Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. okt. 1947 MÁNADALUR ^Láidia^a ej^tir ^jfacb cJdondo n 27. dagur ,,Jeg sagði Söru að jeg vildi að þú fengir kommóðuna henn ar mömmu“, sagði Tom lágt, ,,en þá ætlaði hún að sleppa sjer. Hún sagði að Daisy hefði verið móðir mín ekki síður en móðir þín, enda þótt við sjeum hálfsystkin. Hún sagði að komm óðan hefði altaf fylgt ætt Daisy, cn ekki Kit kapteins og að jeg ætti kommóðuna og það sem jeg ætti væri líka sín eign, sem hún mætti ráða fyrir“. . j ,,Það er alt í lagi“, sagði Saxon. „Jeg keypti kommóðuna af henni í gærkvöldi. Hún sat fyrir mjer þegar jeg kom heim“. < ,,Já, henni var ekki rótt í gær eftir að jeg sagði henni frá þessu. Hvað borgaðir þú mik- ið?“ j „Sex dollara“. I „Það er ránverð. Kommóðan er ekki þriggja dollara virði, eldgömul og brotin“, sagði Tom. „Jeg hefði fúslega borgað tíu dollara fyrir hana eða hvað sem var. Mamma átti hana og jeg man hvar hún stóð í stofunni heima meðan mamma lifði“, sagði Saxon. Þau læddust gætilega inn í i eldiviðargeymsluna. Þar dró, Tom langan stranga út úr felu | stað. Hann tók umbúðirnar af og kom þá í ljós ryðgað sverð, eitt af þessum stóru og þungu sverðum, sem notuð voru í borgarastyrjöldinni. Við hjölt- un hjekk þykkur silkilindi með skúfum. Saxon var ákaflega hrifin. Hún dró sverðið úr slíðr um og kysti eggina. Þetta var seinasti dagur liennar í þvottahúsinu. Um kvöldið átti hún að hæíta at- vinnu sinni fyrir fullt og allt. Og daginn eftir ætluðu þau Billy til borgardómara að láta gefa sig saman. Bert og Mary áttu að vera vígsluvottar. Og á eftir áttu þau svo 'öllfjögur að halda upp á daginn með því að snæða kvöldverð hjá Barn- um. Að því loknu ætluðu þau •Bert og Mary á dansleik í Hyrtle Hall, en þau Billy og Saxon ætluðu að fara með stræt isvagni til Pine Street. Allar stúlkurnar vissu að þetta var seinasti dagur Sax- ons í þvottahúsinu. Margar sam glöddust henni og margar öfund uðu hana út af því að hafa náð í mann og mega hætta þessari leiðinlegu atvinnu. Og hún slapp ekki frá háðsglósum stall systra sinna — þær glósur fc<gu allar, sem fóru frá þvotta húsinu til að gifta sig. En það lá svo vel á Saxon að hún íók sjer þetta ekki nærri, enda þótt surnt gamanið væri nokkuð gróft, þá vissi hún að þeim gekk aðeins gott til. A meðan Saxon hamaðist við vinnu sína og gufuna af blaut- um þvottinum lagði um hana, fannst henni, hún vera I litla húsinu í Pine Street og hún raulaði viðlagið við nýjasta sönginn, en hafði breytt því eft ir sínu höfði: Jeg skal vinna og jeg skal spara jeg geri það fyrir hann. Seinni hluta dagsins var vinnan mjög erfið. Þá var svo heitt og loftlaust þarna ’ inni, að eldri konurnar stundu og kveinkuðu sjer. Og ungu stúlk urnar voru náfölar og þreytu- legar, með dökka bauga undir augunum. En samt kepptust allar við. Umsjónarkonan gaf nánar gætur að öllum, þ-ví að altaf gat komið fyrir að ein- hver þeirra gugnaði. Þennan dag leið yfir unga stúlku sem var kryplingur, en umsjónar- konan var fljót að láta koma henni út, svo að þetta truflaði ekki hinar. Alt í einu kvað við ógurlegt neyðaróp og bergmálaði í öll- um hinum mikla sal. Hinar örþreyttu stúlkur misstu móð- inn og gugnuðu alveg þegar þær heyrðu það. Sumar mistu straujárnið úr höndum sjer. Aðrar lögðu það frá sjer. Það var Mary, sem hljóðaði svona. Saxon sneri sjer við og. sá þá að eitthvert kolsvart vængjað kvikindi hafði sest á kollinn á Mary og blakaði vængjunum um eyrun á henni. Mary æpti enn og hneig niður á gólfið. Þá flögraði þessi ófreskja lengra og beint framan í eina stúlk- una. Hún rak upp skelfingar óp og það steinleið yfir hana. Ófreskjan flögraði lengra og stúlkurnar hljóðuðu hver í kapp við aðra, báru hendur fyrir höf uð sjer og flýðu út úr saln- um eða skriðu undir borðin. „Þetta er ekki annað en leð- urblaka", öskraði umsjónarkon an. Hún var æf af reiði. „Hafið þið aldrei sjeð leðurblöku? Haldið þið að hún muni eta ykkur?“ ’En stúlkurnar voru orðnar tryltar af hræðslu. Ein þeirra hrópaði hástöfum: „Eldur, eld- ur“ og þá flýðu allar sem fæt- ur toguðu. Skelfingarópin voru svo mikil að ekkert heyrðist til umsjónarkonunnar, hvernig sem hún brýndi raustina. Sax- on hafði fyrst orðið ógurlega bylt og þegar stúlkurnar trylt- ust, missti hún líka allt vald á sjálfri sjer. Hún hljóðaði ekki, en hún tók til fótanna eins og hinar. Allur skarinn æddi inn í næsta vinnusal með ópum og óhljóðum og stúlkurnar, sem unnu þar, urðu skelfingu lostn ar og flýðu líka, án þess að vita hvað þær voru að flýja. Eftir nokkur andartök var þvottahúsið mannlaust. nema hvað nokkrir karlmenn komu hlaupandi með vatnsslöngur til þess að slökkva þann eld, sem enginn var. Umsjónarkonan var bæði hugrökk og mikil fyrir sjer, en samt barst hún með þessum æðistryllta flótta út í fremri salinn. Þar gat hún smeygt sjer út úr þvögunni. Og svo veiddi hún leðurblökuna í tágakörfu. ,’Það er jeg viss um að þetta var djöfullinn sjálfur í eigin mynd“, snökti Mary. En Saxon var sjálfri sjer reið fyrir það að hún skyldi hafa tapað sjer og látið þetta al- menna æði fá vald á sjer. Hún áttaði sig undir eins þegar hún var komin út undir bert loft. j „Við erum allar heimskingj- ar“, sagði hún. „Þetta var ekki annað en leðurblaka. Jeg hefi heyrt getið um þær. Þær gera engum mein. En þær eru blind ar á daginn og þessi hefir því verið að villast. Heyrirðu það. Þetta var aðeins leðurblaka“. „Mjer er alveg sama hvað þú segir“, sagði Mary. „Þetta var djöfullinn og enginn annar“. Hún hafði ekka af hræðslu en rak nú upp tryllingshlátur. „Sástu að það leið yfir hana Borgström? Og það var bara út af því að hann kom við and- litið á henni. En hann settist á höfuðið á mjer og hann káf- aði á kinnunum á mjer og ber- um hálsinum og það var alveg eins og kieinagrind tæki á mjer. Og samt leið ekki yfir mig. Jeg held annars að jeg hafi orð ið svo hrædd að jeg hafi ekki getað fallið í öngvit“. „Við skulum koma inn aft- ur“, sagði Saxon. „Við höfum misst hálftíma“. „Nei, mjer dettur það ekki í hug“, sagði Mary. „Jeg hefi fengið nóg af þessu. Nú fer jeg rakleitt heim og kæri mig koll ótta þótt jeg verði rekin. Jeg er öll af mjer gengin. Jeg get varla staðið á fótunum“. Ein af stúlkunum hafði fót- brotnað í ósköpunum og önnur hafði handleggsbrotnað. Marg- ar höfðu fengið skrámur og á- verka. Engin þorði að fara inn aftur. Þar dugði hvorki hót- anir nje bænir. Þær voru allar af sjer gengnar af skelfingunni, sem hafði gripið þær. Einstaka stúlka var svo hugrökk að hún þorði að fara inn til að sækja kápur þeirra og hatta. En Sax- on og fáeinar aðrar fóru þó inn og unnu til kvölds. XV. KAFLI „Guð minn góður. Þú ert full ur, Bert“, sagði Mary í ásök- unarrómi. Þau sátu fjögur um- hverfis borð í stofu hjá Barn- um. Brúðkaupsmáltíðinni var lokið. Hún hafði verið fábreytt, en Saxon fannst þó alt of mik- ið í hana borið. Bert stóð á fætur með rauðvínsglas í hend- inni og ætlaði að halda ræðu. Hann var dreyrrauður í framan og augun eins og hann hefði hitasótt. „Þú hefir drukkið áður en þú komst hingað“, sagði Mary. „Það er svo sem auðsjeð". „Farðu til augnlæknis, elsk- an mín“, sagði hann. „Mjer er óhætt. Og hjer stend jeg og hefi staðið á fætur til þess að taka í hendina á góðum fjelaga. Billy karlinn minn, jeg tek í hendina á þjer. Það er bæði til að árna þjer heilla og kveðja þig, er jeg hræddur um. Þú ert nú gift ur Bill og nú verðurðu að sitja á strák þínum. Þú mátt aldrei fara út og vera með kunningj- unum. Þú ert kominn í höfn 'og nú verðurðu að gæta þín og nú verðurðu að líftryggja þig og slysatryggja þig og verða nokkurskonar hluthafi í sam- eiginlegu lána- og greftrunar- sjóði---------“ „Flættu þessari vitleysu,. Bert“, hrópaði Mary. „Þú átt ekki að tala um greftrun í brúð kaupi. Þú ættir að skammast þín“. „Hafðu þig hæga, Mary. Jeg sagði það sem jeg sagði af því að jeg meinti það. En jeg meinti ekki það sama og Mai'y. Það sem jeg meina — sko, nú skal jeg segja ykkur hvað jeg meina. Jeg var að tala um greftrun. Var ekki svo? Jeg sagði það ekki til þess að spilla þessari hátíðlegu stund. Það var fjarri mjer----------“. — Dttnsskóli — okkar tekur til starfa þann 16. þ.m., kennt verður: BALLET: Byrjendur og framhaldsflokkar fyrir börn PLASTIK: Dömuflokkur. SAMKVÆMISDANSAR: Fyrir börn og fullorðna, byrjendur og þá sem lært hafa áður. Nánari upplýsingar gefnar í síma kl. 6—8 næstu daga. Sif farz — Slda %Á simi 7115. wiann sími 4310. % S. G. T. liiliudir í skemmtifjelagi Góðtemplara, verður haldinn i Góð- templarahúsinu í dag, sunnudag kl. 3 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabrejtingar. STJÖRNIN. Vletkjasaia Blindrafjelagsins er i dag Merkin eru afhent frá kl. 9 f.h. á Grundarstíg 11. tijÁd f)á ifindu. ^JJaupiÍ merli. <$X§X§><$*§><$><§><§><$XS><$><$>^><$X^<$K$><$><$><6X§X§><$><$X§H$>'$><$^X§X^>3>^><^>^3><^<§X$X$X$><^<$><§X§><^1 Skófatnaður Gegn gjaldeyris- cg i nn f 1 uInings I eyfum getum við út- vegað eftirfarandi skófatnað frá Tjekkóslóvakíu: KVENSKÖR, K A RLMANNASKÓR, UNGLINGASKÓR, SMÁBARNASKÓR, STRIGASKÖR, INNISKÓR, VINNUSTÍGVJEL, GÚMMÍSTlGVJEL. Sýnishorn fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. JJicjuJu r j^oriteinóóon JJf Grettisgötu 3. Símar 5774 & 6444. Piltu r óskast til verslunarstarfa. Ryggíngavöruverslun ÍSLEIFS JÓNSSONAR Aðalstræti 9. Sími 4280. BEST AÐ AUCLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.