Morgunblaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1947, Blaðsíða 8
8 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. nóv. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsíngar og afgreiðsla, Austurstræti 8, — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Nýsköpun landbúnaðarins BÚNAÐARBANKINN aug lýsir um þessar mundir ián úr byggingarsjóði og ræktunarsjóði. Bak við þessa auglýsingu liggur athyglisverð saga. — Nýsköpun sú, sem fyrverandi ríkisstjórn hóf á sviði sjáv- arútvegsins, hefur verið hljóðbærari en sú hlið nýsköp- unarinnar, sem að landbúnaðinum sneri. En einnig á sviði landbúnaðarins lagði fyrverandi ríkis- stjórn grundvöll að stórfeldum umbótum og framförum. Þann 15. apríl 1946 voru samþykkt á Alþingi lög um iandnám, nýbygðir og endurbyggingar í sveitum. Lög- gjöf þessi var tvíþætt. Hún fjallaði í fyrsta lagi um land- nám ríkisins og aðstoð ríkisvaldsins við bæjar- og sveit- arfjelög, einstaklinga og bygðafjelög þeirra til þess að hefja stórfeldar ræktunarframkvæmdir. í þessu skyni skyldi ríkissjóður leggja fram 2,5 milj. króna á ári í næstu tiu ár í fyrsta skifti á árinu 1947, eða samtals 25 milj. kr. í öðru lagi var ákveðið í lögunum að leggja byggingar- sjóði 2,5 milj. króna á ári úr ríkissjóði í næstu tíu ár, í iyrsta skifti árið 1947, samtals 25 milj. króna. Hlutverk byggingarsjóðs skyldi vera að veita bændum ián til endurbyggingar íbúðarhúsa á sveitabýlum, til bygg ingu íbúðarhúsa og peningshúsa í bygðahverfum og til byggingar íbúðarhúsa og peningshúsa á nýbýlum, sem í eist eru á ræktuðu landi við skiftingu jarða eða á landi, sem sjerstaklega vel er fallið til ræktunar og bygðar. Lán þessi mega ekki fara yfir 75 af hundraði af kostn- aðarverði emstakra bygginga. í beinu framhaldi af samþykt þessarar löggjafar voru svo sett lög á s.l. vori um Ræktunarsjóð Islands, þar sem ákveðið var að efla þann sjóð mjög, m. a. með hálfrar miljóna króna árlegu framlagi í næstu 10 ár. Skal sá í jóður veita stofnlán til jarðræktar, peningshúsa og geymsluhúsa og annara mannvirkja við landbúnað, svo sem mjólkurvinnslustöðva, ullarverksmiðja, þvottahús o. s. frv. ^ 'Uíhuet'jl ibripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Æskan á götunum. Á SUNNUDÖGUM og öðrum helgidögum, þegar veður er gott, fyllast götur bæjarins af fólki, sem ekki virðist hafa neitt fyrir stafni annað en að bíða eftir að tíminn líði. Þetta er vafalaust ekki neitt sjer- einkenni fyrir Reykjavík, held ur mun það vera svo víðast hvar í borgum og bæjum. Menn, sem eiga frí frá störf- um nota tímann og góða veðrið til að fara út með konu og krakka, sýna sig og sjá aðra, eins og sagt er. En það, sem er einkennandi fyrir Reykjavík er ábyggilega hve mikjð er af unglingum á aðlgötum borgarinnar, sem ekkert yirðast hafa að gera, nema að eigra um og ærslast. • Engin áhugamál. ÞAÐ ER eins og æskulýður- inn hjer eigi engin áhugamál önnur en að ráfa um göturnar á helgidögum, safnast saman í hópum á götuhornunum og góna út í loftið. Eins gæti það verið að þetta unga fólk vanti einhvern sama stað þar sem það getur eytt tímanum við holla leiki og sak lausar skemtanir. Það getur ekki verið eðlilegt, að unga fólkið hafi ekki eitt- hvað fyrir stafni annað en að hanga á götuhornum, eða standa í biðröðum fyrir *framan kvik- myndahús og dansstaði. Þetta er alvarlegt mál, sem þyrfti að athuga. • Dauðaslys enn. UM HELGINA varð enn eitt dauðaslysið hjer í bænum. Um ferðarslysin eru að verða svo geigvænleg, að mönnum hrís hugur við. Það getur enginn verið óhultur um sig lengur og enginn veit hvenær röðin kem- ur að honum eða einhverjum nákomnum. Og þá má ekki gleyma öku- mönnum, sem verða fyrir því óláni, að. slasa fólk til ólífis. Það getur vafalaust hver og einn einasti bifreiðastjóri í bæn um, sem eitthvað hefir ekið að ráði, sagt fíá því, að hurð hafi skollið nærri hælum hjá hon- um, eða henni. Það ætlar sjer enginn ökumaður að valda slysi og oft er það langt frá, að þau sjeu ökumönnum að kenna. • Meiri vai'kárni. ÞAÐ EINA, sem dugar til þess að afstýra slysunum er varkárni og aftur varkárni. — Bæði fótgangandi og hinir, sem ökutækjum stjórna, verða stöð- ; ugt að hafa það í hug, að fara varlega. Og þeir fullorðnu verða að hafa vit fyrir börnunum. Það verður að brýna það stöð- ugt fyrir börnunum hve slysa- hættan sje mikil á götunum og kenna þeim að varast farar- tæki og gæta sín. Það má aldrei gefa eftir í þessum efnum. Stöð ug fræðsla og upplýsingastarf semi er nauðsynleg. • Áminningar. NOKKRUM sinnum hefir verið að því vikið í þessum dálkum, að meira væri hægt að gera en gert er til þess að minna almenning á slysahætt- una. Það má gera með auglýs- ingaspjöldum á áberandi stöð- um. Með því að merkja þá staði, sem slys hafa orðið og með því að hafa umferðamerki í sem bestu lagi. Erlendis hefir sumstaðar ver ið tekin upp sú regla, að setja krossa á götur og vegi, þar sem dauðaslys hafa orðið. Hefir þetta gefist vel, því þegar fólk kemur auga á þessa krossa, minnir það á slysin og þeir sem sjá þá fara varlegar eftirá. • Gott starf. SLYSAVARNAFJELAGIÐ hefir unnið gott og þarft starf með upplýsingastarfsemi sinni í blöðunum. En það mætti gera meira. Auglýsingaspjaldaað- ferðin hefir gefist vel erlendis og engin ástæða til að halda að hún dygði ekki einnig vel hjer. Og allir góðir menn eiga að taka þátt í baráttunni gegn slysunum. Því að það er stað- reynd, að ef allir færu eftir reglunum, þá yrði engin slys. Trönutískan. ÞAÐ ER að verða allmikill spenningur hjá mönnum um hvort trönutískan við Austur- völl muni sigra að lokum og spýturnar, sem halda vörð um minnismerki Jóns Sigurðsson- ar verði þar til eilífðar nóns, eða þar til þær fúna niður. Það sjest ekki nokkur hreyf ing á því að það eigi að taka þær burtu. En ef þær eiga að trjóna þarna áfram, þá mætti gera þeim gott með því t. d. að tjörubera staurana. Þeir myndu duga lengur fyrir bragð ið. Eins þyrfti að gæta að hvort þeir eru vel festir við bekkina, sem styðja þá. Það gæti verið að snærið væri orðið fúið . Og áður en það gleymist hver hefir reist þessar merkilegu ,,Kleopötrunálar“ á fegursta bletti hins íslenska höfuðstað- ar og beint á móti langömmu allra lýðræðisþinga, ætti að setja upp skilti úr,eir, þar sem þess væri getið hver reisti og hvaða ár. MEÐAL ANNARA ORÐA .7. . ......| Eftir g. j. A. |--------—. „ Kommúnisminn og Hollywood Á fjárlögum ársins 1947 eru fjárveitingar til þessara iánastofnana landbúnaðarins í samræmi við fyrirheit fyr- greindra laga. Og starfsemi þeirra er þegar hafin. Landbúnaðinum hafa verið trygðar 60 miljónir króna til ræktunarfram- kvæmda og bygginga hverskonar húsa og mannvirkja í sveitum landsins eða á öðrum stöðum, þar sem þau geta komið þessari atvinnugrein að liði. Bændur munu áreiðanlega ekki liggja á liði sínu við að hagnýta sjer þá möguleika, sem þessi löggjöf skapar þeim til stórfeldra átaka í ræktunar- og byggingarmálum. Þeir hafa þegar flutt inn þúsundir nýtísku landbúnaðarverk- færa og hafa flest þeirra þegar verið tekin í notkun. — Ræktunarframkvæmdir verða á næstu árum unnar með fullkomnari og betri tækjum en nokkru sinni fyrr í sögu íslensks landbúnaðar. Af hálfu hins opinbera munu þær verða öfluglegar studdar en nokkru sinni áður. Það er rík ástæða til þess að fagna þessari þróun land- búnaðarins. Hún er þjóðinni allri, ekki aðeins bændastjett hennar, nauðsynleg. íslenskur landbúnaður hefur mikil- vægu hlutverki að gegna í þjóðarbúskapnum þótt fram- leiðsla hans hafi um skeið ekki verið arðgæf útflutnings- vara. En frá landbúnaðinum koma þjóðinni bestu og holl- ustu matvæli hennar. Nú, þegar gjaldeyrisörðugleikar sverfa að, er ef til vill nauðsynlegra en nokkru sinni áður að þessi atvinnugrein standi föstum fótum. Ráðstafanir fyrverandi ríkisstjórnar, sem fyrst og fremst voru framkvæmdar fyrir forustu Sjálfstæðis- manna, til eflingar landbúnaðinum, voru því gæfuspor, sem fagna ber að stigin voru þótt ríkissjóður hafi með þeim tekið á sig verulega útgjaldabyrði um áratugs skeið. Þeir eru að reyna að gera Marx-bræður að sonum Karls Marx. & •» *7#* STOKU sinnum koma mál upp í Bandaríkjunum, sem vekja alheimsathygli — og hlátur. Oft eru mál þessi runn- in undan rifjum lítt þekktra stjórnmálamanna, sem eru að reyna að „slá í gegn“. Banda- ríkjamenn eru raunar sjálfir oftast fyrstir manna til að koma upp um þessa kumpána, og venjulega fer þetta svo, að það sem átti að fleyta stjórnmála- spekingunum upp á hæstu boða frægðar og frama, fleygir þeim í staðinn niður í dýpstu dali háðungar og athlægis. Eitt þ^ssara mála er nú á döfinni. Eins og endranær, hafa Bandaríkjamenn verið fljótir til að „læra á“ loddarana og draga athygli að heimsku þeirra. Blöðin hafa, sem oftar, gengið á undan. • • Holiywood. Þetta mál er kommúnista- rannsóknin í Hollywood. Nokkr ir þingmenn fengu þá flugu í höfuðið, að þar morraði nú allt í kommúnistum, og ekki leið á löngu þar til þeir voru bún- ir að kalla heila hersingu af kvikmyndaleikurum, kvik- myndaframleiðendum og rithöf undum fyrir sig. Nú átti að sanna það, að Hollywood væri kommúnista- hreiður! En fólkið í Hollywood var ekki lengi að svara fyrir sig. Eric Johnston, yfirmaður kvik myndasamtakanna, birti langa yfirlýsingu, þar sem hann fletti ofan af fyrirætlunum hinna sjálfskipuðu ákærenda. Andkommúnistar. Johnston benti á, að enda þótt ekki væri hægt að neita því, að grafa mætti upp einn eða tvo kommúnista í kvik- myndaborginni, væri hitt ó- hrekjanlegt, að andkommúnist- ar væru þar í yfirgnæfandi meirihluta. í yfirlýsingu sinni segir hann meðal ananrs: . Verður Bambi í teiknimynd- I unum kallaður kommi? Við erum sakaðir um komm únistaáróður heima fyrir, en í löndum þeim, sem kommúnist- ar ráða í, eru kvikmyndir okk- ar bannaðar, sökum þess að þær þykja vera áróður fyrir ein- staklingsframtakinu. Það er auðvitað með öllu óhugsandi, að við berjumst samtímis fyrir kommúnisma og einstaklingsv frelsi. Jeg hefi áður sagt það, en jeg vildi gjarnan endurtaka það, að í löndum kommúnista er ekkert jafn hatað og banda rískar kvikmyndir. • • Bandarísku blöðin. Bandaríkjablöðin hafa tekið í sama streng. Skopteiknarar nokkurra hafa hæðst að tilraun um ákærendanna til að merkja Hollywood með kommúnista- stimplinum. Og kvikmyndaleik ararnir og framleiðendurnir hafa komið fram hver á eftir öðrum og bent á það, hversu kommúnisminn og starfsemi Hollywood er algerlega ósam ræmanleg. Og svo hafa blöðin utan Bandaríkjanna einnig tek ið upp þráðinn, og eitt bresku blaðanna birtir mynd af ofsa- reiðum manni, þar sem hann yfirheyrir Marxbræðui'na, sem nú koma fram í Austurbæjar- bíó. Maðurinn sakar bræðurna urn að vera syni Karls Marx, Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.