Morgunblaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 6
6 WOKUllNBLAOitt Fimmtudagur 4.,júlí 1951 JHrogttttHtai Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson ttitstjón: Valtýr Stefánsson (ábyrgoarm. • Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Lesbók: Árni Óla, sími 3045 -vugiýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl* ‘Vusturstræti 8. — Sími 1600 Asknftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Að dæmi Barðstrendinga í KOSNINGUNUM sumarið 1942 gerðist m .a. sá atburður að Fram sóknarflokkurinn tapaði einu kjördæmi á Vestfjörðum. Var það Barðastrandasýsla, sem í rúm an áratug hafði verið talin öruggt vígi Framsóknar. Það var Gísli Jónsson, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksir.s, scm vann þennan sigur með mikl um yfirburðum. Hvernig stóð. á því að Barð- strendingar íelldu Framsóknar- mann frá þingsetu en kusu Sjálf- stæðismann í staðinn? Skýringin liggur mjög nærri. Almenningur í Barðastrandasýslu hafði glatað trúnni á Framsókn- arflokkinn, bæði landsmálafor- ystu hans og heima fyrir í hags- munamálum hjeraðsbúa. Flokkui inn hafði eyðilagt fjárhag ríkisins og gefist upp við að leiða þjóð- ina út úr þeim vandræðum, sem hann hafði skapað henni. í innan- hjeraðsmálum hafði forysta hans íeynst handónýt og áhugalaus. Þegar hjer var komið snjeru Barðstrendingar blaðinu við. Þeir ákváðu að fá sjer nýja forystu, sem líklegri væri til þess að styðja í senn skynsamlega lands- n.álastefnu og beita sjer fyrir umbótum í hjeraðinu. Óhætt er að fullyrða að í fáum eða engu kjördæmi hjer á landi hafi orðið svipuð um- skipti og urðu í Barðastranda sýslu við komu Gísla Jónsson- ar á þing. Stórfelldar fram- kvæmdir voru hafnar í hjcrað inu. Hafist var handa um vega gerðir milli byggðarlaga þess, brýr voru byggðar, bryggju- og hafnargerðir hafnar og fjöl mörgum öðrum framkvæmd- um hrundið áleiðis. Flest, ef ekki öll ár, síðan að Gísli Jónssop kom á þing hefur Barðastrandarsýsla fengið hærri fjárveitingu til vegagerða en nokkurt annað kjördæmi. Meðal merkra nýunga, sem þar hefur verið unnið að undanfarin ár er hafskipahöfn á Patreksfirði. Verð ur hún eitt merkilegasta hafnar- mannvirki á landinu þegar henni er fulllokið. Annars má segja að Gísli Jóns son hafi haft alhliða forystu um flestar framkvæmdir í hjeraðinu siðan hann var þingmaður. Fjár- magni hefur verið veitt þangað í stórum stíl til margvíslegra um- bóta i þágu fólksins í sveitum og kauptúnum. Er þess síðast að geta að fyrir dugnað einstaklinga á Patreksfirði og mikilsverðan stuðning þingmannsins verða tveir hinna siðari nýsköpunartog ara gerðir þaðan út. Er það at- vinnulífi staðarins að sjálfsögðu ómetanleg lyftistöng. Einhver kann nú að spyrja að því, hversvegna verið sje að rifja þessar staðreyndir upp nú. Ástæða þess er sú, að Framsókr.- armenn halda því nú mjög að Mýramönnum að frambjóðanda Sjálfstæðismanna þar, Pjetri Gunnarssyni tilraunastjóra, muni Jítt að treysta. Hann muni „svíkja öll sín kosningaloforð eins og Gisli Jónsson á Barðaströnd“ Um það skal ekkert fullyrt hjer, hverju Gísli Jónsson hefur lofaö Barðstrendingum. En fram- kvæmdirnar í hjeraðinu, vegirn- it, brýrnar, hafnir og bryggjur tala greinilegustu máli um hið mikla og heillaríka starf hans. Með komu Sjálístæðismanns á þing fyrir Barðastrandasýslit urðu þar alger straumhvörf Framkvæmdir og athafnir komu í stað doða og kyrr- stöðu Framsóknarforystunnar. Almenningur í Mýrasýslu er e. t. v. varla eins hart leikinn af Framsóknarflokknum og Barðstrendingar voru þegar þeir ákváðu að skipta um þing mann og fá Sjálfstæðismönn- um forystu mála sinna. En mikill fjöldi verkefna kallar að í þessu hjeraði. Það er vit- að að meðal almennings í Mýrasýslu er rík hneigð til þess að segja skilið við Fram- sókn og fela Sjálfstæðismönn um umboð hjeraðsins á Al- þingi. í sambandi við Barðastranda- sýslu má geta þess að Tímaliðar hafa lagt sjerstaka áherslu á að svívirða Gísla Jónsson fyrir svik við hafnarmál Bílddælinga og Flateyinga. Að sjálfsögðu hefur blaðið snúið sannleikanum þar algerlega við. Á Bíldudal er nn nýlokið byggingu nýrrar haf- skipabryggju í stað þeirrar, sem eyðilögð var með ásiglingu skips sem ætlaði að leggja að henni. Hefur Gísli Jónsson haft alla for- ystu um endurbyggingu þessa mannvirkis, útvegað til þess fjár- veitingar frá ríkinu og lán fyrir framlagi hreppsins. í Flatey hefur þingmaðurimi haft forystu um bryggjubygg- ingu. Hafði 557 þús. kr. verið var- ið til þeirrar framkvæmdar um síðustu áramót eða rúmlega hálfri miljón króna. Þar af hafði ríkið lagt fram um 250 þús. kr. sam- kvæmt hafnarlögum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir heldur Tíminn áfram ár eftir ár, að ljúga því á Gísla Jónsson og Sjálfstæðisflokkinn að hann hafi svikist um þessar framkvæmdir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Hann er fyrirlitleg blekkingatilraun óhlutvandra manna. Fólkið í Mýrasýslu veit Iíka af eigin reynslu að Sjálfstæðis flokkurinn vinnur ötullega að stuðningi við verklegar fram kvæmdir og umbætur í fjöl- mörgum sveitahjeruðum. Þao veit að Sjálfstæðismenn hafa haft alla forystu um raforku- framkvæmdirnar á Suður- og Vesturlandi. Það hefur sjeð, hvað gerst hefur í Borgar- fjarðar-, Snæfells- og Hnappadalssýslum, sem sent hafa Sjálfstæðismenn á þing í áratugi. Margt bendir þess- vegna til þess að Mýramenn muni á sunnudaginn kemur. fara að dæmi Barðstrendinga og losa sig við Framsóknar- forystuna, sem þeir nú eru orðnir fullsaddir á Þörf herferðar I-JÓFNAÐIR og gripdeildir eru rð verða hrein plága hjer í Reykjavík. Það er bókstaflega hvergi hægt að vera óhultur fyr- ii þjófum, sem vaða um stelandi og eyðileggjandi. Einkaíbúðir manna, opinberar skrifstof ur, byggingar, bifreiðar, útihús o. s frv., allt er í hershöndum fyrir þessum óþrifalýð, sem veður uppi oft ölvaður og skeytingarlaus urn allt og alla. Það þarf að hefja herferð gegn þessum ósóma. Lögreglan verð- ur að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að vernda borgarana fyr- ir þessum lausingjalýð, sem einsk is. svífst og alltaf situr um færi til þess að ræna, rupla og eyði- kggja. Ári Guðmundsson: Samgöngumál Mýramanna FLÓABÁTURINN skríður inn fjörðinn. Margir sveitamenn eru mættir í Borgarnesi, í ýmsum erindum eins og gerist og gengur. Sumir eru að sækja sjer nauð- synjar, því allir Mýramenn hafa aðalverslun sína í Borgarnesi, eða þeir eru að reyna að ná sjer í vinnuvjelar til búskaparins, efni í byggingarnar, sem þeir eru að framkvæma, girðingaefni um ný- ræktina sína eðá túnið, því víða og næstum á hverjum bæ er eitt- hvað framkvæmt, o. m. fl. Sumir eru líka að athuga peningamál því öflugur sparisjóður er starf- andi í Borgamesi. Sumir eru að finna læknir eða sýslumann* því þeir eru báðir þar búsettir. Sumir þurfa að hitta skósmiðinn, söðla- smiðinn eða klæðskerann, því þeir hafa líka allir þar aðsetur. Stund- um þarf að hitta vjelaviðgerðar- mennina og jafnvel vegagerðar- mennina, þeir eru líka í Borgar- nesi. En síðast og ekki sist þurfa margir að hitta afgreiðslumann flóabátsins og jafnvel vera við- staddir þegar báturinn leggst að landi. Það gengur eins og bylgja um bæinn hvar skipið er statt, t. d. kominn inn fyrir Miðfjarðarsker, inn undir eyjar, þ. e. Borgareyj- ar og seinna innfyrir eyjar. Þá fer fólkið að hugsa sjer til hreyf- ings og flýtir sjer niður á bryggju, ef lágt er í sjó hafa ýmsir áhyggj- ur um, hvort það fljóti yfir Þurstaðarifið. — Það er lág- vr sandhryggur skammt fra hafnarbakkanum. Það kæmi sjer illa fyrir sveitabændurna sem ef til vill eiga von á vikadrengn- um, kaupakonunni eða kaupamann inum ef skipið tæki niður á rifinu og tefðist um 3—4 klukkutíma eins og stundum kemur fyrir og þurfa svo nauðsynlega að komast heim til mjaltanna á kvöldin. Því víða er fámennt heima og margir sern eiga langa leið fyrir höndum og misjafnan veg til að ná heim tii sín. ÁIIUGI FYRIR HAFNARBÓTUM Þurstaðarifið hefir gert mörg- um óþægindi um dagana og marg- ur spýtt mórauðu vegna þess, því miður hafa enn ekki verið fjáj'ráð fyrir hendi til að ryðja því úr vegi en nú er ríkjandi í Borgarnesi sterkur áhugi fyrir því að svo megi verða áður en langt um líður. Annað í sambandi við hafnarmál- in, sem mikill áhugi er fyiir í Boi'garnesi, er að koma góðri skipa legu hjer, svo hægara sje að stunda útgei'ð hjeðan eins og frá svo mörgum öðrum sjávarþorpum þessa lands. Heitum við á öll góð öfl okkur til aðstoðar í þessum málum. Nú lítum við íil Jandsins, aug- anu mæta fljótt fögur f jöll og tign arleg. í suðri blasir Skarðsheiðin klædd í klakahjúp, í austri er Eíríksjökull og Strúturinn, í norðri hin einkennilega Baula þar sem einatt er sólskin og í vestri Snæfellsjökull, sem kalla má kon- ung fjalla Vesturlands og allur þessi víði fjallahringur er aam- tengdur af öðrum minríi en þó all víðáttumiklum og fögrum, þau eru líka svo mátulega fjarri til að njóta sín i blámóðu fjarlægðar- innar. Það mun hafa verið aldamóta- árið síðasta, sem byrjað var mark- víst á vegagei-ð í Mýrasýsiu. Það var eins og settur væri niðuv lítil! viðarteinungur sem síðan hi'fii' vaxið á hverju ári, stundum iít.ið en stundum mikið og vel, og nær nú með lim sitt um hjcraðið <llt, þó enn vanti mikið á að það nái að hverju byggðu bóli en að því er nú unnið af kappi og með góöVa manna tilstyrk tekst það áðnr en langur tínii líður. Mörgum árum síðar var byrjað á sama liátt fj-á Akranesi um Borgarfjai'ðarhjerað sunnanvert, og hefir einnig þar miðað vel og jafnvel öllu betur. Nú eru þcssi vegakorfi eins og tvö stór trje og kiinur þeirra mætast Ari Guðmundsson. um Hafnarskóg og Geldingadraga. Þau standa einnig í sambandi við mörg eða öll önnur vegakerfi lands ins. VANTAR VEGI í báðum sýslunum munu nú vera um 500 km af þjóðvegum, nál. 200 I km af sýsluvegum og ailt að 100 |km. af fjallvegum, sem haidið er færum fyrir bifreiðar, s. s. Uxa- , hryggir og Kaldidalur og aðrir sem I haldið er við fyrir hesthófa og kindaklaufir, s. s. Grjótháls milli Norðurárdals og Þverárhliðar o.fl. Nokkuð af þessum vegum er enn óbyggt en sem betur fer styttist það með hjerju ári sem líður. Bú- skaparhættir eru sem kunnugt er komnir í það horf að vegamáiin eru orðin eitt höfuðmálið fyrir hin- ar dreifðu byggðir. Það má nærrí segja að sveitafólkið seti hönd fyrir augu næstum daglega og kíki á hvort við vegagerðarmennirn- ir sjeu ekki að koma með veg- inn, og hver sigur sem vinst set- nr gleðibros á fleiri og færri and- lit. Það mun ekkert vera sem treystir betur böndin sem tengir unga fólkið við bændabölin þckku. ^að mun varla vera hlustað með meiri athygli á neinar útvarps- frjettir en þegar Helgi les upp f járveitingar til vega úr f járlaga- frumvarpinu. Á sjðustu árum befir veriö urvn- ið að lengingu veganna í hinar einstöku sveitir, s. s. Skorrkdal, Lundarreykjadal, Reykholtsdal, Hálsasveit í Borgarf jarðarsýsi- . unni- og í Mýrasýslu í Hvítí isiðu og í Hraunhreppi og Álftanes- hreppum. Hinir síðasttöldu eru þó enn mjög á eftir tímanum í bcs.m efni og búa við hinar erfiðustu samgöngur. Svo er og enn með Þvefárhlíðina. Meðan þar var eng- inn þjóðvegur, var nokkuð unnið á hverju ári, en síðan samþykktur var þjóðvegur eftir endilangri sveitinni hefir ekki króna verið veitt til nýbyggingar þar. Þetta er þó allþjett byggð og góðar bújaröir Hvitsíðingar hafa um nokkur um- liðin ár veitt vaxtalaus lán tii byggingar vega og sýnir það greiní iega hve þörfin er brýn og áhug- inn mikill. Þannig var byggt þar á s. 1. ári um sex km. bæði í þjóð- Pi’nmh ó h]s. 7. —Vikverji skriíarr —---- IJR DAGLEGA LÍFINI) F. Oryggi í samkomu- húsunum INU sinni, fyrir nokkuð löngu, var rætt allítarlega um öryggi í samkomuhúsum bæjarins. — Yfirleitt mun það vera í góðu lagi, eftir því sem gengur og ger- ist annarsstaðar, enda eru um það reglugerðir, að yfirvöld bæj- ' arins verði að samþykkja hús- ' næði, sem ætlað er fyrir sam- komur og mun slökkviliðsstjóri borgarinnar vera aðalráðunautur í þeim efnum. Efast enginn um, að slökkviliðs stjóri ræki þetta eftirlitsstarf vel af hendi, svo samviskusamur maður og gætinn í starfi, sem hann er. Er eftirlitið nóg? HITT er svo annað mál, að það er ekki víst, að slökkviliðs- stjórinn, lögreglan, eða önnur bæjaryfirvöld, hafi tækifæri til þess að fyigjast með því út í ystu æsar, að fyrirmælum um öryggi í samkomuhúsum sje fylgt. Það er ekki nóg að hafa hindrunar- iítinn eða lausan útgang og nógu margar dyr á samkomuhúsum til að hleypa fólkinu út á svip- stundu, ef með þyrfti, ef þess er ekki jafnframt gætt, að dyr sjeu ólæstar og fljótopnaðar, þegar á þarf að halda. - Yfirfyllt samkomuhús SJERSTAKLEGA er hætta á að samkomuhús sjeu yfirfyllt, án þess að eftir því sje tekið, af þeim, sem ættu að fylgjast með í þeim efnum. ; Þar sem öryggiseftirlit með samkomuhúsum er best erlendis, eru settar upp auglýsingar um það á áberandi stöðum hve marg- ir megi vera í samkomusölum í einu. Lögreglan fylgist svo með því af mikillri nákvæmni, að ekki sje fleirum hieypt inn, én leyfilegt er. Von er á nýrri brunamálareglu gerð ánæstunni fyrir Reykjavík. Þegar hún verður samin verður því vonandi ekki gleymt, að taka iram, hve maxgir menn megi vera samarkomnir í ákveðnu rými í samkomuhúsum. Og síðan ætti að festa upp auglýsingar um það í hverju samkomuhúsi fyrir sig,*svo ekki sje um að villast. Óheppileg xnistök MAÐUR nokkur hjer í bænum keypti hálfan lítra af mjólk í gærmorgun og var svo heppinn, — að hann hjelt — að þá stund- ina, sem hann kom í mjólkurbúð- ina, var til „flöskumjólk". — Er hann kom heim fór gamanið af, því flaskan var mjög óhrein að innan. Maðurinn hefði sennilega látið þetta gott heita og farið og skipt flösku.nni og beðið um hreina, ef þetta væri ekki í fjórða sinni, sem það kemur fyrir, að hann fær í hendurnar svo óhreinar mjólkurflöskur, að mjólkin í þeim er gersamlega ónothæf. Má ekki koma fyrir NÚ ER það svo með mjólkur- flöskur, sem önnur glerílát, sem fyllt er á aftur og aftur í verksmiðjum, að þær eru þvegn- ar í vjelum. Getur þá alltaf kom- ið fyrir, að innanum sjeu flöskur, sem ekki næst úr óhreinindi með vjelaþvotti. — Hitt má ekki koma fyrir, að vjelunum sje það vel treyst til þvottar, að ekki sje eftirlit með því hvernig flöskurn- ar eru þrifnar. Það skaðar fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, að mistök cins og þessi, sem hjeí hafa verið gerð að umræðuefni, skuli koma fyrir. Nokkur sök neytenda HINU er svo heldur ekki að neita, að mjólkurneytendur eru sumir hverjir hinir verstu sóðar í meðferð mjólkuríláta. — Þeir nota þau undir hverskonar lög og koma með þær óhreinar í mjólkurbúðirnar. — Það á held- ur ekki að eiga sjer stað, að mjólk ursamsölunni sje gert erfitt fyrir. um þrifnaðarráðstafanir með slíku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.