Morgunblaðið - 04.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNbíiAÐið Sunnudagur 4. maí 1947 Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) /’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12.00 utanlands. f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Orlagastundin HIN kommúnistiska stjórn Dagsbrúnar sá sjer ekki annað fært en að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal fjelagsmanna um það, hvort segja skuli upp gildandi samningi við atvinnurekendur. Að vísu er aðferðin við atkvæðagreiðsluna með þeim hætti, að sýnilega hefir það vakað fyrir kommúnistum, sem ráða í fjelaginu, að allsherjaratkvæðagreiðslan yrði aðeins nafnið tómt. Því að forðast var að láta nokkuð uppi um þetta. Fundur var boðaður í Dagsbrún kl. 4]/4 í gær. Var í fundarboðinu ekki minst á allsherjaratkvæða- greiðslu; aðeins var sagt, að fyrir fundinn yrði lögð álykt- un stjórnar og fulltrúaráðs varðandi uppsögn samnings- ins. En svo er skyndilega tilkynt í hádegisútvarpinu í gær, að allsherjaratkvæðagreiðsla hefjist strax að loknum Dagsbrúnarfundinum. Svona framkoma af hálfu fjelags- stjórnarinnar hlýtur að vekja grunsemd um, að hjer sje verið að brugga einhver launráð. ★ En hvað sem þessu líður, er hitt staðreynd, að komm- únistar hafa ekki treyst sjer til að ganga með öllu fram- hjá atkvæðagreiðslu í þessu þýðingarmikla máli. Geta því verkamennirnir — ef þeir eru samtaka — afstýrt þeim voða sem blasir við framundan, ef kommúnistar fá fram þann vilja sinn, að stöðva hjer allan atvinnurekstur. Að sjálfsögðu hafa verkamenn, sem hafa íhugað þetta mál í ró og næði gert sjer ljóst, að atvinnuvegirnir rísa ekki undir þeim framleiðslukostnaði sem nú er, hvað þá ef dengt yrði þar ofan á nýrri almennri kauphækkun. Viðhorfið er í stuttu máli þannig: 1. Ríkissjóður ver tugum miljóna króna til þess að halda vísitölunni niðri í 310 stigum og voru nýju bráðabirgða- tollarnir m. a. á lagðir til þess að standast þessi útgjöld. 2. Allur afli vjelbátaflotans frá vertíðinni liggur óseldur í landinu, en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir verði til sjó- manna og útvegsmanna, sem er meira en helmingi hærra en Norðmenn greiða fyrir sömu vöru. 3. Eina vonin að takast megi að bjarga ríkissjóði frá stórkostlegu áfalli vegna ábyrgðarinnar er í því fólgin, að nota megi hið háa verð sem er á síldarlýsi til með- gjafar með fiskinum. En stöðvun atvinnurekstursins í landinu myndi hinsvegar þýða það, að ekkert síldarlýsi \?rði til í landinu, til þess að verðbæta með fiskinn. ★ Ef til vill vakir fyrir kommúnistum, að stefna hjer öllu í auðn. Og það tekst þeim að framkvæma, ef þeir fá verklýðsfjelögin í lið með sjer. Kommúnistar hugsa ekki um afleiðingar verka sinna. Þeim er sama hvað um ný- sköpunina verður og öll þau nytjamál önnur, sem þeir báru gæfu til að vinna að, meðan þeir voru í fyrverandi stjórn. Það er hverju orði sannara, sem formaður Sjálfstæð- isflokksins sagði í eldhúsumræðunum á dögunum, að við Islendingar höfum það betra nú en flestar aðrar þjóðir. Við þyrftum engu að kvíða um framtíðina, ef við bærum gæfu til að stýra málum okkar viturlega. Án nýsköpunarinnar stæðum við vopnlausir og varn- arlausir í lífsbaráttunni, sagði form. Sjálfstæðisflokksins rjettilega. Hin nýju framleiðslutæki eru okkar vopn. Með þeim er sigurinn fyrirfram trygður, einvörðungu að skynsemin bregðist ekki almenningi. Nýsköpunin hefir til þessa verið mál málanna hjá verka lýð landsins. Skylda hans er því að standa vörð um ný- sköpunina nú, þegar rýtingnum er að henni beint. En vopnin, sem nýsköpunin fær okkur í hendur koma sð litlu haldi, ef kommúnistar kæmu fram þeim vilja sínum, að þau væru ónotuð. Þessvegna ríður á, að verkamenn slái skjaldborg um nýsköpunina og láti ekki teyma sig út í þá ófæru, sem kommúnistar stefna að. XJíkuerji áhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Rjettmæt óánægja. ÓÞÆGILEGT fyrirkomulag er jjaft á farþegaafgreiðslu þeirra, sem ætla að taka sjer far með flugvjelum AOA til Norðurlanda frá Keflavíkur- flugyellinum. Það hefir komið fryir æ ofaní æ undanfarið, að fólk, sem fengið hefir loforð fyrir plássi og hefir keypt sjer farmýða, hefir verið gert aftur- rækt þegar suður er komið. Er óþarfi að lýsa því hve illa þetL. kemur sjer fyrir flugfar- þega, sem hafa gert ráðstafan- ir til að fara með þeim ferð- um, sem þeim hefir verið lofað. Búið er að láta aðstandendur eða vini erlendis vita, að mað- urinn komi með þessari á- kveðnu ferð, panta gistihús- herbergi erlendis og kaupa dýran einkabíl með sig til Keflavíkur. Þetta er ekki góð þjónusta við farþega, og stingur mjög í stúf við það, sem sagt hefir ver ið um hina góðu þjónustu, sem AOA hefir veitt farþegum sín- Stjórnarráðstafanir. FARÞEGUM, sem gerðir hafa hafa verið afturrækir þegar suður á völl er komið. hefir verði að ganga fyrir öðrum far standa við gefin loforð um sæti vegna þess að aðrir farþegar sjeu.komnir, sem hafi áritun frá Stjórnarráði íslands og þeir verði að ganga fyrir öðrum far þegum. Látum það nú vera, að stjórnarerindrekar ganga fyrir öðrum um pláss í flugvjelum milli landa, en ekki ætti það að vera nema sanngirniskrafa, að stjórnarráðið íilkynni það svo snemma, að ekki sje verið að flækja fólki suður í Keflavík einungis til að segja því, að það komjst ekki með þeirri flug- vjel, sem keyptur farseðill hljóðar upp á. • Utanfarar-styrkir. HELDUR ÞÓTTI það nagla- legt af Alþingi að neita skák- mönnunum um örlítinn fjár- hagslegan styrk til þess að fara til kepni á erlend skákmót og einkum vegna þess. að skák- •S——------ - — ---------------- menn vorir hafa yfirleitt staðið sig vel í kepni erlendis. Og víst er það rjett, að úr þvi sá ósiður er á kominn, að hrúga fje í allskonar^fólk, sem telur sig hafa þörf til utanlandsferða, þá hefði munað lítið um þetta. Hitt er svo annað mál, að það fer að verða kominn tími til þess að athuga þetta alt nánar, því styrkjafarganið er farið að ganga nokkuð langt. • Borginni hælt. ÞAÐ HEFIR lengi verið eins og föst regla að skamma Hótel Bory og alt, sem þar fer fram. Þag er þess vegna gaman að heyra hvað Vestur-íslending- urinn Stefán Einarsson ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg hefir um Borgina að segja í endur- minningum sínum frá Islands- 'ferðinni. Hann segir þar m. a.: ,,Það hafa ýmsir spurt mig um hvernig gistihús Borgin væri., hvort hún jafnaðist á við betri gistihús hjer? Maður sjer oft í blöðum fundið að ýmsu þar og ekki síst hávaða. Við vestangestirnir vorum þar allan timann frá því við komum úr Norðurlandsferðinni, og þar til við fórum vestur. Þann nærri mánaðartíma urðum við ekki vör neins hávaða og sváfum sveÞy rjettlátra. Þar mun vera öl oy. vínsala, en jeg kom aldrei þangað inn og veit ekkert hvar hún er á gistihúsinu. Þegar jeg hefi sagt kunningjunum hjer þetta og að í veislum í Reykja- vík sje oft vín haft um hönd, hafa þeir sagt, að það hafi ver- ið skömm að bjóða góðtempl- ara í þessa heimferð. Á „Borg- inni“. sem er mesta gistihús íslands, væsti ekki um okkur. Gistihúsið er ekki stórt, en það mun með sanni um það mega segja, að það sje flestum gisti- húsum af sinni stærð mikið betra og framar að öllum þæg- indum. Það mun lítið gefa eft- ir stærstu gistihúsum að þessu leyti“. • Söngur Laugarvatns- skólans. VINUR MINN Páll ísólfsson er ekki ánægður með þau orð, sem hjer f jellu í garð kórs Laug arvatnsskólans á dögunum. Hann sendir eftirfarandi grein arkorn og þótt við Páll gætum deilt um ýmislegt og höfum gert, þá kemur aldrei til, að jeg beygi mig ekki undir hans dóm þegar um músík er að ræða. I því r Páll „autoritetet“. Hann segir: „Nýlega gekkst ríkisútvarpið fyrir því að tekin væru upp á plötur nokkur lög sungin af nemendakór Laugarvatnsskóla. Upptaka þessi tókst vel og voru nokkur þessara laga flutt í út- varpinu á sumardaginn fyrsta. í tilefni af því var gerð all- harkaleg árás á kórinn í pisl- um Víkverja undir fyrirsögn- inni „Flámæltur söngur“ En við Víkverji höfum átt tal um flámælgina yfirleitt, bæði í söng og tali, og verið sammála um að þá meinsemd bæri að uppræta með öllu. En árás þessi á kór Laugarvatnsskól- ann var mjög ómakleg. Jeg hygy. að hvergi á landinu sje vandað meira til skólasöngs í skólum landsins heldur en ein- mitt þessum skóla, að hinum alveg ólöstuðum. Þórður Krist- leifsson, sem er kennari og söngstjóri kórsins, er með af- brigðum vandvirkur maður, bæði hvað viðvíkur meðferð mó%urmálsins, svo og söngsins ! sjálfs. En þess er ekki að vænta að söngurinn sje með öllu j gallalaus, svo að fín eyru fái j ekki fundið eitthvað athuga- i vert við hann, eins og annann söng. En þegar þess er gætt, að i nemendur eru aðeins tvo vetur ! í þessum skóla, og að yfir 100 i manns eru f þessum kór, er það merkilegt hversu vel tekst iil ! með sönginn, hve góðum á- j ragnri söngkennarinn nær. Á ; þetta ber að líta þegar dæmt er um kórinn. Og þetta er Þórði Kristleifssyni. fyrst og fremst að þakka, og vil jeg nota þetta tækifæri til að þakka hans góða starf í þágu skólasöngsins á ís- landi. Væri vel ef skólar lands- ins hefðu mörgum mönnum á að skipa, sem líktust Þórði að vandvirkni og áhuga. P.I. MEÐAL ANNARA ORÐA Rfbbenlrop vllrll IHrjast bndæsx lévarol SÁLFRÆÐINGURINN dr. I Felix Kersten hefir skýrt frá dvöl sinni í Þýskalandi og kynn um sínum af nasistaleiðtogun- um. Frásögn hans af dr. Robert Ley var birt hjer í gær. en í dag verður sagt í stuttu máli frá því, er dr. Kersten var send ur á fund Ribbentrops. Hjer er frásögn sálfræðings- ins: — í júlí 1943 var jeg staddur á aðalbækistöðvum Himmlers í námunda við Salzburg. Himmler sagði mjer þá, að hann hefði undirbúið það, að jeg vitjaði Ribbentrops, sem var veikur í höll sinni, Schloss Fuschl, þar skammt frá. Meðan jeg var að búa mig undir að leggja af stað, sagði Himmler hálf feimnislega: „Jeg hefi sagt Ribbentrop, að þjer sjeuð að lækna mig við gigt“. Jeg svaraði þyí til, að hánn gæti reitt sig á það, að jeg ségði ekki frá hinum raunverulega sjúkdómi hans. Ef Ribbentrop | kæmist að lasleika Himmlers, mundi það liðsinna honum í sam særi því, sem hann hafði und- irbúið gegn honum. Eigandinn drepinn. Fvrverandi eigandi Schloss Fuschl hafði verið austurískur aðalsmaður, Ranitz að nafni, að mig minnir. Hann hafði verið handtekinn, þegar Þjóðverjar rjeðust inn í Austurríki. og sett ur í fangabúðirnar í Dachau, en bar dó hann. Er jeg fór á fund Ribben- trops, þurfti jeg að ganga í gegnum fjölda herbergja, áður en ieg kæmist í svefnherbergi hans. Það fyrsta, sem jeg sagði við hann, var, hversu íallegt væri hjá honum. Hann svaraði því til, að hann gæti aðeins starfað í fögru um- hverfi. . Ribbentrop jjjáðist meðal annars af rfáklum Föfuðverkj- um, svima. augnveiki og maga- kvilla. Ýmislegt benti til þess, að hann hefði syphilis. Þegar jeg fór, fylgdi læknir hans mjer til dyra. Hann tjáði mjer, að Ribbentrop fengi oft og tíðum rnikil þunglyndisköst. Þegar þannig var, var hann mjög minnislaus. Jeg hugsaði með sjálfum mjer. að utanríkisráðherra, sem missti minnið öðru hvoru, gæti ekki verið til mikils gagns. Þeg ar jeg sneri aftur til Himmlers, minntist jeg á þetta við hann, en hann svaraði: „Til allrar hamingju byggist sigurvon okk ar ekki á diplomötum“. En Hitler hafði miklar mæt- ur á Ribbentrop — og það var nóg. Líkur lávarði? Dag nokkurn, er jeg var staddur hjá Ribbentrop í lækn- iserindum, gekk hann að spegli í herbergjnu og spurði mig, hvört mjerþættí harjn ekki líta út eins og breskur Ijávarður. Jeg svaraði: „Ef til vill“. Hann svaraði reiðilega: „Ekki Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.