Morgunblaðið - 17.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1951, Blaðsíða 6
MOKGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. júlí 1951. 6 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Ll|| Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í Iausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók 77 6 í bíl“ sýna í Borgarnesi Raunhæíasta eítirlitið LÚVERANDI rikisstjórn hefur lagt á það mikið kapp að bæta út því ófremdarástandi, sem rikt hafði um skeið í verslunar- og viðskiptamálum þjóðarinnar. Er óþarfi að lýsa því fyrir al- menningi, hvílíkt óhagræðí, brask og spillingu það hafði í för með Sjer. Vöruskorturinn skapaði svartan markað, margvíslegt mis- rjetti og siaukna skriffinnsku í sambandi við viðskiptamálin og íramkvæmd hafta, boða og banna. Mikill fjöldi nauðsynja var ófáanlegur á frjálsum mark- aði svo árum skipti og tómar búðir, bakdyraverslun og biðrað- ir ’settu svip sinn á viðskiptalífið. Ástandinu í þessum efnum hef- ur’verið gjörbreytt á skömmum tírha. Verslunin hefur að all- verulegu leyti verið gefin frjáls. Innflutningur nauðsynja hefur verið stóraukinn. Afleiðingar þessara ráðstafana ríkisstjórnar- innar finnur almenningur í land- inu mjög greinilega. Búðirnar eru ekki lengur tómar. Þær eru þvert á móti fullar af margvíslegum ,na uðsy n j avarningi. óhætt er að fullyrða, að engin sakni svartamarkaðs- timabilsins, nema vesalings Alþýðublaðið. Því þykir svo óskaplega vænt um það tíma- bil, af því að þá sat „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ að völdum á íslandi. Það vitnar stöðugt í að þá hafi nú verið bærilegt að lifa á ísLandi. Þá haíi verðlag á nauðsynjum verið svo lágt, að unun hafi ,verið að því að fara í búðir . og versla. Blaðið getur þess hinsvegar ekki, að almenningi var lítið gagn að lágu verðlagi á vörum, sem ófáanlegar voru, nema e. t. v. á svörtum mark- aði fyrir ránverð. En þá var hjer öflugt verð- lagseftirlit, segja Alþýðublaðs- menn. Það var bót allra meina í versluninni. — En fólkið veit bet- ur. ÞaS veit, að þrátt fyrir ó- hemju skriffinnsku í sambandi við skömmtun og verðlagseftirlit, tókst engan veginn að koma í veg fyrir brask og svartamark- aðsverslun. Það spratt einfaldlega íJ hinum stórfellda vöruskorti annarsvegar en mikilli eftirspurn eftir vörum og mikilli þörf fólks- ins fyrir þær hinsvegar. Verðlagseftirlitið gat þessvegna ekki tryggt almenningi hóflegt verðlag og skömmtunin nóði held ur ekki fyllilega þeim tilgangi sinum að skapa rjettlæti í vöru- d’eifingunni. Þessi reynsla okkar er í fullu srmræmi við það, sem gerst hef- ui með mörgum öðrum þjóðum. Raunhæfasta leiðin til þess að skapa hagkvæmt VBrslunarástand er ekki verðlagseftirlit fram- k v’æmt af opinberum skrifstofu- baknum. Skynsamlegasta og á- hrifamesta aðferðin til þess er frjáls verslun, samkeppni þeirra eðilja, sem með verslunina fara, um viðskipti fólksins. Sú sam- keppni er langsamlega raunhæf- asta verðlagseftirlitið. Ef ein- stakir aðiljar hækka verðlagið, hlýtur það að bitna á þeim sjálf- um í minnkandi viðskiptum. — Félkið verslar ekki við þá, sem skkum brögðum beita. Það snýr sjéi: til næstu verslunar með við- skfþti sín. Það verslar með öðr- urú orðum þar sem hagkvæmust krlíþ er hægt að gera. En hefur ekki verðlagið hjer á landi hækkað mikið undan- fui*na mánuði? spyr Alþýðublað- if. Víst hafa orðið hjer veruleg- ar verðhækkanir. En þær eru að langsamlega mestu leyti af utanaðkomandi orsökum sprottn- ar. Verðlag hefur farið mjög hækkandi í flestum löndum. — Þessvegna hafa margar nauðsynj- a r okkar orðið allmiklu dýrari e.i þær voru fyrir 1-—2 árum. F.n sá munur er á orðinn að nú eru þessar vörur fáanlegar á frjálsum markaði. Sú þróun, sem gerst hefur i viðskiptamálum okkar undan- farna mánuði, hefur í för með sjer stórkostlegt hagræði fyr- ir þjóðina. Og það verður að halda áfram að gera verslun- ina frjálsa. Baráttan fyrir vcrslunar- og viðskiptafrelsi er miklu líklegri til þess að trygsja hagsmuni almennings en baráttan fyrir meira og minna gagnslausu verðlags- eftirliti. Um þetta geta flest- ir íslendingar áreiðanlega ver ið sammála. En Alþýðublaðið grætur blómatið haftanna og svarta markaðsins. Fyrir 200 árum. FYRIR RJETTUM 200 árum, 17. júlí árið 1751, bundust nokkr- i” raunsæir framfaramenn sam- tökum um stofnun iðnaðarfyrir- tækis í Reykjavík. Upphafsmað- ur þessarar hugmyndar var Skúli Magnússon, landfógeti. Hann hafði árið 1750 hreyft því við helstu áhrifamenn landsins á Al- þingi, að nauðsynlegt væri að bæta hag íslendinga í verkleguirr efnum. Landbúnaðinn vildi hann efla með innlendum ullariðnaði, og sjávarútveginn með því að fá stærri skip, sem sótt gætu á . dýpri mið en róðrarbátarnir, sem I þióðin átti og aðeins gátu sótt stutt frá landi. I Þessari hugmynd hins glæsi- lega umbótamanns var vel tekið |og ávöxturinn af stofnun hluta- fjelags þess, sem stofnað var hinn 17. júlí árið 1751, var bygg- ing „innrjettinganna“ svoköll- uðu. • | Fyrir Skúla Magnússyni vakti alhliða viðreisn íslensku þjóðar- innar. Honum var fullljóst, að þjóð hans lifði við eymd og nið- urlægingu. Þau tæki, sem hún látti til sjálfsbjargar voru ljeleg og fábrotin. Fólkið var fátækt, kúgað og þrautpínt af erlendu valdi. Vantrúin1 á landið og möguleikana til sjólfsbjargar var rótgróin í hugum þess. En ^gegn henni varð að ráðast, m. a. með því að efla bjargræðisvegina og leggja inn á nýjar leiðir. Á þanr? hótt hugðist Skúli leggja grundvöll að vakningu þessarar Ámáðu þjóðar og djarflegri sókn i sjálfstæðisbaráttu hennar. Verksmiðjur Skúla Magnús- sonar risu. íslendingar þekkja sögu þeirra. Eftir tæplega 50 ára stríð og baráttu fyrir rekstri þeirra sálaðist þessi fyrsti vísir að verksmiðju- rekstri á íslandi. En þær höfðu þrátt fyrir það stór- mikla þýðingu fyrir íslend- inga. Baráttan fyrir þeim sýndu þjóðinni, að til voru menn meðal hennar, sem trúðu á framtíð hennar og höfðu hugdirfff til þess aff berjast fyrir viðreisn hennar við hiff erlenda vald. Stofnun „innrjettinganna“ mun þess vegna jafnan verða talin með- al merkustu viðburða viðreisn arbaráttunnar. Borgarnesi, 13. iun. LEIKFLOKKURINN ,6 í bíl‘ kom til Borgarness laugardaginn þ. 7. júlí og sýndi gamanleikinn „Car- vallo“ eftir Dennis Cannan, í sam- komuhúsi ungmennafjelagsins. — Þetta var frumsýning* leikflokks- ins í Borgarnesi. Húsið var alveg fullskipað áheyrendum, sem tóku leiknum afbragðs vel. Eftir að „6 í híl“ sýndu fyrsta sjónleik sinn, „Candidu", fyrir 2 árum, hafa Borgnesingar beðið þess með eftirvæntingu, að flokk- ui inn birtist á ný með nýtt verk- efni. Og sannarlega hafa menn ekki orðið fyrir vónbrigðum. Sjónleikur þessi, „Carvallo", er gamanleikur, en þrunginn alvöru. Tekur hann til meðferðar éitt mik- ið vandamál vorra ííma, herset- una. Og þótt ekki sje öllum dyr- um upp loíið, verður þó um margt skygnst og orðaskiftin leiftra af fyndni og lífspeki. Frammiátaða leikendanna var af bragðs góð. Aðalhlutverkin ljeku þau Gunnar H. Eyjólfsson, sem var leikstjóri, Hildur Kalman, Jón Sigurbjörnsson og Baldvin Hall- dórsson. Önnur hlutverk, sem ekki eru þó mikið minni, voru í hönd- um þeirra Guðbjargar Þorbjarnar- dóttur, Lárusar Ingólfssonar og Þorgríms Einarssonar. Jeg er ekki leikdómari og ætti því ekki að vera að geta um þátt hvers og eins leikara í þessu verki. Vafalaust er líka erfitt að gera mikið upp á milli þeirra, því allt eru þetta góðir leikarar, eins og menn þekkja. En leikmenn verða líka að fá að segja sitt álit þótt það kunni að verá byggt á öðrum forsendum en viðurkenndra gagn- rýnenda. Og þá langar mig til að segja það, að mjer virtist Gunnar H. Éyjólfsson sýna frábæran leik í hlutverki Kaspars, bónda og prje dikara. Maður kannaðist svo mæta vel við þessa persónu, röddina og fasið, eins og maður hefði oft- sinnis hitt hana áður, undir ýms- um nöfnum. Jeg var að Velta því fyrir mjer, hvar Gunnar hefði fundið upp þetta gerfi, eða hvort hann hefði fundið það hjá sjálfum sjer, — og væri það vel af sjer vikið. Leikur Jóns Sigwrbjömssonar, í hlutv. prófessorsins var mjög sterkur og eðlilegur, framkoman örugg og skemmtileg. Er þetta lík- lega besta hlutverk Jóns af þeim, er hann hefur leikið í flokknum. Hildur Kalman var heilsteypt og sönn í hlutverki Smilju húsmóður. Konan, sem hún sýndi, varð auð- skilin og hugþekk, þrátt fyrir breyskleikann og smá galla. Bald- vin Halldórsson var skemmtilegur og Ijettur á leiksviðinu í gerfi Carvallo, kapteins. Honum ljet vel að látast og tókst ágætlega að bregða ýmist yfir sig gleði- eða alvörublæ. Guðbjörg Þorbjarnardóttir ljek Anní vinnukonu. Það var ekki vandalaust að sýna, svo vel færi, þessa fávísu, ungu stúlku hernáms áranna, —- barn annara hernáms- ára, er sagði fram einfaldan lífs- sannleika, óafvitandi og hjálpar- vana gegn örlögum sínum. En þess um vanda var Guðbjörg vaxin. — Leikur hennar var með afbrrgðum góður og minnisstæffur. Lárus Ingólfsson var sjerlega skemmtilegxir í hlutverki baróns- ins, — fa* og tilburffir fullt af kimni og skemtilegheitum, eins og vænta niá af Lárusi. — Hann hafði einnig.sjeð um búninga og tjöld, og farist hvorttveggja vel að vanda. Einkum vakti leiksvið- ið athygli manns. Hlutverk Þor- grims Einarssonar sem hermanns, gaf kannske ekki sjerstakt tilefni til mikils leiks, eða krafðist stórra átaka, en vel notaði Þorgrímur hvert tækifæri til að gefa þessari persónu, er honum var falin, fullt líf, og vel tókst honum það. Segja rriá, að sem heild, væru leikendur mjög jafnix-, þótt ærið væru hlutverkin ólík. Leikurinn varð því sjerlega áferðargóður, hraðinn eðlilegur, tökin föst og fumlaus, hvergi bláþráðar vart. Eins og fyrr segir, er þetta 3 Leikflokkurinn „Sex í bíl“. leikritið, er „6 í bíl“ fer með til sýningar út um land. Hin fyrri voru Candida, eftir Bernhard Shaw og „Brúin til mánans“, eftir C. Odets. Einhvem vegþnn er Candida okkur hugstæðust, enda ekki óeðliiegt, þar sem Shaw á í hlut. En alveg vafalaust á þetta skemtmilega leikrit Cannans eftir að auka á vinsældir þessa vinsæla leikflokks. 1 leikslok var leikendum þakkað nokkrum orðum fyrir komuna og þeir hyltir og ámað heilla með lófataki og ferföldu húrra. Leik- stjórinn þakkaði móttökumar. — Eftií’ sýningu bauð stjóm og leik- nefnd ungmennafjelagsins leikend um og nokkrum öðrum til kaffi- drykkju. Voru þar ræðuhöld á báða bóga. Leikendum var að mak legleíkum þakkað bráðskemtilegt kvöld og ,sá heiður, er þeir hafa sýnt okkur Borgnesingum, þrjú ár í röð, með því að velja okkur fynr frumsýningargesti, en leikendur þökkuðu viðtökur allar. H. S. ÚR DAGLEGA LÍFINU „Ruby" og knattspyma HJER er fyrstur á ferðinni mikill „Bretavinur". Annað verður varla ofan á, þegar brjef hans er lesið, en það er — sann- ast að segja — smáskrítið, og hljóðar svo: „í Morgunblaðinu í dag, 14. júlí, er frásögn af leiknum Akra- nes-Vaalerenge. Sá, sem þetta ritar, sá ekki leikinn, en greinin um hann ber vott um, að höfund- urinn viti ekki of mikið uin Rug- by. Hann segir (í niðrandi tón. að mjer virðist): .... „Þórður og Ríkarður leika með í slíku Rug- by.“ Skapgerff Breta UDUGBY-KNATTSPYRNA ér llþví miður ekki iðkuð hjer- lendis, en ef til vill er Rugby ein aí þeim íþróttum, sem mest hafa mótað skapgerð Bretans. Og enn- þá verða menn að taka eftir Bret- anum." Lengra er brjefið ekki, én það ér undirritað ';,Bystander“ og sýnilega skrifað í nokkrum flýti Undarlegt, að ein lína í. einni grein skuli geta orsakað svona tilskrif. Undarlegt, að „niðrandi“ retning um „rugby" skuli vekja upp skéleggan Englendingatals •nann. Bleyta vel í IBÚI við Nesveg skrifar á þessa leið: „Mig langar til að biðja Dag- lega lífið að beina því til viðkom- f ndi bæjaryfirvalda, að bráð- nauðsynlegt er að bleyta vel í Nesveginum, þegar þurrt er, því mikil umferð er um götuna af bílum. I eina tíð vökvaði vatns- billinn götu þessa einstöku sinn- um. Sú dýrð er nú liðin hjá, íbú- unum til mikillar skapraunar. Það eru eflaust fleiri götur. sem þarf að væta, en jeg efast samt um, að þörfin fyrir vatns- tilinn sje nokkurs staðar meirí en á Nesvegi.“ Löndunarstrit WOJÓMAÐUR í löndunarstriti" Cj sendir Daglega lífinu eftir- larandi línur: „Undanfarna daga hafa nokkr- ir bátar komið með síld til vinnslu í hinni fullkomnu verk- smiðju í Örfirisey. Meðan síldin heldur sig við Snæfellsnes, má búast við. að áframhald verði á löndun hjer. Tímasparnaffur, þægindi UlkTÚ er það þannig með lönd- 11 únina, að lósað er með mál- um, og nú síðast með krabba, en hin fullkomnu losunartæki í Faxa sem éru þannig, að sildin er sog úð úr lestum bátanna alla leið til verksmiðj unnar, eru ónotuð. Það rnundi hafa í för með sjer rnikinn tímasparnað og þægindi, cf nýjasta löndunartæknín væri notuð. Mundi það og mjög auka a hróður þessarar fullkomnu verksmiðju.“ Athyglisvert skeyti SKEYTIÐ, sem Morgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag frá ókunna íslendingnum í Kansas City, hefur vakið verðskuldaða athygli. Daglega lífið vill mælast til þess, að hann gefi sig fram — el hann sjer þessar línur. Af fregnum frá þessari ame- rísku borg verður ljóst, að þar hefur verið í nógu að snúast. En íslendingurinn gaf sjer tóm til að koma þeim boðum til ættlandsins, að landar í Kansas City væru ó- hultir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.