Morgunblaðið - 26.05.1949, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.05.1949, Qupperneq 9
Fimmtudagur 26. maí 1949. MPRGUNBLAÐIÐ 9 Dr. Jessup er sendiherra Eftir Louis Hunter, frjettaritara Reuters í New York. DR. PHILIP CARYL JESSUP hinn hávaxni stjórnmálamaður, sem var fulltrúi Bandaríkjanna, er samið var um að afljetta samgöngubanninu . á Berlín, er rllsherjarsendiherra stjórnar sinnar. Hann verður að vera til reiðu, hvenær sem Truman forseti eða Dean Acheson. ut- anríkisráðherra, þurfa að senda reyndan fulltrúa á vettvang. Skyldur Dr. Jessup eru eink- um fólgnar í því, að koma fram ryrir hönd lands síns á ráð- stefnum, er f jalla um meirihátt- ar alþjóðavandamál, eins og t. d. Berlínarvandamálið. Prófessor í alþjóðaíögum. Dr. Jessup er prófessor í al- þjóðalögum við Columbia há- skólann í Bandaríkjunum og fyrverandi varafulltrúi Banda- ríkjanna í Öryggisráði S. Þ. — Hann er fyrsti maðurinn, í sögu Bandaríkjanna, sem fær opin- berlega titilinn: allsherjar- sendiherra. Jessup er mikill bókamaður. brúneygur með dökkt hár. — ,,New York Times“ hefur lýst honum svo, að hann sje maður, „sem hefur mjög ákveðnar skoð anir, sje sjerfræðingur í lög- um, og skoðanir hans á alþjóða- málum sjeu mannúðlegar jafn- framt því að vera hagkvæmar “ í vikuritinu „Time“ var þetta sagt um hann: „Hann er rólegur ræðumaður, sem ekki er auð- velt að koma úr jafnvægi, hann getur brugðið fyrir sig hárfínni kímni, hann er mjög rökfimur og er sjerlega lagið að verja málstað sinn.“ Draumóramaður — raunsæismaður. „Hann er í senn draumóra- maður og raunsæismaður,“ — sagði New York Times. ,Dr. Jessup er hrifinn af hugmynd- inni um alheimsstjórn og hann er bjartsýnn um að takast muni að varðveita friðinn í heimin- um. Hann hefur sagt, að ef friður eigi að haldast, verði að eiga sjer stað stöðug og sífelld málamiðlun. Hann segir, að hið rjetta þjóð fjelag verði ekki skapað með byltingu, heldur hægfara en stöðugri þróun. Menn megi tkki sökkva sjer niður í araum- óra — þeir verði stöðugt að muna eftir staðreyndunum -— þeir verði stöðugt að muna eftir þeim staðreyndum, hvernig mannlegt eðli er, hvernig eðli ríkisins er og hvernig samband- inu milli þjóða og ríkja er hátt- að." Mörg skyldustörf. Dr. Jessup verður að inna af höndum mörg skyldústörf. For- seti Bandaríkjanna skipaði hann í embætti þetta, sem hann r.ú gegnir, er síðan var stað- fest af öldungadeild þihgsins 2 mars s.l. Það, sém vakti fyrir Truman forseta með því að stofna þetta nýja embætti var, að utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem Var prófessor í lögum V8 Sala bifreiðorínnar var Dr. Philip Jessup. Myndin var tekin af honum er hann var að koma úr aðalstöðvum sendinefndar Rússa á þingi Sameintiðu þjóðanna og samkomulag hafði náðst um afnám samgöngubanns- ins við Berlín. aðalráðunautur forsetans í ut- anríkismálum, gæti dvalist lengst af í Washington, en þyrfti ekki að vera á sífelldu ferðalagi. Fyrverandi utanrík- isráðherrar Bnadaríkjanna eins og t. d. George Marshall og James Byrnes, voru mjög oft fjarverandi frá Washington, þar eð þeir urðu að sitja margvís- legar ráðstefnur o. s. frv. Acheson hefur sagt að hann líti svo á, að hann geti unnið mest gagn með því að dvelja um kyrrt í Washington, en láta öðrum fulltrúum utanríkisráðu- neytisins eftir að sitja ráðstefn- ur. Dr. Jessup var fulltrúi Banda n'kjanna í UNRRA, en var síð- an skipaður fulltrúi á litla alls- herjarþinginu 3. janúar 1948. Þá hefur hann einnig verið varafulltrúi þjóðar sinnar í Ör- yggisráði S. Þ. Hann tók því aðalþáttinn í umræðunum um Berlínarvandamálið í fyrra- haust, þar eð Warren R. Austin aðalfulltrúi Bandaríkjanna í ráðínu var veikur. i \ Acheson átti frumkvæðið. í janúar s.l. sagði Dr. Jessup af sjer þessum störfum til þess að snúa aftur til Columbia há- skólans. Það var þá sem Ache- son fór þess á leit við Tru- man forseta að hann skipaði Jessup í núverandi embætti hans. Jessup samþykkti að taka sjer fri frá prófessorsstörfum við háskólann í eitt ár í við- bót til þess að takast á herðar hinar nýj« skyldur fyrir þjóð sína. Sóriur prófessors. Hann er fæddur í New York 5.. janúar 1897, émn af -fimm sonum prófessors í lögum við New York háskólann. Hann var mikill íþróttamaður í skóla og var ritstjóri tveggja skólablaða. Auk þess' var hann kosinn í fjelag fyrir nemendur þá, er skara fram úr. í heimsstyrjöldinni fyrri var hann í fótgönguliði Bandaríkja- hex’s í Frakklandi og Belgíu. Hann lauk BA prófi frá Hamil- ton 1919, og var síðan í Col- umbia háskólanum frá 1921— ’23, er hann fór í Yale lagaskól- ann, en þaðan var hann braut- skráður 1924. Sama ár fjekk hann MA gráðu við Columbia háskólann. í september 1924 varð dr. Jessup lögfræðilegur ráðunaut- ur utanríkisráðuneytisins. — Næsta ár hóf hann kennslu í alþjóðalögum við Columbia há- skólann og doktorsgráðu í heim speki fjekk hann síðan 1927. Arið 1935 var hann orðinn próíessor við Columbia. Hetjudáð. Árið 1941 fór Dr. Jessup til Suður-Ameríku í erindum stjórnarinnar. Flugvjelin, sem hann var í. hrapaði til jarðar um það bil 15 mílum fyrir surm an Sao Paulo í Brazilíu. Jessup og fjórir aðrir kornust lífs af. 1 klukkutíma vann hann að því, ásamt öðrum farþega, að ná líkum hinna 11 farþega og flug manna úr flugvjeiinni. Síðan, enda þótt hann væri mikið særð ur, m. a. fótbrotinn. lagði hann af stað til þess að sækja hjalp. Hann þurfti að fara yfir mikl- ar ófærur og hreppti versta veðúr og komst ekki til Sao Paulo fyrr en eftir 26 klukku- stundir. Hann fylgdi síðan hjálp arsveitinni aftur á slysstaðinn. Fyrir þessa hetjudáð sæmdi 'tjórn Brazilíu hann æðsta heið ursmerki sínu. FuIItrúi UNRRA. Frá 1924—44 var Jessup að- Framhald á bls. 12. í GÆR var í Hæstarjetti kveð- inn upp dómur í málinu Krist- inn Hall'sson, Lindargötu 15 Reykjavík, gegn lÖgreglustjór- anum í Reykjavík f. h. ríkis- sjóðs. ' Málsatvik eru þau er hjer skal greina: Hinn 13. ágúst s. 1. keypti Kristinn Hallsson bifieiðina R. 5456 af Haraldi Guðmundssyni, Grettisgötu 58A. hjer í bænum, 4 kr. 12000,00. er hann greiddi þá þegar að fullu. Næsta dag fór hann i Utvegsbanka íslands h.f. í því skyni að fá þar lán út á bifreiðina og lagði þá jafn- framt inn til bankans afsal fyr- ir henni dags. daginn áður. Sama dag tilkynnti hann Sjó- vátryggingarfjelagi Islands h.f. eigendaskiptin, en þar mun bif- reiðin hafa verið tryggð samkv. 36. gr. bifreiðalaganna. Gjörð- arþoli fór og um þetta leyti eða nokkru síðar á skrifstofu lög- reglustjórans í Reykjavík til þess að fá umrædda bifreið skráða á sitt nafn í bifreiða- skrá. Af. þessu varð þó ekki með því að hann hafði ekki í höndum yfirlýsingu seljanda um eigendaskiptin. Leið svo þar til 12. jan. s. 1. en þá loks barst skrifstofu lögreglustjóra sölu- tilkynning með undirskrift beggja aðila. Lögreglustjóri taldi að heimta bæri gjald samkv. áðurnefnd- um lögum af bifreiðasölu þess- ari með því að hún var ekki tilkynnt svo viðhlítandi væri fyrr en eftir gildistöku laganna. Var því látið fara fram mat á bifreiðinni 29. jan. s. 1. og varð matsverð hennar kr. 10000.00. Þegar lögreglustjóri krafði gjörðarþola um hið lögákveðna gjald af matsupphæðinni neit- aði hann að greiða það, með því að hann taldi sig ekki gjald- skyldan. í fógetarjetti Reykjavíkur varð niðurstaðu málsins sú, að leyfa framgang hinnar um- beðnu gjörðar og segir in. a. svo í forsendum: Samkvæmt 31. gr. 1. mgr. á- minnstra laga skal greiða 20% af matsveroi bifreiða, sem seld- ar eru, og er gjald þetta inn- heimt samkv. 3. mgr. sömu greinar um leið og bifreiðin er skrásett á nafn hins nýja eig- anda. Af þessum ákvæðum svo og með hliðsjón af reglugerð út- j gefinni af fjármálaráðuneytinú ! 11. jan. 1949 verðuf að ráða að gjaldskyldan miðist við skrán- ingardaginn. og þar sem full- gild beiðni um skráningu kem- ur fyrst fram eftir gildistöku láganna þykir verða að leyfa framgang hinnar umbeðnu .gjörðar á anda. ábyrgð gjörðarbeið- í Hæstarjetti. Við dómsuppkvaðningu í Hæstarjetti var úrskurður fó- getarjettar ur gildi felldur. í málinu skiluðu tveir dómenda, Gisur Bergsteinssón og Jónátan Hallvarðséon, sjeratkvæði. ;Hjér á efiir feh útdráttur úr fórsendúm dóms Hæstarjettar: Kristján Kristjánsson, borgar fógeti í Reykjavík, hefur kveð- ið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstarjettar með stefnu 12. apríl s. 1. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði úrskurð- ur verði úr gilöi felldur og áð synjað verði um frámkvænid lögtaksins. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði. í hjeraði og fyrir Hæsta- rjetti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða úrskurðar og nálskostnaðar af áfrýjanda fyr- ir Hæstarjetti eftir mati dóms- ins. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. laga nr. 100 frá 29. desember 1948, sem tóku gildi 1. janúar þ. á.. skal greiða gjald í ríkis- sjóð, 20% af matsverði bifieiða, sem ganga kaupum og sclum innanlands. Þar sem umræddur skattur er lagður á sölu bifreiða ber að miða gjaldskylduna við þann tima, er sala fer fram. Eft- ir 3. mgr. 31. gr. skal lögreglu- stjóri innheimta gjaldið um leið og bifreiðin er skrásett á nafn hins nýja eiganda. Þetta ákvæði lýtur aðeins að innheimtu skatt gjaldsins, en haggar ekki þeirri reglu 1. mgr. 31. gr., að gjald þetta miðast við sölutíma. í máli þessu er viðurkennt af stefnda, enda fullkomlega sannað, að áfrýjandi keypti bifreið þá, sem í málinu greinir, þinn 13. ágúst 1948. og varð þá eigandi hennar. Með því að lög nr. 100 frá 1948 höfðu þá ekki tekið gildi, var salan skattfrjáls, og skiptir ekki máli samkvænit framansögðu, þó að skrásetn- ing bifreiðarinnar færi ekki fram fyrr en eftir gildistöku þeirra. Ber því að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi og synja um framkvæmd lögtaks- ins. Eftir þessum úrslitum þykir rjett, að stefndi greiði áfryj- ' anda málskostnað í hjeraði og j fvrir Hæstarjetti, samtáls kr. 11000.00. Sjeratkvæðið. Hjer fer á eftir sjeratkvæði þeirra Gisurar Bergsteinssonar og Jónatans Hallvarðssonar i máli þessu: j Samkvæmt 16. gr. laga nr. 23. frá 1941 um bifreiðar skulu 1 bæði ninn fyrri og hinn nýi eig- andi skrásettrar bifreiðar taf- arlaust tilkynna eigendaskipti ilögreglustjóra í því umdæmi, * þar sem bifreiðin er skrásett. Eftir 31. gr. laga nr. 100 frá 1948 skal skattgjald það. 20% af matsverði bifreiðar, sem seld er innanlands, greitt til lögreglu stjóra um leið og bifreiðin er skrásett á nafn hins nýja eig- anda. Eftir gildistöku laga nr. 100 frá 1948 hefur skrásetning um eigendaskipti gjaldskyldu í för meó sjer, án þess að gerð sje nokkur undantekning um bifreiðar, sem seldar hafa vérið innanlands, áður en síðastnefnd lög gengu í gildi, en eigenda- Iskiptin hafa andstætt lögum j ekki verið tilkynnt fyrr en á árinu 1949, enda verður að ætla, ‘ Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.