Morgunblaðið - 27.10.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1948, Blaðsíða 1
óo. argangur 253. tbl. — MiðvikudagUr 27. október 1948 Prentsmiðja Morgunblaðsiná Selning breska þingsins Breska þingið var sett í gær með mikilli viðhöfn. Konungs- hjónin óku í skranívagni frá Buckinghamhöll tii þinghússins, cins og venja er við þetta tækifæri. Hjer á myndinni sjest skrautvagninn, sem kcnungshjónin óku í, en myndin v?r tekin fyrir nokkrum dögum cr æfing fór fram á þcssari athöfn Herlii beitir skrii- drekum, en verkfulls- menn hnndsprengjum r Oeirðir við kolanámur í S.-Frakklandi París í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá teuter. I DAG kom til snarpra átaka milli lögreglu og herliðs annars- vegar en verkfallsmanna í kolanámunum í Alais í Suður-Frakk- landi hinsvegar. Notaði herliðið skriðdreka í skærum þessum, en verkfallsmennirnir handsprengjur og jarðsprengju' Einn maður fjell, en allmargir særðust. Þegar frjettist um betta í Marseilles lögðu hafnarverkamenn þegar niður vinnu og efndu til útifundar á einu af torgum borgarinnar, stöðvuðu þeir allar ierðir sporvagna um borgina og auk þess lögðu strætisvagna- stjórar vinnu niður. Verkföllin halda áfram annars staðar í Frakklandi, en lögreglan hefur náð á sitt vald 15 verksmiðjum í Moselle dalnum og fá verkamenn að vinna í friði í þeim fyrir verkfallsvörðum og sendlum kommúnista. Virki kringum námuopin ® í borgi.nni Alais um 130 km. norðvestur af Marseilles eru fjórar kolanámur og voru verkamennirnir neyddir til að hlý.ða verkfallskipun verkalýðs sambands kommúnista. Höfðu verkfallsverðirnir búist um í virkjum, sem þeir höfðu hlaðið upp kringum námuopin og safn að að sjer vopnum. Var lög- reglulið sent á vettvang og reyndi það að reka verkfalls- mennina úr stöðvum þeirra, en varð frá að hverfa. Skriðdrekum beitt • Var herlið þá kallað til að- stoðar og notaði það skriðdreka, sem skutu virki verkfallsmann- anna niður og rjeðust síðan á- Frainh. á bls. 2, Fundur um Palestínu París í gærkveldi. ÖRYGGISRÁÐIÐ hjelt skyndi- fund í dag um Palestínumálið, en fyrir lá kæra frá Egyptum um að Gyðingar hefðu rofið vopnahljeð í suðurhluta Pales- tínu. Fulltrúi Egypta sagði, að Gyðingar notuðu vopnahljeð eftir megni til þess að bæta hernaðarlega aðstöðu sína í land inu. Fulltrúi Gyðinga svaraði, að Gyðingar myndu ekki draga lið sitt til baka úr stöðvum sín- um, því að suðurhluti Palestínu Negéb væri hluti að ísraels ríki. Stjórnmálanefnd ræðir Grikldandsmálin Friðrik Danakon ll London í gærkveldi. FRIÐRIK Danakonungur og Ingirid drottning eru nú stödd í London. Þegar breski konung- urinn ók til þinghallarinnar í skrautvagni sínum, í dag, lýsti Friðrik því yfir, að hann lang- affi til að sjá skrúðfylkinguna frá sema stað og fólkið á göt- unni. Hvarf hann síðan i mann- fjöldanum. Síðar í kvöld ferð- aðist danski konungurinn með neðanjarðarbraut Lundúnaborg ar. — Reuter. 310 milljón dollara lán III Breta Washington í gærkveldi. FRANKS, sendiherra Breta í Washington, undirritaði í dag samning um 310 miljón dollara lán til Breta samkvæmt Mars- hall áætluninni. Er þetta fyrsta lánið, sem Bretar hljóta frá samvinnuefnahagsstofnuninni. Vextir eru mjög láir 214% og greiðist lánið upp á 35 árum. Bretar ætla að nota fjárhæð þessa til kaupa á framleiðslu- tækjum, svo sem verksmiðju- vjelum. — Reuter. Tiliaga um að Balkan nefnd haldi áfram störfum París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuíer. STJÓRNMÁLANEFND Sameinuðu Þjóðanna hjelt fund í dag cg var rætt um Grikklandsmálin og starf Balkannefndar S. Þ. Var borin fram tillaga frá fulltrúum Bretlands, Kína, Frakk- lands og Bandaríkjanna þess efnis, að Balkannefndin skuli Iialda áfram störfum. Síðast hófust almennar umræður um málið. Fulltrúi Júgóslava lýsti því yfir, að hann þyrfti að halda tveggja tíma ræðu, en svo var orðið áliðið, að ákveðið var að íresta fundi þar til á morgun, og flytur júgóslavneski fulltrúinn þá ræðu sína. Neyðarástand í Perú Lima í gærkveldi. RÍKISSTJÓRN Perú lýsti í dag yfir neyðarástandi - í ýmsum hlutum Perú vegna byltingatil- rauna Alianza flokksins. Hefur stjórnin tekið sjer aukið vald til að koma á kyrrð í landinu. Alianza flokkurinn, sem er vinstri sinnaður flokkur stóð fyrir byltingartilrauninni í Callao fyrir nokkru en hún var tafarlaust bæld niður. — Reuter Bretakonimgur setur Purlumentið Þjóðnýting sfáliSnaSarlns í vændum Londoh í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. GEORG VI Bretakonungur setti í dag breska parlamentið. í hásætisræðu sinni gat hann þess helsta sem lægi fyrir þessu þingi. Á eftir fóru fram umræður í neðri deild þingsiiis um allsherjarmál og tók þar meðal annarra til máls Attlee for- sætisráðherra og Eden fyrrverandi utanríkisráðherra. Mikil viðhöfn Breski konungurinn ók til þinghússins ásamt drottningu í skrautlegum vagni, eftir fornri venju. Fylgdi þeim mikið ríð- andi fylgdai-lið. — Geysilegur mannfjöldi safnaðist saman meðfram leiðinni sem þau fóru og hyllti konungshjónin. ÞJóðnýting stáliðnaðarins vekur gremju Að lokinni setningarathöfn- inni og hásætisræðu konungs voru hafnar umræður í neðri deild þingsins um tilvonandi starf þess. Um tuttugu stjórn- arfrumvörp hafa verið lögð fram og vekur einkum athygli, að stjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um þjóð nýtingu járn- og stálverksmiðja í Bretlandi. Eden fyrrverandi utanríkisráðherra sagði, að sú ráðstöfun yrði mjög óvinsæl og sagði hann, að ef íhaldsflokk- urinn næði aftur völdum eftir næstu kosningar myndi frjálsu framtaki aftur verða falin þessi iðngrein. ^Hætta að styðja skæruliðana. í umræðunum tók fulltrúi Bandaríkjanna, Foster Dulles, til máls og skoraði hann á Alb- aníu, Júgóslavíu og Búlgaríu að hætta að styðja skæruliðana í Grikklandi svo að friður kæm ist á og sambúðin batni milli þjóðanna. Virðingarleysi Rússa. Hector Mac Neil fulltrúi Breta fordæmdi virðingarleysi Rússa fyrir Balkannefndinni, og sagði að slíkt væri um leið fyr- irlitning á Sameinuðu þjóðun- um. Hann sagði og, að ekki væri rjett, að starf Balkannefndar- innar hefði algjörlega farið út um þúfur, því að ef hún hefði ekki starfað væri ástandið í Grikklandi að líkindum mikið. alvarlegra. Hægt að afsanna það, ef — Franski fulltrúinn, de Mur- ville sagði, að ef Júgóslavar teldu ásakanir Balkannefndar- innar ekki á rökum reistar, þá væri hægur vandi fyrir þá að afsanna þær með því að opna landamæri sín og leyfa rann- sóknarnefnd ferð um landið. Vill að Markos fái fulltrúa við S. Þ. Rússneski fulltrúinn stakk sem fyrr upp á því, að Markos fengi að senda fullgildan full- trúa til Sameinuðu þjóðanna. Var fundi síðan frestað til morguns, þar sem júgóslavn- eski fulltrúinn ætlar að halda tveggja klst. ræðu. Segir sig vír Verkamannaflokknum LTNDON '— Einn af jingniönmim Verkamannaflokksins, Mr. Thomas, hefur sagt sig úr flokknum vegna þess, að hann er á móti þjóðnýtingu stáliðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.