Morgunblaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUWRLAÐIB Þriðjudagur 7. desember 1948. Sigurður Gissurarson Minning Minningarorð um X ' i'setr—-;i*sír5KS?gif Steinþór Eðvarðsson Fæddur 28. júlí 1922. Dáinn 18. nóv. 1948. í DAG verður til moldar bor- inn Sigurður Gissurarson, er ljest aðeins tuttugu og sex ára gamall í sjúkrahúsi Akureyrar eftir langa og erfiða sjúkdóms-- legu. Mjer var það strax ljóst af fyrstu viðkynningu minni við Sigurð, að þar fór maður, sem eitthvað bjó í — og leyndi hann því þó fyrir mörgum, því að Sigurður var hæglátur í dag- fari og prúður, barst aldrei á — enda alls ólíkur þeim, sem brölta áfram og láta á sjer bera. En hinn „innri eldur“: hógvær kímni, skörp athyglisgáfa, fjör- legt hugmyndaflug og vandleg íhugun á mönnum og málefn- um, í einu orði sagt „intelli- gens“ — þessi voru einkenni hans. Það mátti öllum ljóst verða, sem Sigurði kynntust í skóla, að honum voru sjerstaklega góðir og fjölskrúðugir hæfi- leikar gefnir, enda var hann flestum nemendum fremri að því, að hann gat rækt nám sitt prýðisvel og þó fyrirhafnarlít- ið. En í tómstundum sínum las hann sjer margt til og var snemma vel að sjer í bókmennt um og stjórnmálum, erlendum sem innlendum. Þó átti hann sjer eitt aðaláhugamál í frí- stundum sínum, .en það var skák listin. Sigurður þótti afburðasnjall skákmaður þegar á unga aldri, eg síðar meir las hann fjöldann allan af erlendum skákritum. Hefði honum enst heilsa og ald- ur til, tel jeg alls ekki ósenni- legt, að hann væri einn þeirra manna, er þessa dagana tefla við dr. Euwe hjer á skákþing- inu. Byggi jeg þetta á því, að margir góðir skákmenn hafa oftar en einu sinni í mín eyru talið Sigurð eitthvert glæsileg- asta skákmannsefni okkar Is- lendinga. Sigurði auðnaðist að Ijúka fyrrihlutaprófi í lögfræði hjer við háskólann. með góðri eink- unn. Komu. þar enn í ljós-af- burðahæfileikar hans, er hann vann af miklum dugnaði á lög- fræðingaskrifstofu meðfram náminu. Það er mikil eftirsjá að mönn um eins og Sigurði Gyssurar- syni. Því er ekki fyrir að synja, að það er sárasta órjettlæti — sem enginn fær þó við sporn- að — þegar dauðinn hrifsar burt ungmenni, sem í hvívetna sýna, að vegur þeirra á lífs- brautinni stefnir til fraraa. En jeg vil þó vona, að þaí verði móður hans og systkinum nokk ur raunabót á þessum sorgar- degi, að sá hefur ekki lifað til einskis, þótt skammlífur sje, sem hefur verið þetta í senn að allra dómi: gáfumaður, prúð- menni og drengur góður. Gunnar Norland. Fyrsta „lucia" Bandaríkjanna íslensk UNG, VESTUR-ÍSLENSK stúlka, Ása Guðjónsson að nafni var fyrir skömmu kosin fyrsta „lucia“ Bandaríkjanna, í Seatt- le. Blaðið „Dagens Nyheter11 skýrir frá því, að Ása sje 22 ára gömul, ljóshærð og norræn í útliti og hafi verið kosin „lucia“ með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. — Ása er dótt- ir þeirra Baldurs og Salome Guðjónssen, og var hjer á ferð í sumar, ásamt móður sinni. - Berlín Framh. af bls. 1 á hina nýju leppstjórn komm- únista í borginni. Kemur í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti borg arbúa styður hina löglegu borgarstjórn lýðræðisflokkanna sem Bretar, Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa lýst trausti sínu á, en Rússar reynt á allan hátt að fella. Fóru vel frani Þrátt fyrir einstaka tilraunir kommúnista til þess að egna til uppþota í sambandi við kosn- ingarnar, má segja, að þær hafi farið mjög friðsamlega fram. — Lýstu tólf eftirlitsnefndir Vesturveldanna því yfir þegar í gær, að kosningarnar hefðu farið fram á algerlega lýðræðis legan hátt og öllum reglum ver ið fylgt til hins ýtrasta. — Sjöiugur (Framh. af bls. 9) mun hann samt fjáður, og þykist jeg vita, að eftir því, sem Ijest hafi skyldustörfin og framfærsl- an, hafi hann orðið ljóðdís sinni eftirlátari og viðræðubetri. Islendingar hjer heimafyrir gáfu Guttormi J. Guttormssyni lengi vel lítinn gaum. Nokkuð hefur þar verið umbætt á hinum síðari árum. En hvort mundi ekki skáldinu þykja best sú rækt- arsemi — og hvort mundi hún ekki skáldaþjóðinni mest við hæfi, að ljóð hans yrðu nú og framvegis keypt og lesin af sem ailra flestum? Guðm. Gíslason Hagalín. Jennifer Jones til Englands LONDON: — Ákveðið hefur ver- ið, að Jennifer Jones, hin fræga Hollywood-leikkona, leiki í breskri kvikmynd næsta ár. — Jennifer er væntanleg til Eng- lands næstkomandi febrúar. Fæddur 9. des. 1921. Dáinn 7. nóv. 1948. HAUSTNÓTTIN grúfir yfir láði og legi. Ur Reykjavíkurhöfn leggur skip áleiðis til framandi lands. Skipverjar eru, hver og einn, útverðir lands síns, þeir hætta lífi sínu og limum til þess að við, sem á landi erum, getum notið lífsins svo%sem best verð- ur kosið. Einn þessara manna er Steinþór Eðvarðsson. Mitt í ógnum styrjaldar fór hann á milli landa og leysti á þeim ferðum starf sitt af hönd- um af sinni alkunnu kostgæfni. Sjórinn heillaði hann mjög ungan. Utþráin náði tökum á hon um og fór hann því í siglingar, þar sem fjelagslyndi hans og aðr- ir góðir kostir nutu sín til fulls. Síðar sigldi hann hjer við strönd ina um nokkurra ára skeið og gat sjer þar sem annars staðar hið besta orð. Við sáum hann oft á þessum árum. Sáum hann í hópi góð- vina, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Við sáum hann, þegar óblíðar minningar sóttu að honum. En alltaf var hann sama prúðmenn- ið, sem alls staðar kom fram til góðs og öllum vildi vel. Hann óskaði jafnvel þeim góðs, er varpað höfðu skugga á líf hans, og lýsir það máski einna best sálargöfgi nokkurs manns. Samstarfsmenn hans og fjelag- ar sóttu mjög eftir návist hans, því Steini Eðvarðs var þeim í senn tryggur fjelagi og gott for- dæmi. Við höfðum allir vonað, að honum yrði lengra lífs auðið, því hann hafði alla þá'kosti, er ung- an mann mega prýða. En hjer tjáir ekki um að fást, og huggun okkar er sú, að minn- ing hans mun reynast óbrotgjörn þótt árin líði. Við þökkum honum hinar góðu og ógleymanlegu stundir, er við áttum saman við störf og í góð- um vinahópi. „Þeir deyja ungir, er guðirnir elska“. Þetta á vel við um Steina, því hann var gæddur þeim kost- um, er guðir lífsins, guðir hins sanna og góða hljóta að elska. Haustnóttin grúfir yfir láði og legi. Ur Reykjavíkurhöfn leggur skip — en ekki til framandi lands, heldur í strandferð. En á þessu kvöldi leggur Steini af stað til framandi lands. Hvernig það hefir borið að höndum vitum við ekki, en hitt vitum við, að hann fór vel bú- inn í þá för. Hann er sæll, því hann var hreinhjartaður — og hann mun sjá sinn guð. Á þessum tímum efasemda og efnishyggju er oft talað af litl- um hyggindum um framhald lífsins eftir jarðardauðann, en við, sem höfum kynnst góðu fólki, eins og Steina Eðvarðs, ósk um okkur þess, að fá að njóta samvistanna — einnig handan við gröf og dauða. Guð gefi ættingjum hans og vinum styrk við hina skyndi- legu brottför hans, en einkum þó móður hans, sem sárastur harm- ur er að kveðinn. Vertu sæll, Steini, þú ert horf- inn sjónum okkar, en í hug og hjarta geymum við minninguna um góðan dreng, sem í sínu hreina og sanna hjarta geymdi þann fjársjóð, er aldrei eyðist. F.jelagar. Frainh. af bls. 5 ingu samkvæmt húsalciguvísi- tölu. Gengdarlaus fólksstraumur til Reykjavíkur. Upphaf 3. gr. húsaleigulag- anna er svona: „Leigusala (framleigusala) er óheimilt að leigja öðrum en heimilisföstum innanhjeraðsmönnum íbúðar- herbergi, og eru slíkir leigu- samningar ógildir“. — Athugun á manntali Reykjavíkur leiðir í ljós, að á tímabilinu 1940—45 fluttust til Reykjavíkur og settust að til frambúðar um 8000 manns. Og þetta aðstreymi hefur haldið áfram. Það, sem að framan er sagt, sýnir, að þótt húsaleiga hækk- aði eitthvað hjá þeim ca. % leigjenda í Reykjavík, sem enn býr við lága húsaleigu, mundi það ekki auka dýrtíðina, svo að neinu verulegu næmi. Það sýn- ir einnig, að þrátt fyrír bann húsaleigulaganna gegn innflutn ingi fólks í bæina og vald það, sem lögin gefa húsaleigunefnd- um í þessu efni, hefur fólks- straumurinn til Reykjavíkur verið gegndarlaus og valdið þeim miklu húsnæðisvandræð- um, sem hjer eru, og hefur húsa leigunefnd ekki við þetta ráð- ið. — Allt ber að einum brunni, þeim, að neyðarráðstöfun sú, sem felst í húsaleigulögunum, er úrelt og hætt að ná tilgangi sínum. — Kominfern (Framh. af bls. 2) sje sannkallaður „vcrndari frið ar og lýðræðis“, þeir hafa sagt sig úr allri andlegri sambúð og fjelagsskap við þjóð sína. Við þá er ekki hægt að tala sem annað fólk. Þeir hafa tamið sjer, að hafa cndaskipti á öll- um sannleika, allri mcnnskri hugsun, er þeir telja það eftir- sóknarverðan frið, þann frið, sem fæst með skefjalausri kúg un á þjóðum og einstaklingum, og telja það lýðræði í sinni full komnustu mynd, þcgar einn vilji, vilji harðstjórans, ræður öllu lífi manna frá vöggu til grafar. Hvernig menn af íslensku bergi brotnir geta sokkið svo djúpt í andlega niðurlægingu, og vesaldóm, er ráðgáta sem fyrst verður leyst, er stundir líða. V. St. Fjárskaðar og skemmdir á síma- kerii í Ólafsvík Ólafsvík, mánudag. Frá frjettaritara vorum. ’ A FTAKAVEÐUR af norð- aústri geisaði hjer 1. og 2. þ. m. og olli það miklu tjóni. Raf- magnslaust og símasambands- laust var hjer í nærri þrjá sól- arhringa. Raflagnir og heima-’ taugar í húsinu slitnuðu. Eftir veðrið hafði símstöðin samband • aðeins við tvö hús hjer í þorp- inu, en enga landssímastöð. Fimm st.aurar innanvert við þorpið brotnuðu og símalínan frá Ólafsvík til Hellissands ligg- ur niðri á nærri eins km. kafla.- Fjárskaðar hafa einnig orðið talsverðir. Undanfarið var tíð svo góð, að fje var uppi í fjöll- um og heiðum. Nokkrar kind- ur hafa fundist dauðar í fönn og margt fje er ófundið ennþá. Vegurinn yfir Fróðárheiði var alófær bifreiðum vegna snjóþyngsla. „Gullfaxi" ftyfur iyf fil Græniands SKYMASTERFLUGVJEL Flug fjelags íslands, ,,Gullfaxi“ fór á sunnudag til Scoresbysunds á, austurströnd Grænlands með penicilinlyf handa manni, sem. veikst hafði af lungnabólgu, en penicilin var ekki til í þorpinu. Tókst flugferðin vel og lyfinu og nýlegum blöðum varpað úr flugvjelinni og fundu íbúar Scoresbysunds pakkana eftir nokkra leit. — Flugferðin tók fimm klukkustundir. Það var í vikunni sem leið, að danska sendiráðið sneri sjer til Flugfjelagsins með tilmæli um, að flogið yrði með lyfið til Grænlands. En þá var veður óhagstætt þar til á sunnudag að lagt var af stað hjeðan um há- degið. — Meðal annara orða Framh. af bla. 8. frelsisduluna, sem hann lætur komma sína veifa alt frá aust lægustu hjeruðum Síberíu til Eystrasaltslandanna og Pól- lands, og sem leppflokkar hans klippa pjötlur úr og hampa framan í almenning í hinum kommúnistisku Kleppsdeildum allra landa. Gagnrýnendum Stalins þykir sem sje, að eftir fall Hitlers sál uga sje óþarft að deila lengur um það, hver sje voldugasti einræðisherra heimsins og í hvaða landi harðstjórnin og ó- frelsið sje í mestum hávegum haft. iiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiMtHa \ Sími Fræðslumálaskrifstof \ | unnar er nú 81340 3 línur Fræðslumálastjóri. wiiimiuiiinmiiiiiiminwwmwnDBrownn miii»a«WMMMimimiii>mmmiiimmimii?aiimuHMi ! Kaupiogselpeisa ( | Kristinn Kristjánsson § | Leifsgötu 30. Sími 5644. | i Viðtalstími 1—6. ■ninnoimiiiiiiiiiiiiiiiniiimmiimiiiiiiiiiniiiiHiMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.