Morgunblaðið - 18.04.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.1952, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. apríl 1952 11 r i\ ‘ *1 í MORGUNBLAÐIÐ Áfiræðurs Böðvar Bjaraason presfur SÉRA BÖÐVAR Bjarnason præp.' hon. fyrrum sóknarprestur að Hrafnseyri og prófastur í Vestur- ísafjarðarprófastsdæmi er átt- ræður í dag og kom mér því til hugar að minnast þessa þekkta kenni- og fræðimanns á opinber- um vettvangi og vænti ég að séra Böðvar taki viljann fyrir verkið. Við sr. Böðvar höfðum þekkzt í nokkur ár. Á annan páska- dag heimsótti ég hann í Lands- spítalann, en þar hefur hann leg- ið sjúkur af innvortis meinsemd, er læknar hafa náð burt, og virt- ist mér sr. Böðvar þá á góðum batavegi. Séra Böðvar Bjarnason er fæddur 18 apríl 1872 á Reykhól- um í Reykhólasveit. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni bóndi á Reykhólum Þórðarson bónda í Belgsholti í Melasveit og víðar, Steinþórssonar, og seinni kona hans Þórey Kristín Ólína Páls- dóttir bónda ’á Reykhólum Guð- mundssonar. (Albróðir Þóreyjar konu séra Eyjólfs Kolbeins á Staðarbakka). Eru þær ættir þekktar og þjóðkunnar. — Séra Böðvar var einn í hópi hinna mörgu efnilegu stúdenta, sem ýtskrifuðust úr Lærða skólanum í Reykjavík 30. júní 1897, em kandídat í guðfræði úr Presta- OREME SHAMPOO Oddný Guðbjörg DRENE er sennilega heim®- ins vinsælasta og mest not- aða hárþvottaefni. DRENE fæst í þrem stærð- um. — DRENE er einmitt það sem hentar yðar hári bezt. Umboðsmenn: Sverrir Bernhöít h.1 skólanum varð hann 16. júní 1900. Honum var veitt Hrafns- eyri 27. ágúst 1901 og vígður 13. apríl 1902 og átti hann þannig 50 ára vígsluafmæli nú á páskadag, á hátið upprisunnar og lífsins. Lausn fékk séra Böðvar frá embætti 21. maí 1941 frá fardög- um að telja og var þannig nærri 40 ár prestur á Hrafnseyri. Síðan ’hefur hann dvalið hér í bænum. Séra Böðvar var prófastur í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi um skeið. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragnhildur Teitsdóttir gullsmiðs og veitinga- manns á Isafirði. Þau slitu sam- vistir 1913. Börn þeirra: Bjarni, Einar, Guðrún, Þórey Kristín Ólina, Sigfús Ágúst. — Síðari kona séra Böðvars er frú Mar- grét Jónsdóttir frá Keldudal. Börn þeirra: Baldur, Bryndís, Baldur (f. 6. nóv. 1924). Greinark’orn þetta á éingöngu að verða afmæliskveðja, en ekki æviminning. Mér hefur verið sagt af kunn- ugum að Hrafnseyri hafi verið vel setínn aí honum. Var þess nauð- syu, því fjölmenni var á staðnum oft og einatt eins og siðvenja var á prestssetrum fyrr, enda þá hægara um vik á ýmsa lund hvað búskap snerti og annað, sem við- kom sveitastörfum. Auk þess var Hrafnseyri lengi skólasetur í tíð séra Böðvars. Þegar séra Böðvar Bjarnason var sjötugur fyrir 10 árum (18. apríl 1942) mun hans hafa verið minnst í dagblöðum bæjarins af kunnugri mönnum en mér og einnig er hann var 75 ára í Kirkjublaðinu, enda er hann fyr- ir löngu þjóðkunnur maður að verðleikum. Munu fjölmargir | hugsa hlýlega tíl hans nú á þess- I um heiðursdegi hans og • óska honum blessunar Guðs. Um trúarskoðanir séra Böðv- ars er mér ekki kunnugt af öðru en því, er ég hefi lesið eftir hann. Hygg ég, að hann sé laus við allt ofstæki á sviði trúmála og ann- ara mála, sem ofarlega eru á baugi. „Sínum augum lítur hver á silfrið." Sérhver verður að fyigja eigin sannfæringu sér- hverju sinni. Skoðanir eru auka- atriði, ef menn eiga hugsjónir að berjast fyrir. Vænti ég þess, að aldurinn verði séra Böðvari ekki úr þessu þyngri en orðið er og að hann öðlist bót meina sinna. Óskum vér samferðamennirnir á lífsleið- inni þeim hjónunum heilla og blessunar með einlægum sumar- óskum. (Rítað á annan páskadag 1952). Ragnar Benediktsson. Fædd 23/12 1903 Dáin 8/4 1952 ILASTYRKIR KVEÐJA FRÁ SYSTURBÖRNUM Þinn er liðinn lífsins dagur leiðir okkar skiljast hér. Rís í eilífð unaðsfagur æðri heimur móti þér. Frjáls á þroskans fögru brautum frelsarans við dýrðarstól, sál þin lifir laus frá þrautum lauguð Drottins náðarsól. Auðug varst af ást og mildi öðrum gafstu perlur þær, hjálparfúsa höndin vildi hlúa að okkur, frænka kær. Fundum blessun frá þér streyma, fögur dyggð í störfum bjó. Hreina göfgi hafði að geyma hjartað sem á bak við sló. Þína minning blessun bjarta biðjum Guð að launa nú, gæðin öll sem gafstu af hjarta, góða frænka, mild og trú. Ástúð þín sem aldrei gleymist eins og fagur geisli skín í okkar hjörtum ávallt geymist yndislega myndin þín. Herra ritstjóri. ÝMS blöð eru alltaf annað slag- ið að hnýta í þá opinberu starfs- mepn, sem fá endurgreiddan meiri eða minni hluta bifreiða- kostnaðar síns með hinum svo- kölluðu „bílastyrkjum". Menn, sem eru þessa „styrks“ aðnjót- andi eru svokallaðir „gæðingar" viðkomandi yfirvalda og því taldir vondir menn af andstæð- ingunum. Þeir menn, sem fá endur- greiddan bifreiðakostnað sinn eru yfirleitt með 40—55 þús. kr. í árslaun hjá viðkomandi fyrir- tækjum, og ef þeir eru í t. d. verkstjórastöðu, verkfræðistarfi eða öðru eftirlitsstarfi og- hafa umsjón meíj vinnu á mörgum stöðum, liggur það í augum uppi, að það má nýta æði betur af- kastagetu slíkra manna með því að þeir hafi farkost til að flytja sig á milli vinnustaða. Ef t. d. viðkomandi maður afkastar 30— 40% meira með bíl en án bíls væri sanngjarnl að greiða hon- um 12—22 þús. kr. á ári í „bíla- styrk“, ef hann legði sér til bíl sjálfur. Þeir „bílastyrkir“, sem hið opinbera hefur greitt undan- farið er allt frá ca 2000—13000 kr. eftir mati. „Bílastyrkir" sem þetta eru sannarlega ekki neinn bitlingur fyrir ,,gæðinga“, því að reksturskostnaður bíla er yfir- leitt verulega mikið fyrir ofan þessar tölur. Þessi til staðfest- ingar skal bent á, að reksturs- kostnaður bíla er skv. skýrslu nefndar valdri af verkfræðingum bæiarins, sem hér segir: » I, WIUOW í 09' T AMIoírwiAlmoMjOH beasity söw sem flestir biðja um. Ódýr — en góð og (Irjúg. Fyrsta Islandsméitð í málanna FYRSTA íslandsmótið í körfu- knattleik hefst 21. þ. m. og lýkur 29. þ. m. Til þessa fyrsta íslands- móts í þessari íþróttagrein hafa sex félög látið skrá sig til j keppni, Ármann, ÍFK, Háskólinn, | ÍBV og ÍR og hið nýstofnaða í- j þróttafélag starfsmanna á Kefla- víkurflugvelli. Á mótinu er keppni um bikar, sem starfsmenn Lookhead félags- ins á Keflavíkurflugvelli gáfu í fyrra. Fór fram keppni um hann ; Qg sigruðu ÍR-ingar. Þrír leikir verða leiknir hvert kvöld, en mótið fer fram að Há- logalandi. IMýtt da^heimiii opnað 2. maí í Vesturborg. — Umsóknir sendist for- stöðukonunni fyrir 22. þ. m., sími 4899. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF Framh. af bls. 9 skiptir í tvö horn með vitastærð- ir hjá nágrannaþjóðunum. Stóru vitarnir eru stærri en okkar vit- ar flestir, en langflestir minni, sérgtaklega er þetta áberandi í Noregi, og veldur þar um auð- vitað hvernig strönd þeirra er, skerjótt og vogskorin, svo að siglingaleiðir verða þröngar og krókóttar, og því þörf margra vita en smárra. Vitakerfið og fyrirkomulag þess verður auðvit- að að laga sig eftir ströndinni og þeim siglingum, sem þar fara fram. Sem algerða mótsetningu við rorsku strendurnar, má t. d. taka vestmströnd Jótlands, þar sem hafnleysur eru á löngum svæð- um. Þar eru vitarnir strjálir en stórir og ljósmiklir (upp í 8 millj. H.K.). Hvorttveggja þetta er til bjá okkur. Suðurströnd íslands má vel bera saman við vestur- strönd Jótlands, og t. d. Aust- firðina við suma hluta norsku strandarinnar, og þá kemur í ljós hjá okkur nákvæmlega sami munurinn og þar: Fáir stórir vit- ar á suðurströndinni og margir litlir á AusLjörðum. Um neina fasta reglu hvað sne’rtir stærð vitanna getur því ekki verið að tala. sem gildi alls staðar. Aftur á móti virðist mér einsýnt, að raflýsing stærstu vit- anna og aukning radíóvitanna , hér verði tekin upp eins og ann- ars staðar, sérstaklega þar sem rafmagn er fáanlegt frá bæjar- neti eða öðrum rafveitum. Gas- vitarnir eru annars, í einu og öðru formi, enn þeir langalgeng- ustu eins og hjá okkur og er ekki að sjá, að á því verði nein veru- leg breyting á næstunni. eða 12—17000 kr., ef miðað e«* við seinni upphæðina. Eftir eru þá 17—23 þús. kr., sem þeir eiga. að fá endurgreitt af bifreiða- kostnaði sínum miðað við um 18.000 km akstur alls. Oft er það svo að menn dútla. meira og minna sjálfir við við- gerðir á bifreiðum sínum, og geta þannig með herkjum haldifS reksturskostnaði þeirra það langt niðri að „bílastyrkurinn" nægi fyrir daglegum nauðþurftura bílanna. Þetta eru oft fátækiir menn, sem hafa á einn eða ann- an hátt getað aurað sér saman fyrir bíl og langað til að geta átt hann. Úr því þeir eru svo> komnir á „bílastyrk“ verða þeir bundnir af honum og standa slyppir og snauðir, þegar bíllina er orðinn ónýtur, því að þeir eiga þá ekki fyrir kaupverði annars bíls í stað þess ónýta, vegna þess að „bílastyrkurinn** hefir ekki verið nægilega hár til að nægja fyrir afskriftum. Mér er kunnugt um að svona hefir þetta gengið til með einn af virðulegustu og samvizkusömusta embættismönnum Reykjavíkur- bæjar svo að þessi orð em ekki sögð út í loftið. Áróður andstæðinga stjórnar- valda ríkis og bæjar missir þvi gersamlega marks þegar verið er að tala um „bílastyrki“ sem ein- hvers konar kaupuppbót til „gæð inga“ viðkomandi stjórnarvalda. Af ofannefndu er auðsætt að endurgreiðsla bílkostnaðar er yf- irleitt allt of lág og fyrir henni er bæði meiri og betri grund- A. Amerískur bíll, verð 70.000 kr. Laus gjöld (háð kílómetratölu) miðað við 18.000 km. á ári, viríf- ist vera meðalakstur skv. reynslu. ' t Bensín og olíur 19 1/100 km ...................... 5.380 kr. { Viðhald (skv. uppgjöri 1951 kr. 0,76 km) ........ 13.700 —• | •----------------------- I 19.080 kr. J Föst gjöld: { Rentutap af stofnkostnaði 6% •%-70.000 .............. 2.100 kr. J Skattar og tryggingar um ........................... 2.000 —• j Bilskúrsleiga 100 kr, á mánuði ....................... 1.200 —- j Afskriftir 20% af 70.000 .......................... 14.000 — 19.300 kr, j Samanlagður kostnaður er því um kr. 38.000. { •1 B. Evrópubíll, verð 50.000 kr. Laus gjöld, háð kílómetratölu miðað við 18.000 km. á ári. > Bensín og olíur 10 1/100 km ................... 2.980 kr. J Viðhald (skv. uppgjöri 1951 kr. 0,97 km)........... 17.500 — [ --------------:--------- I 20.480 kr. ] Föst gjöld: Rentur af stofnkostn. 6% af %-50.000 .......... 1.500 kr. j Skattar og tryggingar um............................ 1.500 —■ j Bílskúrsleiga 100 kr. á mánuði ..................... 1.200 —• í Afskriftir 20% af 50.000 ....................... 10.000 — Samtals eru þetta um 35 þús. krónur. 14.200 kr. } i Af þessum upphæðum eiga [ völlur en t. d. fyrir húsaleign- ,menn svo að sjálfsögðu að styrkjum og útsvarseftirgjöfura greiða sinn einkaakstur, sem get-| ráðandi manna í bæjarfélögum í ur verið 6000—9000 km á ári, nágrenni Reykjavíkur. X. , ■ V* ennismiður óskast Upplýsingar gefur Gunnar Vilhjálmsson hjá h.f. Egill Vilhjálmsson. — Síjai 81812. £ LITIÐ EINBYLISHIJS vel byggt, með öllum þægindum og 900 ferm. ræktaðrl lóð, til sölu í Kópavogi. Einar Ásmundsson hrl., Tjarnqrgötu 10. Sími 5407. Viðtalstími 10—12 f. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.