Morgunblaðið - 13.03.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.03.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ KENJA KONA CCftir Een ~Am.ee VUillí iarná 32. dagur Konan, sem kölluð var Ma Hopan, hafði komið til Bangor árið áður. Hún hygði þar hús úr óhefluðum borðum, og þetta hús ætlaði lýðurinn nú að rífa niður. Þetta var tveggja hæða hús, en þakið var hálfflatt, svo að bað líktist meira skúr. A neðri hæðinni var eldhús, drykkjuskáli, matstofa og dans skáli. Þar heyrðist altaf sarg- að á fiðlu fram á rauðanótt og þaðan heyrðust Jnrottalfegir hlátrar drukkinna manna og skrækir í kvenfólki á hverju kvöldi. Við stafn hússins var stigj utan á og var þar geng- ið upp á loftið, en þar voru mörg svefnherbergi. Viðskiptamennirnir þarna voru aðallega sjómenn og skóg arhöggsmenn. Ma Hogan stjórn aði þeim með harðri hendi, því að hún var karlmanns í- gildi. Auk þess hafði hún sjer til aðstoðar tvo skuggalega menn, sem voru óragir við að beita bareflum, ef þeim bauð svo við að horfa. Ef einhver gerði þar uppsteit mátti hann eiga von á því að honum væri ekki aðeins kastað út, heldur kastað í ána, og þar kólnaði vanalega svo í þeim blóðið að þeir kærðu sig ekki um meira. Ef það kom fyrir að eir.hver var ekki syndur, þá var ekk- ert skeytt um hann, og mátti hann þá fljóta niður ána til hafs, ef hann gat ekki klórað einhvers staðar í bakkann. Ma Hogan var vön að segja: „Það er best fyrir þá, sem ósyndir eru að haga sjer eins og siðuðum mönnum sæmir“. Hún hafði grætt á tá og fingri og margar setningar hennar urðú að máltæki í borg inni. Hún þoldi ekki aðfinslur. „Sá, sem biðum um mat, verð- ur að eta hann, og sá sem bið- ur um romm, verður að láta sjer líka það vel, og sá sem biður. um einhverja stúlkuna mípa, verður að koma kurteis- lega fram við hana — annars er mjer að mæta“, er haft eftir henni. Hún var bæði svarkur og góðgerðasöm og hún var al- veg eins til í að gefa eins og að selja. „Jeg skal gefa hverj- um manni það sem hann vant- ar og jafnvel lána honum pen- inga —• en aðeins einu sinni“, er líka haft eftir henni. Hún ljet hvorki viðgangast óspektir nje Ijótan munnsöfnuð hjá sjer. „Jeg tek ekki til þess þótt pilt- arnir kalli stúlkurnar mínar bölvaðar bykkjur, þvi að þeir meina ekki annað með því en að þær sjeu elskulegar. En Ijótt orðbragð þoli jeg ekki“. Hún hjelt því fram að skógar- höggsmaður gæti eytt öllu vetr arkaupinu sinu hjá sjer á einni nóttu — án þess að sá eftir því. En nú var illa komið fyrir Ma Hogan. Margir menn voru komnir upp á þak með axir og iarnkarla, en aðrir brutu glugga og hurðir. í hvert skifti scm gluggi var brotinn eða hurð hýdd af hjörunum, eða j>akheillur hrundu niður, þá fák múgurinn upp öskur og dró alt, sem brunnið gat, á bál- ið f.yrir framan. Menn æptu og hlógu, fullir menn öskruðu mk bölbænir og hótanir og æsing- in jókst jafnt og þjett. Einhver, sem var nýkominn, spurði hvar stúlkurnar hennar Ma Hogan væru. Og einhver annar svaraði: „Þær voru allar dregnar út úr húsinu og kaffærðar í ánni. Svo var þeim slept, en Ma Hog- an er enn inni í húsinu. Heyr- irðu ekki öskrin í henni?“ Og aðkomumaður, sem var æstur, hrópaði: „Til fjandans með alla íra“. Síðan, hentist hann inn f þvögina. Einhver hafði losað um sperru á húsinu og jagaði hana fram og aftur þangað til stórt stykki brotnaði úr þak- inu og hrundi niður á götu, en í gegn um gáttina sást á rúm inni í litlu herbergi. Aðr- ir hlupu til og drógu flakið á bálið, og í sama bili fleygði einhver rúminu út um gætt- ina niður á götu, og það var þegar þrifið og dregið á bálið líka. Þá sáu menn hvar Ma Hogan kom inn í þetta her- bergi og rjeðist á mennina sem þar voru, en einn þeirra þreif spýtu og barði henni beint framan í hana svo að hún fjell Hún veltist þar um gólf- ið og þegar múgurinn sá hana ætlaði hann að tryllast. Svo stóð hún ú fætur með erfiðis- munum. Ephraim sá að hún var alblóðug í framan, föt henn ar rifin og hárið stóð ógreitt í allar áttir. Ifún krepti hnef- ann og skók hann framan í jpúginn og kallaði eitthvað. Hávaðinn þagnaði og menn hlustuðu á hvað hún sagði. „Þið bannsettu rottur og rónar“, æpti hún. „Ætlið þið að standa þarna og horfa aðgerða lausir á að húsið mitt sje rifið niður? Hefir enginn ykkar ærlegan blóðdropa í sjer, svo að hann vilji hjálpa mjer?“ Einhver hló hátt og hún sneri þegar í þá áttina. „Þú hlærð, hræið þitt. Komdu hingað og lofaðu mjer að sjá framan í þig og þá skaltu fá eitthvað til að hlæja að“. Svo breytti hún aftur um: „Er eng- inn ærlegur íri þarna? Nei, það er sjálfsagt ekki, því að hann mund’ ekki hafa þolað það stundu le-ngur að horfa upp á það að misþyrmt er konu, sem ekki hefir gert á hluta nokkurs manns“. Það var eins og menn skömm uðust sín, en enginn gaf sig þó fram til að hjálpa henni. Þeir sem voru uppi á þakinu brutu stóra fleka úr því og ljefu þá falla niður á götuna, en bar voru margir til að taka á móti og draga alt á bálið. Þá rjeðist Ma Hogan enn ein síns liðs gegn skemdarvörgun- um. Hún þreif spýtu og veifaði henm yfir höfði sjer. Maður nokkur rjeðist að henni og af- vopnaði hana. Þá kallaði ein- hver niðri á götu: „Hentu henni í ána. Hún hefir gott af því að fá kalt bað“. Fjórir menn rjeðust þá að henni og tóku í sinn skankann hver Þeir veifuðu henni fram og aftur um stund og fleygðu henni svo af hendi út af þak- brúninni. Þar var fimtán eða tuttugu feta hátt fall niður í ána og það varð mikill skellur og gusugangur þegar hún kom niður, en múgurinn öskraði af kæti. Einhver kastaði kaðli til henar og dró hana að landi. Svo klöngraðist hún upp á bryggjuna og stóð þar ein síns liðs innan um fjandsamlegan lýð. Einhver sem stóð skemt frá þeim Ephraim og Jenny sagði: „Þetta þoli jeg ekki lengur. Hjer ráðast hundruð manna á eina veslings konu. Hver vill koma með mjer?“ Nokkrir menn hlupu fram á- samt honum, ekki í hóp, held- ur á dreif. Ephraim þóttist vita að þeir væri allir írar. Þeir ruddust fram hjá eldinum og þangað sem Ma Hogan var °g þegar hófust þar barsmíð- ar. Áður hafði verið hálfkær- ingur í mönnum, en nú braust réiðin út og hnefar og barefli voru á lofti og þung högg greidd af fullri heipt Ephraim fann að Jenny titr- aði eins og hrollur væri í henni, en begar hann leit á hana var sem augu hennar loguðu af ákefð. Hann reyndi að draga hana á burt með sjer, en hún stritaði á móti og hvíslaði með andköfum: „Nei, nei, nei“. Og hún leit ekki á hann heldur hafði hún ekki augun af bardaganum. Það voru aðallega sjómenn, sem tóku á móti þeim, er ætl- uðu að hjálpa Ma Hogan. En nú ruddust fram skógarhöggs- menn og ferjumenn. Þeir komu að baki Irum og voru írar nú milli tveggja elda. Þeir börð- ust fyrst hraustlega, en svo reyndu þeir að koma sjer und- an. Sumir hlupu sjálfkrafa fram af hafnarbakkanum. Öðr um var hrundið í ána eða þeir voru barðir svo að þeir hrös- uðu fram af bakkanum, stund- um tveir og þrír í senn. Einn maður braust út úr þrönginni og reyndi að komast undan á flótta. Hann hljóp fram hjá þar sem þau Ephraim og Jenny stóðu. í sáma bili var skotið að honum rafti mikl- um og kom hann á milli herð- anna og brakaði í eins og bein hefði brotnað. Maðurinn fjell á grúfu en ætlaði að standa á fætur aftur Hann var kom- inn á hnje og hendur þegar skarinn kom á eftir honum og tróð hann undir fótum. Þeir tróðu á honum þar til hann lá grafkyr og meðvitundarlaus. Hann var ekki nema nokkur skref frá þeim Ephraim og Jenny. Einhver æpti: „Niður með íra. Við skulum drepa þá alla“. Ephraim tók þjettar í hand- legginn á Jenny og mælti skelfdur. „Komdu. Þetta versnar alt- af. Við skulum koma heim“. Hún sleit sig af honum með einum hnykk, Henni varð ekki skotaskuld úr því vegna þess að hún var eins stór og hann og sjálfsagt sterkari. Hún gekk að hinum meðvitundarlausa manni og Ephraim á eftir. Hún kraun á knje hjá manninum og leit framan í hann. Hann var alblóðugur, varir hans sprungnar, augun sokkin og nef ið brákað. Það var tæplega hægt að finna að hann drægi andann. Ephraim fannst þetta svo ógeðsleg sjón að honum varð óglatt. Hann þreif í Jnny og reisti hana hranalega á fæt- ur og æpti: V Laugardagur 13. mars 1948. RÚMIÐ SEM HVARF Eftir M. MYERS 6. „Sástu bátinn fara hjer fram hjá“, spurði Georg því næst. „Já“, svaraði telpan. „Það er ekki mjög langt síðan“. Hún horfði andartak á þá full samúðar. „Á jeg að segja ykkur dálítið“, sagði hún svo allt í einu. „Við eigum hjerna gamlan hjólhest-, sem þið getið fengið lánaðan. Af hverju skiljið þið ekki bátinn eftir hjer, og farið hjólandi til Carlington? Þið yrðuð kannske á undan bátn- um“. „Þetta er stórfín hugmynd! Þakka þjer fyrir!“ hrópaði Pjetur. Þeir biðu ekki boðanna heldur bundu bátinn vel og vand- lega og stukku síðan í land. Hjólhesturinn virtist kominn til ára sinna, en ekki þýddi að fást um það og drengirnir vom komnir af stað til Carlington eftir örskamma stund. Það voru ekki nema tvær mílur þangað. Eftir nokkrar mínútur komu þeir auga á bátinn, sem þeir voru að elta. Sólin glampaði á eitthvað, sem lá ofan á rusla- hrúgunni. „Þarna er ferjan!“ hrópaði Pjetur. „Og þetta er rúmið hennar frú Rolfe, sem glampar á!“ Þeir voru enn langt á eftir ferjunni, og voru þegar komnir í úthverfi Carlington. Drengirnir horðfu á ferjuna nema staðar við eina af bryggjunum og þeir reyndu að hraða ferðinni eins og þeir frekast gátu. Og nú sáu þeir, að byrjað var að afferma bátinn. ----o---- Nú víkur sögunni niður á bryggjuna í Carlington, þar sem lokið var við að afferma ferjuna. Mennirnir tveir, sem sáu um að ferja ruslið, höfðu nú afhent það bryggjuvörðunum, og flýttu sjeí heim til þess að borða. Ruslið var flutt inn í'stórt skýli, sem stóð á bryggjunni. Það fyrsta, sem verkamennirnir á bryggjunni fluttu þangað, var rúmið hennar frú Rolfe. Þeir komu því fyrir rjett innan við dymar. Bryggjuvörðurinn, vissi að hann gat treyst fjelögum sínum til þess að Ijúka við að ganga frá ruslinu, og var í pann veginn að halda heim á leið, þegar hann kom auga á gamlan vin sinn, sem var kallaður Stutti. —Nei, nei, pabbi, jeg hefi ekkert skemmt bækurnar, jeg er bara búinn að finna nýtt hulstur utan um þær. ★ Prófessor, annars hugar, mætir syni sínum og segir: — Sæll, Georg, hvernig hefri pabbí þinn það? ★ Jón fór fram á það við fram- kvæmdastjórann að hann fengi frí til þess að fara í brúðkaups- ferð. — Hvað þurfið þjer langt frí? spurði framkvæmdastjór- inn. — Ja, jeg veit það ekki, sagði Jón, — hvað er yðar álit? — Hvernig á jeg að geta sagt nokkuð þar um, þar sem jeg hefi alls ekki sjeð brúður- ina. Faðirinn: — Jæja, Palli minn, hvort viltu heldur eign- ast lítinn bróðir eða systur? Palli: — Ef þjer væri sama, pabbi, þá vildi jeg helst fá tindáta. ★ — Heyrðu, jeg kann ekki við að þú kallir mig Nonna. — Nú, hversvegna líkar þjer það ekki? — Vegna þess að jeg heiti Ólafur. ★ Þóra: — Jeg skil ekki hvern ig þú ferð að því að fá svona mikla peninga hjá manninum þínum? ' Lára: — Það er mjög auð- velt. Jeg segi honum bara að jeg sje að fara frá honum heim til mömmu og hann lætur mig strax hafa fyrir fargjaldinu. ★ Kenarinn: — Hvernig get- urðu sannað Jón litli, að jörð- in sje hnöttótt? Jón: — Jeg hefi aldrei sagt að jörðin væri hnöttótt. Eggert Claessen Gústaf A. Sreinsson ’ hæstarjettarlögmenn Oaafellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðistöri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.