Morgunblaðið - 20.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1951, Blaðsíða 6
6 Mf 10 K G V /V K I. 4 O I i) Föstudagur 20. júlí 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriítargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók Gjaldeyrissjóðirnir og „eyðsla“ þeirra ÞAÐ ER skoðun mjög mikils rr.eirihluta íslendinga, að þeim inneignum, sem þjóðin átti í lok síðustu heimsstyrjaldar, hafi í aðalatriðum verið vel varið og skynsamlega. Langsamlega mest- ur hluti þeirra hafi farið til kaupa á íramleiðslutækjum og v.ppbyggingar atvinnulífinu til lands og sjávar. Þessvegna mun nýsköpunartímabilið jafnan verða talið meðal giftusamleg- ustu tíma, sem við höfum lifað. En einn hópur manna getur aldrei ógrátandi minnst þessa mesta framsóknartímabils þess- arar aldar á íslandi. Svo hlálega vill til að þetta er stjórnmála- flokkur, sem kennir sig við fram- sókn. Þessir ,,framsóknarmenn“ hafa allt á hornum sjer í sam- bandi við hinar stórfelldu at- vinnulífsumbætur. Sjerstaka á- htrslu leggja þeir þó á, að koma þeim ósannindum á framfæri að gjaldeyrissjóðum þjóðarinnar iiafi verið eytt í algert ráðleysi og'bruðl. Þessi sleggjudómur hefur að vísu verið hrakinn þúsund sinn- um. En engu að síður er ástæða til þess að gera það einu sinni enn. Er þá rjett að leiða vitni úr hópi þeirrar „lýðræðissinnuðu alþýðu“, sem Tíminn harmar ' mjög að hafa ekki fengið til stjórnarsamstarfs við Framsókn- j arflokkinn. Einn af aðalleiðtogum þessarar ! „alþýðu“, Emil Jónsson, komst þannig að orði um gjaldeyrisinn-; stæðurnar og ráðstöfun þeirra í útvarpsræðu 9. sept. árið 1947: j „Nettóinneign bankanna er- lendis komst hæst í nóvember 1944, og nam í lok þess mán- aðar 582,5 millj. kr. Samkvæmt skýrslu Fjárhagsráðs hefur ný- byggingarráð veitt gjaldeyrisleyfi samtals að upphæð um 350 milj. kr. til svokallaðra nýsköpunar- framkvæmda. Þá telur Viðskipta- ráð að það hafi veitt leyfi til samskonar framkvæmda um- lram leyfisveitingar eðlilegrar fjárfestingar til húsbygginga bæði árin 1945 og 1946 samtals íyrir a. m. k. 80 milj. kr., og raunar telur Viðskiptaráð, að telja mætti þessa upphæð enn allmiklu hærri. Hefir þá verið varið af gjaldeyrisforðanum, eins og hann var mestur, milli 70 og 80% til nýsköpunarframkvæmda, eða a. m. k. 430 milj. kr.“ Þessi ummæli sín byggir Emil Jónsson m. a. á skýrslu, sem Fjárhagsráð gaf út 6. sept. 1947. En í Fjárhagsráði áttu þá sæti tveir fulltrúar frá Framsóknar- flokknum og var annar þeirra formaður flokksins, Hermann Jónasson. Það er þannig sannað meira að segja með skýrslum, sem fulltrúar Framsóknar- flokksins hafa skrifað undir, að svo að segja öllum gjald- eyrisinneignum þjóðarinnar var varið til uppbyggingar at- vinnulífsins og annara nauð- synjaframkvæmda. Um það verður þyssvegna ekki deilt með rökum, að stríðsgróð- ai'.urn var varið til kaupa á þarf- legum hlutum, sem bjargræðis- vegir landsmanna munu um langan aldur búa að. Hitt er svo annað mál, sem vel er umtals vert, hvort fram- kvæmdir okkar eftir síðustu styrj öld hafi ekki verið of hraðar, hvort fjárfesting í ýmsum bygg- ingum og mannvirkjum innan- lands hafi ekki verið’ of mikil. En illa situr á Framsóknarflokkn um að áfellast þá stefnu. Ber þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi það, að hann hefur hælt sjer af því að hafa lagt til að miklu stærri hlut stríðsgróðans yrði var ið til framkvæmda og fjárfesting- ar en þó varð niðurstaðan. I öðru lagi liggur það fyrir skjal- lega sannað ''^Júngtíðindum að þmgmenn Framsóknar löttu síður en svo stórræða í fjárfestingar- málum á Alþingi. Eftir stendur þá aðeins það að Tímaliðið barðist af kappi gegn því, að íslendingar keyptu skip og framleiðslu- tæki meðan að þau voru ódýr og auðvelt að fá þau. Fram- sókn vildi bíða. Sem betur fer var það ekki gert. Síðan hef- ur þessi flokkur tekið þátt í tveim ríkisstjórnum, sem keypt hafa t. d. togara við þreföldu verði nýsköpunar- togaranna, sem stjórn Ólafs Thors ljet byggja. Reynslan hefur þannig sannað framsýni og raunsæi Sjálfstæðismanna í uppbygg- ingu íslensks atvinnulífs, en að sama skapi glámskygni Framsóknar. Þessvegna hcfur blað hennar fáu öðru að stagl- ast á en ósannindum og stað- leysum um ráðstöfun gjald- eyrissjóðanna. Að baki þeim rangfærslum hrærist slæm samviska manna, sem skildu ekki þarfir þjóðar sinnar. Fegurra umhverfi. HJER í höfuðborginni og ýmsum öðrum kaupstöðum landsins hef- ur hin síðari ár gætt vaxandi á- huga" fyrir fegrun bæjanna. •— Fegrunarfjelög hafa verið stofn- uð og verðlaun veitt íyrir snyrti- lega trjágarða og góða umgengni. Rík ástæða er til þess að fagna þessari viðleitni fólksins til þess að fegra og bæta umhverfi sitt. En það er ástæða til þess að vekja athygli á því að hún er ekki að- eins æskileg á kaupstöðum. Það er ekki síður nauðsynlegt að byggð sveitanna beri svip snyrti- mennsku og smekkvísi. Á því er t. d. mikill munur að líta heim á sveitabæ þar sem húsum er vel við haldið, vel hirtur trjálundur eða blómagarður er við bæjar- vegginn eða að sjá býli, þar scm vanhirða og skeytingarleysi blas- ir við. Búnaðarfjelögin ættu að taka þetta mál til athugunar og stuðla | að aukinni viðleitni, hvert í sinni sveit, til fegrunar og hirðusemi úti sem inni. Óhætt er að fullyrða að fólk í sveitum landsins kunni ekki síður en kaupstaðafólk að meta hana. Er það m. a. auðsætt af þeim fjölmörgu ,'ögru og snyrtilegu býlum, sem getur að líta í flestum sveitum landsins. Og hvers vegna mætti ekki efna til verðlaunasamkeppni innan einstakra hjeraða um fallegasta og best hirta bæinn? Gæti það ekki einmitt stuðlað að umbót- um á þessu sviði, auknum áhuga fyrir fegrun býlanna og meiri snyrtimennsku umhverfis þau? Allt bendir til þess að sú yrði niðurstaðan. Vonandi taka bún- aðarfjelögin eða önnur sarntök sveitanna þetta til athugunar. BRJEF SEND IVfORGUIMBEAÐINU Um ályktanir sam- norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda Herra ritstjóri. í BLAÐI yðar í dag birtist brjef frá Sigurði Sigurjónssyni, fram- reiðslumanni, þar sem í eru ríokkrar fyrirspurnir til Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda vegna þings norrænna veit- inga- og gistihúsaeigenda, sem haldið var hjer í Reykjavík dag- ana 6.—12. júlí s.l. Um ályktanir þingsins er því að svara, að bókun fundanna var að þessu sinni gerð af Dönum, sem áttu ritarann í stjórn nor- ræna sambandsins. Við höfum ekki ennþá fengið ályktanirnar í hendur, en um afhendingu þeirra til sambandsfjelaganna gilda sjer stakar reglur. Ályktanir þingsins munu að sjálfsögðu verða birtar á sínum tíma í blöðum, en þó ekki fyrr en ríkisstjórnir nor- rænu landanna fimm hafa íengið þær í hendur. Um seinni spurninguna, hvort það sje rjett, að Samband mat- reiðslu og framreiðslumanna hafi ekki átt kost á að fylgjast með fundum þingsins (mjer skilst helst með fundarsetu), þá er það alveg rjett, að svo hefur ekki verið. Brjefritara mun vera þ*ð jafn ljóst og öllum öðrum, að þessi tvö sambönd eru eðli málsins samkvæmt sitt á hvoru sviði, þótt margt sje að sjálfsögðu sameig- inlegt með þeim, enda er sá hátt- ur á hafður, að þessar tvær stjett ir, þótt skyldar sjeu, eru í tveim fjelögum og samböndum en ekki einu og hljóta þess vegna að eiga ýms sjermál, enda halda þau fundi sína og þing án tilkomu hins. Ef þessar upplýsingar nægja ekki brjefritaranum, er jeg fús til að veita honum munnlega all- ar þær upplýsingar, sem jeg get. Með þakklæti fyrir birtinguna. Ludvig Hjálmtýsson, form. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda. Cinkaferð, þótt öllum ætti að vera ljóst, að þegar 5 manna fjöl- skylda ætlar í ferðalag, einhverja ákveðna leið, þá er útilokað að bún fari að standa í því að út- v'fcga sjer 27 ferðafjelaga til við- bótar, til þess eins að geta not- að 32 manna bifreið. Nei, þessi fjölskylda tekur að sjálfsögðu 5 manna bifreið eða sæti í sjerleyf- isbifreið, og greiðir þá það far- gjald, sem gildandi er í hvoru tilfelli fyrir sig. Er þessi sam- anburður því algerlega villandi og ekkert annað en rangfærsla á staðreyndum. Stjórnin hyggst með þessum samanburði að hnekkja máli mínu, en jeg er þess fullviss að þeim hefur ekki tekist að villa fólki sýn í þessu máli, og munu sjtrleyfishafar áreiðanlega ekki hagnast á þessum málflutningi stjórnar sinnar. í einu þeirra dæma sem stjórn- ir setur fram í „leiðrjettingu“ sinni, til þess að sýna fram á hve dýrt sje að ferðast með 5 farþega bifreiðum, gripur hún til þess að deila með 5 í 1030 og fær útkomuna 20. Ef þessi regla hefur ráðið hjá stjórninni, þá held jeg að útreikningar hennar dæmi sig sjálfir. Stjórn Fjelags sjerleyfishafa segir að jeg hafi aðeins átt við skyndiferðir („hvellferðir", sem þeir kalla það) í grein minni. En til þess að hægt sje að glöggva sig betur á framsetningu samanburðardæma minna, leyfi jeg mjer að endurtaka eitt þeirra hjer, sem er þannig: Að Laugarvatni kostar sætið í stórum bifreiðum kr. 35.00 hvora leið, eða 5 sæti fram og til baka kr. 350.00. En í 5 farþega leigu- bifreið kostar ferðin sömu leið kr. 220.00 fram og til baka, er því hægt áð láta minni bifreið- ina bíða á staðnum í 4 klst. til þess að verðið nái kr. 350.00, eins og það er í stærri bifreiðunum. Eins og sjá má af dærninu er hjer ekki um neina skyndiferð að ræða, þar sem bifreiðin getur btðið í 4 klst., án þess að fara fram úr sætagjaldi stærri bif- reiða. Jeg sje ekki ástæðu til að ræða þetta mál öllu meir, en að lok- um vil jeg leyfa mjer að taka fram eftirlarandi: Stjórn Fjelags sjerleyfishafa segir: 1. Að sætið að Laugarvatni kosti kr. 32.65, en jeg segi að sætið þangað kosti kr. 35.00. 2. Stjórnin segir að sætið til Þingvalla kosti kr. 17.19, en jeg segi að sætið þangað kosti kr. 20.00. 3. Stjórnin segir að sætið til Akureyrar kosti 154.69, en jeg segi að sætið þangað kosti kr. 167.00. Læt jeg svo þá sem ferðast á þessum leiðum skera úr um það hvorn okkar, mig eða stjórn Fje- lags sjerleyfisháfa, þarf að leið- rjetta í sambandi við þetta mál. Að síðustu vil jeg taka það fram, að fóiki er fullkomlega heimilt að taka bifreiðar á bif- "eiðastöðvunum á leigu, hvert á land sem þær komast. Þakka jeg svo Morgunblaðinu fyrir að það skyldi gefa okkur kos+ á að ræða þetta mál í blað- inu. Bergsteinn Gaðjónsson. Kommúnbfi dæmdur í nauðungarvinnu SIDNEY, 19. júlí. — Aðalritari sambands ástralskra hafnarverka manna, kommúnistinn James Healy, hefur verið dæmdur í 6 vikna nauðungarvinnu fyrir þátt- töku sína i hafnarverkfallinu í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hann var auk þess dæmdur í 100 punda sekt fyrir að vera upphafsmaður að stöðvunum báta þeirra, sem halda uppi ferðum milli Nýja Sjá lands og Ástralíu. — NTB—Reuter. Meir um sumarferðir 8. Þ. M. BIRTI Morgunblaðið greinarkorn fyrir mig, sem var leiðbeining fyrir fólk varðandi sumarferðalög með bifreiðum, um verð á fargjöldum, bæði að því er snertir lengri og skemmri ferðir. Grein þessi var birt m. a. vegna þess að fólki virðist vera ckunnugt um fargjaldamismun í minni og stærri bifreiðum og að það virðist einhvernveginn hafa komist inn hjá almenningi, að fólki væri óheimilt að taka leigu- bifreiðar frá bifreiðastöðvunum til hinna ýmsu staða í landinu. í þessu sambandi tók jeg 3 dæmi til samanburðar um leigu- gjald 5 farþega leigubifreiða ánn- aisvegar og sætagjald í sjerleyf- isbifreiðum hinsvegar. Dæmi þessu voru að sjálfsögðu reikn- Uð eftir gjaldskrá leigubifreiða frá bifreiðastöðvunum í Reykja- vík og gildandi sætagjaldi sjer- leyfisbifreiða. Annar útreikning- ui var ekki lagður til grundvall- ar, enda tilgangslaust, þar sem almenningur á greiðan aðgang að því að fá upplýsingar um leigu- gjald bifreiða hjá bifreiðastöðv- unum. Dæmi þau er jeg benti á í grein minni hafa staðist, enda sett fram í þeim tilgangi einum, uð gefa fólki upplýsingar um verðlag leigubifreiða, bæði minní og stærri bifreiða. í Morgunblaðinu 14. þ. m„ hef- ir stjórn Fjelags sjerleyfishafa hinsvegar sjeð sig „neydda" til þess að „leiðrjetta mjög villandi framsetningu mína í þessu máli" og ,rangar forsendur“, sem jeg hefði viðhaft. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að hjer kemur eng- in „leiðrjetting“ til greina, því allt það er jeg sagði í grein minni vrr rjett með farið, enda augljóst hverjum þeim, sem vill kynna sjer málflutning minn. , Stjórnin gerir samanburð á verði 5 farþega leigubifreiða og 32 manna bifreið, sem tekin er í ÚR DAGLEGA LÍFINU Gömul list VAXMYNDAGERÐ er alda- gömul list. Rómverjar voru frægir fyrir að hafa vaxlíkön af forfeðrum sínum á heimilunum. Á miðöldunum var líka algengt, að dýrlingar væri mótaðir í vax. Salur hinna 33. VIÐ skulum bregða okkur í hús Þjóðminjasafnsins við Melaveg og líta inn í salinn, þar sem ýslenska vaxmyndasafnið, gjöf Óskars Halldórssonar, er íil sýnis. Okkur bregður í brún, bví að þar inni stöndun^. við augliti til auglítís 33 heiðursmönnum, sem í svip sýnast Ijóslifandi. Hendur og andlitssvipur 18 ís- lendinga-og 15 útlendinga mótað- ur í váx. Hæð líkananna er sú sama og fyrirmyndarinnar, vöxt- urinn stældur sem best. Skrautlegir búningar ÞARNA er Napóleon mikli, smár vexti, í fagurgrænum frakka með gullna axlaskúfa. — Hann er í hvítu vesti og buxura, gyrtur sverði. Aftur á móti er húfa og jakki Stalins í Ijósbláum lit, en buxurnar eru dökkar með rauðum Ieggingum. — Þarna er hann Hitler sálugi í stálgráa ein- kennisbúningnum sínum. Marr teinn Lúther er í efnismiklum kufli. Óskaplegt ljúfmenni hefur Edison verið, ef dæma má af að- laðandi brosi hans. Ekkert hnugginn 4UMINGJA Shakespeare fylg- ist víst ekki vel með frjett- unum, því að varla væri hann, svona drjúgur á svip, ef hann vissi, að nú hefur hjer um bil tekist að rýja hann skáldheiðr- inUm, Hvernig ætti svo sem slátr- !ari að geta ort? Andersen var ekki IítiII ÞA, sem hafa talið sjer trú um, að H. C. Andersen hafi verið lítill vexti, rekur vafalaust í rogastans. Hann slagar hvorki meira nje minna en upp í Krist- ján konung X., sem stendur við hliðina á honum. Islensku stjórnmálamennirnir og listamennirnir eru í fötum af sjálfum sjer. í þessum svörtu buxum hefur Jónas sennilega biðlað til kjósenda sinna norður í Þingeyjarsýslu á árunum. I hópi þessa stórmennis er ein kona, Anna Borg. Hún skartar íslenskum skautbúningi. Má ekki þrengja að safninu OAFNIÐ er til húsa í björtum kv sal og vistlegum eins og er. í ráði mun þó að kúldra því í 2 litlar stofur uppi á lofti, þar sem menn verða að smeygja sjer milli líkananna til að velta þeim ekki um koll. Er illt til þess að vita, ef þetta bráðskemmtilega safn fær ekki að njóta sín vegna rúmleysis og verður um leið svipt öllum vaxtarmöguleikum. Liggur í augum uppi, að gestir fá ekki notið líkananna, ef þeir þurfa að vera með nefið alveg ofan í þeim. Auk þess sem birt- an í stofunum tveim kvað vera svo ljeleg, að byrgja verður hana alveg úti og notast við rafmagns- ljós. Of sljettir í r'ndliti EF eitthvað ætti að setja út á líkönin,. þá væri það helst, að andlitin sjeu of sljett og hrukku- laus. Það.er engu líkara en gömlu karlarnir hafi ungmeyjarhörund. sumir hverjir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.