqstar bæði erf- iði og tíma að taka heimilið upp og flytja með altsaman í annan landsfjórðung, en nú uni jeg þessu ekki lengur, jeg gríp pennann á meðan maturinn sýður í pottunum“. Dásamlegt tíðarfar. „HJER Á AKUREYRI er tíðarfarið dásamlegt á þessu hausti, og í gærkvöldi var veðr ið sjerstaklega fagurt. Jeg fjekk mjer göngu upp í bæinn vegna þess að jeg vænti sunn- anblaðanna með áætlunarbíl- unum, en nú frá 1. nóv. eru landferðir aðeins tvisvar í viku. Það voru fleiri en jeg sem biðu, stór hópur af fólki var saman kominn hjá B. S. A., þar sem bifreiðarnar nema staðar. All- ir voru í besta skapi. Tunglið óð í skýjum og silfraði spegil- sljettan pollinn“. • Morgunblaðið kemur. „LOKSINS KOMU bifreið- arnar með fólk og póst. Af- greiðslumaður Morgunblaðsins ruddi sjer braut gegnum mann- þröngina og fjekk sig afgreidd- an, síðan lagði hann af stað, á- samt aðstoðarmanni sínum upp á afgreiðsluna og fólkið fylgdi fast eftir, en þegar þangað kom hafði óvart orðið eftir af blað- inu og það flutt inn í pósthús, svo að það varð dálítil bið þar til opnað var, en altaf bættist við í biðröðina. Jeg var svo heppin að ná í mann sem jeg þekti, en hann stóð mikið nær dyrunum en jeg, og bað jeg hann að ná í mín blöð um leið og hann tæki sín, þess vegna losnaði jeg við mesta troðninginn og hnipping- arnar, en það voru nú aðeins áhugasamir hálfvaxnir piltar, sem höfðu þær í frammi“. Bólar á bjarg- vættinum. „LOKSINS var hurðin opnuð og dyravörðurinn hleypti að- eins fáeinum inn í einu. Bíðum við! Þarna kom sá fyrsti út með blöðin, gráhærður virðu- legur maður eins og flestir Ak- ureyringar (en —, jeg á við virðulegir, en ekki flestir grá- hærðir). Hann setti bakhlutann í fólkið og rendi sjer þannig út úr þvögunni, þarna kom annar og notaði sömu aðferð, og loks kom bjargvættur minn, hár og tígulegur með sigri hrósandi svip og jeg fjekk blöðin mín. Og svo ekki söguna lengri, en af þessu getur þú sjeð, að Morgunblaðið er kærkomið víðar en í Reykjavík. nimiiiiiiiiiHiiimuiiiHiii i ■iitiimiiiimimmti'Hiiu MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . niiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiiiMmiiMMmiiimiiiiaiiinin Finnar efna ti! starfskepni Þessi grein er eftir Árna G. Eylands. Segir hann hjer frá því, að Finnar hafi efnt til merkilegrar sam- kepni við landbúnaðar- störf. Það væri ekki úr vegi, að fá slíka kepni í ýmsum greinum hjer á landi. Finnar eru starfsöm þjóð, er ógjarnan leggur árar í bát, en herðir tökin þegar á móti blæs. Þar í landi tíðkast enn að mikil og góð vinnuafköst eru í heiðri höfð, bæði á sviði land- búnaðar og annarar atvinnu. Síðastliðið sumar efndu Finn ar til meistarakepni í fjórum starfsgreinum við jarðrækt og búskap, þ. e.: gröftur lokræsa, gröftur opinna skurða, plæg- ing og mjaltir. Fyrst var kept í hinum ýmsu sveitum og landshlutum og loks keptu sigurvegararnir frá hjeraðs- mótunum um meistaratignina. Meistarakepni í lokræsagerð. Meistarakepnin við lokræsa- gröft vakti mikla athygli. 10 menn keptu, að viðstöddu all- miklu fjölmenni, þar á meðal landbúnaðarráðherrann, vinnu málaráðherrann og verslunar- málaráðherrann. Kepnin stóð yfir í 2 daga, 16 vinnustundir. Jarðvegur, harður og þjettur leir. Sigurvegarinn, Viljo Vená- láinen, gróf 95,1 metra og hlaut 131,691 stig. Sá, sem næslur honum varð gróf 94,4 metra og hlaut 131,113 stig o. s. frv. Fyrstu verðlaunin voru 20.000 finsk mörk, plógur og bikar. Önnur verðlaun 15.000 mörk og krystalskál. Hinir keppendurnir fengu einnig peningaverðlaun frá 10 þús. til 2 þús. mörk og allir fengu að sjálfsögðu heiðursskjal fyrir þátttöku sína og frammistöðu. Landbúnaðarráðherrann af- henti verðlaunin á samkomu, er haldin var að lokinni kepni, þar sem viðstatt var margt stórmenni. Kepni þessi var umræðuefni blaða og útvarps og sýna frá- sagnir þeirra hvernig leiðandi menn Finna kunna að meta handtök fólksins er vinnur að framleiðslunni. Verk og vjelar. Eitt af því sem skortir mest á í íslenskri jarðrækt er kunn- átta í framræslu, sjerstaklega gerð hnausræsa. Tiltölulega fá- ir menn kunna það starf svo lag sje á. Mjer vitanlega hefir aldrei verið svo mikið að gert, að halda eitt einasta námskeið til þess að kenna mönnum að gera hnausræsi. Og nú er svo komið að segja má að engum detti í hug að snerta á slíku verki, einu af grundvallarstörf- um nýræktarinnar. í stað þess er hrópað á vjelar og tekin upp notkun kílplóga vi,ð lok- ræsagerð, sem hvergi tískast nema sem hjálparaðgerð, og neyðarúrræði. Við getum ekki komist af með svo Ijelega framræslu, segja jarðræktar- frömuðir annarsstaðar á Norð- urlöndum. En þar kunna þeir líka að grafa lokræsi og sje sjer ennþá fært að leggja út í að gera þau. Vafalaust hefði verið hægt að vekja hjer áhuga fyrir ýms- um nytjastörfum, afköstum og leikni, bæði við jarðrækt og annað, ef forkólfar bændanna hefðu beitt sjer fyrir þvi. Menn eru til og mannsefni er valda verkunum og geta með lær- dómi og æfingu orðið meist- arar. En það sem mest bagar, er því miður, að á íslandi er ekki fínt að vera íjósamaður eða að moka mold, „moka skít“. Engum dettur í hug að tengja neinn meistaratitil við slík dagleg störf. Fjósameistari. Nýlega var leikinn þáttur í ríkisútvarpinu. Leikurinn fjall- aði að miklu leyti um heimilis- fólkið á bóndabæ einum. Einn af karlmönnunum á heimilinu er fáviti og aumingi — það var auðvitað fjósamaðurinn. Það er spordrjúg leið frá þessum hugs unarhætti og til þess að það fyrirfinnist, þótt ekki sje nema á stærri og betri búum, fjósa- meistarar sem kunna að hirða kýr og méðhöndlar mjólk, svo að sá menningarbragur sje á, er sæmi bændastjettinni og þeim erfðavérðmætum, sem hún á og, anp, þrátt fyrir margt er misjafnlega horfir. Á. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.