Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1953, Blaðsíða 8
8 MO RGUIS BLAÐIÐ Föstudagur 17. iúlí 1953 wMá Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. S S UR DAGLEGA LIFINU f^eter fJownóend Fjárh&gsráð og örlög þess Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis- flokksins s.l. vor var afstaða flokksins til fjárfestingarmála m. a. mörkuð með svohljóðandi sam þykkt: „Fundurinn lítur svo á, að tímabært sé að leggja fjórhags- ráð niður í núverandi mynd og afnema jafnframt allt fjárfest- ingareftirlit og felur miðstjórn og þingmönnum flokksins að vinna að því, að svo verði gert. En að því leyti, sem nauðsynlegt þykir á hverjum tíma að tak- marka fjárfestinguna, þá sé það aðeins gert með lánastarfsemi bankanna.“ ★ Sjálfstæðismönnum, þing- mönnum þeirra og öðrum for- vígismönnum, er það áreiðan- lega bæði ljúft og skylt að vinna að því, að þessi fyrir- mæli landsfundarins verði framkvæmd hið allra fyrsta. Það er skoðun þeirra að yfir- drottnan nefnda og ráða yfir framtaki einstaklinga sé ævin lega neyðarúrræði og oftast til hins mesta tjóns, ekki að- eins fyrir hvern þann, sem i einhverjar framkvæmdir vill ráðast heldur fyrir þjóðar- heildina. Um það verður varla deilt, að enda þótt mætir menn hafi skip- að fjárhagsráð hefur tilvist þess stundum verið heilbrigðu fram- taki fjötur um fót. Er óþarfi að rekja þá sögu enda skiptir for- tíðin í þessum efnum ekki mestu máli, heldur líðandi stund og komandi tímar. Að sjálfsögðu verður þessi þjóð í framtíðinni eins og hingað til að miða framkvæmdir sínar við getu sína. Það er því hinn mesti misskilningur, að með af- nárrii fjárhagsráðs muni verða kleift að ráðast í einu vetfangi í allar þær framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru. Hinu ber ekki að neita, að eins og nú er komið er þess engín þörf að hafa ser- stakt ráð starfandi til þess að hafa eftirlit með fjárfestingunni. í fyrsta lagi er slíkt eftirlit t.d. með byggingu íbúðarhúsa alger- lega óþarft. Slík byggingarstarf- semi takmarkast fyrst og fremst með lánastarfsemi bankanna og getu einstaklinganna. Eftirlit með fjárfestingu í stærri stíl er auðveldlega hægt að framkvænria innan einhvers ráðuneytanna, að svo miklu leyti sem þess kynni að vera þörf. ★ Hér ber því allt að sama brunni. Næsta Alþingi ber að af- nema lagaákvæðin um fjárhags- ráð. Því fyrr sem þau eru af- numin því betra. Við íslendingar verðum svo að venja okkur af of- trúnni á ráð og nefndir, skrif- finnsku og umbúðastefnu. Það hefur allt of oft verið gripið til þess að leysa ýmis vandamál með því að setja á laggirnar nýja nefnd, sem átt hefur að hafa vit fyrir einstaklingunum og þjóð- inni í heild. Að því hefur ekki verið gætt sem skyldi, að það er oft einmitt framtak einstaklings- ins, hugkvæmni hans og reynsla, sem líklegust er til þess að ráða niðurlögum erfiðleikanna, er þeir steðja að. Það er því hin mesta helmska að byrja á því, að reyra allt einstaklingsframtak í fjötra þegar þjóðin mætir vandkvæð- um. áratuga sannar það líka, að það er framtak einstaklingsins, sem mestan þátt á í hinum mörgu sigrum, sem unnizt hafa, öflun fullkomnari tækja og sköpun betri lífskjara. Hið opinbera á að greiða götu einstaklinganna, bæta aðstöðu þeirra til þess að njóta hæfileika sinna og verða sjálfum sér og þjóðarheildinni að gagni. ★ Að þessu takmarki vil.ja Sjálfstæðismenn vinna. Það er þeirra skoðun, að þess fleiri sjálfstæðir einstaklingar, sem mynda hið íslenzka þjóðfélag, þess fullkomnari verði það og færara um að skapa öllu ís- lenzku fólki öryggi um af- komu sína. Það er skoðun þeirra að frelsið örfi þróunina og skapi þroskavænleg skil- yrði fyrir gróandi þjóðlíf, efnalega og andlega. Baráttan gegn ofurvaldi nefnda og ráða, höftum og hömlum á einstaklingsfram- takinu og samþjöppun alls valds í höfuðborginni er þess vegna nauðsynlegur þáttur í baráttunni fyrir framförum og umbótum í landinu. Sjálf- stæðismenn munu halda þeirri baráttu áfram þar til hún hefur borið tilætlaðan árangur. Athyglisverð samvinna í SAMTALI, sem birtist hér í blaðinu í gær við formann danska vinnuveitendasambands- ins, var skýrt frá þvi, að í Dan- mörku hefði vinnuveitendur og verkamenn stofnað með sér sam- vinnunefndir innan einstakra starfsgreina, verksmiðja og fyrir- tækja. Ættu sæti í þeim fulltrú- ar beggja aðilja og væri það hlutverk þeirra, að ræða og taka til athugunar allt, sem snerti rekstur fyrirtækisins, t.d. skipu- lagningu vinnutímans, heilbrigð- isráðstafanir á vinnustöðum og öll atriði, sem varða aukningu framleiðslunnar og geta stuðlað að vaxandi arði hennar til hags- bóta fyrir báða aðilja. Þessi samvinna verkamanna og atvinnurekenda hefur gefizt mjög vel í Danmörku, sagði for- maður vinnuveitendasambands- ins. ★ Hér er vissulega um að ræða athyglisvert atriði, sem við íslendingar mættum gjarnan gefa gaum. Hér ber nauðsyn til þess, að gera ráð- stafanir til þess að tryggja bætta sambúð vinnuveitenda og verkamanna. Verkföll hafa oftlega bakað báðum að- iljum og þjóðinni í heikl mik- ið tjón hér á landi. Við þurf- um að stuðla að eflingu vinnu friðarins, finna Ieiðir til þess að skapa sem ríkasta sam-' ábyrgð stjórnenda atvinnu- j tækjanna og verkamann- anna, sem við þau starfa. — Samvinnunefndirnar hafa í Danmörku reynzt mjög vel. Vel má vera að innan ein- j stakra starfsgreina og stærri fyrirtækja hér á landi gætu þær einnig orðið að gagni. — Margrét prinsessa. PFrr,T7'R TOWNSEND er nafn sem skyndilega og óvænt er nefnt á forsíðu blaða um heim all an. Fyrir fáum dögum var þetta nafn aðeins á vörum fárra manna innan brezku konungshirðarinnar. I dag er það almennt umtalsefni — án þess að sá, sem nafnið á og hin unga prinsessa geti tekið þátt í umræðunum. 1 dag veit almenningur um heim allan að Peter Townsend, hinn ungi hirðmaður, var á dögunum skipaður fulltrúi við sendiráð Breta í Belgíu, vegna þess að hann má ekki eiga systur Elísabetar Englandsdrottningar. UM síðustu helgi voru brezku blöðin full af frásögnum um þetta ihjónabandsmál. — Þau spurðu með stórum fyrirsögnum: „Ef þau vilja eigast, hvers vegna ætti þá að stía þeim í sundur?" Og eitt blaðið cfnir til skoðana- könnunar meðal lesenda sinna um málið. En aðalpersónur leiksins — Margrét prinsessa og Townsend — fá ekki að skýra mál sitt sjálf. Peter Townsend átti að fylgja Drottningarmóðurinni og Margrétí í heimsókn þeirra til Rhodesíu. En á síðustu stundu fékk hann skipun um að vera í fylgdarliði Elísabetar drottningar og Philips hertoga til Norður-írlands. Með- an hann var í þeirri ferð, barst honum embættisskipunin til Belgíu. Var afráðið að hann færi daginn áður en von er á mæðgun- unum heim frá Afríku. eiótehucji / V/ar^rétar ÍJretlandóprinóeóSu Townsend voru gefnar, hefðu endalok baráttunnar yfir Lundún- um ef til vill orðið öðruvísi. Stríðinu lauk og Townsend var „ein af hetjum loftsins". — Hann var skipaður hirðmaður. Konurn- ar sögðu að hann væri „hættuleg- ur“. Hann ávann sér virðingu allra. Hann varð mjög fljótt góð- kunningi Georgs VI. Bretakon- ungs, hann varð uppáhald Drottn ingarmóðurinnar m. a. fyrir það að hann lærði Canasta á 1 sólar- hringum og kenndi konungsfjöl- skyldunni brezku spilið, hann varð einn af beztu vinum Elizabetar, núverandi drottningar — og síð- ast ep ekki sízt — var hann jafn- an reiðsögumaður Margrétar prinsessu. — AÐ byrjaði með að hann flaug flugvélum hennar. Hann reið Peter Townsend. út á morgnana með henni, og það féll í hans hlut að sjá kvikmyndir og leikrit, áður en konungsfjöl- skyldan fór til skemmtananna, og fullvissa hið tiginborna fólk um að myndin og leikritið væri þess virði að það yrði viðstatt sýningu — og hann fylgdi Margréti prinsessu einnig er hún skemmti sér á næt- urklúbbum. Framh. á bls. 12 VeLl andi ibri^ar: H Saga framfarabaráttu síðustu Það er fyllilega athugandi. VER er þessi Peter Townsend, sem allur heimurinn talar um? Og hvers vegna má hann ekki kvænast Margréti prinsessu? Peter Townsend á að baki sögu, sem segja má að hafi byrjað í lít- illi æfingaflugvél, þegar hann var 19 ára, og þessi saga nær hámarki meðan á hinum miklu loftárásum á London stóð, er hann eitt sinn var í orrustuvél sinni í fyikingar brjósti 12 Hurricane-flugvéla, er réðust gegn 250 þýzkum árásar- flugvélum. Hann skaut sjálfur niður 3 hinna þýzku flugvéla — og síðan gerist saga hans á hin- um sögufrægu stöðum, Balmoral kastala og Windsor meðal brezku konungshirðarinnar. Hér er það sem saga hans hættir að vera eins og kvikmyndahandrit í Holly- wood — hann fær ekki prinsess- una og verður að fara til Brussel. TOWN'SEND er 38 ára gamall, fæddur í Indlandi. Faðir hans var offursti í brezka hernum. — Townsend á 3 bræður og 3 systur. Hann hlaut menntun sína í Hailey bury menntaskólanum. Siðan fór hann í flugherinn og varð strax „voðalegur“ flugmaður. — Hann kom fljúgandi og lenti á akri við býli móður sinnar og drakk hjá henni morgunkaffi. Og síðan kom stríðið — og það sem áður hafði verið leikur hjá Townsend varð nú bláköld alvara. Bretar fóru á 1 flugvél móti 10 þýzkum — og ef brezki flugherinn hefði ekki átt nokkra menn með taugar eins og Þeir lokka laxarnir. EIN af dásemdum sumarsins er laxveiðin fyrir þá, sem hafa hug á þeirri ágætu íþrótt. Ágæt segi ég hún sé, þótt sumum þyki ef til vill hlálegt að sjá atorku- og hugmenn standa dægrin út i beljandi straumröst án þess að verða varir. Þeir hafa þá ekki alltjent mikið fyrir sinn snúð, enda er laxveiðin dýr íþrótt. — Það hefir verið reiknað, að kg í laxinum hafi kostað veiðimenn- ina upp í 30 krónur í fyrrasum- ar, og er þá ekki gert ráð fyrir öðrum kostnaði en veiðileyfinu. Einn sprettharður. En lífið yrði skrýtið, ef við mætum öll gæði þess í skilding- ' um. Við skulum því hreinskiln- ' islega viðurkenna, að laxinn hafi I til síns ágætis nokkuð fleira en vera magafyllir veiðimannanna. ' Einmitt þessir menn, sem með ' ótrúlegri þolinmæði bíða eftir að bíti á, mundu sitja heima, ef hinn sprettharði lax lokkaði þá ekki og seiddi til sín. Þar með sláum við föstu ágæti laxveiðanna. Orðtök, sem eru að hverfa. íí W sent mér greinar- II O gott bréf um mál, sem hér i hefir áður borið á góma. | „Góði Velvakandi. Viltu lofa meðfylgjandi skýringu fljóta með í umræðunum um orðtökin að bera út og bera niður? Þessi orðtök, sem raunar eru stytting úr öðrum lengri, voru oft notuð nær því í sama mund, en ekki eru þau sömu merking- ar. — , Að bera út var að taka til orf- ið, slá ljáinn fastan í orfhólkana, bera út úr húsi og reisa þr.ð upp við bæjarvegg. Var þá oft eftir eitthvert vik að vinna í bæ eða utan áður en orfið eða orfin voru tekin í hönd til að bera niður ljáinn í gras og byrja að slá. Greinarmunur. IBÁÐUM orðtökunum er stytt- ing: Bera út — (úr húsi) orf- ið með ljánum tilbúið til sláttar. Að bera niður — Ijá í gras og hefja slátt. Sæist orf með ljá reist upp við vegg, en þó enginn sleginn blett- ur við bæinn, var það vottur þess að byrja átti að slá þann sama dag. — — Ég sé, að þú ert búinn að bera út (orf með Ijánum). • — Já, það er ætlunin að fara að bera niður (ljá í gras), þ. e. slá. — H.S.“ Úr Pan eftir Hamsun: SEINUSTU dagana hefu'r mér ekki úr huganum farið sum- arið á Hálogalandi, þar sem allt af er eilífur dagur“. „Kyrrt og hljótt um allar jarð- ir. Ég ligg fram eftir kvöldinu og horfi út um gluggann. Um þetta leyti var hulduljómi yfir grund og skógi, sólin var sigin og litaði himinröndina feitu, rauðu ljósi, sem haggaðist ekki fremur en brá á vatni. Himininn var alls staðar opinn og hreinn, ég starði inn í þetta heiða haf, og það var eins og ég lægi augliti til aug- litis við botn veraldar og eins og hjartað í mér klappaði þangað innilega og ætti þar heima. Það má guð vita, hugsaði ég með sjálfum mér, hvað veldur því að himinröndin býr sig í pell og purpura í kvöld, nema hátíð sé uppi í geimi, dýrleg hátíð, með hljóðfæraslætti frá stjörnunum og farið á bátum niður eftir fljót- um. Það er engu líkara! Og ég lét aftur augun og var kominn í þessa bátsferð, og hugurinn reikaði víða.... Svona liðu fleiri dagar en einn“. C___ Konungsgarð- ur er rúmur inngangs, en þröngur brott- farar. (Egla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.