Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 10
r 10 MORGUKBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. sept. 195Í. 1 Framlialdssagan 67 . ,K N BG SABBnrn Skáldsaga eftir Quentin Patrick niiiiiiiiiiiiiiimiii ; Jeg vissi það ekki fyrr hvernig það var, þegar, það er eins og jörðinni sje kippt undan fótun- um á manni. Lengi sat jeg hreyf- ingarlaus og skalf og titraði. Það var aðeins heiíinn sem starfaði og hugsanirnar komu skýrar og greinilegar. Grace hafði skrifað Jerry þetta brjef sarna kvöldið sem hún dó. Og Jerry hafði sýnt n jer annað brjef .... það sem hún hafði skrifað áður um Normu. Jerry hafði vísvitandi sýnt mjer rangt brjef svo að jeg gæti verið hon- um sammála um að það staeði ekkert um sjálísmorð í því. Svo hafði hann beðið Normu að rífa bæði brjefin. Hann hafði vitað hvað Grace ætlaði að gera. Hann hafði vitað að hún hafði arfleitt mig að peningunum. Ef erfða- skráin hefði Verið úrskurðuð lög elta ykkur. Jeg náði blaðinu frá Jerry inni á verkstæðinu. Jeg vissi að það var dauðadómur hans. Það var þess vegna sem jeg kom ekki upp nokkru orði, þegar jeg settist upp í bílinn. Jeg ætlaði að keyra þig aftur heim á skólann og reyna að út- .skýra allt fyrir þjer. En þú fleygðir þjer út úr bílnum áður en jeg vissi af Þá skildi jeg að þú hjelst að jeg væri morðinginn". rlödd hans var orðin hás, en hann hjelt áfram: „En ennþá verra hefði verið að þurfa að segja þjer að það var Jerry sem var morð- inginn. Þess vegna snjeri-jeg ekki við, Lee. Jeg var huglaus, jeg þorði það ekki. Jeg sendí i stað þess næturvörðinn upp og bað hann að keyra þig heim í mínum bíl. Jeg helt að þú hefðir ekki meitt þig og mjer datt ekki í hug að Jerry mundi reyna að fyrir- leg hefði jeg fengíð peningana og hann hefði fengið mig. Það er i fara sjer1'. að segja ef ekki hefði komist upp ) >,En nú er hann dáinn. Jerry um sjálfsmorðið. Hann varð að j dáinn og hann taldi mjer trú um að hann elskaði mig .... en í stað þess....“. „Nei, það er ekki satt“. Steve tók um báðar hendur mínar. „Reyndu að skilja það, Lee. Jerry sagði mjer allt. Ein ástæðan fyr ii því að hann játaði allt fyrir myrða Normu, vegna þess að hún gat komið upp um hann. Hann hafði myrt hana og íarið með rnig út að gosbrúnninum til að fá vitni. Hann hafði notað mig. Hann hafði talað við mig um ást og allan tímann hafði hann vitað hvað lá í gosbrunninum. Það var j mjer í stað þess a* fara til lög- hann sem hafði ’gert allt, það,! reglunnar, var að hann vildi að sem jeg í huganum haíði ásakað Steve um. Það var ekki Steve sem hafði setið í bílnum sem ók á trjeð. Mjer hafði skjátlast. Jeg hafði verið göbbuð .... og það á þann hryllilegasta háít. Mjer stóð á sama um allt og alla nú .. úr því Jerry hafði leikið mig þannig. Og Jerry var dáinn. Jeg heyrði ekki þegar Steve kom ínn. Jeg vissi ekki að hann var inni í herberginu fyrr en hann stóð fyrir framan mig og horfði á mig dökku augunum sc-m sögðu svo miklu meira en nokkur orð gátu sagt. Hann tók brjefið úr höndum mínum og reif það í tætlur. „Þú mátt ekki trúa þessu öllu, Lee“, sagði hann lágt. „Hverju sem þú trúir, þá er það ekki nema hálfur sannleikurinn. Þú skalt heldur ekki halda að það sje eins slæmt eins og það virð- ist. Jerry sagði mjer allt. Hann vildi segja mjer það en ekki lög- reglunni. Hann vissi að Trant hafði skilið allt. Þess vegna bauð hann Jerry hjálp sína. Og þess vegna játaði hann loks allt. Jeg horfði á Steve án þess beinlínis að sjá hann. , Er hann dáinn?“ Hann kinkaði kolli og hjelt svo áfram. „Mig grunaði að hann mundi gera eitthvað slíkt. Jeg sagði Trant það ekki. Mjer fannst best að Jerry fengi að gera það sem hann vildi. Jeg skal segja þjer hvað skeði í bílageymslunni í morgun. Ilann vissi að þú mund- ir finna síðasta brjefið frá Grace .... í skólablaðinu. Og þá vissi hann að hann hafði tapað. Hann gat ekki haldið áfram að gabba þig og þá .... þá reyndi hann að binda endi á líf sitt. Það var hann sjálfur sem læsti sig irmi í bíla- ' verkstæðinu og setti bílmótor- í inn í gang. Hann vildi losna við , þetta allt“. I Jeg komst að því að jeg gat bæði hugsað og talað, rjett eins og hjarta mitt væri ekki brostið. „Og varst það þú sem eltir okk yr?“ i „Já, Trant vissi allt þegar í nótt. Hann var hræddur um að eitthvað kynni að koma fyrir þig og bað mig að gæta þess að þú stofnaðir þjer ekki í hættu. Hann sagði mjer líka frá brjeíinu og sagði að Jerry mundi sjálfsagt gera það sem hann gæti til að ná því, ef það var ennþá tiL Og svo hringdir þú um miðja nóttina. Mjer fannst leiðinlegt að þurfa að njósna um þig, en jeg varð að jeg segði þjer það. Grace leiddi hann í mikla freistingu. Hann var ekki nógu sterkur til að standa á móti. En hann elskaði þig. Honum var það bara ekki ljóst fyrr en um seinan". „En hann sveik mig og gabb- aði mig“, sagði eg. „Ekki í aðalatriðunum, Lee. Hann gabbaði þig þegar hann sýndi þjer gamla brjefið frá Grace á sjúkrahúsinu. Hann hufði veikar hliðar í eðli sínu og þess vegna reyndi hann fyrir hvern mun að fá tryggingarfjeð. Peningar eru mikils verði í líf- inu. Og þegar hann var einu sinni kominn út á hina hálu braut, var engin leið til baka. Norma sýndi honum hraðbrjefið á dansleikn- um. Hún var fokreið og reiðu- búin til hvers sem vera skyldi. Hún hafði komist að því að Grace mundi sjálf hafa skrifað brjefið og að öllum -Mkindum framið sjálfsmorð. Hún vissi líka hvernig háttað var um trygging- arfjeð. Hún ásakaði Jerry fyrir að hafa visvitandi sýnt henni rangt brjef og fengið hana til að rífa brjefið þar sem Grace sagð- ist ætla að fyrirfara ser. Hún skildi allt. Og loks sagði hún nokkuð sem var mikið áfall fyrir Jerry. Hún sagðist ekki hafa brennt brjefið. Hún vildi ekki segja hvar það væri, en hún ætlaði að fara með það til lög- reglunnar. Þá myrti hann hana. Hann hjelt að hún væri sú eina sem gat sannað nokkuð gegn hon um.“ Við sátum þegjandi góða stund. Það var farið að rigna úti. „Þetta sagði Jerry mjer“, sagði hann loks. „Hann vildi að þú fengir að vita allt og hann bað roig að segja þjer að þjer væri betur borgið án hans. Hann sagði að í rauninni hefðir þú aldrei elskað hann.... ekki þann raun verulega Jerry. Þjer þætti aðeins vænt um endurminninguna af honum eins og hann var þegar hann var barn.....Áður en allt þetta illa skeði og hann breytt- ist. Hann sagðist vona að þú gleymdir honum“. „En jeg mun aldrei gleyma honum. Jeg get aldrei gleymt því að lífið gtur verið þannig." Steve var fölur. Jeg skildi að honum leið alveg eins illa og mer, „Maður á aldrei að segja aldrei, Lee“, sagði hann lágt. „Jeg skil að þjer finnist núna öllu vera lokið. En sá dagur kemur að þetta verður ekki svo þungbært. Og ef .. ef þú þarft nokkurn tím- an á hjálp að halda, þá mannstu kannske það sem jeg sagði við þig I gær. Jeg bíð .... og jeg mun alltaf bíða þín.“ Hann dró mig dálítið nær sjer. Hendur hans lukust fast um hend ur mínar, Og þótt undarlegt mætti virð- ast, datt mjer um leið í hug það sem Trant hafði sagt nokkrum mínútum áður. Maður getur haldið að maður sje ástfanginn, þegar maður að- eins heldur fast við gamlar end- urminningar. Ástin getur breyst íiá degi til dags. Manni er næst- um allt mögulegt .... þegar mað ur er ungur og vill. Og jeg fór að velta því fyrir mjer.... SÖGULOK. ARNALESBOK yUcvguzólaðsins * SIMONARNIR SJO Gömul rússnesk þjóðsaga Þetta voru myndarlegir piltar, búnir snjóhrntum skyrtum, og þeir voru svo líkfr hver öðrum, að það var ómögulegt að þekkja þá í sundttr hvem frá öðrum. Þeir sátu £ skugganum af trjenu og borðuðu hádegisverðinn, rúgbrauðshleyf og fulla könnu af tæru góðu uppspretfuvatni, — Heyrið þið. Hver á þennan akur, með þessu gullna hvelti? — Við eigum hann, svöruðu piltarnir sjö í einum kór. — Víð höfum plægj...hann og sáð hveiti í hann. — Og hverjir eruð þið og hvaðan? — Við erum þegnar Douda konungs hins góða. Við erurrfhræð- ur og heitum allir Símonar. Riddarar kóngsins sneru við og tóku bræðurna sjö í fylgd með sjer, svo að kóngurinn gæti sjálfur rætt við þá. Kónginum geðj- aðist að bræðrunum, hann talaði vingjarnlega og spurði þá hverra manna þeir væru. — Við erum komnir af venjulegu fátæku bændafólki, sagði fyrsti Símoninn. Við erum allir albræður. Faðir okkar kenndi okkur að biðja til Guðs og þjóna kóngínum með trygglyndi, að greiða skattana til ríkisins á rjettum gjalddögum. Svo kenndl hann okkur að rækta jörðina og sagði: — Ef þið eruð ekki latir og ef þið plægið akurinn á rjettan hátt og sáið korninu á rjett- um tíma, þá mun moldin gefa ykkur rjettmæt laun.. Hún mun gefa ykkur gott brauð til að nærast af meðan þið lifið og þegar þið þreytist á gamalsaldri, þá mun hún taka við ykkur og gefa ykkur mjúka hvílu. Faðir okkar 3agði okkur sömuleiðis að læra SXflCT Shampoo /' „Exact“ hreinsar öli óhreinindi og offitu úr hárinu. En hvort tveggja er skaðleg't heilbrigði hársins og fegurð. „Exact“ stöðvar hárlos og örvar hárvöxtinn. „Exact“ er 100% öruggt gegn flösu, er ávallt veldur hárlosi og skalla, ef ekki er við gert í tíma. „Exact“ hefur verið heilt ár til alhliðareynslu hjá fag- manni og mælir hann mjög eindregið með því. . Nokltrar konur, sem notað hafa „Exact“ segja, að mjög gott sje að leggja hárið eftir „Exact“-þvott. „Exact“-þvoið ávallt hár yðar. Það tryggir því lengri lífdaga. — Smásöluverð: 200 gr. 10,00, 250 gr. 12,00, 500 gr. 20,00. Sent gegn póstkröfu um land allt. Rakara- og hárgreiðslustofur leiti sjertilboða. * Pantanir- verða afgreiddar í þeiri röð, sem þær berast. Aðalsöluumboð: ELMARO, pósthólf 785, sími 7057, Rvk. Lóðin við Holtsgötu nr. 19 IIJER í BÆ ER TIL SÖLU Tilboðum sje skilað til undirritaðra fyrir 22. þ. m. SVEINBJÖRN JÓNSSON & GUNNAR ÞORSTEINSSON hæstarjettarlögmenn. Tvær nýjar kjallaraíbúðir T I L S Ö L U Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorláks sonar og Guðmundar Pjeturssonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. Rafmagnstakmörkun STRAUMLAUST VERÐUR KL. 11—12 Miðvikudag 19. sept. 5 hluti: Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallars\’æðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Fimmtudag 20. sept. 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. Föstudag, 21. sept, 2. hluti: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegí, Árnes- og Rangárvallasýslur. Mánudag 24. sept. 2. hluti: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugamesið að Sundlaugarvegi. Árnes- og Rangárvallasýslur. Þriðjudag 25. sept. 3. hluti: Hlíðamar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. Miðvikudag 26. sept. 4. Iilutí: Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrsetis, Tjamargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo mikiu leyti, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.