Morgunblaðið - 07.01.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.01.1950, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. janúar 1950, Ný bráðskemtileg framhaldssaga: Framhaldssagan 4 iM«ii8iiiiiii!>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiii"(in»iimviT nmnsnifnmninmimr . BASTIONS-FOLKID Eítir Margaret Ferguson kosti. Jane, jeg held að Sheridu langi til að sjá herbergi sitt“. „Pabbi, hefirðu frjett af Leah?“ spurði Christine. „Jeg heyrði að síminn hringdi og mjer datt í hug. ...“. „Já, já, henni líður vel. Hún hringdi til að segja að ferðin hefði gengið ágætlega, þó að það væri dálítið kalt og hún kemur aftur seinni partinn á morgun. bað getur verið að amma vipi hafa hana lengur, en jeg bað hana að koma heim. Við viljum helst hafa hana hjá okkur“. „Það segirðu satt“, sagði Andrew. „Jeg verð kannske búinn að fá fleiri rauða bletti á morgun“. Hann leit viðvarandi á Jane um leið, en hún hristi höfuðið. „Það verður ekki, Andy, ef jeg fæ að ráða. Jeg ætla að gefa þjer dálítið gott, áður en þú ferð að sofa, og jeg er viss um að þú færð ekki rauða bletti aftur í náinni framtíð. Komdu upp, Sherida. Jeg skal sýna þjer herbergið þitt“. „Við borðum kvöldverð, þeg ar þið eruð tilbúnar“, sagði Mallory. „En það liggur ekk ert á“. „Jeg verð ekki lengi“, kall aði Sherida og hljóp á eftir Jane upp stigann. Hún hugsaði um leið, hvort allar máltíðir í þessu húsi væru hátíðleg at- höfn, eða hvort það væri gert aðeins nú til að bjóða hana velkomna. Uppi á loftinu virtust vera óteljandi gangar sem lágu sitt í hvora áttina. Þykk glugga tjöld voru dregin fyrir alla gluggana. En hún gat ímynd að sjer, hve útsýnið út um þá mundi vera margbreytilegt. — Húsið hlaut að vera mjög gam alt, hugsaði hún með sjálfri sjer. Veggirnir voru óvenju- lega þykkir og sterklegir og henni fannst undarlega hljótt alt í kring, enda þótt vindurinn bljesi enn ákaflega úti fyrir og sjórinn væri nálægur. „Þetta er herbergi mitt og þetta pabba“, sagði Jane, þeg- ar þær gengu framhjá tveim dyrum hlið við hlið. „Christ- ine, Logan og Andrew eru í hinni álmunni, og auðvitað eru herbergi Leah öll á neðri hæð- inni. Þetta er þitt herbergi“. Hún opnaði dyr og kveikti ljós og aftur fannst Sheridu sem leiktjöldin hefðu verið dregin frá. Herbergið var mjög skemmtilegt, stórt og veggirnir klæddir eik, en þó var hvorki dimmur eða þungur blær yfir því. Eldur logaði í arninum, og húsgögnin voru þannig að eins mátti nota herbergið fyrir setu stofu. Djúpir stólar, skrifborð og bókahillur innan um svefn- lierbergishúsgögnin. Glugga- tjöldin voru ljósbrún og í munstrinu voru rauðbrún og gul blöð og rúmábreiðan var í stíl við þau. „Þetta er skemmtilegt her- bergi“, sagði Sherida og Jane brosti til hennar. IIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIU „Leah vill að þú sjert hjer eins og heima hjá þjer. Þú get- ur raðað húsgögnunum eins og þjer líkar best. Og ef hjer er of hávaðasamt, þá verðurðu að láta okkur vita það strax og þá færðu annað herbergi“. „Of hávaðasamt?“ „Já, þetta herbergi er þeim megin í húsinu, sem snýr fram að klettunum, og þegar hvasst er, heyrist mikið á hjer, þó að veggirnir sjeu þykkir. En Leah hjelt kannske að þjer þætti gam an að sjá út yfir sjóinn“. Gluggatjöldin voru dregin fyrir gluggana, en Sherida gekk að þeim. „Jeg held að þetta sje prýði- legt. Má jeg líta út núna, Jane? Mjer finnst gaman að vita af Atlantshafinu svona nálægt“. „Útsýnið er fallegt, sjerstak- lega þegar hann blæs dálítið". Sherida dró gluggatjöldin til hliðar og krækti upp gluggan- um. Vindurinn sópaðist sigri hrósandi inn í herbergið og kast aði gluggatjöldunum hátt upp í loftið. Sherida náði varla and anum. fskalt særokið slóst fram an í hana og utan úr myrkr- inu heyrði hún brimgnýinn og sá silfurhvíta öldutoppana næst um beint fyrir framan fætur sjer. Snöggvast varð hún grip- in óþægindakennd, vegna þess hve nálægt henni fannst hún vera klettabrúninni og hafinu. Þetta var eins og að vera í vita úti á rúmsjó. Jane hækkaði róm inn yfir hávaðann af rokinu: „Hjerna megin snýr húsið út að klettunum, en það stendur ekki eins nálægt brúninni eins og það virðist. Víkin er hjerna rjett fyrir neðan. .“, hún benti út í myrkrið, „og það er mjór stígur niður að henni. Við synd um þar alltaf áður en við borð- um morgunverð á sumrin. — Heldurðu ekki að þú ættir að loka glugganum? Þjer verður svo kalt?“ Þær börðust við gluggann dá- litla stund, en vindurinn hjelt í á móti þeim. Loks tókst þeim að loka honum og það varð aft- ur hljótt í herberginu. „Hversvegna heitir húsið Ba- stions“, spurði Sherida, þegar þær voru setstar aftur við arin- inn. „Það er sjaldgæft náfn á húsi“. „Já, en það er ekki uppruna- lega enskt heiti. Árið sexián hundruð og eitthvað var þetta hús byggt af einhverjum leynd- ardómsfullum spönskum aðals- manni og hann hjet Don Ramon Sebastiano. Jeg held að fólkið hjer í nágrenninu hafi kallað það Sebastions og það svo aftur styttst í Bastions og það hefir það verið kallað lengi. Það er mynd af „Doninum“ í stigan- um. Hann er nokkuð illúðleg- ur á svipinn. Það mætti segja mjer að hann hafi verið reka- þjófur á sínum tíma, eða eitt- hvað slíkt“. Hún sat á stól- bríkinni, sveiflaði grönnum fót leggnum fram og aftur og virti Sheridu fyrir sjer. Augu henn- ar voru undarlega skær og björt og það var eitthvað við þau sem minnti á lítinn fugl. „Okkur þykir öllum ákaflega vænt um að þú sjert komin“, sagði hún skyndilega. „Og þú getur ekki ímyndað þjer hvað við erum fegin að þú ert .... ja, svona eins og þú ert. Jeg á við að þú sjert ung og lagleg. Það er ákaflega mikilsvert fyrir Leah“. Hún hallaði sjer fram og spennti greipar um hnjen. „Jeg skal segja þjer að það er nefnilega hreinasta þjáning fyr- ir Leah að þurfa að umgangast nokkuð sem særir fegurðar- smekk hennar, þó að hún sje allt of góðlynd til að viður- kenna það nokkurn tímann. En við þekkjum hana svo vel og við vitum hvaða skoðanir hún hefir á öllu. Síðustu tvær vjel- ritunarstúlkurnar, sem hún hef ir haft, voru svo hræðilega ó fríðar og kærulausar um útlit ið, með óhreina kraga og laust hár á öxlunum og skemmdar tennur. Það var hreinasta kvöl fyrir hana að þurfa að hafa þær í kringum sig og þó kendi hún of mikið í brjósti um þær til þess að koma sjer að því að segja þeim upp. Það voru bara forlögin sem rjeðu því að eftir nokkrar vikur, þá komust þær sjálfar að raun um það, að þeim fjell ekki eyðilega umhverfið hjer á Cornwall .... nje held- ur við okkur“. „Forlögin .... þau koma oft í góðar þarfir?“ tautaði Sher ida og það brá fyrir glettni í augum Jane. „Við náttúrlega umvöfðum þær ekki beinlinis örmum, og einhver varð að hjálpa Leah út úr ógöngunum, sem hún með góðmennsku sinni hafði kom ið sjer í. Svo þú getur ímyndað þjer, að við vorum full eftir- væntingar, þegar von var á þjer, jafnvel þó að Leah hefði sagt okkur að þú værir ung“. „Jeg vona að mjer takist að vinna verkin vel“, sagði Sher- ida. „En auðvitað sagði jeg frú St. Aubyn að jeg mundi vera hjer aðeins einn mánuð til reynslu. Jeg hefi ekki mikla reynslu sem vjelritunarstúlka og jeg vona að hún hafi hug- rekki til að segja mjer það, ef jeg er ekki hæf í starfið". „O, þú gætir unnið það jafn- vel standandi á höfði“, sagði Jane hughreystandi. „Og það er ákaflega auðvelt að vinna fyr- ir Leah. Jeg æfla að bæta dálít ið á eldinn og láta þig svo í friði við að taka upp farang- urinn. En þú þarft ekki að flýta þjer. Við borðum ekki kvöld- verð fyrr en ldukkan átta“. Hún lagði viðarbút á eldinn og fór niður. Sherida gekk aft- ur út að glugganum, lyfti gluggatjaldinu frá og leit út. Það var undarlegt að heyra brimgnýinn svona nálægt og henni datt í hug að hann mundi alltaf hljóma fyrir eyr- um hennar eins og undirspil í leikhúsi. Það var skrítið og dá- lítið kjánalegt hve henni datt oft í hug leikhús í sambandi I leit að afbrotamanni Eftir JOHN HUNTER 4. — Já, sagði Halligan, ágætt. Breiðhöfn er 3 km. í burtu cg nóg með það. Við höfum víst ekki mikið meir af þessu að segja. Hver er að lýsa eftir þessum manni? Til hvers er verið að lýsa eftir honum? — Það er lögreglan, útskýrði Dikki. — Skiljið þið þetta ekki? Halligan og jeg hristum höfuðin og neituðum því al- gerlega að við hefðum yfirnáttúrlegan skilning. — Til hvers er verið að lýsa eftir manninum, spurði Halligan. — Náunginn virðist vera stórþjófur, svaraði Dikki, eftir að hafa rýnt um stund niður í blaðið. Hann hefur farið inn í banka, miðað skammbyssu að gjaldkeranum og haft á brott með sjer heilmikið af peningaseðlum og handhafa- brjefum. Lögreglan er að leita hans og bankinn, sem rænd- ur var hefur heitið 25,000.00 króna verðlaunum, hverjum þeim, sem nær manninum á sitt vald og afhendir hann lög- reglunni. Dikki þagnaði og horfði á okkur til þess að sjá, hvaða áhrif þetta með verðlaunin hefði á okkur. — Jæja, sagði Halligan. Haltu áfram að lesa. Dikki yppti öxlum með vandlætingarsvip. —■ Hvað er þetta aulabárðarnir ykkar, sagði hann. — Þið hafið hreint ekkert hugmyndaflug nje ímyndunarafl. Hjerna er hættu- legur afbrotamaður, sem gengur laus í nágrenninu. Blaðið getur þess sjerstaklega, að hann sje hættulegur og vopn- aður og 25.000,00 kr. eru lagðar til höfuðs honum og það eina sem þið segið er: — Jæja! — Jeg er stundum að undr- ast það að piltur með mínum gáfum skuli nokkurt sam- neyti vilja hafa við grasasna eins og ykkur. — Við höfum oft hugsað þetta sama, sagði Halligan, —• en við erum hættir að hugsa um það. En hvað um það, get- urðu ekki sagt okkur, hvað þú meinar með því að vera að lesa þetta í blaðinu og leggja svona mikla áhérslu á það. Hvað varðar okkur um þennan þjóf? Dikki talaði nú hægt og lagði áherslu á það sem hon- um fannst þýðingarmest eins og hann væri að ræða um og skipuleggja stórkostlega heimsviðburði. — Sjáið þið nú til strákaiy sagði hann. — Það er þjófur á ferli hjer í hjer- aðinu. Það er nú fyrst og fremst staðreynd, sem ekki verð- Vonlanst. „Mjer finnst ósköp leiSinlegt aS þurfa að segja yður það, en við getum ekki Iagað Hann“. Ánægjulegur miðtlegisverður. Hvorugt þeirra hafði komið út fyr- ir landsteinana, en bæði voru að reyna að vekja aðdáun hins. „Ö“, sagði hún, „Asia, Tyrkland, .Indland, Japan, það er allt dásam- legt. En það sem er mest töfrandi af öllu, er Kína, með sinni fornu menn- ingu.“ „En hafið þjer sjeð múmiur?" spurði hann. „Hvort jeg hef,“ sagði hún með fyrirlitningu yfir svo fávíslegri spurn ingu, „jeg, sem hef borðað mjðdegis- verð með þeim.“ * Öruggt merki. „Er Jack litli inni, María?" „Jeg held það, kötturinn er búinn að fela sig undir borðinu." ★ Ljeleg sönnun. Leiðinlegasti maður þorpsins: „Fjarri sje það mjer að mæla með drykkju- skap, en samt sem áður leyfi jeg mjer að halda því fram, að vín geti stundum verið mannkyninu til hjálp- ar og blessunar, til dæmis er jeg viss um það, að wisky bjargaði einu sinni lifi mínu.“ Áheyrandi: „Það er nú svo. En hvernig sannar það, að wisky sje mannkyninu til blessunar. ★ Varfærinn eiginmaSur. Hr. Hansen: „Elskan mín, það var einu sinni skotið á vin minn af inn- brotsþjófi, og það bjargaði lifi hans, að kúlan Ienti á einni jakkatölunni hans.“ Frú Hansen: „Nú, og hvað með það?“ Hr. Hansen: „Ekkert, vina nn'n, ekkert nema það, að tölurnar lians hljóta að hafa verið á.“ - 'MiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiMiiiiiiiiini Góður radiogrammofónn óskast.-Sími 1900. iiiiiiiiminininiinmimnmi.ninimnmRnvnin ■iiiiiiiiiiiiiiituiiiiiiumujiiiiiiiiMiiiiiiiiiiMiiiiiii Til sölu Overlock vjel og földunarvjel í borðum og með mótorum, lítið notaðar. Tilboð í vjelarnar sendist afgr. Mbl. fyrir 11. jan. | merkt: „Overlock — 462“. , 3 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 RAGNAR JÓNSSON, hœstarjettarlögmaöur. Laugaveg 8, simi 7752. Lögfræðistörf og eignaamsýsla. iwmrnrirn***rM**r*i*TTtf ■*■.....

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.