Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. febr. 1947 MORGUNBLAÐIÐ S Einar Olgeirsson getur engin rök leitt að full- yrðingum sinum um „skilyrðið“ frá Bretum Verður sjer til minkunar á Alþingi |— v Við höfum mál- hra umræðum i gær Á FUNDI Nd. í gær kvaddi utanríkismálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sjer hljóðs utan dagskrár, út af ummælum þeim, sem 2. þingm. Beykvíkinga, Einar Olgeirsson, hafði viðhaft í deildinni, og síðan hefir ver- Íð ítrekuð í Þjóðviljanum að Bretastjórn hefði gert það að skilyrði fyrir viðurkenningu íslenska lýðveldisins árið 1944, að framlengdur yrði samningur sá, um íslensku landhelgina, er Danastjórn gerði við Breta árið 1901. Bjarni Benediktsson utanrík- ismálaráðherra, sagði m. a.: „Að þegar Einar Olgeirsson hjelt þessu fram, hefði hann aldrei um slíkt heyrt, en hann vildi ganga úr skugga um, hvort nokkuð það væri fyrir hendi, sem styddi mál Einars. Hann hafði því spurt hvort nokkur gögn til styrktar ummælum þessum væru í Stjórnarráðinu. En skrifstofustjóri utanríkis- málaráðuneytisins, hefði sagt, að svo væri ekki. Hlýtur því, sagði ráðherrann að vera hjer málum blandað, þar sem Einar Olgeirsson-heldur fram í Þjóð- viljanum í gær, að hann hafi fundið í Stjórnarráðinu sann- anir fyrir því máli sínu. Jeg tel því óhjákvæmilegt að skýra hjer frá þeim gögnum, sem fyr- ir liggja, en þau sanna einmitt það gagnstæða við fullyrðingar háttvirts 2. þm. Reykvíkin'ga. Málaleitun breska sendiherr- ans, sem hjer kemur til greina, var ekki sett fram sem skilyrði fyrir viðurkenningu á lýðveld- inu, heldur sem afleiðing af því að Bretar höfðu mörgum mán- uðum áður viðurkent stofnun lýðveldisins. Það er sem sje þann 20. októ- ber, að samningamálum við Breta, var hreyft á fundi utanrríkismálanefndar, þ. e. möfgum mánuðum eftir stofn- un lýðveldisins. Þenna dag hrevfir Vilhj. Þór munlegum skilaboðum um það, að breski sendiherrann líti svo á, að samningar, sem voru í gildi, áður en sambandssátt- málanum var sagt upp yrðu það áfram. Næsti fundur utanríkismála- nefndar er svo þ. 25. okt. Þá liggur fyrir fundinum nóta frá Bretum um þetta efni. Þá er ákveðið, að fela hæstarjettar- dómurúnum og öðrum sjerfræð íngum, að athuga málið. Síðan er fundur haldinn í ut- anríkismálanefndinni 12. jan., og þar samþykt með samhljóða atkvæðum, að viðurkenna hina gömlu samninga. En um leið Ijetu nefndarrgenn uppi vilja sinn um það, að samningarnir yrðu endurskoðaðir, ekki síðar en svö, að endurskoðun þeirra yrði lokið, er þrjú ár væru liðin frá ófriðai’lokum. Jeg vil taka það fram, að jeg hefi talað við Vilhjálm Þór fyrv. utanríkisráðherra. Hann kannast ekki við að Bretar hafi sett fram nokkur skilyrði fyrir viðurkenning lýðveldisins og fullvíst er að engin gögn eru í ráðuneytinu sem benda til þess að svo sje, því það, sem hjer liggur fyrir og -jeg hefi bent á, eru ekki skilyrði heldur afleið- ing af viðurkenningunni á stofn un ísl. lýðveldisins, og er fyrst borið fram nokkrum mánuðum eftir lýðveldisstofnunina. Ef Einar Olgeirsson hefir ekki fleiri gögn í málinu en ráðuneytið hefir, þá hljóta um- mæli hans að byggjast á mis- minni eða misskilningi. En þar sem hjer er um að ræða við- kvæmt utanríkismál og mundi enda geta spilt fyrir viðskiftum við okkur mjög vinsamlegt ríki, þá taldi jeg óhjákvæmilegt að gera grein fyrir þessu máli, svo að sá misskilningur verði leið- rjettur. Einar her höfði steininn. Er Einar Olgeirsson tók til máls sagði hann m. a. að hann hjeldi fast við staðhæfingar sín ar að Bretar hafi sett fram þessi skilyrði fyrir viðurkenningunni þangað til hann sæi „niður- skriftir“ um það, sem héfði far- ið á milli Vilhjálms Þór þáv. utanríkismálaráðh. og breska sendiherrans hjer, sem sÖnnuðu að þessi skilyðri hefðu ekki ver ið framsett. Hann gat ekki nefnt eitt ein- asta atriði, sem svo mikið sem færði hinar minstu líkur fyrir því, að skilyrði hefði verið sett frá hendi Breta. En sló út í þá sálma að það hefði ekki verið nema eðlilegt, að svo hefði verið vegna þess hve utanríkisþjón- usta Breta hugsaði vel um hags muni þjóðar sinnar. Getsakir hans í garð Breta væru því alls ekki til þess að spilla góðu samkomulagi milli þjóðanna. Tilraun til að spilia góðri sam- vinnu. Er Einar Olgeirsson hafði lok ið máli sínu, tók Bjarni Bene- diktsson utanríkismálaráðh. til máls að nýju, og sagði m. a.: „Jeg verð því miður að ítreka að yfirlýsing sú, sem Einar Ol- geirsson hefir gefið, er beinlínis til þess löguð, að spilla góðri samvinnu milli okkar og Breta, svo og málsmeðferð Þjóðvilj- ans, þar sem hann m. a. segir með feitu letri yfir fjóra dálka, að „stjórn Bretlands gerði það að skilyrði fyrir viðurkenningu á sjálfstæði ísl. lýðveldisins ’44, að Islendingar viðurkendu nauð ungarsamninginn um landhelg ina, sem dönsk stjórn gerði í óþökk þeirra 1901“, og þar sem sama blað segir að það hafi vak ið mikla athygli, er Einar Ol- geirsson benti á, að breska stjórnin hefði sett þétta skil- yrði. Slík fullyrðing er beinlínis til þess löguð, að koma illu af stað, einmitt nú, þegar verið er að hefja þýðingarmikla viðskifta- samninga við Breta. Og einmitt nú, þegar verið er að tala um, að fá samþykki stórveldanna, og þá ekki síst Breta, fil að landhelgin verði rýmkuð. Slík framkoma er vissulega ekki heppileg leið, til þess að ná góðum árangri. Ekki síst, ef vafb leikur á því, að háttvirt- ur þm. Einar Olgeirsson fari rjett með. Hann segir að hann mundi taka það sem gilda sönn un, ef samtíðar skýrsla frá Vil- hjálmi Þór skrifuð 1944, lægi fyrir um það, að ekkert hefði gerst í þessu máli í ráðherra- tíð hans. En þá fer að vandast málið fyri^ ráðherra, ef að gera á þá kröfu til þöirra, að þeir skilji eftir í stjórnarráðinu skýrslur um alt, sem þeir ekki hafi gert. Þingmaðurinn getur • ekki furðað sig á, að ekkert sje bók- að í fundargerðum utanríkis- málanefndar, um viðurkenning Bretastjórnar á stofnun lýðveld isins, því hann veit, að sú stefna var tekin, að leita ekki slíkrar viðurkenningar, heldur sjá hverúig þjóðirnar tækju að- gerðum Islendinga. En hve ríkt það var í hugum manna, hvern ig undirtektirnar yrðu, kemur greinilega í Ijós á síðasta fundi þeim, er utanríkismálanefndin hjelt fyrir lýðveldisstofnunina. Sá fundur var haldinn þ. 9. maí 1944, og var út af boðskap kon- ungs og fundi dönsku sendiherr anna. Langar umræður urðu á fund inum um skrif sænskra blaða um málið, þar sem óttast var um, að þau kynnu að geta spilt fyrir viðurkenningu lýðveldis- ins. Úr því nefndin lagði svo mik- ið upp úr þessum blaðaskrifum, má geta nærri, að það hefði kom ið til umræðu, ef Bretar hefðu heitið viðurkenningu sinni, þó með skilyrðum væri. Allt, sem fyrir liggur, færir sönnur á, að skilabóð þau, sem Einar Olgeirsson heldur fram, að Bretar hafi sent, hafa aldrei átt sjer stað. Jeg veit, að hann mundi við- urkenna þetta, ef hann væri ekki að klóra sig fram úr því, sem hann sagði hjer um daginn. Að lokum benti ræðumaður á, að misminni Einars Olgeirsson- ar kynni að vera skiljanlegt á þann hátt, að þegar rætt var um viðurkenningu samning- anna, mætti Einar ekki á fund- um utanríkismáianefndar, og kann þá að hafa heyrt á skot- spón um þær ráðagerðir, en hann hafi syo siðar minnt, að þær umræður hafi átt sjer stað, áður en lýðveldið var stofnað. Er Einar Olgeirsson 2. þm. Reykvíkinga stóð upp, eftir síð- ari ræðu utanríkisráðh., var hann venju fremur niðurlútur. Hann sagði þá m. a. að blöðin hefðu málfrelsi hjer á landi, og mættu segja það, sem þeim sýndist. Hann kvaðst halda fyrri staðhæfingum sínum á- fram, hvað sem tautaði. Hann stendur einn. Þá tók til máls Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra. —- Hann sagði m. a. að þó utan- ríkismálaráðh. hefði sýnt fram á, að staðhæfingar Einar Ol- geirssonar væru úr lausu Iofti gripnar, þá vildi hann benda á, hve einmana þingm. stæði með þessar fullyrðingar sínar. Þeir aðilar sem ættu að vita hið sanna í málinu, væru sendi- herra Breta, fyrv. utahríkis- málaráðherra Vilhj. Þór, með- nefndarmenn Einars Olgeirs- sonar í utanríkismálanefndxnni og ritari nefndarinnar. Enginn af þessum mönnum hefði heyrt neitt sem styddi málstað þing- mannsins. Jeg hefði óskað eft- ir sagði ráðherrann, að Einar Frá frjettaritara vorum. Stykkishólmi, laugardag. MIKILL afli hefir verið und- anfarna daga hjá bátum úr ver stöðvum við Breiðafjörð og víða er ástandið þannig að ekkert salt, til að salta þann fisk, sem fyrstihúsin hafa ekki undan að taka á móti til flökunar og fryst ingar. S. I. tvo daga er búið að flytja milli 80 og 90 smál. af þorski í salt í Grafarnesi, því lofað hafði verið saltskipi, sem átti að vera komið þangað s. 1. föstu R.ag. Nú hefir afgreiðsla skips- ins tafist í Reykjavík, þó skip- ið hafi legið með opnar lestar, tilbúið að taka á móti saltinu. Þessi seinkun á afgreiðslu ,skipsins getur orsakað milli 6Ó og 70 þúsund króna tap fyrir útveginn í Grafarnesi, ef salt- skipið kemur ekki í dag er fyr- irsjáanlegt, að megnið af fisk- ir.um eyðilegst Frystihús Sigurðar Ágústsson ar í Stykkishólmi hefir ekki tek ið við nema hverfandi litlu af fiski frá Grafarnesi. Stórvandræði eru það einnig, að skip skuli ekki fást hingað til að kaupa ísfisk eins og ver- ið hefir undanfarin ár. Orsaklr saWeysisins VEGNA ummæla í Tímanum = 13. þ. m. hefir blaðið fengið £ Olgeirsson hefði tekið þessi um mæli sín aftur. Ekki vegna hans sjálfs, því satt að segja ber jeg enga umhyggju fyrir honiwn persónulega, heldur vegna þess, að með fuliyrðingum sínum út í hött, getur hann unnið þjóð- inni ógagn. Nú stóð Einar Olgeirsson enn upp sem snöggvast og var of- urlítill gustur í honum augna- blik er hann sagði að forsæt- isráðherrann skyldi passa sig sjálfan og hvernig hann ynni þjóðinni gagn. Síðan endurtók hann enn staðhæfingar sínar, en sýnu daufari í dálkinn en hann hafði áður verið. Getur ekki bent á neinn fund. Utanrríkisráðherrann sagði að lokum nokkur orð, benti m. a. á að enginn fundur hefði verið í utanríkismálanefndinni frá því fyrir miðjan maí 1944, þangað til eftir iýðveldisstofn- unina. Hvenær hefði þetta átt að koma fram sem þingm. væri að tala um; þegar enginn fundur var í nefndinni allan tímann, milli þess sem atkvæða greiðslan fór fram og fram yfir 17. júní. Endá getur Einar Ol- geirsson ekki bent á neinn fund þar sem þessi ummæli eiga að hafa komið fram, sem hann þykist muna að þáverandi utan ríkismálaráðherra hafi viðhaft. þær upplýsingar, að saltskip kom til Keflavíkur í janúar og losaði allan farminn til Suður- nesj amanna. Annað saltskip er væntanlegt í þessari viku til ísafjarðar, Patreksfjarðar og Alíraness. Skip þetta átii að vera komið fyrir hálfum mánuði, en seink- aði vegna bilunar. Skip þessi eru á vegum Ólafs Gíslasonar & Co., h.f., og H. Benedikts- sonar & Co. Erfiðleikar á útvegun skipa til saltflutnings hafa verið mikl ir og sjerstaklega hefir verið erfitt að f£ skipstærð sem henta smærri höínum út á landi, enda þótt allir innlendir skipamiðl- arar og margir útlendingar haíi gert sitt ýtrasta til að útvega skip. Vegna óvissu um útgerðina hafa margir útgerðarmenn ekki pántað salt nógu tímanlega og er það önnur ástæða fyrir salt- skortinum. ■miiiiiiiiiiiiiiiiiitifiiiiiiiiiiMiiiiitifiiiiiiitiiininiini MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Fiskur fyrir nærri 70 þiís. kr. liggur undir skemdum g mniimrinimftitTinniiiiiiifTiínrrnni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.